Morgunblaðið - 17.03.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.03.1989, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTÚDÁGUR 17. MARZ 1989 Sigurður Snævarr hagfræðingnr um breyttar úthlutunarreglur námslána: Tillögur vinnuhópsins langt fram yfir ramma Qárlaga ÞÆR breytingar á úthlutun námslána, sem fyrirhugaðar eru á þessu ári, hafa í for með sér að námslán einhleyps nemanda í leiguhús- næði hækka frá 3,3%, ef árstekjur eru 360.000 krónur, í 12,9% ef tekjur eru engar. Ráðstöfúnartekjur, þ.e. tekjur og lán, hækka hins vegar um 1,1% til 12,9% ef miðað er við sömu tekjur. Námslán ein- hleyps nemanda í foreldrahúsum hækka frá 1,2%, ef árstekjur eru 180.000 krónur, til 12,9% ef tekjur eru engar. Hækkun ráðstöfúnar- tekna nemur 0,4% til 12,9%. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Snævarr, hagfræðings, við bréfi frá formanni Stúdentaráðs, þar sem beðið er um athugun á þeim breytingum á úthlutunarreglum sem starfshópur á vegum menntamálaráðherra, hefúr lagt til. Hann tel- ur útilokað annað en að tillögur vinnuhópsins séu langt fram yfir þann ramma, sem Qárlög selja starfsemi Lánasjóðs íslenskra náms- manna. Sigurður segir í svari sínu að rétt sé að draga fram nokkur óvissuatriði. Kjarasamningar vel- flestra launþega séu nú lausir eða verða lausir í byijun næsta mánað- ar. Af þessum sökum sé erfitt að segja hver launaþróunin verður á næstu misserum. Þetta sé mikil- vægt þar sem þær breytingar, sem felast í áliti starfshóps ráðherra, koma ekki að fullu til framkvæmda fyrr en 1. september nk. „Hækkað tekjutillit mun því hafa áhrif á tekj- ur, sem námsmenn afla á komandi sumri, en óvissa ríkir um hver kaup- máttur sumarteknanna verður, auk þess sem blikur eru á lofti um at- vinnuástand." Útreikningar Sigurðar eru mið- aðir við tillagðar breytingar pr. 1. september en vinnuhópurinn gerir ráð fyrir, að framfærslugrunnur hafi hækkað umfram verðlagsvið- miðun um 7,5% og 5%, eða um 12,875% alls. Allir útreikningar eru miðaðir við verðlag í dag og taka þannig ekki tillit til þess, að ríkis- stjómin stefnir að því að kaup- máttur launa á þessu ári verði a.m.k. 5% lakari en í fyrra. Litið er fram hjá þeirri 7,5% hækkun sem vinnuhópurinn leggur til að að komi Hér fara á eftir útreikningar Sigurðar Snævarr, hagfræðings, á áhrifúm vegna breytinga á út- hlutunarreglum námslána. Til til framkvæmda 1. janúar 1990, enda liggur ekki fyrir fjárveiting fyrir það ár. Útreikningar Sigurðar sýna að hækkun námslána til þeirra, sem eru með engar eða lágar tekjur hækka verulega og jafnvel um meira en 13%. Það á við um hópa, sem hefðu við óbreytta skipan mála fengið skert lán, en fá óskert lán, verði fallist á tillögur vinnuhópsins, vegna hækkunar á framfærslu- grunni í námslejrfi. „Hækkun lána lækkar hins vegar allhratt við hærri sumartekjur. Þannig má benda á að lán til einhleyps bamlauss ein- staklings, sem aflar 90 þúsunda á mánuði yfir sumarið, hækkar um rúm 8% en ráðstöfunartekjur hans (þ.e. tekjur og lán) hækka um minna eða tæp 4%. Afli viðkomandi hins vegar um 140 þúsunda á mán- uði yfir sumarið, lækkar lán hans um 1,5%. Lán til einstæðra foreldra skýringar ber að geta þess að þegar talað er um mánaðartekjur er miðað við að unnið sé í þrjá mánuði. 50.000 króna mánaðar- munu hins vegar hækka, jafnvel við allháar tekjur." Sigurður vekur athygli á því að engir útreikningar séu í álitinu. Sú fyllyrðing sem þar komi fram, að „ekki þurfi að auka framlag til LÍN umfram það sem nú er í frumvarpi til íjárlaga fyrir árið 1989“ sé því hvergi rökstudd. í fjárlögum sé gert ráð fyrir að lán hækku um 15%, sem samsvari áætlaðri verð- lagshækkun. Pjárlög gera ráð fyrir, að lántakendum fækki um 1%, „sem verður að teljast óskhyggja". Tillög- rur vinnuhópsins um að fyrsta árs nemum verði veitt lán að hausti stuðli ekki að því. „Mér virðist útilokað annað en að tillögur vinnuhópsins seú langt fram yfir þann ramma sem fjárlög setja starfsemi Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Hér er því um sýnda veiði en ekki gefna,“ segir Sigurður að lokum. tekjur þýða því 150.000 króna árstekjur. Ráðstöfúnartekjur nemanda eru tekjur og lán til samans. Hvað þýða breyttar úthlut- unarreglur námslána? BMW FIMMAN VEKUR MG UPP AF DRAUMI. LITGREINING MEÐ CROSFIELD ER LYKILLINN AÐ VANDAÐRI LITPRENTUN M YNDAMÓT HF A. Einhleypur í leiguhúsnæði Tillaga starfshóps Núverandi kerfi menntamálaráðherra Mismunur, % Mánaðar- Náms- Tekjur* Náms- Tekjur Náms- Tekjur tekjur lán oglán lán og lán lán oglán 33.418 37.721 0 33.418 25.064 37.721 28.290 12,9% 12,9% 35.000 33.233 33.675 37.721 37.041 13,5% 10,0% 50.000 31.483 36.113 35.674 39.255 13,3% 8,7% 75.000 28.567 40.175 31.507 42.380 10,3% 5,5% 90.000 26.817 42.613 29.007 44.255 8,2% 3,9% Við 140 þús. lækka lán um 1,5% og RST um 0,5% 100.000 25.650 44.238 27.341 45.505 6,6% 2,9% 120.000 23.317 47.488 24.007 48.005 3,0% 1,1% 140.000 20.983 50.738 20.674 50.505 -1,5% -0,5% B. Einhleypur í foreldrahúsum Tillaga starfshóps Núverandi kerfi menntamálaráðherra Mismunur, % Mánaðar- Náms- Tekjur Náms- Tekjur Náms- Tekjur tekjur lán og lán lán oglán lán oglán 23.393 17.544 26.404 19.803 12,9% 12,9% 35.000 22.038 25.279 24.972 27.479 13,3% 8,7% 50.000 20.288 27.716 22.472 29.354 10,8% 5,9% 75.000 17.372 31.779 18.305 32.479- 5,4% 2,2% 90.000 15.622 34.216 15.805 34.354 1,2% 0,4% Við 100 þús. lækka lán um 2,2% og RST 0,7% 100.000 14.455 35.841 14.138 35.604 -2,2% -0,7% 120.000 12.122 39.091 10.805 38.104 -10,9% -2,5% 140.000 9.788 42.341 7.472 40.604 -23,7% -4,1% C. Einstætt foreldri m. 1 barn Tillaga starfshóps Núverandi kerfi menntamálaráðherra Mismunur, % Mánaðar- Náms- Tekjur Náms- Tekjur Náms- Tekjur tekjur lán 50.127 oglán lán 56.581 oglán lán og lán 0 49.133 85.984 56.237 91.311 14,5% 6,2% 35.000 45.050 87.588 50.404 91.603 11,9% 4,6% 50.000 43.300 88.275 47.904 91.728 10,6% 3,9% 75.000 40.383 89.421 43.737 91.936 8,3% 2,8% 90.000 38.633 90.109 41.237 92.061 6,7% 2,2% 100.000 37.467 90.567 39.570 92.145 5,6% 1,7% 120.000 35.133 91.484 36.237 92.311 3,1% 0,9% 140.000 32.800 92.400 32.904 92.478 0,3% 0,1% Bamabætur 5.392 Auki 4.269 Mæðralaun 5.000 Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Myndverk á sýningunni á Akranesi eftir Ingunni Eyd- al. Akranes: Listsýn- ing í Fjöl- brauta- skólanum Akranesi. SÉRSTÆÐ listsýning hefúr verið opin að undanförnu í Fjölbrautaskólanum á Akra- nesi. Þar hafa verið til sýnis 56 grafíkverk eftir 11 kunna listamenn. Öll þessi verk voru keypt af skólanum fyrir fjárveitingu úr listskreytingarsjóði ríkisins til að skreyta vistarverur skólans, einkum og sér í lagi heimavist- ina. N Flestar myndanna eru eftir Vigni Jóhannsson eða 10 tals- ins. Vignir er fæddur og uppal- inn á Akranesi, en dvelur nú í Bandaríkjunum og hefur getið sér gott orð fyrir list sína þar. Öll verk Vignis voru sérstak- lega unnin fyrir skólann á síðasta sumri og hafa ekki ver- ið sýnd opinberlega áður. Aðrir listamenn sem verk eiga á þess- ari sýningu eru Baltasar, Halld- óra Gísladóttir, Ingiberg Magn- ússon, Ingunn Eydal, Jóhanna Bogadóttir, Jón Reykjalín, Ragnheiður Jónsdóttir, Ríkharður Valtingojer, Sigrid Valtingojer og Þórður Hall. - JG Skák: MH vann Is- landsmót framhalds- skólanna SVEIT Menntaskólans í Hamrahlíð vann um síðustu helgi íslandsmeistaramót framhalds- skóla í skák. Aðeins munaði hálf- um vinningi á MH og næstu sveit, sem var frá Fjölbrautar- skólanum í Ármúla. Sveit MH fékk 25'/2 vinning af 28 mögulegum, en í sveitinni tefldu Sigurður Daði Sigfússon, Þröstur Amason, Snorri Bergsson og Am- aldur Loftsson. Sveit Ármúlaskól- ans fékk 25 vinninga, en í sveitinni vom Þröstur Þórhallsson, Tómas Björnsson, Þráinn Vigfússon og Ólafur B. Þórsson. í þriðja sæti var sveit Menntaskólans á Akureyri með 18*/2 vinning, en MA vann mótið í fyrra. Alls kepptu 19 sveit- ir á mótinu. Sveit MH fékk rétt til að keppa á Norðurlandamóti framhaldsskóla í skák, sem haldið verður í Noregi síðar á árinu. Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.