Morgunblaðið - 16.03.1989, Síða 56

Morgunblaðið - 16.03.1989, Síða 56
I i 56 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1989 ENGLAND Höfðingjar í heimsókn ■X arl Bretaprins og eiginkona hans, Díana prinsessa, eru þessa dagana á ferðalagi um Sam- einuðu arabísku furstadæmin og Kuwait. Við- tökumar hafa að sögn kunnugra verið framúr- skarandi, mataræði innfæddra mun ekki hafa valdið umtalsverðum erfíðleikum og vistarverur allar þykja hafa verið í samræmi við kröfur kon- ungborinna. í Kuwait ræddi Karl Bretaprins við emírinn brosmilda Sheikh Jaber al-Ahmed al- Sabah en á hinni myndinni stinga þau Díana prinsessa og Sheikh Saad al-Abdulla al-Sabak krónprins saman nefnjum. Reuter 4,5 MILUONIR I GETRAUNUM Galdurinn er að vera með í hverri viku Selfossi. Við settum dálítið meira í þetta núna síðast því við fengum 11 rétta í vikunni áður sem gáfu 80 þúsund," sagði einn félaginn í tipp- arafélaginu DAGSKOKK á Selfossi en félagið átti eina seðilinn með 12 rétta hjá Getraununum laugardag- inn 25. febrúar. „Galdurinn er að vera með í hverri viku.“ Venjulega leggja þeir 600 krónur á mann í tipppottinn en þær urðu 2000 í síðustu viku og gáfu samtals 4.583.106 krónur, rúmlega 573 þúsund á mann. Þeir félagar koma saman á hveij- um föstudegi klukkan 20.15 og tippa. Þeir hafa gert þetta í 3 ár og spiluðu frítt fyrsta árið, fengu 150 þúsund í vinninga. Næsta ár var rekið með tapi þó þeir fengju tvisvar 11 rétta en líkur eru á að þetta ár verði gott. Sigurður Grétarsson, sem sér um að sækja vinningana, sagðist hafa sagt við framkvæmdastjóra Get- rauna þegar hann sótti vinninginn síðast að hann kæmi næst og tæki stærri vinning og það varð úr. Þeir félagar voru með 4 raðir með 11 réttum og eina með 12 rétta. Þess má geta að þessa helgi var Selfoss þriðja söluhæsta félagið yfir landið, á undan voru Fram og Fylkir í Reykjavík. -Sig. Jóns. Reuter Vinningnum skipt bróðurlega milli félaganna í DAGSKOKK. Sigurður Grétarsson afhendir Kjartani Björnssyni ávísun. Aðr- ir á myndinni eru David Vokes, Ásbjörn Hartmannsson, Óskar Marelsson, Tómas Gunnarsson, Olgeir Jónsson og Snorri Snorra- son. AlúÖar þakkir fceri ég öllum þeim, sem heim- sóttu mig og glöddu á annan hátt með kveÖjum og gjöfum á 90 ára afmœli mínu. Jörgen Hólm, SiglufirÖi. Gefið krökkunum ómetanlega gjöf sem þeir búa að alla ævi: Enskunámskeið í Englandi í sumar í CONCORDE INTERNATIONAL málaskólanum. Hringið í s. 91-74076 og fáið upplýsingar sendar heim. Innrömmun Sigurjóns Ármúla 22 sími 31788 Málverka- og myndainnrömmun. Málverkalampar - málverkasala - speglasala Sendum í póstkröfu fclk i fréttum Morgunblaðið/Sigurður Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.