Morgunblaðið - 17.03.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.03.1989, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1989 Noregur: Lítill áhugi á lambakjöti Lambakjötssala { Noregi hefur verið að dragast saman á siðustu árum og offram- leiðslan hefur því aukist að sama skapi. Til að reyna að minnka birgðirnar, sem eru 4,5 þúsund tonn, var ákveðið að selja kjötið með miklum afslætti fram að páskum en augljóst er, að framleiðendur munu ekki hafa erindi sem erfiði. Er salan helmingi minni en búist var við og ef ekki rætist brátt úr verður kjötið selt á heimsmarkaðnum fýrir brot af framleiðsluverði. Var sagt firá þessu i norska blaðinu Aftenposten nú í vik- unni. Kjötið er selt með 25% af- slætti og höfðu framleiðendur gert sér vonir um, að neytendur keyptu um það bil eitt kíló hver fyrir páska. Útsalan hefur staðið í þrjár vikur en árangurinn er helmingi minni en búist hafði verið við og hefur nú verið ákveðið, að komi ekki fjörkippur í söluna verði kjötið selt á heims- markaðnum fyrir það verð, sem einhver vill gefa fyrir það. Talsmenn framleiðenda hafa verið spurðir hvort ekki væri réttara að lækka kjötverðið enn frekar í stað þess að selja það fyrir smáræði á heimsmarkaðn- um en þeir svara því til, að nor- skir neytendur kæri sig augljós- lega ekki um meira lambakjöt. Útsöluverðið sé mjög lágt og lægra en kostnaðurinn við fram- leiðsluna. Benda þeir einnig á, að í fyrra hafi lambakjötssalan í Noregi minnkað um heil 10%. Frá verslun í Noregi. AFERÐ með Kópal Dýrótóni Veldu Kópal með gljáa við hæfi. Hungurverkfall í Bólivíu Um hundrað lögreglumenn beittu táragasi til að dreifa 1.200 - fyrrum námamönnum í La Paz i Bólivíu i gær, er þeir höfðu verið í hungurverkfalli í tvo daga. Á myndinni er kona, sem slasaðist er lögreglan réðst til atlögu við verkfallsmennina. ÝTT FÉLAG MEÐ ___I STERKAR RÆTUR Sameining Sjóvátiyggingarfélags íslands li(. og Almennra Trygginga hf. er orðin að veruleika. Það besta'úr starfsemi livors um sig hefur verið sett undir eitt merki. Nýtt og endurbætt ski|iulag tryggir aukna hagræðingu í rekstri án þess að mannlega þæltinum sé gleymt. Að baki er áratuga starf að alhliða vátryggingamálum. Með þá reynslu í farteskinu, traust starfsfólk og mikla faglega þekkingu er okkur ekkert að vanbúnaði og hefjumst því handa af einhug. SJÓVÁ-ALMENNAR veitir fjölbreylta fyrirgreiðslu á sviði hefðbundinna trygginga, en einnig verður bryddað upp á nýjungum sem auka enn á öryggi viðskiptavina okkar. Þeir ganga að persónulegri og ábyrgri þjónustu vísri hjá okkur. Fyrst um sinn verður öll almenn afgreiðsla á sömu stöðum og verið hefur nema afgreiðsia Tjónadeildar verður einungis í Síðumúla 39, sími 82800, og Innheimtudeild og sala trygginga til fyrirtækja að Suðurlandsbraut 4, sími 692500. Suðurlandsbraut 4 og Síðumúla 39. Umboðsmenn um allt land.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.