Morgunblaðið - 17.03.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.03.1989, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1989 Reuter Vestur-þýska lögreglan birti þessa mynd í gær af útvarps- og segul- bandstæki, sem fannst þegar um tíu Palestinumenn voru handteknir í október árið 1988. í tækinu hefúr verið komið fyrir sprengiefiii með þræði, sem myndi valda sprengingu við aukin loftþrýsting. Vestur-þýska lögreglan sendi samgönguyfirvöldum i Bretlandi slika mynd. Lockerbie-slysið: Sendu viðvönin sem barst mánuði of seint Lundúnum. Reuter. BRESK samgönguyfírvöld sendu bandariska flugfélaginu Pan Am viðvörun um fyrirhugað sprengjutUræði hryðjuverkamanna tveim- ur dögum áður en Boeing 747-þota félagsins sprakk i loft upp yfir Skotlandi með þeim afleiðingum að 270 manns fórust. Flugfé- laginu barst viðvörunin hins vegar mánuði of seint. Talsmenn Pan Am í Lundúnum og New York skýrðu frá þessu í gær. Þeir sögðu að bréfleg viðvör- un, sem bresk samgönguyfirvöld hefðu sent 19. desember, er annir pósthúsa voru hvað mestar fyrir jólin, hefði ekki borist fyrr en 17. janúar. Flugfélaginu hefði verið ráðlagt að leita að sprengjum í útvarps- og segulbandstælq'um en þannig sprengja varð þess vald- andi að Boeing-þotan hrapaði skammt frá bænum Lockerbie 21. desember á leið til New York frá Lundúnum. í bréfinu var sprengjunni lýst nákvæmlega en yfirvöld héldu við- vöruninni leyndri þar til í gær er breska dagblaðið Daily Mirror skýrði frá henni og samgöngu- ráðuneytið breska staðfesti frétt- ina. John Prescot, talsmaður Verkamannaflokksins í sam- göngumálum, sakaði ríkisstjómina um yfirhylmingu og sagðist ætla að taka málið upp á þingi. TRIUMPH-ADŒR TA 2008 Ijósritunarvélin er létt, meðfærileg hljóðlát og einkar einföld í notkun. smá og kná TA 2008 vinnuþjarkur er lætur fara lítið fyrir sér. TA Ijósritunarvélar verð frá kr. 45.400.- Tillaga Ólafe R. Grímssonar um afyopnunarviðræður: Frumkvæði íslendinga vek- ur athygli í Sovétríkjunum - segir í frétt sovésku TASS-fréttastofiinnar TILLAGA Ólafs Ragnars Ráðstefna um öryggi á norðurslooum: Afvopnunarvið- ræður verði undir- búnar á Islandi - sagði Ólafiir Ragnar Grímsson ÓLAFUR Ragnar Grimsson Qármálaráðherra sagði á ráðstefnu í Ósló um síðastliðna helgi að vigvæðing á og i höfunum væri helsta ógnunin við öryggi Norðurlanda. Hvatti hann til þess að ríkisstjóm- ir Norðurlanda beittu sér i sameiningu fyrir formlegum samningavið- ræðum um leiðir til að draga úr flotaviðbúnaði á norðurslóðum og lagði til að ráðstefha um þetta yrði haldin á íslandi. Að sögn norska blaðsins Aften- mikilvægur liður í vamarstefnu posten lagði Ólafur Ragnar til að viðræður um afvopnun á norður- slóðum yrðu undirbúnar með sér- stakri ráðstefnu á íslandi. Kvaðst fjármálaráðherra, sem kom beint úr heimsókn sinni til Sovétríkjanna á ráðstefnuna, telja að Bandaríkin, Kanada, Sovétríkin og stærstu ríki Vestur-Evrópu ættu að taka þátt í viðræðunum, sem hann taldi eðli- legt framhald af viðræðum um fækkun kjamorkuvopna og niður- skurð hefðbundins vfgbúnaðar f Evrópu. Atlantshafsbandalagsins en hins vegar væri herafli Varsjárbanda- lagsins einkum miðaður við land- hemað. Sovéskur herforingi, Gelíj Bat- enfn, skýrði frá því að Sovétmenn hygðust taka 71 skip úr notkun fyrir lok næsta árs. Kvað hann þriðjung þessara skipa heyra undir Norðurflota Sovétmanna en höfuð- stöðvar hans eru á Kóla-skaga. Sagði hann ráð fyrir því gert að 45 skipum og 26 kafbátum yrði lagt. JohaiLjjgmj Holst kvaðst iSk Frétt Morgunblaðsins frá því á miðvikudag um tillögu Ólafs Ragnars Grímssonar jQármálaráðherra sem hann kynnti á ráð- stefiiu i Ósló. þess efhis að fram fari viðræður um afvopnun i norðurhöfum hefúr vakið athygli í Sovétríkj- unura að sögn sovésku frétta- stofúnnar TASS. Ólafúr Ragnar lét þessi ummæli falla á ráð- stefnu um öryggi á norðurslóð- um sem fram fór í Ósló um síðustu helgi. Fjármálaráðherra lagði ennfremur til að afvopnun- arviðræðumar yrðu undirbúnar með sérstakri ráðstefnu á ís- landi. TASS-fréttastofan birti síðastliðinn mánudag frétt um ummæli Ólafs Ragnars, sem rit- uð er af ónefndum fréttaritara í Moskvu, og fer hún hér á eftir: Frumkvæði ríkisstjómar íslands í þá veru að haldin verði alþjóðleg ráðsteftia um flotastyrk á Norður- Atlantshafi og um hugsanlega af- vopnun í norðurhöfum hefur vakið athygli í Sovétríkjunum. Þetta er talið til marks um aukinn áhuga Norður-Evrópubúa á auknu trausti og öryggi til að unnt reynist að treysta stöðugleika bæði á hemað- ar- og stjómmálasviðinu í þessum heimshluta. Ólafur Ragnar Grfmsson, flár- málaráðherra íslands, kynnti frum- kvæði þetta í Ósló á fundi fulltrúa ríkja Norður-Evrópu, Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna um örygg- isvandann í Norður-Evrópu. Hann vakti sérstaka athygii á því að slík ráðstefna gæti tekið til athugunar leiðir til að skera niður vígbúnað í norðurhöfum og að unnt yrði að skipuleggja dagskrá og fyrirkomu- lag slíkra samningaviðraéðna, sem tengdar yrðu öðrum vandamálum samfara afvopnun í Evrópu. Sovéskir stjómarerindrekar benda á mikilva^gi þessarar yflrlýs- ingar sem og á mikilvægi nýlegrar yflrlýsingar Hermannsson, forsæt- isráðherra íslands, þess efnis að engin lq'amorkuvopn verði staðsett á íslandi hvorki á stríðs- né fríð- artímum. Síðustu yfirlýsingar ís- lendinga á sviði utanríkismála eru í samræmi við ræðu Míkhaíls Gorb- atsjovs í Múrmansk í október 1987 er hann bauð norrænum ríkjum „að ræða löngu tímabærar spumingar á sviði öryggismála". „Ráðstefnan, sem ríkisstjóm ís- lands hefur lagt til að verði haldin, gæti orðið til þess að koma á bein- um viðræðum um takmarkanir flotaumsvifa og niðurskurð vígbún- aðar í norðurhöfum svo framar- lega, að sjálfsögðu, sem öll ríki er hlut eiga að máli taka þátt í henni, þar með talin Bandaríkin," sögðu starfsmenn sovéska utanríkisráðu- neytisins í samtali við stjómmála- fréttaritara (diplomatic corre- spondent, innskot Morgunblaðsins) TASS. „Sovétríkin eru tilbúin til að leggja sitt af mörkum í þessum tilgangi". Awglýsendm atiingiA Síðasta blað fyrir páska kemur út á skírdag 23. mars. Fyrsta blað eftir páska kemur út miðvikudaginn 29. mars. Morgunblaðinu fylgja þennan dag blöðin: Víðskiptl/Atwinna og Á dagskrá. Auglýsingar í skírdagsblaðið þurfa að hafa borist auglýsingadeild Morgunblaðsins fyrir kl. 16.00 þriðjudaginn 21. mars. Æskilegt væri ef pantanir bærust fyrir mánudag 20. mars. Einar J. Skúlason hf. Grensásvegi 10, simi 68-69-33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.