Morgunblaðið - 17.03.1989, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUÐAGUR 17. MARZ 1989
43
_____________Brids__________________
Arnór Ragnarsson
íslandsmótið í sveitakeppni
— Úrslit
Búið er að draga um töfluröð sveita í
úrslitum íslandsmótsins í sveitakeppni, og
töfluröðin er eftirfarandi:
A-riðill
1. Bragi Hauksson
2. Flugleiðir
3. Samvinnuferðir/Landsýn
4. Stefán Pálsson
5. Delta
6. Modem Iceland
7. Pólaris
8. Sigfús Öm Ámason
B-riðill
1. Sjóvá/Almennar
2. Júlíus Snorrason
3. Jón Steinar Gunnlaugsson
4. Sigurður Vilhjálmsson
5. Ragnar Jónsson
6. Kristján Guðjónsson
7. Jón Ingi Ingvarsson
8. Jörandur Þórðarson
Úrslitin verða spiluð 22.-25. mars á Hót-
el Loftleiðum. Tímasetning umferðanna er
eftirfarandi:
Fyrsta umferð 22. mars kl. 13.00. Önnur
umferð 22. mars kl. 19.30.
Þriðja umferð 23. mars kl. 13.00. Fiórða
umferð 23. mars kl. 19.30.
Fimmta umferð 24. mars kl. 13.00. Sjötta
umferð 24. mars kl. 19.30.
Sjöunda umferð 25. mars kl. 13.00.
Spilin í A-riðli verða tölvugefin og röðuð,
þannig að spiluð verða sömu spil á öllum
borðum. Allur samanburður mun því verða
skemmtilegri fyrir áhorfendur, enda verður
sýningartafla í gangi fyrir þennan leik sem
mest spennandi þykir hveiju sinni. Spilarar
munu fá útskrift af spilunum og skorblöðum
öllum eftir hveija umferð, og geta þá pörin
borið árangur sinn saman við hinna.
Landslið yngri spilara
■ Búið er að ganga frá vali á landsliði
yngri spilara sem spila mun á NM f Svíþjóð
dagana 16. júní til 2. júlf. Þeir spilarar sem
valdir vora til spilamennsku era Matthfas
Þorvaldsson, Hrannar Erlingsson, Sveinn
Rúnar Eiriksson, Árni Loftsson og
Steingrímur Pétursson. Þeir munu taka til
við æflngar undir stjórn unglingalandsliðs-
þjálfara, Jóns Baldurssonar, fram á vorið.
Evrópumót kvenna
í tvímenningi
I tengslum við Evrópumótið í sveita-
keppni, sem haldið verður í Turku í Finn-
landi, verður haldið Evrópumót kvenna í
tvímenningi. Samkvæmt upplýsingum frá
Evrópubridssambandinu á Island rétt á
þremur pöram í þessa keppni. Vegna bágs
ástands í fjármálum BSÍ, sér sambandið sér
ekki fært að kosta pör á þessa keppni, en
auglýsir hér með eftir þátttöku f þessa
keppni, ef pör vilja kosta för þangað sjálf.
Tvímenningurinn verður spilaður dagana
1.-4. júlí í sumar. Umsóknarfrestur í þessa
keppni fyrir pör rennur út þann 15. apríl.
Sumarbúðir í Póllandi
fyrir yngri spilara
Bridssambandinu hefur borist bréf frá
Evrópubridssambandinu, þar sem auglýstar
era sumarbúðir fýrir yngri spilara f Pól-
landi. Um er að ræða viku námskeið fyrir
upprennandi spilara f yngri flokki dagana
16.-24. júlí í sumar í þorpinu Mragowo f
Póllandi. Sumarbúðir af þessu tagi hafa
notið mikilla vinsælda meðal yngri spilara
í Evrópu, þar sem spiluram gefst kostur á
fyrirlestrahaldi sérfræðinga, keppnisspila-
mennsku og aðstöðu til ýmiss konar annarr-
ar íþróttamennsku. Fyrir spilara sem fædd-
ir era 1. janúar 1964, og hafa áhuga á
þessu námskeiði, er þeim bent á að hafa
samband við Bridssambandið sem gefur
nánari upplýsingar um þessar sumarbúðir.
Umsóknir varðandi þessar sumarbúðir
verða að hafa borist fyrir 1. mai.
Bridsfélag* Tálknafjarðar
Sveit Hauks Árnasonar sigraði í sveita-
keppni félagsins sem nýlega er lokið. Með
Hauki spiluðu: Þórður Reimarsson, Ólafur
Magnússon og Guðmundur S. Guðmunds-
son.
Lokastaðan:
HaukurÁmason 54
ÆvarJónasson 52
Bjöm Sveinsson 40
Lilja Magnúsdóttir 30 •
LITVARPSVEI<JARAI<LUKI<UR
GRUNDIG SONOCLOCK 24
FM og MW útvarp, hægt aö láta hringja
■ á 9 mín. fresti, vekur með útvarpi eða
bjöllu, sjálfvirkur tímarofi o.fl. Staðgr,-
verð 2.690 kr.
Laugavegi 10, sími 27788
AKAI AJ-238
20W, tvöfalt kassettutæki, stöðug spilun,
FM, MW og LW útvarp, 3ja banda
tónjafnari o.fl. Staðgr. verð 8.900 kr.
AKAI M-552L
hljómtækjasamstæða
AKAI AJ-208L
14W stereo kassettutæki
með FM, MW og LW útvarpi
o.fl. Staðgr. verð 6.900 kr.
20W, FM, MW og LW útvarp, tvöfalt
kassettutæki, hraðupptaka, 5 banda
tónjafnari o.fl. Staðgr.verð 7.900 kr.
Eigum einnig stórglæsilegt CROWN
útvarps- og kassettutæki með 15 stöðva
minni og FM, MW og LW útvarpi á
7.900 kr. staðgr.
í Nesco Laugavegi býðst þér mikið úrval,
lágt verð, gæði og lengsta ábyrgð
sem þekkist hér á landi.
Eigum stórglæsilegt úrval
af hinum frábæru FIDELITY
^ skáktölvum frá 6.900 kr.
staðgr.
Eigum einnig mikið úrval af TEXA’S
IIMSTRUMEIMTS reikni- og tungumála-
tölvum frá 490 kr. staðgr.
Eigum til mikið úrval af vönduðum
GRUIMDIG rakvélum frá 1.900 kr.
staðgr.
XENON RCP05
2x55 RMS W (2x110W) magnari,
„surround system", stafrænt útvarp með
16 stöðva minni og FM, MW og LW,
tvöfalt kassettutæki, tónjafnari, vandaður
plötuspilari, 65 RMS W hátalarar, fjar-
stýring o.fl. Staðgr. verð 39.900., með
geislaspilara 59.800 kr.
ORION 14 tommu heimilis-
og ferðasjónvarp
Stafrænn (digital) stöðvaveljari, sjálfvirkur
tímarofi (sleep timer), Qarstýring, inniloft-
net o.fl. Staðgr. verð 27.900 kr.
GRUNDIG SONOCLOCK 180
FM og MW útvarp, vekur með útvarpi
eða bjöllu, hægt að láta hringja á 9 mín.
fresti, sjálfvirkur tímarofi o.fl.
Staðgr. verð 3.490 kr.
SCHMEIDER MIDI 2255
hljómtækjasamstæða
með geislaspilara
50 W, útvarp með FM, MW og LW,
tónjafnari, tvöfalt kassettutæki, hraðupp-
taka, stöðug spilun, hálfsjálfvirkur •
plötuspilari, vandaður geislaspilari með
16 laga minni og 3ja geisla tónhöfði.
Staðgr.verð 37.800 kr. með geislaspilara.
Eigum mikið úrval af vönduðum jap-
önskum og v.-þýskum hljómtækja-
samstæðum frá 19.900 kr. staðgn
FERÐA UTVARPS- OG
KASSETTUTÆKI
SKAKTOLVUR
RAKVELAR
MikiÓ úrval af góðum
nesco
LRUGRI/GGUR HF
HVUNDiíM _ „HONDÆ
tölvur _ tölvur