Morgunblaðið - 17.03.1989, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1989
Afkoma Eim-
skips óviðunandi
Frá aðalfundi Eimskips. Davíð Oddsson, borgarstjóri, í ræðustól. Morgunbiaðið/Júlíus
Tollvörugeymslan:
Hagnaður 10 milljónir í fyrra
HAGNAÐUR af rekstri Tollvörugeymslunnar hf. árið 1988 nam rúmum
10 milljónum króna, sem er besta útkoma félagsins til þessa. Rekstrar-
tekjur jukust um 15,5% og námu tæplega 93,5 milljónum, en rekstrar-
gjöld jukust á móti um 12,2% og námu tæpum 84,7 milljónum. Fjárfest-
ingar námu 16 milijónum króna. Félagið hefur hug á að hefja upp-
byggingu á nýju athafiiasvæði við Kleppsvik og gæti jafiivel hafið firam-
kvæmdir þar á þessu ári.
— sagði Hörður
Sigurgestsson á
aðaMmdi félagsins
REKSTRARHAGNAÐUR Eim-
skipafélags íslands án Qár-
munatekna og -gjalda varð á
síðastliðnu ári 44 milljónir
króna samanborið við 321 millj-
ón árið 1987. Varð 7,9% raun-
lækkun á rekstrartekjum fé-
lagsins milli áranna 1987 og
1988 miðað við vísitölu bygg-
ingakostnaðar. Frá árinu 1984
hafa heildarflutningar félagsins
aukist um 33% en heildarrekstr-
artekjur á föstu verðlagi verið
svo til óbreyttar. Þetta kom
fram í ræðu Harðar Sigurgests-
sonar, forstjóra Eimskips, á að-
alfundi félagsins sem haldinn
var i gær. Sagði Hörður ljóst
að afkoman af flutningastarf-
semi félagsins á árinu 1988 væri
óviðunandi.
Á síðastliðnu ári varð hagnaður
af rekstri Eimskipafélagsins 9
m.kr. sem er um 0,2% af heildar-
tekjum félagsins. Sambærilegt
hlutfall 1987 er 6,1% þegar hagn-
aður nam 272 m.kr. Rekstrartekjur
árið 1988 námu 4.827 m.kr. og
rekstrargjöld án fjármagnsgjalda
4.784 m.kr. í efnahagsreikningi
kemur fram að heildareignir fé-
lagsins í árslok 1988 voru bók-
færðar á 5.750 m.kr. Skuidir fé-
lagsins námu samtals 3.626 m.kr.
og var eigið fé félagsins 2.123
m.kr. og eiginfjárhlutfall því 37%.
Halldór H. Jónsson, stjómar-
formaður Eimskipafélagins, sagði
í ræðu sinni að kostnaðarhækkun-
um yrði ekki lengur mætt að fullu
með spamaði og hagræðingu í
rekstri. Eimskipafélaginu væri því
nauðugur einn kostur að hækka
farmgjöldin að einhveiju marki til
að eðlileg þróun og framför gæti
átt sér stað og að ekki væri hætta
á stöðnun í rekstri félagsins.
Halldór sagði ennffemur að einn
meginviðburður ársins hefðu verið
kaup félagsins á tveimur 10 þús-
und tonn ekjuskipum til Evrópu-
siglinga. Kvað hann markmiðið
með þessum skipakaupum hefði
verið að auka hagkvæmni í sigling-
um félagsins til Bretlands og meg-
inlands Evrópu með stærri skipum
og auka flutningsgetu félagsins
vegna vaxandi flutninga undanfar-
in ár. Hefðu flutningar á siglinga-
leið félagsins til meginlands Evr-
ópu aukist og mætti búast við að
þessi þróun héldi eitthvað áfram.
Á fúndinum vom endurkjömir í
stjóm Eimskipafélagsins til
tveggja ára Halldór H. Jónsson,
stjómarformaður, Pétur Sigurðs-
son, Jón H. Bergs og Jón Ingvars-
son en aðrir f stjóm félagsins em
Indriði Pálsson, varaformaður,
Hjalti Geir Kristjánsson, Benedikt
Sveinsson, Thor Ó. Thors og Gunn-
ar Ragnars.
Þetta kom fram í skýrslu Helga
K. Hjálmssonar, forstjóra Tollvöm-
geymslunnar, á aðalfundi félagsins
í gær. Þá kom einnig fram að vegna
breytinga á tollskrá áramótin 1987-
1988 hafí orðið vemleg breyting á
þeim vömtegundum, sem Tollvöru-
geymslunni var falin varðveisla á.
Nokkrir vöruflokkar hafí nánast al-
veg horfíð, en vægi annarra aukist,
þannig að nýting húsa hafí verið
mjög góð á síðasta ári.
Verðmæti vöm sem afgreidd var
út úr Tollvörugeymslunni 1988 nam
3,1 milljarði króna. Mesta breytingin
var að meðalaðflutningsgjöld lækk-
uðu úr tæplega 39% í rösk 11%, en
á móti kom að erlendir aðilar hafa
í vaxandi mæli falið Tollvömgeymsl-
unni að annast um að vara sé ekki
tekin út nema greiðsla til erlenda
aðilans komi jafnframt. Þeim inn-
flytjendur fjölgaði sem greiddu bæði
til erlends seljanda og tollyfirvalda
samtímis í afgreiðsludeild Lands-
bankans í Tollvömgeymslunni. Þann-
ig greiddu 72,46% í bankanum en
27,56% á Tollstjóraskrifstofu. Fyrstu
tvo mánuði þessa árs er hlutfall
bankans enn hærra, eða 84,23%.
I skýrslu stjómar Tollvörugeymsl-
unnar á aðalfundinum kom fram, að
hún kannar nú uppbyggingu fyrir-
tækisins á nýju svaeði, en núverandi
athafnasvæði er við Héðinsgötu.
Kom fram, að skynsamlegast er talið
að byggja hús fyrir starfsemina á
Kleppsvíkursvæðinu. Þetta er talið
nauðsynlegt, þar sem athafnamögu-
leikar félagsins við Héðinsgötu gætu
takmarkast á næstu ámm, m.a.
vegna hugsanlegrar vegarlagningar,
auk þess sem núverandi byggingar
em taldar standa í vegi fyrir frekari
þróun fyrirtækisins. Vonast er til að
í þessum mánuði verði undirritaður
lóðasamningur við hafnayfirvöld um
lóð á Kleppsvíkursvæðinu, sem yrði
4,6 hektarar alls. Hægt verður að
heija byggingaframkvæmdir á þessu
ári, ef stjóm félagsins ákveður, og
yrði heildarfjárfesting um 155 millj-
ónir króna í fyrsta áfanga.
Ársþing Félags íslenskra iðnrekenda:
Tímabil aukinnar Mverslunar
með flármagn framundan
- segir Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra
JÓN Sigurðsson viðskipta- og í þeim samskiptum fáist sérstaða Sagði hann sérstaklega mikilvægt
íslendinga vegna mikilvægis sjáv-
iðnaðarráðherra sagði á árs-
þingi Félags íslenskra iðnrek-
enda í gær að hann sæi fyrir
sér að níundi og tíundi áratug-
urinn verði tími aukinnar
fríverslunar með Qármagn á
sama hátt og sjötti og sjöundi
áratugurinn voru tímabil auk-
innar firíverslunar með vörur
og þjónustu.
Jón Sigurðsson sagði í ræðu
sinni að rýmkaðar heimildir
íslenskra fyrirtækja til þess að
taka erlend lán á eigin ábyrgð,
og reglur um fjármagnshreyfing-
ar og viðskipti með fjármálaþjón-
ustu milli íslands og annarra
landa, sem á næstu misserum
verða mótaðar á grundvelli til-
lagna ráðherranefndar Norður-
landa um Efnahagsáætlun Norð-
urlanda 1989-1992 fælu í sér að
stefnt skuli að því að rýmka tengsl
íslenska fjármagnsmarkaðarins
við útlönd. Yrði þetta meðal ann-
ars gert með því að heimila íslend-
ingum að kaupa erlend verðbréf,
þar a ' meðal hlutabréf, og útlend
ingum að kaupa íslensk verðbréf.
í ræðu sinni benti Jón á að ís-
lendingar yrðu að laga sig að
mörgum þeim breytingum sem
heimamarkaður Evrópubanda-
lagsins hefðu í for með sér þegar
hann verður orðinn að veruleika
fyrir árslok 1992. Þær þjóðir sem
ætli að standa Evrópubandalagsr-
íkjunum á sporði í efnahagslegum
framförum á næstu árum verði
að gerast þátttakendur í þessum
auknu alþjóðaviðskiptum sem í
ríkara mæli en áður muni ná til
viðskipta með fjármagn og fjár-
málaþjónustu. Það gæti ráðið úr-
slitum um farsæla þróun efna-
hagsmála hér á landi á næstu
árum hvernig tekst til með sam-
skipti íslendinga við Evrópu-
bandalagið, og nauðsynlegt sé að
arútvegs í íslenskum þjóðarbú-
skap viðurkennd, en það sé í þessu
sambandi sem Oslóar-yfírlýsingin
um fríverslun með sjávarafurðir
skipti mestu máli. „Það kemur
ekki til greina að íslendingar láti
veiðiheimildir í íslenskri efnahags-
lögsögu í skiptum við tollfijálsan
aðgang að mörkuðum Evrópu-
bandalagsins. Hins vegar er sjálf-
sagt að ræða ýmis mál sem tengj-
ast sjávarútvegi við bandalagið
og nefni ég þar sem dæmi nýtingu
flökkufisksstofna eins og kol-
munnans, sameiginlegar hafrann-
sóknir og vamir gegn mengun
sjávar."
Jón Sigurðsson sagði að mikil-
vægi iðnaðarins fyrir íslenskt at-
vinnulíf væri ótvírætt, en engu
að síður væri ljóst að iðnaðurinn
hefði ekki uppfyllt vonir bjartsýn-
ustu manna. Sú skýring á því sem
mestu máli skipti væri erfíð sam-
búð iðnaðarins við sjávarútveginn.
Ókeypis aðgangur sjávarútvegs-
ins að gjöfulum fískimiðum gerði
það að verkum að samkeppnisað-
staða hans gagnvart öðrum út-
flutnings- og samkeppnisgreinum
væri ákaflega sterk þegar vel ár-
aði til sjávar. Þessum aðstöðu-
muni yrði ekki breytt í skyndingu,
en hann væri hins vegar sann-
færður um að þegar fram liðu
stundir verði aðgangi að takmörk-
uðum fískistofnum við landið deilt
út með einhverskonar viðskiptum
með veiðilejrfí.
Jón Sigurðsson vék að hag-
kvæmnisathugun á byggingu og
rekstri nýs álvers í Straumsvík
og benti á að á þessu stigi væri
ástæðulaust að draga víðtækar
ályktanir af þeirri hækkun stofn-
kostnaðar sem fram kæmu í drög-
um bandaríska ráðgjafarfýrirtæk-
isins Bechtel að kostnaðaráætlun.
að menn áttuðu sig á að þessi
athugun benti alls ekki til þess
að samkeppnisaðstaða fslands
með tilliti til álframleiðslu hafí
breyst til hins verra, og engin
ástæða væri til að fyllast óþolin-
mæði.
Frá ársþingi Félags íslenskra iðnrekenda í Kristalssal Hótel Loft-
leiða í gær. Frá vinstri eru Ólafur Davíðsson, Jón Sigurðsson,
Bjarni Þór Jónsson, Gunnar J. Friðriksson og Víglundur Þor-
steinsson.
Mótaþarf nýja efiiahags- og
atvinnustefiiu hér á landi
Á ársþingi Félags islenskra iðnrekenda sem haldið var i gær var
samþykkt ályktun þar sem segir að móta þurfi nýja efiiahags- og
atvinnustefiiu hér á landi þannig að islenskt atvinnulíf fál tækifæri
til að taka þátt í þeirri framfaraþróun sem nú á sér stað i heimin-
um, en að öðrum kosti verði íslensk fyrirtæki dæmd úr leik i al-
þjóðlegri samkeppni. Einnig þurfi að gera átak i nýtingu orkuauð-
linda og uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Þetta séu meginforsendur
hagvaxtar og bættra lífskjara i framtiðinni, og verði ekki mótuð
ný stefiia á þessum grunni verði hér stöðnun eða jafnvel samdrátt-
ur á næstu árum.
í ályktuninni segir að á árinu
1988 hafí framleiðsla í íslenskum
iðnaði dregist saman í fyrsta skipti
í mörg ár, fjárfesting minnkað og
afkoma breyst mjög til hins verra
þannig að almennt væri nú tap-
rekstur í iðnaði. Ástæður versnandi
afkomu væru fyrst og fremst mikl-
ar kostnaðarhækkanir og minnk-
andi velta. Gengislækkun hafí alls
ekki náð að jafna samkeppnisað-
stöðu innlkendrar framleiðslu
gagnvart erlendum keppinautum
með tilliti til kostnaðarhækkana
síðustu tveggja ára.
Á sama tíma og staða iðnaðarins
hafí farið versnandi hafí stjómvöld
gripið til styrkja- og millifærsluað-
gerða fyrir einstaka útflutnings-
greinar, en einnig hafí skattahækk-
anir þrengt að iðnaðinum. Aðgerð-
ir stjómvalda hafi því gengið þvert
á það að búa íslenskt atvinnulíf
undir þær breytingar sem nú eru
að verða á alþjóðavettvangi.
Öll ríki Evrópubandalagsins
verði innan fárra ára orðinn einn
sameiginlegur markaður án landa-
mæra eða annarra viðskiptahindr-
ana, og einnig verði þá afnumdar
samkeppnishömlur á flestum svið-
um þannig að iðnaður í þessum
ríkjum muni njóta betri starfsskil-
yrða en hann gerir í dag, en þetta
sé aðeins einn þáttur í víðtæku
efnahagssamstarfí Evrópuþjóða í
framtíðinni.
Stefna stjómvalda í efnahags-
og atvinnumálum verði að búa iðn-
að’inum eðlilegan starfsgrundvöll
þannig að hann njóti jafnréttis við
aðrar atvinnugreinar og sömu
starfsskilyrða og erlendir keppina-
utar. Hér skipti mestu máli að horf-
ið verði frá skattlagningu á fram-
leiðslukostnað fyrirtækja en skatt-
lagningu verði hagað þannig að
fyrirtæki geti treyst eiginfjárstöðu
sína. Gjaldeyrisviðskipti verði gfef-
in ftjáls og komið verði á frelsi og
eðlilegri samkeppni á sem flestum
sviðum atvinnulífsins. Stefna
stjómvalda og framkvæmd hennar
verði að miða að jafnvægi og stöð-
ugleika í þjóðarbúskapnum með
almennum aðgerðum en ekki með
skammtímalausnum á stundar-
vanda.
Á ársþinginu urðu miklar um-
ræður um endurskoðaða stefnu-
skrá FÍI, en stefnuskrá félagsins
var síðast gefin út árið 1985. Fram
komu nokkrar athugasemdir við
stefnuskrána og var samþykkt að
senda þær til stefnuskrámefndar
og síðan til sfjómar félagsins til
lokafrágangs og útgáfu.
Áður en ársþing Félags fslenskra
iðnrekenda hófst var aðalfundur
félagsins haldinn og ný stjóm kjör-
in. Aðalstjóm FÍI skipa Víglundur
Þorsteinsson,_ formaður, Kristinn
Bjömsson, Ágúst Valfells, Öm
Hjaltalín, Magnús Tryggvason,
Gunnar Svavarsson og Lýður Frið-
jónsson. í varastjóm voru kjörnir
Anton Bjamason og Ragnar Birgis-