Morgunblaðið - 17.03.1989, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1989
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1989
29
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
ÁrniJörgensen.
-Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, simi 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið.
Móðurmálsvika
í Flataskóla
Islandssagan geymir dæmi
þess, að með samræmdu
átaki hafi verið spomað gegn
öfugþróun í málfari. Dönskunni
var útrýmt úr Reykjavík á
sínum tíma. Enn skemmra er
síðan ráðist var gegn flámælinu
og það upprætt. í Morgun-
blaðinu í gær er sagt frá merki-
legu framtaki í Flataskóla í
Garðabæ, þar sem ein vika
hefur verið helguð móðurmál-
inu. Ahersla var lögð á bætt
málfar og hafin herferð gegn
málvillum, blótsyrðum og
enskuslettum. Nemendur á
aldrinum 6 til 11 ára voru virk-
ir þátttakendur í öllu því er
lýtur að málrækt. Að sögn Sig-
rúnar Gísladóttur skólastjóra
var stofnað til móðurmálsvik-
unnar vegna þess að kennarar
hefðu verið sammála um að
íslenskan ætti í vök að verjast,
krakkamir töluðu rangt mál
og mjög mikið væri um ensku-
slettur. Til að stemma stigu við
þessu beitti skólinn sér sem
sagt fyrir því að hefja tunguna
til vegs og virðingar. Göfugra
verkefni geta skólar tæplega
valið sér.
Rökin fyrir því að slíkt sé
gert ættu að vera öllum aug-
ljós. Velkist einhver í vafa hefði
hann gott af að lesa það, sem
haft er eftir tíu ára nemanda
í Flataskóla, Óla Þór Atlasyni,
sem hélt framsöguerindi á mál-
fundi í skólanum og kallaði það
„Rök með íslensku". í Morgun-
blaðinu í gær segir:
„Óli Þór sagði meðal annars,
að grundvöllur að sjálfstæði
íslendinga væri einmitt tungu-
málið. „Ef við tölum vitlausa
íslensku eða skjótum útlensk-
um orðum, til dæmis enskum
orðum, í málið okkar missum
við ákveðið sjálfstæði,“ sagði
hann.
Óli Þor sagði að það sem
væri skemmtilegast við íslensk-
una væri að hún hefði varð-
veist um aldir alda. Málið, sem
við töluðum, væri líkt því sem
landnámsmenn töluðu og flestir
vildu halda íslenskunni við.
„Það er leti ef við getum ekki
haldið íslenskunni við,“ sagði
hann að lokum."
Þarf í raun að segja meira
en einmitt þetta? Það er ekki
undir neinum öðrum komið en
okkur, dugnaði okkar og rækt-
arsemi, hvort við höldum okkar
eigin tungu lifandi eða ekki.
Móðurmálsvikan í Flataskóla
minnir á lykilhlutverk skólanna
í þessu efni, eða eins og Olga
G. Snorradóttir kennari orðaði
það: „Við verðum að hamra á
þessu jafnt og þétt og breyta
um aðferðir, svo bömin fái ekki
leið á þessu viðfangefni . . .
Smám saman fá þau meiri til-
finningu fyrir íslenskunni og
verða stolt af henni.“
Glæsilegur
sigur Vöku
Vaka, félag lýðræðissinn-
aðra stúdenta, vann glæsi-
legan sigur í kosningum til
Stúdentaráðs Háskóla íslands
og Háskólaráðs í fyrradag.
Félagið hefur nú hreinan meiri-
hluta í ráðinu og hefur ekki
haft það, ef tekið er mið af
hefbundnum stúdentaráðs-
kosningum síðan 1965, þótt
Vökumenn hafí oft síðan þá
verið í forystu fyrir Stúdenta-
ráði og haft forgöngu í barátt-
unni fyrir hagsmunum stúd-
enta.
í kosningunum að þessu
sinni naut Vaka þess einmitt,
hve vel forystumenn hennar í
Stúdentaráði og annars staðar
hafa staðið að hagsmunagæslu
fyrir stúdenta. Félagið lagði
höfuðáherslu á, að Stúdentaráð
ætti að vera vettvangur, þar
sem leitað væri leiða til að létta
undir með stúdentum við nám
en ekki málfundafélag, þar sem
deilt væri um dægurmál og
pólitísk eilífðarmálefni.
Vaka barðist við Röskvu,
samtök félagshyggjufólks, en
vegna pattstöðu í Stúdentaráði
stóðu bæði félögin að meiri-
hluta í ráðinu þar til fyrir fáein-
um vikum, að Röskva sleit sam-
starfinu. Var það væntanlega
gert í því skyni að treysta stöðu
félagsins í kosningaátökunum.
Úrslitin sýna, að stúdentar
kunna ekki að meta slíka henti-
stefnu, sem setur svip sinn á
störf félagshyggjufólks víðar
en í Háskóla Islands.
Morgunblaðið óskar Vöku og
stúdentum öllum til hamingju
með niðurstöður kosninganna
á miðvikudag. Saga Vöku sýn-
ir, að hagsmunum stúdenta er
vel borgið í höndum Vöku-
manna.
Við emm fyrst og fremst í
samkeppni við gervihnettma
„VIÐ GETUM lært talsvert af Fjölnismönnum, Jónasi Haligrímssyni,
þegar þeir voru að losa íslenskuna við dönsku áhriSn. íslenskan var
miklu hættar komin við miðbik nítjándu aldar heldur en hún er í dag.
Hefðu Fjölnismenn ekki ráðist í það lífsnauðsynlega verkefiii að hreinsa
málið mundu íslendingar nú tala dönskuskotið hrognamál. Þökk sé
þeirra metnaði og hugsjónum fyrir hönd okkar litla lands að þetta
tókst. Engu að síður er ástandið núna að byrja að verða slæmt. Ég held
að þetta sé algjört forgangsverkefiii. Við þurfúm að beita i meginatrið-
um sömu aðferðafræði og Fjölnismenn. Við eigum að beita okkur að
forvarnarstarfi, vera með þætti, um íslenskt málfar, í sjónvarpi, kenna
fólki, íslensku þjóðinni, að veijast þessum áhrifúm." Þannig talar Jón
Óttar Ragnarsson um varðveislu tungunnar og menningarinnar, hlut
sjónvarps i því starfi. Hann er hvergi banginn þegar talað er um engil-
saxneska innrás og gervihnattasjónvarp. „Hugmyndin með Stöð 2 var
í rauninni sú að búa okkur undir samkeppni við gervihnattasjónvarp.
Stöð 2 er fyrst og fremst samkeppni við ge rvihnattasj ó n varp. “ Hann
er sannfærður um að Stöð 2 og Sjónvarpið geti sameiginlega hrundið
öllum menningarlegum innrásum, vegna þess að Stöð 2 er komin á
laggimar.
Þegar ég kom hingað fyrst
fannst mér ríkja héma
mikill frumbyggjaandi.
Við höfum ráðist inn í
að hluta til óbyggt land
og gert mikið á stuttum tíma. Nú
er verið að koma sér fyrir. Þegar
farið er með miklum gassa inn í
ónumið land, þá brotna að sjálfsögðu
ýmsar flutningaleiðir. Styrkleiki
Rómveija var að halda flutningaleið-
um alltaf í góðu lagi. Eins var styrk-
ur Genghis Khans að stjóma veldinu
með sendiboðum eins víðlent og hans
ríki var. Við förum djúpt inn í nýtt
land sem við erum að nema á þessum
sjónvarpsmarkaði og okkar vanda-
mál hefur kannski verið að halda
öllum samböndum. Endurskipulagn-
ing okkar hefur verið fólgin í því að
koma reglu á þá hluti." Þannig
myndhverfír Jón Sigurðsson, nýráð-
inn framkvæmdastjóri Stöðvar 2, sitt
hlutverk í starfí og rekstri Stöðvar-
innar og hann sér bjartari tíð fram-
undan: „Með skipulögðum aðgerðum
og nýjum vinnureglum sem við tók-
um upp í desember er strax orðin
mikil breyting á rekstrinum. Janúar-
uppgjör sýnir hagnað sem er nokkru
hærri en okkar áætlanir gerðu ráð
fyrir. Nú er bara að hafa úthald og
þrek til að styrkja okkar stöðu enn
betur."
Stöð 2 er liðlega tveggja ára göm-
ul. Að henni standa tvö fyrirtæki,
íslenska sjónvarpsfélagið og íslenska
myndverið. Tveir menn halda um
stjórntaumana og heita báðir Jón.
Jón Óttar er sjónvarpsstjórinn og ber
ábyrgð á faglegum málum, þar á
meðal dagskránni. Jón Sigurðsson
heldur um pyngjuna og ber ábyrgð
á rekstrinum. Báðir eiga þeir, hvor
á sinn hátt, að skapa fyrirtækinu arð
og tryggja því framtíð. Ásamt Ólafí
H. Jonssyni aðstoðarsjónvarpsstjóra
skipa þeir framkvæmdaráð sem hef-
ur yfírumsjón með daglegum rekstri.
Jón Óttar er einn af upphafsmönnum
Stöðvar 2, hann hefur átt ríkan þátt
í að móta Stöðina og gefa henni þá
mynd sem hún hefur í dag í huga
áhorfenda. Jón Sigurðsson réðist til
Stöðvar 2 skömmu fyrir síðustu ára-
mót, eftir að hafa sannfærst um að
hann væri ekki að munstra sig á
sökkvandi skip, heldur gæti hann
keyrt skútuna upp úr ólögum og siglt
inn í gott leiði eftir tveggja ára storm.
Stöð 2 var umrædd fyrir nokkru
meðal annars vegna deilna við þýð-
endur og að skattyfírvöld skoðuðu
bókhaldið. Getgátur heyrðust um að
ekki væri allt með felldu og að mikl-
ir rekstrarerfíðleikar steðjuðu að
stöðinni. „Ég heyrði á einhverri ljós-
vakastöðinni að við værum óhætt að
segja búnir að vera,“ segir Jón Sig-
urðsson.
—Hvemig er staða Stöðvar 2
núna, á markaðnum og rekstrarstað-
an?
Jón Sigurðsson: Hún er mjög
sterk. Fyrirtækið fer í gang í októ-
ber 1986 og um síðustu áramót eru
áskrifendur orðnir um 41.500. Það
er hreint ótrúlegur árangur sem er
óþekktur annars staðar. Islendingar
hafa tekið svo vel á móti okkur að
það er hreint með ólíkindum. Stöð 2
er orðin geysisterk á markaðnum.
Við fylgjumst auðvitað líka mjög
nákvæmlega með auglýsingamark-
aðnum, hveiju aðrir ná þar og tiltrú
auglýsenda á okkur.
—Fjárhagurinn, er hætta á rekstr-
arstöðvun eða er allt í góðu gengi?
J.S.: Það fyrirtæki er ekki til á
íslandi sem á ekki við einhvers kon-
ar erfíðleika að glíma í dag. Ef við
lítum á það, að Stöð 2 er 28 mánaða
gamalt fyrirtæki og veltan er á átt-
unda hundrað milljóna fyrir utan
auglýsingatekjur, þá er ljóst að fyrir-
tækið er orðið geysilega stórt. Við
erum með tæplega hundrað starfs-
menn í fullri vinnu. Mjög lítið fjár-
magn var sett í fyrirtækið í upphafí
þannig að baráttan hefur að sjálf-
sögðu verið mjög hörð. Áður en ég
tók þetta starf að mér, að sjá um
daglegan rekstur við fjármál og
skipulagningu, kynnti ég mér hvem-
ig staðan væri. Þær sögur sem ganga
úti í bæ um stöðu fyrirtækisins eru
miklu verri en veruleikinn. Að sjálf-
sögðu höfum við átt í rekstrarerfið-
leikum vegna þess að við höfúm ekki
náð heilu ári með rekstrarhagnaði
ennþá.
—Sögur úti í bæ, verðið þið varir
við að hlakki í fólki yfír því að Stöð
2 sé að fara á hausinn, einhvers
konar „ég vissi þetta alltaf, það hlaut
að koma að þe_ssu“ viðhorf?
Jón Ottar: I 250 þúsund manna
þjóðfélagi verður þetta alltaf ríkt í
okkur. Við tölum illa um náungann
og það hlakkar í okkur yfir óförum
annarra. En, ég held að það sé að
breytast. Þetta er auðvitað líka hags-
munamál. Stöð 2 verður ekki til úr
engu, hún tekur frá mörgum. Mynd-
bandamarkaðurinn hrynur, er að vísu
núna að ná sér aftur, við tökum
auglýsingar frá keppinautum, auð-
vitað kemur þetta óþægilega við
marga. En, ég held að menn séu að
verða meira og meira tilbúnir fyrir
þetta og jafnvel að gleðjast með. Svo
er vitaskuld mjög ríkt í okkur íslend-
ingum að við viljum ekki að menn
fái eitthvað fyrir ekkert. Við viljum
að menn hafí fyrir hlutunum af því
að við vitum að þegar á reynir þá
þarftu að hafa fyrir þeim og að allt
sem er einhvers virði er um leið
píslarganga. Ef menn gera sér grein
fyrir að þetta var erfítt, að þetta var
fórn og menn voru ekki bara að oma
sér við glóðir ættarveldis eða fá hlut-
ina fyrir ekkert, þá held ég að íslend-
ingar standi alltaf með.
Jón Óttar lýsir erfíðleikum við að
koma á fót fyrirtæki með lítið annað
en hugmyndir í stofnfé. Hann rekur
dæmi um erlendar sjónvarpsstöðvar,
sem hann skoðaði áður en Stöð 2
var stofnuð. Önnur, svissnesk, hafði
ærið fé og trausta bakhjarla, bank-
amir voru ánægðir, næg veð. En,
hugmyndin var slæm og fyrirtækið
át upp hlutaféð og endaði sína
lífdaga: Varan seldist ekki. Önnur
sjónvarpsstöð, frönsk, átti í sömu
erfiðleikum og Stöð 2, hafði lítið
stofnfé. En, hugmynd þeirra var
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Sjónvarpsstjórinn og £ramkvæmdastjórinn, Jón Óttar Ragnarsson og Jón Sigurðsson, hugsjónamaðurinn
og raunsæismaðurinn. Skáldið og hetjan?
fyrir nýtt sjónvarpsefni. Ef ekki
koma einkaaðilar sém útvega það,
þá kemur Rupert Murdoch með það.
Um daginn var hér á ferð sænskur
blaðamaður og var að undrast það
að hér snerist allt um menningu.
Hann sagði að í Svfþjóð snerist allt
um það að menn vildu ekki leyfa
einkaaðilum að fara út í sjónvarp
vegna hræðslu um að þeir mundu
ekkert hugsa um menninguna. Og
hvað skeður? Gervihnettimir eru að
„rúlla“ sænska ríkissjónvarpinu
„upp“! Ég sagði blaðamanninum að
ástæða þess að íslendingar eigi mikla
möguleika gegn þessari samkeppni
sé sú að Stöð 2 er komin til sögunn-
ar. Hún hefur að vissu leyti líka
bætt ríkissjónvarpið, með samkeppn-
inni. Þeir eru núna orðnir vanari
samkeppninni og þegar Rupert
Murdoch kemur, á fullri ferð, þá eru
þeir betur í stakk búnir heldur en
þeir hefðu verið fyrir tveimur eða
þremur árum síðan. Ég held að raun-
in verði sú, að Stöð 2 og ríkissjón-
varpið geti sameiginlega, af því að
við höfum verið í innbyrðis sam-
keppni, verið miklu betur undir þessa
samkeppni búnir en annars hefði
orðið.
J.S.: Við erum íslensk sjónvarps-
stöð, sem er sett upp til að þjóna
íslendingum, til að flytja íslending-
um fréttir af þeirra eigin landi og
þeirra eigin málefnum, flytja þeim
erlendar fréttir og flytja þeim dag-
skrárefni sem er gert af íslendingum
fyrir íslendinga og um ísland og
íslensk málefni. Þetta er okkar styrk-
leiki. Það geta allir tekið einhveijar
bíómyndir og dælt þeim yfir landslýð
í gegn um gervihnött eða á annan
hátt. Við gerum það líka, sendum
út þetta erlenda efni, allt þýtt, og
við viljum vanda eins og hægt er til
þessara þýðinga. Við erum hreyknir
af að vera Islendingar og okkar
styrkleiki er að vera íslensk stöð á
íslensku landi með sífellt meira af
íslensku efni.
—Þið áttuð I deilum við þýðendur.
Er sú deila leyst og um hvað var deilt?
J.S.: Það er svolítill misskilningur
í þessari deilu við þýðendur. Hér
voru tæplega 50 manns við þýðingar
og höfðu misjafnlega mikla vinnu.
Mjög fáir þeirra sem höfðu fulla
góð, hún seldist og í dag er stöðin
meðal þeirra öflugustu í Evrópu.
—Er þetta að breytast hér, hug-
myndir að verða auðseljanlegri?
J.Ó.: „Ég vona og held að svo sé.
Viðskiptalífíð byggist fyrst og fremst
á góðum hugmyndum, sérstaklega
þegar öll framþróun er eins hröð og
hún er orðin á okkar tfmum. Þeir sem
sigra eru ekki þeir sem eiga mest,
heldur hinir sem fínna nýjar leiðir
og kunna að hagnýta sér tækifærin
í viðskiptaheiminum. Stöð 2 hefði til
dæmis getað bytjað á því að drekkja
sér í steinsteypu, reist sér hurðarás
um öxl. Morgunblaðið á velgengni
sína að þakka að það byggði ekki
yfír sig fyrr en eftir 40 ár. Það var
alltaf í leiguhúsnæði og lét rekstur-
inn ganga fyrir. Svo þegar menn
áttu peninga og reksturinn var farinn
að borga sig, þá var hægt að fara
að byggja. Bankakerfíð hefur allt of
oft neytt menn út í það að byggja
og reisa sér hurðarás um öxl, meðal
annars til þess að útvega veð, en svo
hefur dæmið ekki gengið upp. Ef þú
reisir í dag einhveija stórbyggingu
fyrir lán þá ertu kominn með vaxta-
kostnað sem er í mörgum tilvikum
óyfírstíganlegur.
—Bókhald ykkar var í gagngerri
rannsókn hjá skattyfírvöldum í
haust. Af hveiju var það?
J.S.: Þetta er ungt fyrirtæki. Við
höfum sprengt utan af okkur þijú
bókhaldskerfí. Þegar ég kom hingað
var endurskoðunarfyrirtæki, Endur-
skoðun hf, búið að vera með endur-
skoðun fyrir okkur í rúmt ár. Ég
veit ekki til að neitt sé athugavert
við bókhaldið.
—Hefur þú skoðað það sjálfur?
J.S.: Ég hef að sjálfsögðu ekki
skoðað hvert einasta fylgiskjal, en
nóg til að gera mér grein fyrir því.
Endurskoðunarfyrirtæki okkar er
eitt það traustasta á landinu, ég
treysti þeirra dómi um að hlutirnir
séu í lagi. Það sem ég held að hafi
valdið er, að við höfum lent í úrtaki
hjá ríkisskattstjóra yfír fyrirtæki sem
nú skuli skoða. Ekki vegna þess að
sérstök þörf hafí verið á að skoða
þetta fyrirtæki, heldur vegna þess
að þeir draga út ákveðin fyrirtæki
og skoða þau. Það verður að gerast
af og til.
—Kostun sjónvarpsefnis og vöru-
skipti hafa verið í umtali og getgátur
uppi um að hvorugt standist skoðun
skattyfírvalda. Er það rétt?
J.S.: Kostun á sér langa hefð á
íslandi. Án styrkja frá atvinnulífinu
hefði þessi litla þjóð aldrei kynnst
ýmsum stærstu menningarviðburð-
um samtímans. Besta sjónvarpsstöð
í Bandaríkjunum er rekin með kostun
og fijálsum framlögum. Ríkisútvarp-
ið hefur nýlega farið inn á þessa
braut. Við fáum þætti, tökum sem
dæmi Heil og sæl, kostaða, það er
að segja við fáum endurgreiddan
kostnað við gerð þáttanna, ýmist að
fullu eða að hluta. Við höfum fengið
ráðuneyti, tryggingafélög, félaga-
samtök til að kosta þætti. Þessir
aðilar höfðu engin tengsl við vörur
eða annað sem sýnt var í þáttunum.
Innlend fyrirtæki kostuðu til dæmis
útsendingar frá St. John og Seattle
þar sem okkar maður tókst á við
sterkustu skákmenn heims. Þetta
hefðum við ekki getað gert með öðru
móti. Menn eru af áhuga sínum að
kynna landsmönnum gott málefni.
Vöruskiptin eru þannig að ég fæ
til dæmis skrifborð frá þér og borga
með því að birta auglýsingar frá
þér. Síðan borga ég af þeim sölu-
skatt og menningarsjóðsgjald. Hvort
þú vinnur einhvers staðar og færð
greitt í hangikjöti eða saltfiskpökk-
um, það er ekki málið, heldur að
vinnuveitandinn borgi af því skatta
og skyldur. Þannig er það hjá okk-
ur, við borgum af þessu gjöldin.
—Er staðgreiðsla skatta innt af
hendi þegar gestir í sjónvarpsþáttum
fá vinninga, sem geta talist þeirra
tekjur?
J.S.: Vinningar eru veittir í Lukk-
utríóinu sem Björgunarsveitimar
standa alfarið að. Ég veit ekki til
að það sé gefíð upp, frekar en vinn-
ingar í skafmiðahappdrættum eða
bingóvinningar og við höfum ekki
fengið nein fyrirmæli um það frá
Spjallað við Jón Óttar og
Jón Sigurðsson um Stöð 2,
velgengni, samkeppni, erfið-
leika, menningarstrauma,
gervihnattasjónvarp,
útflutning sjónvarpsefiiis,
sérstöðu Islendinga og fleira
og fleira
yfírvöldum.
—Margir hafa áhyggjur af áhrif-
um sjónvarps, ekki síst gervihnatta-
sjónvarps, á íslenska menningu. Ótt-
ast að hún verði fyrir óæskilegum
erlendum áhrifum. Hvernig blasir
þetta við ykkur?
J.Ó.: Ég hef miklar áhyggjur af
þeim. Hugmyndin með Stöð 2 var í
rauninni að búa okkur undir sam-
keppni við gervihnattasjónvarp. Stöð
2 er fyrst og fremst samkeppni við
gervihnettina eins og ég sagði áðan.
Við teljum, og reynslan alls staðar í
Evrópu sýnir, að ríkissjónvörp eru
ekki í stakk búin til að keppa við
þetta efni og eru ýmis sorgleg dæmi
til um það.
—Hvers vegna ekki?
J.Ó.: Aðallega vegna þess að á
bak við ríkisfyrirtæki er venjulega
mjög flókið stjórnunarmynstur, skri-
fræði, óljós stefna, erfíð og svifasein
ákvarðanataka, sem þýðir að ríkis-
sjónvarpsstöð ræður einfaldlega ekk-
ert við menn eins og Rupert
Murdoch, stenst þeim ekki snúning.
Sky Channel, í gamla forminu, var
feykivinsæl stöð í Noregi, að ég tali
nú ekki um fyrir austan jámtjald,
til dæmis í Ungveijalandi þar sem
böm og unglingar líta á það sem
sendingu af himnum ofan. Af hveiju?
Vegna þess að í þessum löndum var
bara eitt ríkissjónvarp, menn voru
óánægðir með það og mikil þörf var
vinnu við þýðingar höfðu áhuga á
meiri vinnu. Þýðendur voru einnig
misgóðir. Við athuguðum þennan
hóp og völdum úr honum bestu þýð-
enduma, þannig að þeir sem eftir
voru hafa meiri vinnu. Með því að
útvega þessu fólki meiri vinnu þann-
ig að það sæki ekki hingað eina og
eina mynd eða einstaka þætti, heldur
taki að sér heilu raðimar og mynda-
flokkana, kynnast þýðendurnir betur
efninu, hugsunarhætti, málfari og
tungutaki persónanna og em þess
vegna mun fljótari að þýða. Við emm
að reyna að fá betri þýðingar, meira
atvinnuöryggi fyrir þá sem vinna
fyrir okkur og að sjálfsögðu að skipu-
leggja okkar störf þannig að við fáum
meiri vinnu fyrir sömu peninga.
Þannig fá báðir aðilar meira í sinn
hlut.
—Em þýðendur verktakar hjá ykk-
ur?
J.S.: Já, þeir em verktakar og fá
greidd hér öll laun. og standa síðan
sjálfír skil á þeim gjöldum sem á að
greiða eins og sköttum og slíku. Sá
misskilningur virðist hafa komist
sums staðar inn, að við væmm að
leita að ódýrustu lausninni, sama
hvað við fengjum í staðinn. Það er
langt frá því. Við höfum mikinn
metnað fyrir hönd Stöðvarinnar og
bemm virðingu fyrir viðskiptavinum
okkar, áskrifendum, og viljum að
þeir fái sem allra besta vöm fyrir
peninga sína. Okkur ber skylda til
að hafa sem fallegast og best mál á
þýðingum okkar og þá verðum við
að hafa sem best fólkið til þess.
Góðar þýðingar em hornsteinn í góðu
sjónvarpi.
Hvað gerið þið til að hafa sem
best fólk?
J.S.: Við reynum auðvitað alltaf
að ráða sem best og hæfíleikaríkast
fólk, eins og öll fyrirtæki. Við mennt-
um líka og þjálfum starfsfólkið. Tök-
um þýðendur sem dæmi. Við héldum
námskeið fyrir þá síðastliðið haust
þar sem nokkrir af okkar fæmstu
íslenskufræðingum leiðbeindu þeim
í meira en hundrað stundir saman-
lagt. Annað dæmi er að hér var
maður frá BBC skömmu fyrir jól
með allt okkar fólk á vikunámskeiði.
Við reynum að ráða besta fólkið og
veita því góða fræðslu.
—Hvað með íslenskt efni? Og
hvemig verður samsetning dagskrár-
innar í aðalatriðum í framtíðinni?
J.Ó.: Við reiknum með að sam-
keppnin við Astra byiji fyrir alvöru
á árinu 1990. Þá eigum við að vera
í stakk búnir til að vera með mjög
öfluga innlenda dagskrárgerð, það
er jú alltaf vinsælasta sjónvarps-
efnið. Innlenda efnið verður aðal
samkeppnin við Rupert Murdoch og
annan gervihnött sem kallast BSB.
Innlenda efnið verður líka aðalástæð-
an, að ég tel, fyrir því að við munum
standast þeim snúning. Við höfum
vitaskuld gert miklu minna á þessu
sviði heldur en við hefðum viljað,
vegna þess að við höfum haft mjög
litla peninga. Við höfum að vísu gert
margar heimildamyndir um íslenska
listamenn eins og Halldór Laxness.
Við erum að selja myndina um Lax-
nessút núna og þar með að stíga
okkar fyrstu skref í útflutningi. Við
stefnum að því að þetta verði að
verulegu leyti útflutningsfyrirtæki í
framtíðinni. Við munum framleiða
efni, ekki endilega dýrar kvikmyndir,
heldur sjónvarpsefni, náttúrulífs-
myndir, heimildamyndir, landkynn-
ingarmyndir, menningarefni og
fleira, sjónvarpsefni sem á möguleika
á að seljast á hinum alþjóðlega sjón-
varpsmarkaði. Þar er þörfín fyrir
efni meiri og meiri vegna þess að
alltaf eru að koma nýjar sjónvarps-
stöðvar, sérstaklega í Evrópu. Við
viljum tvinna þetta saman þannig
að þegar okkur fer að vaxa fískur
um hrygg, þá förum við meira út í
útflutning. Það þýðir meiri tekjur
plús það að Stöðinni vex ásmegin
og þeim mun meira sem við getum
lækkað fjármagnskostnað okkar höf-
um við meiri peninga fyrir innlenda
dagskrárgerð og ég er ekki í nokkr-
um vafa um hver útkoman verður.
Við munum sigra í þessari sam-
keppni. Þá er ég ekki að tala um
Stöð 2 gegn ríkissjónvarpinu, heldur
að Stöð 2 og ríkissjónvarpið saman
eigi eftir að sigra í samkeppninni við
gervihnettina. Svo fremi við fáum
að búa við aðstæður sem tryggja að
ekki verði lagðir steinar í götu okkar.
—Er raunhæft að tala um útflutn-
ing? Getur hann kannski staðið und-
ir kostnaði við gerð þátta?
J.S.: Við höfum reynt að selja tvo
þætti og við höfum selt þá báða. Við
erum sem sagt ennþá með 100%
árangur á þessu sviði. Þetta er byij-
unin. Bara það að vera búnir að búa
til efni sem einhver vill kaupa lyftir
okkur svolítið upp. Hvort útflutning-
ur stendur undir kostnaði fer eftir
því hve víða við.getum selt þættina.
Ef okkur tækist að búa til einhveija
vandaða þætti, segjum til dæmis eft-
ir íslendingasögunum okkar, þá er
ekkert sem segir annað en að það
væri hægt. En, þetta er ennþá hliðar-
framleiðsla sem verður að þróast
hægt. Við ætlum að vinna að þessu
með því sem við erum umfram allt
að gera, sem er að vinna fyrir
íslenska markaðinn.
—Aftur að menningaráhrifum.
Þýðendur hafa verið á námskeiði,
hvað fleira getið þið gert til þess að
vetja íslenskuna gegn mengun af
erlendum málum?
J.Ó.: Eitt af því sem við höfum
lagt mikla áherslu á er að talsetja
bamaefni, við stefnum að því að tal-
setja það allt innan tveggja ára, og
við viljum auðvitað framleiða barna-
efni. I dag er innlent dagskrárefni
um það bil 20% af dagskránni. Við
viljum helst auka það hlutfall þó að
útsendingartími lengist. Okkar metn-
aður er hins vegar ekki að hafa sem
mest innlent efni, heldur sem best.
Við verðum nokkuð ánægðir ef við
höfum 20-25% af dagskránni gott
íslenskt efni. Með slíka dagskrá erum
við ósigrandi. Þannig emm við auð-
vitað miklu betur sett heldur en að
fá yfir okkur gervihnattasjónvarp
með eintómu erlendu efni og kannski
95% af því annars flokks efni.
Ég held að ástandið sé þannig
núna hvað tunguna varðar, að við
verðum beinlínis að fara að huga að -
forvamaraðgerðum. Það er að byija
ákveðinn uppblástur í málinu, engil-
saxneskra áhrifa er farið að gæta
og þarf að byija á að rannsaka og
gera síðan dagskrárefni fyrir böm,
kenna þeim og vara þau við helstu
hættunum. Langeðlilegast væri að
menntamálaráðuneytið, Stöð 2 og
ríkisútvarpið tækju höndum saman
um að búa til skemmtilegt efni, í
fyrsta áfanga fyrir böm. Ef við byij-
um á bömunum þá held ég að það
yrði svo gott mál að það verði eins
og landgræðslan. Þjóðarátak um
málvemd fyrir börn.
—Stöð 2 hefur siglt ólgusjó þann
tíma sem hún hefur verið til, nú seg-
ist þið horfa til bjartari framtíðar,
þetta er ekkert krepputal?
J.Ó.: Ég hef alltaf verið bjartsýnn.
Ég held hins vegar að við getum
sagt um þá heimsmynd sem blasir
við íslendingum að um tvær leiðir
sé að velja. Þær eru báðar upp á
við. Við getum farið á þessum hefð-
bundnu nótum, með þessum hefð-
bundnu íslensku páskahretum og
hefðbundnu íslensku kreppu. Við
munum samt komast í mark. Ef við
hins vegar hugsum og einbeitum
okkur sameiginlega að þessu mark-
miði, þá munum við ná þangað
miklu, miklu fyrr. En, það er erfið
leið. Það er erfítt að hugsa. Það er
erfítt að sameina okkar bestu menn,
segjum íslenskufræðinga, og fá alla
þessa aðila til að vinna saman. Það
er erfítt að fá einkafyrirtæki eins og
Stöð 2 og ríkisfyrirtæki til að vinna
saman, en ég er viss um að það er
hægt. Ef ríkisvaldið yrði einhvers
konar hvati til að koma þessu sam-
starfí á, þá kæmumst við miklu hrað-
ar í mark. Það er ekki bara menning-
in í húfí. Það eb okkar eigin lífsgleði
og efnahagur. Krepputal getur verið
ágætt til þess að kenna mönnum
aðhald og það er auðvitað kreppa í
þjóðfélaginu að því leyti að það er
mikil endumýjun. Kreppa felur alltaf
tvennt í sér. Hún er ákveðið uppgjör
við fortíðina og hún býður líka upp
á mikla möguleika fyrir framttðina
vegna þess að menn eru að endur-
skoða vinnubrögðin, reyna að uppr-
æta það sem miður fór og var vit-
laust gert og að einbeita sér að því
sem var vel gert. En, ég held að all-
ir, stjómmálamenn og aðrir, sem
halda að við séum í einhverri varan-
legri niðursveiflu eigi eftir að verða
hissa.
—Eruð þið, Stöð 2, í kreppu, eða
em fjármálin að þróst í rétta átt,
íjármagnskostnaður að minnka og
lán að lækka?
J.S.: Já, við emm að greiða niður
lánin, það er björt framtíð. Ég hef
verið hér í stuttan tíma, en ég sé
þegar breytingu í rétta átt þótt ég
eigi vitaskuld eftir að sjá enn miklar
breytingar áður en ég get verið
ánægður. Reyndar verður maður
aldrei ánægður. Þú getur aldrei ver-
ið ánægður, þú ert aldrei kominn á
toppinn, aldrei fullkominn, það er
alltaf eitthvað sem þú getur bætt.
Þegar þú lagar þetta, fer hitt úr-
skeiðis. Þú ert alltaf að horfa upp á
við og fram á við og klifra upp brekk-
una. Þú ert aldrei kominn alla leið.
Við emm allt lífíð að reyna að full-
komna sjálf okkur, umhverfið og
aðstæður.
Samtalinu er lokið. í þann mund
kemur stúlka inn og biður Jón Sig-
urðsson að setja stafina sína á blað.
Það er beiðni fyrir að kaupa rissblöð
fyrir skrifstofuna. Jón hefur á orði
að þetta sé dæmigert atvik fyrir
hans starf, að beita aðhaldi í rekstrin-
um, ekkert er greitt nema fyrir því
sé samþykki hans, persónulega,
hversu smátt sem það er. Engin út-
gjöld ákveðin fyrr en hann hefur lagt
blessun sína yfír þau.
—Skiptir það miklu máli?
J.S.: Öll reglusemi skiptir máli.
Viðtal: Þ.J.