Morgunblaðið - 17.03.1989, Page 25

Morgunblaðið - 17.03.1989, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1989 25 Hefur þú efni ú að missn rafmagnið? Vararafstöð er arðbær fjárfesting — Engar áhyggjur af veðri, saltmenguðu lofti eða ísingu. — Samveiturafmagnið fer - 6 sekúndur líða - og þín eiqin rafstöð tekur við. Caterpillar, Cat og CB eru skrásett vörumerki Laugavegi 170 -174 Simi 695500 CATERPILLAR VFIR 40 ARA FORYSTA Á ISLANDI /$3 KAUPFÉLAGIfl KOSTUR FYRIR ÞIG HHÉ g 6.790- RAFMAGNSLAUST!! . . . En hvað varst þú að gera þegar rafmagnið fór? Veldu Kópal með gljáa við hæfi. 105.- KAUPFÉLÖGIN ... Ég var að mata tölvuna á mikilvægum upplýsingum — þær eru glataðar. ... Ég var að byrja að mjólka — er með 50 kúa fjós. — Tók alla nóttina að handmjólka við kertaljós. ... Við vorum með fullan salinn af matargestum — nýbyrjaðir að elda — við töpuðum 400.000 kr. Verð fró kr. 350.000 Stærðir 11 kw -100 kw til afgreiðslu með skömmum fyrirvara. Treystu á þína eigin rafstöð Fáanlegar stærðir frá: 11 kw - 4800 kw Mjög lítill uppsetningar- kostnaður. Svisslendingar um EFTA-fundinn: Hagsmunir eiga að ráða samn- ingagerð við EB Ziirich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. SVISSLENDINGAR voru g-agnrýndir harðlega fyrir að vera dragbítar á aukið og nánara samstarf aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, við Evrópubandalagið, EB, í norrænum Qölmiðlum fyrir forsæt- isráðherrafund EFTA-ríkjanna i Osló nú i vikunni. Af svissneskum blöðum að dæma þá tókst Svisslendingum að skýra sinn málstað á fundinum og Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svía, er sagður hafa lýst yfir sérstakri ánægju með „uppbyggilegt hlutverk" þeirra á forsæt- isráðherrafundinum. Svisslendingar lögðu fram tillögu að nýjum rammasamningi um sam- skipti EFTA og EB í Osló. Sam- kvæmt henni eiga EFTA og EB að -leysa eins mörg vandamál og mögu- legt er á fjölþjóðlegan hátt en ein- stök ríki munu halda rétti sínum til að gera tvíhliða samninga við önnur ríki eða bandalög þegar ólíkir hags- munir krefjast þess. Jean-Pascal Delamuraz, viðskiptaráðherra Sviss og núverandi forseti landsins, sagðist álíta að þannig myndi samstarf EFTA og EB aukast á skipulagðan máta. Sviss hefur gert fleiri tvíhliða- samninga við EB en nokkurt annað EFTA-ríki. Delamuraz segir að Svisslendingar geri ekki lengur samninga við EB án þess að bera efni þeirra fyrst undir hin aðildarríki EFTA. I lokaályktun forsætisráðherra- fundarins í Osló segir að EFTA stefni að sem mestu frelsi i flutningi á vörum, þjónustu, fjármunum og fólki innan evrópsksrar efnahagsheildar. Delamuraz segir í blaðaviðtali að Svisslendingar séu aðeins sammála þessu að hluta til. Hann segir að Sviss geti í fyrsta lagi ekki leyft fijálsan innflutning á landbúnaðar- vörum af því að það verði að tryggja grundvöll svissneskrar landbúnaðar- framleiðslu af öiyggisástæðum og í öðru lagi geti þjóðin ekki leyft fijáls- an vinnumarkað. „Hlutfall útlend- inga í Sviss er þegar mjög hátt. Útlendingar hafa næstum því íjórða hvert starf. Það er evrópskt met,“ segir hann. Svisslendingar kæra sig ekki um að EFTA þróist yfir í lítið Evrópu- bandalag. Þeir eru á móti tollabanda- lagi og að meirihluti ráði ákvörðun- um innan EFTA með atkvæða- greiðslum. Þeir vilja ekki gefa eftir snefíl af sjálfsákvörðunarrétti sínum, enda hafa þeir þegar tryggt aðstöðu sína. Sovétríkin: Forréttinda- stéttin fari líkaeflirum- ferðarlögnm Moskvu. Reuter. Háttsettum embættismönn- um f Moskvu leyfist ekki Ieng- ur að aka eins og þeim sjálfiim sýnist um götur borgarinnar en umferðaryfirvöld óttast að erfitt verði að breyta aksturs- venjum þeirra. Dagblaðið Moskovskaja Prav- da skýrði frá því að embættis- mennimir fengju ekki lengur sérstök bílnúmer á bifreiðar sínar og þyrftu hér eftir að fara í einu og öllu eftir umferðarlög- unum. Yflrvöld viðurkenna þó að embættismennimir séu ekki líklegir til að taka því þegjandi og hljóðalaust að verða sviptir forréttindum' sínum. Embættis- mennimir hafa margsinnis neit- að að fara eftir fyrirmælum lög- reglu og gerðust 2.546 sinnum sekir um umferðalagabrot á síðasta ári. Sumum embættismönnum hefur verið heimilað að hafa aukaframljós á biffeiðum sínum, auk hátalara sem yfirleitt hafa verið notaðir til að skipa öðrum bílstjórum að hafa sig á brott. Yfírvöld ætla einnig að binda enda á þetta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.