Morgunblaðið - 16.12.1988, Side 70

Morgunblaðið - 16.12.1988, Side 70
70 MORG UNBLAÐIÐ IÞROI I iR F0STOÐAGUR-16. DESEMBER 1988 KARFA KNATTSPYRNA / 1. DEILD Gvétar áfram hjá ÍBK? Freyr Sverrisson afturtil ÍBK Tap gegn írumá Möltu Isienska landsliðið í körfuknatt- leik tapaði með þriggja stiga mun, 71:68, gegn því írska í ann- arri umferð smáþjóðamótsins á Möltu. Hittni íslensku strákanna var afleit, einkum í fyrri hálfleik, én í hléi var staðan 35:27. Þeir voru skárri í seinni hálfleik og er rúm mínúta var til leiksloka náðu þeir forystu í fyrsta sinn, 66:64. En reynsluleysið kom þeim í koll og tap var óumflýjanlegt. Guðmundur Bragason var stiga- hæstur í íslenska liðinu með 17 stig. Magnús Guðfinnsson skoraði 15 stig, Tómas Holton 13, Valur Ingi- mundarson, sem var í strangri gæslu allan tímann, 12 stig og aðr- ir færri. í dag verður leikið gegn Gíbralt- ar og sigur tryggir íslenska liðinu sæti í undanúrslitum. Grótar Elnarsson GRÉTAR Einarsson, sem hef ur verið orðaður við sitt gamla félag Víði, verður líklega áfram hjá ÍBK. Einng er talið líklegt að Freyr Sverr- isson gangi aftur í raðir Keflvíkinga, en hann lék í sumar með Grindvíkingum. Grétar Einarsson mun ákveða sig um helgina hvort hann verði áfram með Keflavík næsta sumar. „Ég hef ekki endanlega gert upp hug minn, en ég hef mikið álit á Hólmberti sem þjálf- ara. Það er líklegt að ég verði áfram hjá ÍBK,“ sagði Grétar. Að sögn Rúnars Lúðvíkssonar, formanns knattspymudeildar ÍBK, hefur Freyr Sverrisson látið að því liggja að hann vilji leika með ÍBK næsta sumar. Freyr lék með ÍBK í 1. deild 1987, en í sumar lék hann með Grindvíking- um í 3. deild. Siguijón Sveinsson og ívar Guðmundsson, sem léku með Reyni Sangerði í sumar, hafa nýlega ákveðið að ganga aftur til liðs við Keflvíkinga Þessir þrír leikmenn léku undir stjón Hólmberts hjá ÍBK 1985. Keflvíkingar hafa misst Ragnar Margeirsson sem hefur ákveðið að leika með Fram næsta sumar. Ragnar lék einnig með Fram 1987 er liðið varð bikarmeistari. Sparisjödur Hafnarfjarðar Rúmena í kvöld Er aö þú mætir í íþróttahús Hafnarfjaröar og hjálpir okkur aö leggja rúmenska liðið Minaur Baia Mare aö velli. Leikurinn hefst kl. 20:00 og miðasalan opnar kl. 18:00. Komdu á völlinn í kvöld og leggjum Rúmena aö velli. Maria Wallisar. Walliser sigradi Svissneska stúlkan Maria Wall- iser sigraði í bruni kvenna í heimsbikamum í Altenmarkt í Austurríki í gær. Hún fékk tímann 1:35.23 mín. og var 10/100 hlutum úr sekúndu á undan Veroniku Wall- inger frá Austurnki. Heimsbikar- hafinn frá í fyrra, Michela Figini frá Sviss, varð í þriðja sæti á 1:35.55 mínútum. Figini hefur forystu í stigakeppn- inni það sem af er með 49 stig. Carole Merle frá Frakklandi er í öðru sæti með 37 stig. Fjórar stúlk- ur eru jafnar í þriðja sæti með 35 stig. Það eru austurrísku stúlkumar Anita Wachter og Ulrike Maier og vestur-þýsku stúlkumar Regine Mösenlechner og Michaela Gerg. NBA Fyrsti sig- ur Miami Leikmenn Miami stigu stríðsdans í Los Angeles, eftir að þeir vom búnir að vinna sinn fyrsta sigur - eftir sextán tapleiki í röð. Miami vann Clippers, 89:88, á miðvikudagskvöldið. Boston var 20 stigum undir gegn Utah Jazz, en þá tóku þeir Danny Ainge (32 stig) og Robert Parish (21) til sinna ráða og Boston vann, 112:104. Leikmenn Nets jöfnuðu með þriggja stiga körfu gegn Larkers, þegar þijár sek. vom til leiksloka. Þeir unnu svo í framlengingu, 118:113. Buck Williams setti 32 stig, en Earvin Johnson var stiga- hæstur hjá Lakers, með 31 stig. Chicago Bulls keypti Craig Hodges frá Phoenix. Hodges er einn af bestu þriggja stiga skyttum NBA-deildarinnar. NBA-úrslit: Atlanta Hawks - Philadelphia.... 103:96 Boston Celtic - Utah J azz..112:104 Charlotte Hornets - Indiana.115:106 Milwaukee - Detroit Pistons.119:110 N.J. Nets - L.A. Lakers ....118:113 Miami Heat - L.A. Clipþer......89:88 í kvöld Einn leikur verður leikinn í 1. deildarkeppninni í hand- knattleik í kvöld. Breiðablik leikur gegn Vestmannaeyjum kl. 19 í íþróttahúsinu Digra- nesi. Þá verður einn leikur í 1. deild kvenna, einnig í Di- granesi. Stjarnan mætir Víking kl. 20.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.