Morgunblaðið - 17.03.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.03.1989, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1989 Ante Markovic, nýr forsætisráðherra í Júgóslavíu: Markaðslögmálin komi í stað miðstýringarinnar BelgT-að. Reuter. ANTE Markovic, sem tók í fyrra- dag við sem forsætisráðherra í Júgóslavíu, varaði í gær þjóðina við og sagði, að verðbólgan í landinu gæti farið í 1.000% áður en róttækar umbætur í efnahags- málunum færu að bera árangur. Sagði hann, að landsmenn gætu því aðeins unnið sig út þessum mestu efhahagsþrengingum eftir stríð, að þeir losuðu sig við mið- stýringuna og tækju í raun upp frjálsan markaðsbúskap með vörur, Qármagn og vinnuafl. „Við verðum að tileinka okkur nýtt hugarfar, hugarfar þeirra, sem eru staðráðnir f að bera sigur úr býtum," sagði Markovic í sjón- varpsávarpi til þjóðarinnar eftir að skipan hans í embætti forsætisráð- herra hafði verið samþykkt nær einróma á þingi. „Okkur er ekki til setunnar boðið, við verðum strax að hefjast handa við breytingamar. Einkaréttindi ríkisfyrirtækjanna verður að afnema, markaðurinn verður að taka við.“ Markovic lagði áherslu á, að umbætumar ættu vafalaust eftir að mæta andstöðu afturhaldssamra afla, sem myndu reyna að nýta sér ástandið í landinu, efnahagslegar þrengingar og úlfúðina, sem er á milli þjóðarbrotanna. Júgóslavía, sem er sambandsríki sex lýðvelda og tveggja sjálfstjóm- arhéraða, skuldar 22 milljarða doll- ara erlendis og verðbólgan mælist 346% og vex stöðugt. Atökin milli þjóðanna, sem landið byggja, og deilur innan kommúnistaflokksins milli frjálslyndra manna og aftur- haldssamra hafa heldur ekki bætt um enda hefur pólitískt og efna- hagslegt ástand í landinu aldrei verið verra sfðan kommúnistar komust þar til valda fyrir 44 árum. Markovic hefur valið sér 19 Váð- herra í stað 29 áður og verða efna- hagsmálin í höndum nýrra manna frá Króatíu og Slóveníu, þeim hér- uðum landsins þar sem frjálsræðið er mest. Fjármálaráðherra verður Reuter Ante Markovic þegar hann flutti sjónvarpsávarp til þjóðarinnar og boðaði gjörbyltingu í júgó- slavneskum efnahagsmálum. Branko Zekan og þróunarmálaráð- herra Bozidar Marendic, báðir Kró- atar eins og Markovic sjálfur, en utanríkisviðskiptaráðherra verður Slóveninn Franc Horvat. Eru þessir menn allir kunnir fyrir fijálslyndar skoðanir. Utanríkisráðherra verður áfram Króatinn Budimir Loncar og vamarmálaráðherra Veljko Kadijevic, einnig frá Króatíu. Inn- anríkisráðherrann er hins vegar sagður af öðru sauðahúsi, Petar Gracanin, uppgjafaherforingi, sem til þessa heftir verið forseti Serbíu, stærsta lýðveldisins. Markovic sagði, að þær stofnan- ir, sem reyndu að koma í veg fyrir frjálsa samkeppni, yrðu teknar sér- staklega fyrir og lagði áherslu á, að eignarhaldsformið yrði gefíð ftjálst, þar á meðal einkaeignarrétt- urinn. Þá yrði komið á raunveruleg- um flármagnsmarkaði. appeal to ln MEMBER NATIONS ÍMMEDIATE UN INTERVENTION SAVELIVES OF TIBETANS Tíbetar í hungurverkfálli Um 200 munkar og nunnur frá Tfbet hófu í gær hungurverk- fall fyrir framan minnismerki um Mahatma Gandhi í Nýju Delhí til að beina athygli heimsins að þeim sem biðu bana nýve- rið í Lhasa, höfúðborg Tíbets, er kínverska lögreglan braut á bak aftur mótmæli Tíbeta. ERLENT Embætti vamarmálaráðherra Bandaríkjanna: Lyktir Tower-málsins áfall fyrir Bush Bandarödaforseta Boston. Frá Óla Birni Káraayni fréttaritara Mor^runblaðains HANN var einn af „strákunum" og því var búist við að hermála- nefnd Bandaríkjaþings yrði fljót að mæla með honum tíl embætt- is varnarmálaráðherra. Fáir efúðust um hæftii Johns Towers og kunnáttu í hermálum, fyrr en sögusagnir um drykkfelldni, kven- semi og vafasöm sambönd við hergagnaiðnaðinn, komust á kreik. Og í Washington hafa menn unun af sögum, sérstaklega ef þær eru um stjómmálamenn. George Bush Bandaríkjaforseti tilnefndi strax Richard Cheney til embættisins og hefúr þingið nú sam- þykkt skipun hans. Niðurstaða Tower-málsins er engu að sfður alvarlegt áfall fyrir forsetann. Það kom fáum á óvart þegar George Bush útnefndi John Tow- er, gamlan vin frá Texas og fyrr- um formann hermálanefndar öld- ungadeildarinnar, til embættis vamarmálaráðherra. Það leið hins vegar ekki langur tími frá útnefn- ingunni þangað til ýmsar sögur um Tower, fóru að heyrast í Was- hington, sögur sem urðu honum að falli þegar meirihluti öldunga- deildar Bandaríkjaþings lagðist gegn honum sem vamarmálaráð- herra. Áður hafði meirihluti her- málanefndar (jpildarinnar hafnað tilnefningu forsetans. Aðeins níu sinnum hefur Bandaríkjaþing fellt ráðherraefni sitjandi forseta og aldrei fyrr hefur forsetinn orðið fyrir því áfalli að þingið hafni ráðherraefni hans í upphafi for- setaferilsins. Niðurstaða Tower-málsins er mikið áfall fyrir George Bush, sem hefur þurft að veija miklum tíma af fyrstu tveimur mánuðunum á forsetastóli í tilraunir til að fá Bandaríkjaþing til að staðfesta útnefningu Towers. Ekki bætir úr skák að þær raddir gerast sífellt háværari að ríkisstjóm Bush komi litlu í verk, hana vanti stefnu og ákveðna stjómun. En hvað svo sem segja má um ríkis- stjómina virðist ljóst að pólitískt umrót kringum Tower kom Bush í opna skjöldu. Það voru t.d. ekki demókratar, heldur ihaldssamir repúblikanar sem fyrst sökuðu Tower opinberlega um diykkju- skap og kvensemi. George Bush getur ekki kennt formanni hermálanefndarinnar, demókratanum Sam Nunn, um það hvemig fór fyrir Tower. Margir þingmenn repúblikana saka John Sununu, skrifstofu- stjóra forsetans, um að hafa ekki staðið eins og skyldi að útnefning- unni. Þannig voru allir helstu starfsmenn forsetans á ferðalagi með honum í Asíu á sama tíma og hermálanefndin greiddi at- kvæði um Tower, í stað þess að reyna að vinna stuðning demó- krata í Washington. Eftir að hafa verið á forseta- stóli í aðeins rúma tvo mánuði hefur Bush orðið fyrir pólitísku áfalli. Vandamál Bush er að demókratar eru í meirihluta í báð- um þingdeildum og því er nauð- synlegt fyrir hann að góður andi ríkji í samskiptum við þingmenn. Og kannski þess vegna valdi hann Richard Cheney, fulltrúadeildar- þingmann, sem vamarmálaráð- herraefni í stað John Towers. Cheney er sagður njóta almennrar virðingar og er talið öruggt að öldungadeildin samþykki hann. En það er ekki aðeins kapps- mál fyrir Bush að sæmilegur vinnufriður sé milli Hvita hússins og Bandaríkjaþings, það er einnig hagur demókrata, að minnsta kosti til skamms tíma litið. Demó- kratar vilja sýna kjósendum að þeir séu ábyrgir og að þeir vilji vinna með ríkisstjóminni. En þeir hafa einnig sýnt að þeir „hræð- ast“ ekki George Bush, líkt og Ronald Reagan, fyrrum Banda- ríkjaforseta. Og kannski er það ein ástæða þess að þeir lögðust gegn Tower, því ólíkt forvera sínum vantar Bush fastmótaða stefnuskrá og hugmyndafræði. AÐALSAFNAÐAR- FUNDUR GARÐASÓKNAR verður haldinn í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli mártudaginn 20. mars. 1989 kl. 20:30. Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar. Sóknarnefnd. Míssa Bretar yfirráðin yfir eigin fiskimiðum? FinanciaJ Times. BRESKA stjórnin er nú í vanda stödd og ekki annað sýnt en að til- raunir hennar til að slá skjaldborg um sinn eigin sjávarútveg og koma í veg fyrir það, sem hún kallar „veiðiþjófnað" spænskra skipa, séu runnar út í sandinn, að sinni að minnsta kosti. Breskur dómstóll, High Court, komst að þeirri niðurstöðu fyrir skömmu, að bresk lög, sem banna eignarhald útlendinga á skipum skráðum í Bretlandi, skyldu ekki ná til tiltekinna 95 skipa fyrr en Evrópudómstóllinn hefði Qallað um málið. Er talið nokkuð víst, að þetta sé í fyrsta sinn, sem breskur dóm- stóll gengur í berhögg við vilja breska þingsins með þessum hætti. Breska stjómin ætlar að áfrýja málinu en þessir síðustu viðburðir eru eins og olía á þann eld, sem geisað hefur í Brussel síðustu sjö mánuðina og getur hugsanlega kippt fótunum undan fiskveiði- stefnu Evrópubandalagsins. Málið snýst um þá umdeildu að- ferð að „hoppa á milli kvóta" eins og það er kallað en þá er átt við, að skip frá öðrum EB-ríkjum, aðal- lega frá Spáni, eru skráð í Bret- landi eða írlandi til að þau geti síðan veitt úr þeim kvóta, sem ríkisstjórn- ir þessara landa ákveða. Hefur verið áætlað, að vegna þessa hafi breskir fiskimenn tapað rúmlega hálfum öðrum milljarði ísl. kr. í tekjum árið 1987 og til að ráða á því bót ákvað ríkisstjómin að setja í lög, að frá og með næstu mánadamótum mætti ekki skrá í Bretlandi skip, sem ekki væru að 75% í eigu breskra þegna. Þessi lagasetning olli reiði spánskra stjómvalda og fram- kvæmdanefnd EB mátti nauðug viljug lýsa yfir, að það væri í and- stöðu við Rómarsáttmálann að úti- loka einn eða annan vegna ríkis- fangs eða þjóðemis. Það varð svo aftur til, að spænsku togaraeigend- umir höfðuðu mál fyrir breskum dómstól og unnu sigur eins og fyrr segir, að minnsta kosti áfangasigur. Þegar úrskurðurinn var kveðinn upp sagði dómarinn, að fyrir 20 árum hefði það verið „óhugsandi", að breskur dómstóll drægi í efa lög, sem breska þingið hefði sam- þykkt. ... ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.