Morgunblaðið - 17.03.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.03.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1989 25 Hefur þú efni ú að missn rafmagnið? Vararafstöð er arðbær fjárfesting — Engar áhyggjur af veðri, saltmenguðu lofti eða ísingu. — Samveiturafmagnið fer - 6 sekúndur líða - og þín eiqin rafstöð tekur við. Caterpillar, Cat og CB eru skrásett vörumerki Laugavegi 170 -174 Simi 695500 CATERPILLAR VFIR 40 ARA FORYSTA Á ISLANDI /$3 KAUPFÉLAGIfl KOSTUR FYRIR ÞIG HHÉ g 6.790- RAFMAGNSLAUST!! . . . En hvað varst þú að gera þegar rafmagnið fór? Veldu Kópal með gljáa við hæfi. 105.- KAUPFÉLÖGIN ... Ég var að mata tölvuna á mikilvægum upplýsingum — þær eru glataðar. ... Ég var að byrja að mjólka — er með 50 kúa fjós. — Tók alla nóttina að handmjólka við kertaljós. ... Við vorum með fullan salinn af matargestum — nýbyrjaðir að elda — við töpuðum 400.000 kr. Verð fró kr. 350.000 Stærðir 11 kw -100 kw til afgreiðslu með skömmum fyrirvara. Treystu á þína eigin rafstöð Fáanlegar stærðir frá: 11 kw - 4800 kw Mjög lítill uppsetningar- kostnaður. Svisslendingar um EFTA-fundinn: Hagsmunir eiga að ráða samn- ingagerð við EB Ziirich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. SVISSLENDINGAR voru g-agnrýndir harðlega fyrir að vera dragbítar á aukið og nánara samstarf aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, við Evrópubandalagið, EB, í norrænum Qölmiðlum fyrir forsæt- isráðherrafund EFTA-ríkjanna i Osló nú i vikunni. Af svissneskum blöðum að dæma þá tókst Svisslendingum að skýra sinn málstað á fundinum og Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svía, er sagður hafa lýst yfir sérstakri ánægju með „uppbyggilegt hlutverk" þeirra á forsæt- isráðherrafundinum. Svisslendingar lögðu fram tillögu að nýjum rammasamningi um sam- skipti EFTA og EB í Osló. Sam- kvæmt henni eiga EFTA og EB að -leysa eins mörg vandamál og mögu- legt er á fjölþjóðlegan hátt en ein- stök ríki munu halda rétti sínum til að gera tvíhliða samninga við önnur ríki eða bandalög þegar ólíkir hags- munir krefjast þess. Jean-Pascal Delamuraz, viðskiptaráðherra Sviss og núverandi forseti landsins, sagðist álíta að þannig myndi samstarf EFTA og EB aukast á skipulagðan máta. Sviss hefur gert fleiri tvíhliða- samninga við EB en nokkurt annað EFTA-ríki. Delamuraz segir að Svisslendingar geri ekki lengur samninga við EB án þess að bera efni þeirra fyrst undir hin aðildarríki EFTA. I lokaályktun forsætisráðherra- fundarins í Osló segir að EFTA stefni að sem mestu frelsi i flutningi á vörum, þjónustu, fjármunum og fólki innan evrópsksrar efnahagsheildar. Delamuraz segir í blaðaviðtali að Svisslendingar séu aðeins sammála þessu að hluta til. Hann segir að Sviss geti í fyrsta lagi ekki leyft fijálsan innflutning á landbúnaðar- vörum af því að það verði að tryggja grundvöll svissneskrar landbúnaðar- framleiðslu af öiyggisástæðum og í öðru lagi geti þjóðin ekki leyft fijáls- an vinnumarkað. „Hlutfall útlend- inga í Sviss er þegar mjög hátt. Útlendingar hafa næstum því íjórða hvert starf. Það er evrópskt met,“ segir hann. Svisslendingar kæra sig ekki um að EFTA þróist yfir í lítið Evrópu- bandalag. Þeir eru á móti tollabanda- lagi og að meirihluti ráði ákvörðun- um innan EFTA með atkvæða- greiðslum. Þeir vilja ekki gefa eftir snefíl af sjálfsákvörðunarrétti sínum, enda hafa þeir þegar tryggt aðstöðu sína. Sovétríkin: Forréttinda- stéttin fari líkaeflirum- ferðarlögnm Moskvu. Reuter. Háttsettum embættismönn- um f Moskvu leyfist ekki Ieng- ur að aka eins og þeim sjálfiim sýnist um götur borgarinnar en umferðaryfirvöld óttast að erfitt verði að breyta aksturs- venjum þeirra. Dagblaðið Moskovskaja Prav- da skýrði frá því að embættis- mennimir fengju ekki lengur sérstök bílnúmer á bifreiðar sínar og þyrftu hér eftir að fara í einu og öllu eftir umferðarlög- unum. Yflrvöld viðurkenna þó að embættismennimir séu ekki líklegir til að taka því þegjandi og hljóðalaust að verða sviptir forréttindum' sínum. Embættis- mennimir hafa margsinnis neit- að að fara eftir fyrirmælum lög- reglu og gerðust 2.546 sinnum sekir um umferðalagabrot á síðasta ári. Sumum embættismönnum hefur verið heimilað að hafa aukaframljós á biffeiðum sínum, auk hátalara sem yfirleitt hafa verið notaðir til að skipa öðrum bílstjórum að hafa sig á brott. Yfírvöld ætla einnig að binda enda á þetta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.