Morgunblaðið - 16.03.1989, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 16.03.1989, Qupperneq 56
I i 56 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1989 ENGLAND Höfðingjar í heimsókn ■X arl Bretaprins og eiginkona hans, Díana prinsessa, eru þessa dagana á ferðalagi um Sam- einuðu arabísku furstadæmin og Kuwait. Við- tökumar hafa að sögn kunnugra verið framúr- skarandi, mataræði innfæddra mun ekki hafa valdið umtalsverðum erfíðleikum og vistarverur allar þykja hafa verið í samræmi við kröfur kon- ungborinna. í Kuwait ræddi Karl Bretaprins við emírinn brosmilda Sheikh Jaber al-Ahmed al- Sabah en á hinni myndinni stinga þau Díana prinsessa og Sheikh Saad al-Abdulla al-Sabak krónprins saman nefnjum. Reuter 4,5 MILUONIR I GETRAUNUM Galdurinn er að vera með í hverri viku Selfossi. Við settum dálítið meira í þetta núna síðast því við fengum 11 rétta í vikunni áður sem gáfu 80 þúsund," sagði einn félaginn í tipp- arafélaginu DAGSKOKK á Selfossi en félagið átti eina seðilinn með 12 rétta hjá Getraununum laugardag- inn 25. febrúar. „Galdurinn er að vera með í hverri viku.“ Venjulega leggja þeir 600 krónur á mann í tipppottinn en þær urðu 2000 í síðustu viku og gáfu samtals 4.583.106 krónur, rúmlega 573 þúsund á mann. Þeir félagar koma saman á hveij- um föstudegi klukkan 20.15 og tippa. Þeir hafa gert þetta í 3 ár og spiluðu frítt fyrsta árið, fengu 150 þúsund í vinninga. Næsta ár var rekið með tapi þó þeir fengju tvisvar 11 rétta en líkur eru á að þetta ár verði gott. Sigurður Grétarsson, sem sér um að sækja vinningana, sagðist hafa sagt við framkvæmdastjóra Get- rauna þegar hann sótti vinninginn síðast að hann kæmi næst og tæki stærri vinning og það varð úr. Þeir félagar voru með 4 raðir með 11 réttum og eina með 12 rétta. Þess má geta að þessa helgi var Selfoss þriðja söluhæsta félagið yfir landið, á undan voru Fram og Fylkir í Reykjavík. -Sig. Jóns. Reuter Vinningnum skipt bróðurlega milli félaganna í DAGSKOKK. Sigurður Grétarsson afhendir Kjartani Björnssyni ávísun. Aðr- ir á myndinni eru David Vokes, Ásbjörn Hartmannsson, Óskar Marelsson, Tómas Gunnarsson, Olgeir Jónsson og Snorri Snorra- son. AlúÖar þakkir fceri ég öllum þeim, sem heim- sóttu mig og glöddu á annan hátt með kveÖjum og gjöfum á 90 ára afmœli mínu. Jörgen Hólm, SiglufirÖi. Gefið krökkunum ómetanlega gjöf sem þeir búa að alla ævi: Enskunámskeið í Englandi í sumar í CONCORDE INTERNATIONAL málaskólanum. Hringið í s. 91-74076 og fáið upplýsingar sendar heim. Innrömmun Sigurjóns Ármúla 22 sími 31788 Málverka- og myndainnrömmun. Málverkalampar - málverkasala - speglasala Sendum í póstkröfu fclk i fréttum Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.