Morgunblaðið - 16.12.1988, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 16.12.1988, Qupperneq 56
kjörum þessa fólks, sem var nýjung í breskum bókmenntum og sem vakti mjög mikla athygli og stuðl- aði að fordæmingu þess mannúðar- leysis, sem lét slíkt viðgangast. Gollancz taldi rit Orwells vera besta vopnið í baráttunni fyrir því að vekja meðvitund almennings á Englandi fyrir ömurlegum kjörum þeirra sem teljast máttu örbjarga. Gollancz varð ekki jafn hrifínn af síðari hluta ritsins, en þar fjall- ar Orwell um málefni, sem voru mjög viðkvæm fyrir alla þá sem töldu að sósíalismi væri von mann- kynsins og að ráðstjómarlýðveldin væru merkisberi þeirrar stefnu í heiminum. Orwell sparaði ekki að hnýta í þá verkalýðsforingja, sem töldu sig vera vöm og hlíf öreig- anna, en notuðu sér fylgi þeirra sjálfum sér til framdráttar og hann var ómyrkur í skoðunum sínum á merkisberum sósíalismans, talaði um „gangstera" og kommissara og iðnvæðingin í Rússlandi vekur litla hrifningu með honum. Gollancz ritaði formála fyrir rit- inu, þar sem kemur fram trú hans á að í Rússlandi sé verið að reisa ríki framtíðarinnar, ríki lífsham- ingjunnar og telur að Orwell fari mjög villt í afdráttarlausri fordæm- ingu sinni á sama ríki. Þessi skrif Gollancz em mjög fróðleg ekki síst nú. Það vom ekki margir vinstri- menn sem litu málin eins og Or- well 1936. Orwell var einn af fáum, sem skynjuðu hvert stokkfreðnar kenningakreddur þrengstu hug- myndafræði myndu leiða áhang- endur sína. Ljósmyndir em prentaðar hér, þær upphaflegu, og útgáfan er leiðrétt frá fyrri útgáfum. Sakadómur: Nýr dómarí í Hafekipsmáli ÁKVEÐIÐ heftir verið að Ingi- björg Benediktsdóttir, sakadóm- ari, komi í stað Haraldar Henrýs- sonar sem dómari í málum tengd- um gjaldþroti Hafskips og Ut- vegsbanka íslands. Haraldur Henrýsson var fyrir skömmu skipaður dómari í Hæsta- rétti, frá áramótum að telja. Ákveð- ið hafði verið að hann yrði dóms- forseti í Hafskipsmáli í Sakadómi Reykjavíkur, en með honum dæmdu þeir Pétur Guðgeirsson og Amgrím- ur ísberg. í stað Haraldar kemur Ingibjörg, en Pétur Guðgeirsson verður formaður dómsins. Málið verður tekið fyrir í Saka- dómi Reykjavíkur á nýju ári. m i STEINAR HF I STÁLHÚSGAGNAGERÐ 1 SM0JUVEGI2 • KÓPAVCX3I ■ SlMl 46600 g 56 . MORGUiýillJUlIÐ, FÖSTUQAGb'R i6f IIESEMBKR 1988 JÓLAGJÖFIN FYRIR HEIMILIÐ Baststólar með gráum beyki- ramma og krómaðri grind. Henta sérlega vel í eldhúsið eðaborðstofuna. JÓLATILBOÐSVERÐ CT.1.490stgr, George Orwell fer að vinna fyrir lágum launum í bókabúð, til þess að geta gefíð sig að skáldskap. Hann kynnist fátækt og allsleysi og eftir nokkum tíma tekur hann aftur upp fyrri störf. Hann sá manna best ofurvald pen- inganna meðan á „útlegð" hans stóð og í sögulok sættir hann sig við að verða eitt hjólið í marg- brotinni peninga-vélinni, fyrir- brigði númer eitthvað. Þessi leið- rétta útgáfa er fyllri eldri útgáfum, ýmsum tilvísunum til samtíma við- burða og athafna var sleppt í fyrri útgáfum af ótta við meiðyrðamál. Öreiga- eða verkalýðsbók- menntir eru ekki fyrirferðarmiklar í enskum bókmenntum. Á 19. öld er komið inn á þessi efni í skáldsög- um Dickens og Gaskells. Eiginleg- ar verkalýðsbókmenntir koma ekki til sögunnar á Englandi fyrr en á 20. öld og meðal þeirra höfunda er George Orwell, og þá einkum með „The Road to Wigan Pier“. Victor Gollancz var meðal áhrifa- mestu vinstrisinna á fjórða áratug- inum og stofnaði til vinstribók- menntaklúbbs. Gollancz var eins og kunnugt er umsvifamikill bó- kaútgefandi og hafði gefíð út ýmis verk Orwells og hafði mikla trú á honum. Gollancz fór þess á leit við Orwell að hann skrifaði um at- vinnuleysingja Norður-Englands í janúar 1936. Lýsingar Orwell af ástandinu á þessum slóðum eru lýsingar á vannærðu fólki, sem hefur aldrei náð fullum þroska vegna skorts á hollum mat, fólki sem óholl og einhæf vinna af- skræmir líkamlega og fólki sem er atvinnulaust en tekst að skrimta fyrir stéttarlega samstöðu og að- stoð skyldmenna, sem er örlítið skár settir. Húsnæðið sem var í boði var bæði hijálegt og þröngt og þar að auki leigt á uppsprengdu verði. Verstu leigusalamir voru þeir, sem hafði tekist að nurla sam- an fyrir tveimur eða þrémur íbúð- um og skrimtu með því að leigja tvær þeirra. Við slíkar aðstæður var ekki um neitt viðhald að ræða, hreinlætisaðstæður voru fyrir neð- an allar hellur. Orwell dró upp mynd af lífí og y'-, I e í. EINAR SANDEN ÚR V i Eldinum 1 ,TIL 1 ISLANDS 'Vv ■ ÆVISAGA eðwdshinrikssonar UR ELDINUM TIL ÍSLANDS Endurminningar Eðvaids Hinrikssonar skráðar af Einari Sanden. Óvenjuleg og ótrúleg bók um ævi Eðvalds Hinrikssonar, föður þeirra Atla og Jóhannesar. Eðvald er Eistlendingur og sem foringi í verndarlögreglu föðurlands síns lenti hann á stríðsárunum í úti- stöðum, bæði við Rússa og Þjóðverja. Það kom í hans hlut að yfirheyra skæðan Rússneskan njósnara. Vegna mikilvægrar vitneskju sem Eðvald komst þá yfir var hann hundeltur af Rússum. Flótta hans lauk á íslandi en þar með var ekki öll sagan sögð. Hér var hann ofsóttur i blöðum. Ur eldinum til íslands er viðburðaríkari en margar spennusögur. fywniNDSSor „Þriðja þjóðin“ og öreigarnir Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson George Orwell: Keep the Aspid- istra Flying. The Complete Works of George Orwell. Vol- ume IV. Secker & Warburg 1987. George Orwell: The Road to , Wigan Pier. The Complete Works of George Orwell. Vol- ume V. Secker & Warburg 1986. Viðfangsefni Orwells í „Maríu- laufínu" er útlistun á „þriðju þjóð- inni“, en hann bætti þriðju þjóðinni við tvær þjóðir Disraelis, yfirstétt og lágstétt, „sem var millistéttin, hálfstétt milli öreiga og auðugra". Stétt sem streytist við að hrapa ekki niður í stétt armingja um leið og hún leitast við að líkja eftir því lífsformi og viðmiðunum, sem hún álítur að einkenni þá stétt sem hún lítur á sem yfírstétt. Orwell var þetta efni mjög hugstætt og fjallar um það í fyrstu skáldsögum sínum um leið og hann dregur upp „nota- lega“ mynd af alþýðunni eða stétt öreiga. I þessari bók sem ber titil, sem vísar til ljótrar og leiðinlegrar pottaplöntu, sem er tákn fyrir endalaust pot og streð, yfírfært á millistéttina, sem Orwell taldi að einkenndist af uppahætti og sýnd- armennsku, ásamt stöðugri hræðslu við hrapið niður samfé- lagsstigann. Þessi mynd Orwells af enskri millistétt átti upptök sín í því umhverfí sem hann bjó í, hann var sjálfur sprottinn úr þess- ari stétt og hafði kynnst henni og innviðum hennar í Burma, þar sem hann starfaði meðal embættis- manna nýlendustjómarinnar. Mottóið fyrir þessari skáldsögu er tekið úr bréfí Páls postula til Korintumanna I. 13. ,„Þó ég tal- aði..." en hann setur peninginn í stað kærleikans. Og peningurinn og umfjöllun um vald peningsins er eitt aðalinntak sögunnar. Gordon Comstock er aðalper- sóna sögunnar, sem hefúr áhuga á ritstörfum. Hann segir upp góðri stöðu hjá auglýsingafyrirtæki og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.