Morgunblaðið - 17.03.1989, Blaðsíða 54
54
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR PÖSTUDAGUR 17. MARZ 1989
IÞRWIR
FÓLK
■ GUMMERSBACH, sem hefur
sýnt mikinn áhuga á að fá Kristján
Arason aftur til sín, er að leita að
manni sem getur leikið svipað hlut-
verk og Kristján
FráJáni Arason gerði hjá
Halldórí félaginu. Gum-
GaröarsByni mersbach hefur
, V-Þyskaiand, boðið vinstri handar
^►skyttu Diisseldorf samning. Sá
heitir Andreas Hertelt, en lands-
liðsmaðurinn Andreas Dörhöfer,
sem kom til liðsins er Kristján fór,
hefur ekki náð að fylla skarð hans
að mati forráðamanna stórliðsins.
■ RÚDIGER Neitzel, landsliðs-
maður V-Þýskalands í handknatt-
leik, sem leikur með Gummers-
bach, meiddist illa á kviði í leik um
sl. helgi og verður frá keppni í þrjár
vikur. Gummersbach tapaði
óvænt, 16:20, fyrir nýliðum Fred-
enbeck. Kiel tapaði einnig óvænt
- 10:13, fyrir Handewitt. Rainer
Cordes skoraði sjö mörk fyrir
Handewitt.
■ ÁKVEÐIÐ hefur verið í V-
Þýskalandi, að sérstök úrslita-
keppni um meistaratitilinn í hand-
knattleik fari fram næsta keppn-
istímabil. Öll félögin nema Essen
samþykktu þetta nýja fyrirkomu-
lag.
■ KSÍ hefur sent norska knatt-
spymusambandinu skeyti og óskað
eftir því að Brann hafí samband
við ÍA til að ganga frá félagaskipt-
um Ólafs Þórðarson við Skaga-
menn, en forráðamenn Brann hafa
ekki haft samband við ÍA vegna
Ólafs Þórðarsonar, sem æfir nú
með Brann.
■ NORSKA 2. deildarliðið í
handknattleik Bode hefur gert
Hermundi Sigmundssyni, fyrrum
leikmanni Stjömunnar tilboð, um
að koma til að þjálfa og leika með
liðinu næsta vetur. „Eg hef ekki
ákveðið hvort ég taki tilboðinu. Ég
hef ekki leikið handknattleik síðan
ég meiddi mig sl. keppnistímabil
þegar ég lék í Osló,“ sagði Her-
mundur, en hann varð fyrir því
óhappi að krossbönd í hné slitnuðu.
„Ég hef áhuga að vera áfram í
Osló," sagði Hermundur.
■ BJARNI Sigvrðsson er orð-
•^*inn löglegur með Val. KSÍ hefur
fengið staðfestingu á félagaskiptum
hans úr Brann.
■ ÍSLANDSMÓTIÐ í kraftlyft-
ingum verður haldið í Æfingastöð-
inni Engihjalla 8 í Kópavogi laug-
ardaginn 1. aprfl. Þátttökutilkynn-
ingar þurfa að hafa borist í síma
46900 fyrir 20. mars.
BORÐTENNIS
Fjórir keppa á
HM í Dortmund
FJÓRIR borðtennismenn fara
til V-Þýskalands og keppa á
heimsmeistaramótinu, sem
hefst í Dortmund 29. mars.
Tómas Guðjónsson, Kjartan
Briem, Kristinn Már Emilsson
og Kristján Jónasson keppa
fyrir hönd íslands. Þeir œfa nú
á fullum krafti undur stjórn
Steen Kyst Hansen, landsliðs-
þjálfara frá Danmörku.
Islenska landsliðið keppir í riðli
með V-Þýskaland, sem voru í
sjöunda sæti á síðasta heimsmeist-
aramóti, Brasilíu, sem var í 27.
sæti, Malesíu, sem náði 39. sæti
og Súdan, sem tekur nú í fysta sinn
þátt í heimsmeistarakeppninni.
Islenska liðið mun síðan fara í
milliriðil og leika fjóra leiki og síðan
þrjá leiki í lokakeppni, þannig að
leikmenn íslenska landsliðsins leika
ellefu landsleiki á fimm dögun. Eft-
ir liðakeppnina hefst svo einstakl-
ingskeppnin.
72 þjóðir keppa á heimsmeistara-
mótinu. Besti árangur íslenska
landsliðsins í HM var 1985 í Gauta-
borg. Þá hafnaði liðið í 56 sæti af
66 þjóðum. Leiknir voru tíu leiku
og unnust fjórir.
Tómas Guðjónsson lék sinn fyrsta landsleik 1977 og hefur hann leikið alls
52 landsleiki.
Jabbar
ímiklu
stuði
Kareem Abdul-Jabbar, leikmað-
urinn litríki hjá Los Angeles
Lakers, hefur heldur betur náð sér
á strik að undanfömu. Hann er til
•■■■■■ alls líklegur þegar
Gunnar úrslitakeppni NBA
valgeirsson hefst. Jabbar skor-
skrífar aði 19 stig í góðum
útisigri Lakers á
Golden State sl. sunnnudag og á
mánudag átti hann stórleik gegn
Houston. Kappinn skoraði þar 21
stig og tók 13 fráköst þegar La-
kers sigraði 97:96.
Liði Dallas gengur illa þessa dag-
ana. A sunnudag tapaði liðið á
heimavelli gegn Milwaukee, 111:95.
Þá leikur miðvörður liðsins, James
Donaldson, ekki meira með liðinu í
vetur eftir uppskurð á hné um helg-
ina. Staða John McLeod, þjálfara
liðsins, er talin mjög ótrygg þessa
dagana.
New York vann sinn 26. sigur í
röð á heimavelli þegar liðið vann
Seattle 116:110 á þriðjudag. Þjálf-
ari Seattle, Bemie Bickerstaff, var
ekki með liði sínu. Læknar segja
hann með blæðandi magasár og
vilja ekki leyfa honum að stjóma
liði sínu á meðan.
Körfuknatt-
leiksveisla
w
Urslitakeppni háskólaliðanna í
körfuknattleik í Bandaríkjun-
um er hafin. Keppni liðanna hófst
á fullu í desembermánuði og síðan
um áramót hefur
Gunnar keppnin í svæða-
Valgeirsson bundnu deildunum
skrífar staðið yfir. Þeirri
keppni lauk um sl.
helgi og á sunnudag valdi sérstök
nefnd 64 lið til að taka þátt í úrsli-
takeppninni í ár.
Keppni liðanna er með úrsláttar-
fyrirkomulagi og eftir leiki helgar-
innar verða einungis 16 lið eftir,
þau lið keppa síðan um aðra helgi.
Fjögurra-Iiða úrslitin verða síðan
til 3. apríl.
I fyrstu umferð keppninnar eiga
sterkustu liðin yfirleitt auðvelda
leiki, en óvænt úrslit verða þó
ávallt á hveiju ári. Að áliti flestra
íþróttafréttaritara em lið Arizona,
Georgetown, Illinois, Norður-
Karolínu, og Indiana sigurstrangle-
gust. Lið Illinois og Georgetown
hafa leikið geysivel undanfarið og
koma eflaust til með að blanda sér
í baráttuna um titilinn.
Næstu daga verður mikil körfu-
knattleiksveisla fyrir bandaríska
sjónvarpssjúklinga. Kapalstöðin
ESPN sjónvarpar frá leikjum í
keppninni frá tólf á hádegi til mið-
nættis, bæði á fimmtudag og föstu-
dag! Þar að auki sjónvarpar CBS-
sjónvarpsstöðin þremur leikjum
bæði á laugardag og sunnudag.
Kareem Abdul-Jabbar hefur farið
á kostum að undanfömu.
Loks er að geta að hörkutólin frá
Detroit hafa nú lent í slagsmálum
í þremur leikjum í röð. Hafa þeir
átt upptökin í öll skiptin og hefur
liðið fengi stranga aðvörun frá forr-
áðamönnum NBA-deildarinnar.
Miðvikudagur:
Cleveland - Chicago..........115:91
Philadelphia - New Jersey...100:96
Utah Jazz - Portland.........102:95
San Antonio - Milwaukee....110:108
Golden State - Dallaa......113:100
Miami Heat - L.A. Clippers.... 109:103
Þriðjudagur:
Phoenix - Atlanta...........114:112
Detroit - Indiana...........129:117
New York - Seattle.........116:110
Denver - Charlotte..........125:102
Portland - Golden State.....139:110
Sacramento - Houston..........95:90
KORFUKNATTLEIKUR / BANDARIKIN
GETRAUNIR / 1 X 2
1.DEILD
Á fimmtu
milljón í
pottinum?
Tvöfaldi potturinn gekk ekki út
^ í síðustu viku. Sjö raðir voru
í með 11 réttum og fékk hver 79.692
krónur í vinning, en 2.140.344
krónur flytjast í pott helgarinnar,
sem verður þrefaldur — í fjórða sinn
á tímabilinu. Tvöfaldi potturinn
hefur aldrei verið hærri og sam-
- kvæmt fyrri reynslu má ætla að
potturinn um helgina verði talsvert
á fimmtu milljón.
Bryndís Schram var með þrjá
útileiki rétta í getraunaleik Morg-
unblaðsins, en er úr leik, því Sveinn
Jónsson, formaður KR, var með
ijóra rétta leiki. Eyjólfur Berg-
þórsson, varaformaður knatt-
spymudeildar Fram, tekur sæti
Bryndísar.
Sveinn Jónsson var ánægður með að sigra Bryndísi
Schram með minnsta mögulega mun. „Hún er
ágætis kona og af góðu fólki og því mátti munurinn
ekki vera mikill. Hins vegar býður þetta kerfi ekki
upp á mikla möguleika — ég stend mig mun betur,
þegar ég fæ að hugsa mig um og heiltryggja leiki,
en aðalatriðið er að vera með fleiri rétta en keppinaut-
urinn, ekki satt?"
Eyjólfur „011i“ Bergþórsson hefur verið með í get-
raunum frá byrjun. „Ég byijaði að fylgjast með
ensku knattspymunni um 1960. Þá var Tottenham á
toppnum og ég hef haldið tryggð við liðið síðan. Nor-
wich misnotar vítaspyrnu og á þijú stangarskot, en
West Ham vinnur 1:0. Millwall fær fleiri löng innköst
og sigrar Aston Villa, en aðrir leikir vefjast ekki fyr-
ir mér.“
h I»11S15 i MM 1 1' iui'i: i'iv'tul 00::
SVEIIMIM
EYJÓLFUR
Leikir 18. mars
Liverpool - Brentford
Man. Utd. - Nott. For.
West Ham - Norwich
Coventry - Tottenham
Luton - Sheff. Wed.
Middlesbro - Derby
Millwall - Aston Villa
Boumemouth - Swindon
Bradford - Watford
C. Palace - Sunderland
Man. City - Chelsea
Portsmouth - Stoke
Hörð fall-
barátta
framundan
Það er ljóst að botnbaráttan í
1. deild í handknattleik verður
mjög spennandi. Þijú félög beijast
um fallið, ÍBV, Fram og Breiðablik,
en staða Breiðabliks er afar slæm.
Félagið á fjóra leiki eftir og er með
aðeins þijú stig. Fram er með sjö
stig og á eftir fjóra leiki, en Eyja-
menn em með sjö stig og eiga eft-
ir fimm leiki.
■Eyjamenn eiga eftir þijá heima-
leiki - gegn KA, KR, Breiðablik.
Þá eiga þeir eftir tvo útileiki -
gegn Stjörnunni og FH.
■Fram á eftir að leika heima gegn
Gróttu og FH, en útileiki gegn
Víking og Stjömunni.
■Breiðablik á eftir að leika einn
heimaleik - gegn KA, en þijá úti-
leiki - gegn KR, Víking og ÍBV.
Staða Eyjaliðsins er óneitanlega
best af þessum þremur liðum.