Morgunblaðið - 17.03.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.03.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1989 Tóbaksbændur og byssuvinir eftír Þorvald Gylfason Það er ekki ný bóla, að hags- munatogstreita torveldi heilbrigða og fordómalausa þjóðfélagsum- ræðu, hvorki hér á landi né annars staðar. Læknar í Bandaríkjunum hafa til dæmis átt við ramman reip að draga í baráttu sinni gegp tób- aksreykingum gegnum árin. Í'"því landi eru tóbaksbændur harðsnúinn hagsmunahópur, sem berst af mikl- um þrótti gegn viðvörunum lækna um heilsuspillandi afleiðingar tób- aksreykinga og ekki síður gegn til- raunum stjómvalda til þess að draga úr reykingum meðal almenn- ings. Tóbaksbændumir veija til að mynda miklu fé til að starfrækja rannsóknastofur, þar sem starfs- menn í hvítum sloppum reyna að færa vísindalegar sönnur á þá kenn- ingu, að tóbaksreykur sé skaðlaus. Þeir þiggja líka ijallháa framleiðslu- styrki af ríkinu, en það er önnur saga. Bandarískir byssuvinir em við sama heygarðshom. Þeir eyða ómældu fé í að reyna að sannfæra Bandaríkjaþing og þjóð um það, að ekkert marktækt samband sé milli byssueignar og manndrápa þar vestra, hversu undarlega sem sú kenning kann að hljóma. Svo vel hefur byssuvinum orðið ágengt í áróðursstríðinu, að það er hægðar- leikur enn þann dag í dag að kaupa skammbyssu með pósti í mörgum ríkjum landsins. Ábendingar lækna um hugsan- lega skaðsemi óhóflegrar fituneyzlu hafa ekki heldur átt auðvelt upp- dráttar á liðnum árum, hvorki hér heima né annars staðar. Hvers vegna ekki? Stafar það af því, að grunsemdir læknanna hafi reynzt tilhæfulausar? Eða er ástæðan ef til vill sú, að þeir hafi gefizt upp fyrir harðvítugum andmælum bænda, sem hafa augljósan hag af áframhaldandi fituneyzlu almenn- ings, jafnvel þótt hjarta- og krans- æðasjúkdómar séu mannskæðastir allra sjúkdóma á okkar dögum? Það væri allavega miklu erfiðara fyrir íslenzka lækna að beijast gegn fítu- neyzlu en tóbaksreykingum, jafnvel þótt þeim tækist að leiða sterkar líkur að því, að óhófleg fituneyzla sé ámóta skaðleg heilsu manna og reykingar. Hér eru engir tóbaks- bændur. Vandinn er þessi: Eiga læknar að þjóna þjóðfélaginu, eins og þeim sýnist, að þjóðfélagið vilji, að því sé þjónað, eða eins og þeir sjálfir telja rétt að þjóna því? Eiga þeir að láta sér nægja að takast á við tóbaksvandann, þar sem fyrirstaða framleiðenda er lítil eða engin hér heima, eða eiga þeir líka að láta til skarar skríða gegn öllum öðrum sambærilegum heilbrigðisvanda án tillits til sérhagsmuna framleið- enda? II Umræður um efnahagsmál eru iðulega ennþá mengaðri af hags- munaágreiningi en heilbrigðisum- ræður. Ástæðan er einföld. Mörg úrlausnarefni í efnahagsmálum varða hagsmuni, sem rekast á. Sumir hagnast á verðbólgu, aðrir ekki; sumir hafa hag af óbreyttu bankakerfi, aðrir ekki; og þannig áfram endalaust. Og sumir hafa endaskipti á einfoldum staðreynd- um í hita hagsmunabaráttunnar. Stundum er vandinn sá, að það verður að gera upp á milli ólíkra, en jafngildra hagsmuna. Það getur verið erfitt. Um það er til dæmis hægt að deila endalaust, hvort það sé æskilegt af sjónarhóli þjóðar- heildarinnar, að ríkið styrki sumar atvinnugreinar á kostnað annarra. Þar koma ýmis sjónarmið til álita. Oft er vandinn þó fólginn í því að greina þrönga sérhagsmuni frá hagsmunum heildarinnar. Það ætti yfirleitt að reynast tiltölulega auð- velt, eins og í dæmunum af banda- rískum tóbaksbændum og byssu- vinum að framan, en það getur þó vafízt fyrir stjómmálamönnum, einkum þegar sérhagsmunahópum tekst að klæða hagsmunamál sín í dulargervi þjóðarhags. Viðnám stjómvalda gegn verðbólgunni í landinu hefur misheppnazt hingað til að miklu leyti vegna þess, að sérhagsmunir þeirra, sem hagnast á verðbólgu, hafa orðið ofan á, jafn- vel þótt ljóst sé, að verðbólgan skerðir hag þjóðarheildarinnar til lengdar. III Tökum annað dæmi. Á því leikur enginn vafí, að mikil sóun á sér stað í íslenzkum landbúnaði og sjáv- arútvegi vegna offramleiðslu land- búnaðarafurða og ofsóknar á fiski- miðin umhverfis landið. Hagfræð- ingar og aðrir hafa sýnt fram á það með óyggjandi rökum, að það væri hægt að fullnægja þörf þjóðarinnar fyrir landbúnaðarafurðir og draga hagkvæman og leyfilegan hámarks- afla úr sjó með miklu minni tilkostn- aði en nú er stofnað til í þessum atvinnugreinum. Almenningur sýpur seyðið af þessari sóun. Matvömverð væri ör- ugglega miklu lægra í landinu og maturinn miklu fjölbreyttari og betri, ef matarinnflutningur frá út- löndum væri ekki bannaður með lögum, svo að eitt dæmi sé tekið. Og verðbólgan væri örugglega mun minni, ef rekstur útvegsfyrirtækj- anna væri hagkvæmari, þegar á heildina er litið, því að þá hefði Þorvaldur Gylfason „Kjarni málsins er sá, að lífskjör þjóðarinnar allrar gætu verið miklu betri, ef bruðlið í land- búnaði og sjávarútvegi (og í bankakerfínu) væri stöðvað. Hér eru feiknarlegar Qárhæðir í húfí. Sé skaðinn met- inn til jQár að fullu, nemur hann líklega mörg hundruð þúsund krónum á ári á hveija jQögurra manna fjöl- skyldu í landinu að meðaltali.“ þörf þeirra fyrir gengisfellingar verið miklu minni gegnum tíðina. Svipað á trúlega við um bankakerf- ið. Útlánsvextir við skiptabankanna væru líklega mun lægri við gefnum innlánsvöxtum, ef meiri hag- kvæmni væri gætt í bankarekstri. Að vísu hefur miðað í rétta átt síðustu ár með búháttabreytingum til sveita, gildistöku kvótakerfis í sjávarútvegi og stofnun verðbréfa- fyrirtælqa og vaxandi samkeppni á peningamarkaði, en of skammt og of hægt. Vandinn hér er miklu meiri en svo, að hann snúist eingöngu um hagsmunaárekstur landbúnaðar, sjávarútvegs og bankareksturs ann- ars vegar og allra annarra atvinnu- vega landsmanna hins vegar. Kjami málsins er sá, að lífskjör þjóðarinn- ar allrar gætu verið miklu betri, ef bruðlið í landbúnaði og sjávarútvegi (og í bankakerfinu) væri stöðvað. Hér eru feiknarlegar fjárhæðir í húfi. Sé skaðinn metinn til fjár að fullu, nemur hann líklega mörg hundruð þúsund krónum á ári á hveija fjögurra manna fjölskyldu í landinu að meðaltali. Hvemig stendur þá á því, að stjómmálamenn ráðast ekki gegn þessari sóun með ráðum og dáð? Ástæðan er varla sú, að þeir viti ekki, hversu mikill vandinn er að vöxtum. Ástæðan getur varla held- ur verið sú, að þeir telji meiri hluta þjóðarinnar vera andsnúinn því, að sóunin sé stöðvuð. Hitt er senni- legra, að þeir veigri sér við hörðum átökum við einarða hagsmunahópa, sem hamast gegn nauðsynlegri skipulagsbreytingu í landbúnaði og sjávarútvegi. Umbygging banka- kerfisins hefur einmitt strandað á andstöðu þeirra, sem hafa hag af óbreyttu ástandi, að því er bezt verður séð. IV Tökum eitt dæmi enn að end- ingu. Matarskatturinn svo nefndi hefur verið ofarlega á baugi undan- fama mánuði. Ein ríkisstjóm fór frá vegna ágreinings um þennan skatt auk annars. Önnur fórst fyrir vegna ágreinings um sama skatt. Sumir stjómmálamenn og flokkar segjast hafa meiri hug á að halda Háskóli Islands og „rót- arslit“ á landsbyggðinni SNYRTJVORUR SEM FAGFOLKIÐ VELUR fástí apótekum snyrtivörudeildum stórmarkaða snyrtivöruverslunum snyrtistofum DUGGUVOGI 2 síml 91-686334 PARIS eftírJón Þórðarson Föstudaginn 3. mars ritar Hrafn- kell A. Jónsson ágæta grein í Morg- unblaðið sem hann nefnir Rótarslit. Hrafnkell fjallar þama um flutning Skógræktar ríkisins austur á land. Ég er sammála þeirri skoðun sem fram er sett í greininni. En það er annað atriði í grein Hrafnkels sem kom mér til að skrifa þetta greinar- kom. Hrafnkell segir: „Það er alvar- leg staðreynd sem ekki verður kom- ist framhjá að miðstýring hins íslenska samfélags hefur leitt til þess að langskólamenntun ung- menna úr dreifbýli er nánast endan- leg ákvörðun þess að viðkomandi ætli ekki að eyða ævinni að loknu námi í heimabyggð." Þetta er að mínu mati aðal- ástæða þess hvemig komið er fyrir búsetu á íslandi í dag. Við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd að öll fólksfjölgun á sér stað á suðvestur- hominu, og enn alvarlegra er að sennilega setjast um 90% lang- skólagenginna að á þessu svæði. Ég veit ekki til þess að nokkru sinni hafi verið tekin pólitísk ákvörðun um að svona skuli þetta verða, né heldur til þess að mörkuð hafi verið stefna til að spoma við þessari þró- un. Segja má að framhaldsskólar þeir sem nú em komnir í flesta landshluta virki nánast sem dælu- stöðvar fyrir Reykjavfkursvæðið. Menntaskólamir veita eingöngu rétt til framhaldsnáms og yfir 90% af öllu framhaldsnámi í landinu er í Reykjavík. Benda má á einn aðal- sökudólg^ í þessari þróun sem er Háskóli íslands. Sú stofnun hefur í meðvitundarleysi sínu algerlega vanrækt að athuga hverskonar samfélagi hún á að þjóna. Háskóli íslands hefur á seinni árum ekki gert neina tilraun til að dreifa starf- semi sinni út í landshlutana og með því þjóna hlutverki sínu sem æðsta menntastofnun alls landsins. Ég legg til að nafni stofnunarinnar verði hið snarasta breytt í Háskóla Reykjavíkur og nágrennis til að fyrirbyggja frekari misskilning. Ég vil hér nefna dæmi um menntastefnu sem hefur haft stór- kostlega jjýðingu í byggðalegu sam- hengi. Árið 1968 ákvað norska Stórþingið að stofna háskóla í Tromsö í Norður-Noregi. Skólinn tók til starfa árið 1972 og í honum eru nú um 2.700 nemendur og 900 manna starfslið. Það er samdóma álit þeirra sem til þekkja að þetta sé besta ákvörðun um byggðastefnu sem norska Stórþingið hefur tekið. Skólinn var settur á stofn fyrst og fremst til að spoma við fólksflótta úr landshlutanum sem á þeim tíma var í mikiili hættu vegna fólksflutn- inga þaðan. Og hver er svo árangur- inn? Ur þrálátum læknaskorti hefur verið bætt, athugun hefur leitt í ljós að þremur árum eftir að námi lauk voru 76% brautskráðra sér- fræðinga enn búsettir á því svæði sem um er að ræða. Meginástæða þess að fólk sest að í Norður- Noregi eftir nám í Tromsö er að langflestir koma frá Norður-Noregi og námið er miðað við þarfir lands- hlutans. Við Háskólann í Tromsö eru stundaðar rannsóknir sem tengjast landshlutanum og atvinnu- lífinu eins og það er í Norður- Noregi. Afleiðingin er sú að þeir sem ljúka námi frá skólanum finna eða skapa atvinnu við sitt hæfi í „Það er von mín að á næstu árum verði lögð áhersla á að styrkja framhaldsmenntun ut- an Reykjavíkursvæðis- ins.“ landshlutanum. Háskólinn í Tromsö hefur náð að hindra „rótarslit" í Norður-Noregi. í framhaldi af þessu má nefna að á íslandi eru starfandi 12 menn sem hafa útskrifast frá sjávarútvegsdeild Háskólans í Tromsö, og eru átta þeirra starf- andi utan Reykjavíkursvæðisins, ég veit ekki hvort svipaða sögu megi segja um einhveija af deildum Há- skóla íslands. Það er von mín að á næstu árum verði lögð áhersla á að styrkja fram- haldsmenntun utan Reylqavíkur- svæðisins. Allt annað jafngildir póli- tískri ákvörðun um áframhaldandi ofvöxt suðvesturhomsins á kostnað landsbyggðarinnar. Það má vera að núverandi stjómvöld telji sig hafa efni á slíkri þróun en ég er sannfærður um að íslenskt sam- félag hefur ekki efni á því lengur. Það væri áhugavert að heyra Al- þingi ræða þetta mál og marka stefnu þar um. Höfiindur er starísmaður Hiskól- ans á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.