Morgunblaðið - 17.03.1989, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1989
Fundur Jóns Baldvins Hannibalssonar og Uflfe Ellemann-Jensens:
Varaflugvöllur og Rockall-
svæðið meðal umræðuefiia
Utanríkisráðherra Dana, Uffe
Ellemann-Jensen, bauð nýlega
starfsbróður sínum á íslandi, Jóni
Baldvin Hannibalssyni, í tveggja
daga opinbera heimsókn að Iokn-
um ráðherrafundi EFTA í Ósló.
Ráðherramir ræddust við í gær-
morgun ásamt nokkrum sérfiræð-
ingum. Fjallað var ítarlega um
væntanlegar viðræður EFTA og
EB og reynslu Dana af þátttöku
í EB auk ýmissa mála er snerta
samskipti Dana og Islendinga sér-
staklega. Fleiri mál bar á góma,
þ. á m. samskipti austurs og vest-
urs, afvopnun og hvalamál.
Er Morgunblaðið ræddi við ut-
anríkisráðherra kom fram að hann
tjáði Ellemann-Jensen þá skoðun
sína að þjóðir við Norður-Atlantshaf
ættu að vinna að því að næsti áfangi
í afvopnunarviðleitni hemaðarbanda-
laganna, að loknum Vínarviðræðun-
um um hefðbundin vopn, yrði tak-
mörkun vígbúnaðar á höfunum.
Ellemann-Jensen spurði hvað liði
VEÐUR
forkönnun á lagningu varaflugvallar
fyrir Atlantshafsbandalagið á ís-
landi. Utanríkisráðherra skýrði frá
ólíkum viðhorfum til málsins innan
ríkisstjómarinnar. Sjálfur myndi
hann líklega leyfa áðumefnda for-
könnun en þar sem hún tæki langan
tíma yrði lokaákvörðun í málinu vart
tekin fyrr en síðla árs 1990. „Af
Dana hálfu var engin dul dregin á
það að þeim þætti ekkert miður þótt
Islendingar höfnuðu þessum kosti
vegna þess að danska ríkisstjómin
og heimastjómin á Grænlandi væru
einhuga um að óska eftir því að vara-
flugvöllurinn yrði lagður á Græn-
landi."
Ráðherramir ræddu Rockall-málið
og utanríkisráðherra kynnti Elle-
mann-Jensen málstað íslendinga í
hvalveiðideilunni. Fór hann fram á
stuðning Dana í Alþjóðahvalveiðiráð-
inu. „Það er auðheyrt að þetta er
viðkvæmt mál í Danmörku og erfitt
að fá ótvíræðan stuðning við svo
umdeildan málstað," sagði Jón Bald-
vin Hannibalsson.
Landhelgisgæslan:
Einn af fiæreysku laxveiðibátunum út af Austfjörðum. Útbúnaðurinn
til veiðanna er fyrir framan stýrishús bátsins. ,
Færeyskir bátar brjóta sam-
komulag um laxveiðar á sjó
LANDHELGISGÆSLAN telur
yfirgnæfandi líkur á því að fier-
eyskir bátar stundi nú laxveiðar
norðaustur af Austfjörðum. Með
því brjóti þeir samkomlag sem
gert var 1982 um laxveiðar í sjó
milli íslendinga, Færeyinga, Dana
og fleiri þjóða. I þessari viku hef-
ur gæslan fimdið 7 færeyska lax-
veiðibáta á svæði sem er 16 til 40
mílur utan við lögsögu okkar og
130 mílur utan við lögsögu Fær-
eyja. Samkvæmt samkomulaginu
er hinsvegar gert ráð fyrir að þær
þjóðir sem stunda laxveiðar í sjó
geri það innan sinnar eigin fisk-
veiðilögsögu.
Þröstur Sigtryggsson skipherra
hjá gæslunni segir að greinargerð
um þetta mál hafi verið sent utanrík-
is-, sjávarútvegs- og dómsmálaráðu-
neytinu auk veiðimálastjóra. Á um-
ræddu svæði tók danskt eftirlitsskip
5 færeyska báta á laxveiðum í fyrra.
„Af þessum sjö bátum sem við
sáum í eftirlitsflugi voru fimm á sigl-
ingu en tveir við veiðar. Samkvæmt
myndum sem teknar voru af bátun-
um teljum við þá greinilega útbúna
til laxveiða í sjó,“ segir Þröstur Sig-
tryggsson.
Guðmundur Eiríksson þjóðréttar-
ftæðingur í utanríkisráðuneytinu
segir að laxveiðar í sjó séu ólöglegar
utan 12 mílna landhelgi allra þjóð-
anna sem hlut eiga að máli. Tvær
undantekningar eru á þessu, lax-
veiðar má stunda innan færeysku
fískveiðilögsögunnar og við strendur
Vestur-Grænlands.
■T tr
IDAG kl. 12.00:* *
Heimíld: Veðurslofa Islands
-jt (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær)
VEÐURHORFUR í DAG, 17. MARS
YFIRUT í GÆR: Yfir íslandi er 1009 mb lægð sem þokast austur.
Veöur fer hlýnandi í bili.
SPÁ: Á morgun verður sunnanátt um land allt, víðast kaldi eða
stinningskaldi. Snjókoma um sunnan- og vestanvert landið, en úr-
komulítiö á Norðausturlandi. Smám saman dregur úr frosti.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á LAUGARDAG: Suövestanátt með óljum um sunnan-
og vestanvert landið, en bjartviðri norðanlands og austan. Vægt
frost um allt land.
HORFUR Á SUNNUDAG: Suðlægar áttir um allt land og heldur
hlýnandi veður. Slydduél á Suöur- og Vesturlandi en úrkomulítið í
öðrum landshlutum.
TÁKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
s, Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ f f
r r r r Rigning
r r r
* r *
r * r * Slydda
r * r
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
-|Q‘ Hitastig:
10 gráður á Celsius
e
Skúrir
*
V El
= Þoka
= Þokumóða
’ , ’ Súld
OO Mistur
—Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl, 12:00 í gær að ísl. tíma
hiti veAur
Akureyri +11 skýjað
Reykjavík +6 skýjaó
Bergen 2 snjóél
Helslnkl vantar
Kaupmannah. 8 léttskýjað
Narssarssuaq +1 snjókoma
Nuuk +9 skafrenningur
Osló 3 slydda
Stokkhólmur 2 rignlng
Þórshöfn +2 snjóél
Algarve 18 skýjað
Amsterdam 7 rigning
Barcelona 18 mistur
Berlín 8 alskýjað
Chlcago +3 skýjað
Feneyjar vantar
Frankfurt 11 rigning
Qlasgow S úrkoma
Hamborg 7 skýjað
Les Palmas 20 léttskýjað
London 6 rigning
Los Angeles 13 þokumóða
Lúxemborg 10 rtgning
Madrfd 18 skýjað
Malaga 23 hálfskýjað
Mallorca 18 skýjað
Montreal +8 léttskýjað
New York 6 alskýjað
Orlando 18 skýjað
Parfs 13 skýjað
Róm vantar
Vfn 14 léttskýjað
Washington 7 alskýjað
Wlnnipeg +20 léttskýjað
Lifcbjörg 1 Norðurhöfiim:
Greenpeace ætlar að
höfða skaðabótamál
GREENPEACE ætlar að höfða skaðabótamál á hendur Magnúsi Guð-
mundssyni og íslenska ríkissjónvarpinu vegna sýningar myndarínnar
Lífsbjörg í Norðurhöfiun sl. þríðudagskvöld. Martin Leeburn, talsmað-
ur Grænfriðunga, segir að myndin sé einn lygavefiir, og Grænfriðung-
ar muni höfða mál gegn öllum þeim sem breiði þær lygar út. Magnús
segist hafa öruggar heunildir fyrir
I myndinni er því m.a. haldið fram,
að Grænfriðungar og önnur náttúru-
vemdarsamtök, noti herferðir gegn
veiðum sjávarspendýra í ágóðaskyni.
Þá hafi Grænfriðungar vísvitandi
notað falsað eftii, sér til framdráttar.
Vitnað er í vitnisburð, sem maður
að nafni Gustave Pourier gaf fyrir
kanadískri þingnefnd, um að hann
hafi farið með sjónvarpsmenn út á
ís við Nýfundnaland. Sjónvarps-
mennimir hafi síðan borgað honum
fyrir að misþyrma selkópum, m.a að
flá þá lifandi. Þetta hafi Grænfrið-
ungar notað í áróðursmyndir gegn
selveiðum.
Martin Leebum sagði við Morgun-
blaðið, að þetta væri einfaldlega lygi.
Pourier hafi að vísu sagt eitthvað í
þessa átt fyrir kandaískri þingnefnd,
en það hatfi verið árið 1971, sama
ár og Greenpeace var stofnað. Lee-
bum sagðist hafa verið fullvissaður
um það, af kanadískum embættis-
manni, að Pourier hefði ekki minnst
á Greenpeace, í framburði sínum,
enda hafi Grænfriðungar ekki farið
út á ísinn fyrr en árið 1975, og
myndin Bitter Harvest, sem Green-
peace gerði um selveiðar við Ný-
fúndaland, var ekki tekin fyrr en
1978.
Magnús Guðmundsson sagði við
Morgunblaðið, að því sé alls ekki
haldið fram í myndinni, að Greenpe-
ace hafi staðið á bak við gerðir Pouri-
ers. Hins vegar hafi Grænfriðungar
haldið þessari fölsun við líði að selir
séu almennt fláðir lifandi, með því
að nota þann áróður, m.a. í kvik-
mynd sinni, vitandi að hann væri
ósannur. Slíkt hafí þó aðeins einu
sinni verið fest á fílmu, í umrætt
skipti sem Pourier hafi síðan viður-
kennt að var sviðsett.
Martin Leebum sagði síðan að
ásakanir danska blaðamannsins Leif
Blædel í mynd Magnúsar, væru einn-
ig ósannindi. Blædel segir að í kvik-
mynd Grænfriðunga um kengúru-
veiðar séu greinilega svindlupptökur
af misþyrmingum á kengúrum og
dómur hafí verið kveðinn upp yfir
tveimur mönnum sem framkvæmdu
misþyrmingarnar, þar sem þeir hafí
játað að hafa verið leigðir til þess
af kvikmyndatökumönnunum.
Lebum sagðist hafa aflað upplýs-
inga um að árið 1979 hafi bændur
í Queensland i Ástralíu ákveðið að
öllu sem í myndinni sé.
gera kvikmynd um hvaða skaðvaldar
kengúrur væru. Þeir hafi leigt tvo
kengúruveiðimenn sem veiddu keng-
úrur, fóm með þær út á hveitiakur
til að sýna fram á að kengúrur
skemmdu hveitiuppskeru, og mis-
þyrmdu þeim þar. Bændunum var
síðan ráðið frá því að nota myndina,
þar sem hún myndi ekki verða mál-
stað þeirra til framdráttar. Myndin
var því sett á skjalasafn.
Leebum sagði að maður að nafni
Peter Cunningham, sem tengdist
ekki Greenpeace á neinn hátt, hafí
komist yfir þessa mynd, og notað
hana í mynd sem hann gerði um
kengúruveiðar frá umhverfisvemd-
arsjónarmiði, og kallaði Goodbye
Joey. í þeirri mynd sé tekið skýrt
fram, að myndbúturinn, sem sýni
misþyrmingar á kengúrum, hafí ver-
ið gerður af mönnum launuðum af
kengúruiðnaðnum.
Leebum sagði að eftir að Goodbye
Joey var sýnd, hafi veiðimennimir
tveir, Colin Ross Mason og William
James Young, verið dæmdir af dóm-
stóli í Brisbane.
Leebum sagði að Greenpeace hafí
ekkert komið nálægt myndinni Good-
bye Joey. Magnús hafí hins vegar
notað mynd sem heitir Kangaroos
Under Fire, og gerð var á vegum
Grænfriðunga. Hún hafi verið tekin
af kandadískum kvikmyndatöku-
mönnum, sem m.a. hafí hitt kengúru-
veiðimenn í Queensland sem buðu
þeim að taka myndir af kengúruveið-
um, og þær hafi farið fram á þann
hátt sem sýnt er í myndinni. Þar séu
engar falsanir.
Magnus sagði það ekki rétt að
Greenpeace hafi ekki haft afskipti
af myndinni Goodbye Joey, því sam-
tökin hafi dreift þeirri mynd. M.a.
hafi Blædel fengið þá mynd hjá
Greenpeace í Danmörku. Magnús
sagðist sjálfur hafa beðið Greenpeace
í Ameríku fyrir skömmu um að út-
vega sér þá mynd, og það hafi verið
auðsótt mál. Siðan hafí þeir komist
á snoðir um mynd Magnúsar og kippt
að sér höndum.
Magnús sagði síðan að það væri
einnig augljóst að í myndinni Kang-
aroos Under Fire, væru sviðsetningar
að hluta til. Engir atvinnuveiðimenn
hagi sér á þann hátt, sem sjáist í
myndinni.