Morgunblaðið - 16.12.1988, Page 46

Morgunblaðið - 16.12.1988, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1988 Býr íslendingur hér? — Kafli úr endurminningum Leifs Muller Býr íslendingnr hér? ne&iist ný bók eftir Garðar Sverrisson. Hér eru á ferð æviminningar Leifs Muller, eina íslendingsins sem lifði af vistina í útrýmingar- búðum nasista i Þýskalandi. I bókinni segir Leifúr frá æskuár- unum heima á Stýrimannastíg þar sem hann elst upp við alls- nægtir og er einn af þeim drengjum sem engum kom til hugar að þyrftu nokkurntima að hafa fyrir lífinu. Faðir Leifs, hinn landsþekkti kaupmaður L.H. Muller, var einn efnaðasti kaupmaður í Reykjavík og kost- aði kapps um að ala son sinn upp við formfestu og góða siði. Til að búa sig undir framtíð- arstarfið í fyrirtæki föður síns heldur Leifúr til Noregs sumarið 1938, áhyggjulaus og fullur bjartsýni á framtíðina. Hann er á leið aftur heim til íslands þeg- ar hann er svikinn í hendur Gest- apo og sendur til Sachsenhaus- en, hinna illræmdu dauðabúða norður af Berlín. Þar dregur hann fram lífið til striðsloka, aðframkominn af veikindum og þrælkun. 1 bókinni segir Leifúr frá þeirri grimmd og niðurlæg- ingu sem urðu hlutskipti hans á unga aldri, meðal annars atvik- um sem hann hafði einsett sér að ræða aldrei um. Ennfremur segir hann frá þeim áhrifúm sem vistin hjá nasistum hefúr haft á allt - hans líf, lífsbaráttu og heilsu, bæði til likama og sálar. Hér á eftir fer kafli úr bók- inni. Þetta hlýtur að vera misskilning- ur, það getur ekki annað verið, hugsaði ég þegar ég horfðist í augu við mennina sem stóðu andspænis mér í dyrunum á Bygdöy Allé. Önnur hugsun komst ekki að fyrir þeirri bamslegu en ósjálfráðu ósk- hyggju að hér hlytu einhver mistök að hafa átt sér stað. Það gat ekki verið ég sjálfur sem þeir voru raun- verulega að leita að. Þjóðveijamir sögðu að það ætti eftir að ganga frá einhveijum formsatriðum vegna ferðar minnar til Svíþjóðar. Ég þyrfti að koma með þeim niður á skrifstofu og skrifa undir pappíra sem nauðsyn- legt væri að hafa í lagi. Að því búnu gæti ég haldið leiðar minnar eins og um hefði verið talað. Mér fannst þetta undarlegt. Var ég ekki búinn að fá leyfið og kominn með alla pappíra í hendurnar? Og hvers vegna var ekki látið nægja að hringja í mig fyrst þetta vom aðeins formsatriði? Spumingamar flugu um hugann. Ég spurði sjálfan mig án þess að svara. Það kom mér á óvart að Þjóð- veijamir skyldu fara með mig í sporvagni niðjur í bæ en ekki sér- stökum bíl. Ég var eins og hver annar vegfarandi í hópi tveggja félaga. Sú hugsun sótti að mér að ef til vill væri best að taka á sprett, hlaupa og láta sig hverfa. Mennim- ir virtust ekki líklegir til að ná tvítugum pilti á hlaupum. En á leið- inni hugsaði ég með mér að kannski væm blessaðir mennimir að segja satt. Kannski væri þetta allt út af einhveijum formsatriðum. Þjóð- veijar vom formsins menn og vildu hafa alla hluti kórrétta. Væri þetta ástæðan myndi flótti minn vekja gmn sem endanlega kæmi upp um mig. Og hvert átti ég svo sem að flýja? Hjá hveijum gæti ég falið mig? Nei, það var sama hvernig ég leit á málið, nú var skynsamleg- ast að halda ró sinni og vona bara það besta. Ef mál mitt væri svona alvarlegt hefðu þeir aldrei treyst mér til að fara með sér í sporvagni. Þegar mennimir sóttu mig kynntu þeir sig ekki sem lögreglu- menn. Ég var því jafnvel farinn að vona að þetta væm venjulegir þýskir embættismenn, enda skildist mér að pappíramir sem ég átti að fylla út lægju niðri á ferðaskrif- stofu og þangað væri för okkar heitið. En þegar við stigum út úr vagninum mnnu á mig tvær grímur: Viktoria Terrasse — höfuð- stöðvar Gestapo! Þangað var þá ferðinni heitið með mig. Viktoria Terrasse var sá staður í Ósló sem Norðmönnum stóð mest- ur stuggur af. Þama vom andstæð- ingar Þjóðveija yfírheyrðir, oft með svo hrottalegum pyntingum að þeir lágu stórslasaðir eftir. Nú nálguð- umst við þetta hús, ég og tveir Þjóðveijar sem ekki fór lengur á milli mála að vom liðsmenn Ge- stapo. Þeir gengu sinn hvom meg- in við mig, mun þéttar en áður og vom greinilega við öllu búnir. En nú var líðan mín þannig að ég var ekki neinn maður til að grípa til örþrifaráða. Ég bara gekk eins og í leiðslu í átt að þessu hræðilega húsi. Þeir leiddu mig inn um dymar á Viktoria Terrasse og síðan beint upp stigann. Með okkur gekk ein- kennisklæddur kvislingur sem vísaði okkur leiðina að stóm her- bergi sem vopnaður vörður vakt- aði. Eftir örstutta bið vomm við beðnir að ganga inn. Mér var vísað til sætis framan við stórt skrifborð en Gestapo-mennirnir settust hvor sínum megin við dyrnar. Gegnt mér settust svo þýskur Gestapo- maður og norskur túlkur hans, ein- kennisklæddur nasisti. Áður en þeir spurðu mig nokk- urs hóf sá þýski upp raust sína og talaði hátt, svo hátt að hefði mátt halda að við sætum ekki í sama herbergi: „Þú segist vera á fömm til Svíþjóðar en það er hrein og bein lygi. Þú ert á leið til Englands!" Mér dauðbrá en lét eins og ég skildi ekki til fulls hvað hann var að fara. Hann hækkaði enn róminn og nánast öskraði: „Það er lygi að þú ætlir þér á skóla í Svíþjóð. Þú ætlar til Englands." Enn hváði ég. „Vertu ekki með þennan fífla- gang. Við vitum þetta allt saman!“ Þjóðveijinn rakti áætlun mína í grófum dráttum en þó svo ná- kvæmlega að mér varð ónotalega við. Þeir sem þekktu þessa sögu vom teljandi á fíngmm annarrar handar. Samt vom þeir of margir. Einhveijum var ofaukið. Á meðan ég var að átta mig á þeirri alvarlegu stöðu sem upp var komin hélt sá þýski áfram að sauma að mér. Hann sagði að mér væm öll sund lokuð. Málið væri þannig vaxið. Það yrði mér aðeins til enn meiri vandræða ef ég reyndi að malda í móinn. Hann talaði yfir mér eins og ótíndum glæpamanni og lauk ræðu sinni með þessum orðum: „Og nú gef ég þér síðasta tækifærið til að leggja sjálfur spilin á borðið." Hótunin sem fólst í síðustu orð- um hans varð ekki misskilin. Ef ég viðurkenndi ekki strax myndu þeir hjálpa mér til þess. Ég sá mína sæng uppreidda. Upplýsingar þeirra vom alltof nákvæmar til að það borgaði sig að taka þátt í leikn- um sem boðið var upp á. Ég gafst upp. Mér stóð ógn af þessum mönn- um og vildi fá að játa minn glæp áður en þeir tækju til við sín uppá- haldsvinnubrögð. Um leið og ég ætlaði að hefja mál mitt fann ég hve taugatrekktur ég var orðinn. Mér var funheitt og gekk illa að koma upp orðum vegna mikils herpings sem næstum lokaði hálsinum. Gamla málheltin, stamið, tók sig einnig upp. í fyrsta sinn í mörg ár hökti ég aftur á orðunum, alveg eins og í gamla daga. Ég sá að þeim þýska var skemmt. Aldrei áður hafði ég orðið var við slík við- brögð hjá fullorðnu fólki. Nú fékk ég hins vegar smjörþefinn af þeirri tegund kímnigáfu sem höfð var í hávegum meðal nasista. Heima í Reykjavík tók það mig sárt ef ég varð fyrir aðkasti vegna stamsins, en nú brá svo við að ég vorkenndi manninum. Mér fannst bijóstum- kennanlegt að horfa upp á mið- aldra mann henda gaman að mál- helti minni. Það veitti mér styrk að sjá hvað maðurinn var smár í sniðum og ég varð allur rólegri. Allt í einu var ég hættur að stama og tókst að ljúka máli mínu á eðli- legan hátt. Þegar ég hafði játað á mig þau drottinssvik að hafa ætlað heim tii Islands, þess forboðna óvinalands, ýttu þeir að mér einhverri yfirlýs- ingu og fóru fram á að ég ritaði nafn mitt undir hana. Ég gerði það án þess að lesa textann enda hafði hann hvort sem er verið saminn og vélritaður áður en þeir komu með mig í húsið. Formsatriðum var fullnægt. Gestapo-mennirnir tóku mig nú á milli sín og leiddu mig út gang- inn og niður stigann. Á undan og eftir gengu vopnað'r SS-menn. Ég hlaut að vera stórhættulegur mað- ur. Það kom líka á daginn að nú var ekki talið óhætt að fara með mig í sporvagni. Þess í stað var mér ýtt inn í stóra svarta drossíu sem beið fyrir utan Viktoria Ter- rasse. Ég var settur í aftursætið milli Gestapo-mannanna en frammí settust bílstjóri og annar SS- maðurinn. Frá höfuðstöðvum Gestapo var ekið með mig á miklum hraða, rétt Leifúr Muller eins og um neyðartilfelli væri að ræða. Ég varð hálfringlaður í öllum látunum og reyndi ekki að geta mér til um framhaldið. Við fangelsið á Möllergaten 19 staðnæmdist bíllinn. Gestapo- mennimir tóku þéttingsfast um hendur mínar og leiddu mig inn um dyrnar. Þar afhentu þeir mig fangavörðum sem ýttu mér á undan sér eftir löngum gangi, framhjá ótal fangaklefum með rammgerð- um hurðum. Við enda gangsins tók á móti mér einkennisklæddur nas- isti, lítill með dökkt Hitlersskegg. Hann þreif í mig, hratt mér upp að vegg og öskraði skrækri röddu að ég skyldi standa þarna graf- kyrr, teinréttur, með andlitið upp að vegg. Þarna sem ég stóð hreyfingar- laus og starði á vegginn fann ég í fyrsta skipti fyrir áður ókunnri til- fínningu. Allt í einu fannst mér eins og ég væri ekki staddur í því umhverfi sem ég raunverulega var í, heldur væri þetta allt hrein ímyndun, hugarburður eða draum- ur. Svona kringumstæðum hafði ég einungis kynnst í kvikmyndum og fannst ótrúlegt að þetta væri ég sjálfur sem stæði þarna með andlitið upp að vegg. Þessi furðulega tilfinning, óraunveruleikakenndin, átti eftir að sækja á mig hvað eftir annað næstu mánuði og ár. Ég held að hún hafí verið liður í þeirri afneitun sem ég tamdi mér ósjálfrátt og fólst í að sjá ekki það sem ég sá og heyra ekki það sem ég heyrði, hugsa ekki um það sem einungis olli sálarkvöl. Fljótlega þreyttist ég á að standa hreyfingarlaus og stara á vegginn. Mér lék forvitni á að vita hvað verið var að bjástra fyrir aftan mig og freistaðist til að líta aðeins til hliðar. Á samri stundu var mér rekið bylmingshögg undir hægra kinnbein, svo fast að ég missti jafn- vægið og féll í gólfið. Ég stóð strax upp aftur og setti mig aftur í sömu stellingar. Með þessu höggi lærði ég mína fyrstu lexíu, að ganga ekki gegn vilja nasista meðan þeir voru nærstaddir. Ég var staðráðinn í að gefa þeim aldrei tilefni til að ráðast á mig að nauðsynjalausu. í nærri klukkustund stóð ég þama hreyfingarlaus upp við vegg- inn. Mér fannst ég aldrei hafa lifað svo langa klukkustund. Tíminn ætlaði aldrei að líða. Ég var orðinn mjög óþreyjufullur þegar loksins var þrifíð í hönd mína og ég leidd- ur inn í varðstofu. Þar var ég lát- inn fara úr öllum fötunum. Síðan voru þau gegnumlýst til að ganga úr skugga um að þar væri ekkert falið milli fóðra. Þeir fóru fram á að ég afhenti þeim allt lauslegt, veskið mitt, úrið og pennann. Hins vegar voru mér afhentar aftur tvær krónur sem fundust í buxnavasan- um. Ég skildi aldrei og skil raunar ekki enn hvað átti ég að gera með þessar tvær krónur milli handanna. Þegar búið var að grandskoða fötin mín fékk ég þau aftur. Hálsbindinu héldu þeir þó eftir og, það sem MACHO LJÓSKASTARAR VEGNA GÆÐA, VERÐS OG ÖRYGGIS • E27 Postulíns lampahalda • Innbyggðar leiðslur Sendum í póstkröfu SKEIFUNNI 8 ■ SÍMI 82660 - leiðandi í lýsingu - meira var, skóreimunum líka. Aug- ljóst var að ég átti ekki að fá að deyja í syndinni. Með skóna skröltandi á fótunum var ég rekinn áfram niður í kjall- ara, inn langan gang þar til stað- næmst var við klefadyr númer níu. Rammgerðar dyrnar voru opnaðar og mér ýtt inn þar sem fyrir voru tveir gráhærðir menn, órakaðir, skítugir og fölir. Um leið og við birtumst spruttu þeir á fætur, stilltu sér upp eins og hermenn og hrópuðu af öllum mætti: „Ach- tung!“ og síðan nöfn sín og fanga- númer, svo hratt að ég náði því ekki sem þeir sögðu. Það hvarflaði að mér að þetta væru bilaðir menn, öskrandi á þýsku, teinréttir eins og hermenn í liðskönnun. Var þetta þeirra eigin leikur eða kannski pyntingaraðferð, að opna dymar snögglega og láta menn síðan spretta svona upp og öskra? Mér leist ekkert á félagsskapinn í klefanum. Áður en við tókum tal saman efaðist ég um að mennimir væm heilir á geðsmunum. Af útlit- inu að dæma voru þeir til alls líkleg- ir. Ég róaðist þó fljótlega eftir að við fórum að ræða saman. Sá eldri, maður um sextugt, virtist hálft í hvom feginn að fá nýjan mann í klefann, sem þó var aðeins ætlaður einum fanga. Þetta var fölleitur maður með hmkkótt andlit en afar góðlegur að sjá. Hann var boginn í baki og bar þess merki að hafa unnið hörðum höndum um dagana. Hér á Möllergaten kvaðst hann hafa verið fangavörður í heilan ald- arfjórðung en verið settur inn af nasistum fyrir að koma út skilaboð- um til og frá pólitískum föngum sem fljótlega eftir hemám fylltu þetta hundrað ára gamla fangelsi. Klukkan var orðin hálf átta og ég hafði ekki fengið matarbita frá því á hádegi. Félagar mínir kváð- ust nýbúnir að borða en reynandi væri að kalla á fangavörð og bera undir hann vandræði mín. Ég gerði það. Vörður kom, hlustaði á mig og sagði svo að hér yrði engan mat að hafa fyrr en á morgun. Með þeim orðum skellti hann á mig. Mér fannst þetta fráleit fram- koma að svíkja mig svona um kvöldmat. Fangavörðurinn gamli bað mig að taka þetta ekki nærri mér. Hér yrðum við að taka því sem að höndum bæri og gera gott úr öllum hlutum. Lítilsháttar hung- ur væri ekki það versta sem fyrir menn kæmi í fangelsum nasista. Félagar mínir sögðu að innan hálftíma yrði bjöllu hringt og þá yrðum við að ganga til náða. Ljós- in yrðu slökkt klukkan átta og væri þess krafist að þá ríkti alger þögn í hveijum klefa. Klefi okkar var að flatarmáli tæpir sjö fermetr- ar og var þar aðeins rúm hánda einum manni. í rúminu, sem var einskonar kassi, svaf sá yngri, Rússi sem búið hafði í Noregi síðastliðin tuttugu ár. Þetta var fremur ófríður maður um fimm- tugt, þekktur húsgagnasmiður í austurhluta Óslóar. Hann hafði verið tekinn fyrir svartamarkaðs- brask og óttaðist mjög um líf sitt af þeim sökum. Á lélegri dýnu á gólfinu varð ég að leggjast til svefns við hliðina á fangaverðinum gamla. Við héldum áfram að tala saman í hálfum hljóð- um eftir að ljósin voru slökkt. Ég hafði þungar áhyggjur vegna and- spyrnublaða sem falin voru í her- bergi mínu á Bygdöy Allé. Aldrei þessu vant var ég með talsverðan stafla af blöðum sem ég hafði tek- ið að mér að dreifa til vina og kunningja. Ég var ekki vanur að taka að mér slíkar dreifingar, en þar sem ég nú var á förum og búinn að fá brottfararleyfi fannst mér ég ekki geta skorast undan beiðni skólabróður míns sem ég hitti af hreinni tilviljun í miðbænum kvöldið áður, einungis átján klukkustundum áður en ég var handtekinn. Ég vissi að Gestapo var vant að gera húsleit á heimilum handtek- inna manna og ef minnsti grunur léki á að ég stæði í einhveiju sam- bandi við andspyrnuhreyfinguna myndu þeir ekki hika við að snúa öllu á hvolf í herbergi mínu. Nú langaði mig til að spyija gamla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.