Morgunblaðið - 17.03.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.03.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1989 17 Einar Pálsson „Kristnir menn leggja áherzlu á, að Agústus sé ekki jólabarnið held- ur Jesús, að kristin jól séu í heiminn kominn í stað hinna heiðnu. Þetta hlýtur að hafa haft gífurleg áhrif á keisarana og róm- verska embættismenn: bornar voru brigður á það, að keisarinn væri hin ósigrandi sól Róm- verja.“ Þannig var forfaðir Rómverja, Æneas, Trójukappi, afkomandi hans var stofnandi borgarinnar, Rómúlus. Ágústus sveipar sig m.ö.o. goðvef forfeðranna. Snorri segir afdráttarlaust í formála Eddu, að goð norrænna manna hafi komið frá Tróju. Þessu hafa ýmsir fræði- menn ekki viljað trúa, talið formál- ann annars manns verk ellegar byggðan á lærðum misskilningi úr „erlendum bókum". Mín niðurstaða er öfug; Snorri vissi hvað hann söng. Sumar helztu goðsagnir ís- lendinga áttu rætur að rekja til „Tróju" — þeirra á meðal sú er varðar Njál, Flosa og brennuna að Bergþórshvoli. Sú frumsögn var í raun goðsögn stofnsetningar hins íslenzka goðaveldis. S I M I 17 75 9 Síldarvagninn + B-matseðill alla virka daga VESTURGÖTU 10,101 REYKJAVÍK • Margar • Margir litir (hvítt, eik, fura) • Þysk framleiðsla__________ Gæði og fagleg þekking! #ALFABORG V BYGGINGAMARKAÐUR SKUTUVOGI 4 - SIMI 686755 Tilgátan Af því sem að ofan greinir má glöggt sjá, hversu mikilvægt er að halda sig við verklag Tilgátu í rann- sóknum og láta „skoðun" sína og „álit“ víkja, þá er lítt skiljanlegar lausnir blasa við. Ef menn ættu alltaf að halda sér innan þess ramma sem afmarkar „skoðun" þeirra sjálfra ellegar „álit“, sem alla jafnan er byggt á stöðnuðum kenningum eldri fræðimanna, kæmust vísindin ekki úr sporunum. Menn gætu þá ekki lagt fram aðrar lausnir en þær sem þeir sjálfír teldu „trúlegar" og „sennilegar" sam- kvæmt viðteknum kvarða. Fátt sýn- ir jafn vel og „keisara“-eðli hlið- stæðu Njáls, hversu bamaleg slík afstaða er til fræðanna. Niðurstað- an af rannsóknum RÍM á Tarocchi- speki gaf afdráttarlaust til kynna, að hliðstæða hins goðræna Njáls í evrópskum miðaldafræðum væri nefnd „keisari". í stað þess að segja: Þetta er of fjarstætt, þetta getur ekki verið — segjum við: svona lítur lausnin út samkvæmt ráðningu táknmálsins, því neyð- umst við til að setja tilgátu um þá lausn fram, hvort sem við sjálf „trú- um á“ hana eða ekki. Þetta var gert, og nú sjá menn árangurinn: hliðstæðan reyndist byggð á traustri arfsögn, sem einmitt varð- aði sömu efni og hin íslenzka frum- sögn. Og hugsi nú hver um sig hveiju við hefðum getað misst af: ef tilgátan hefði ekki verið sett fram hefðu hinar fersku upplýsingar frá háskólanum í Róm ekki staðfest hina íslenzku niðurstöðu. En nú má skilja nánast allt samhengið. Kári — Caurus Sú staðreynd, að Ágústus er tal- inn getinn nóttina milli 21. og 22. desember skýrir _mjög flókna gátu tölvísi, sem við íslendingum blasti og lýst er í STEFINU 1988. Það var beinlínis ein helzta spuming efniviðarins, hví Hrafnkels saga Freysgoða (náskyld Njálu frá sjón- armiði táknmáls) var bundin tölun- um 21 og 22 og hví svo var skipt milli þeirra talna sem raun ber vitni. En það mál er svo viðamikið, að menn verða að kynna sér það í hinu víðara samhengi. Líkur benda nú til, að frumsögn- in um N'eleus og Pelias (Njál og Flosa) sé runnin af tvíkonungdæmi sem stjómskipan. Er talið, að það tvíkonungdæmi hafi ráðið því, að konsúlar Rómar vom hafðir tveir að fomu. En elztu dæmi þess TOSHIBA | örbylgjuofnarnir 10GERÐIR Iferð við allra hæfi Einar Farestveit&Co.hf. lORURTVR M, Véillll (•«) IMM OO MHII - MUtáPW Leið 4 stoppar við dymar höfundur fært tvö tákn, Eld og Tening, til að skýra stöðu rannsókna í dag. Eldurinn merkir getnað Ágústusar keisara að Hvoli Upphafs. Ný sól (Ágústus) kviknar nóttina milli 21. og 22. desember. Tíminn (hliðstæða Kára) flýgur úr brennunni yfir Hof (Panþeon) til sumar- sólstaðna. Út fi*á þessu korti verður vettvangsrannsókn hafin í Róm. Athugið, að á korti Vítrúvíusar snýr Norður niður, Suður upp, og að gagnstæða linan milli Steingeitar og Krabba er fiindin og af- mörkuð. tvíkonungdæmis höfum við frá Egyptalandi í þeim Set og Ósíris, hinum rauða og hinum hvíta, landinu syðra og nyrðra — ós- hólmunum (Landeyjunum). Þetta stjómform virðist allþekkt í löndun- um fyrir botni Miðjarðarhafs ár- þúsundin fyrir Krists burð. Við þekkjum grískt nafn „Kára“ í goðsögninni af brennu Pylos, það var Nestor. Nestor er sá eini er sleppur úr brennunni þar sem 11 bera beinin. Eftir að ég ritaði grein- ina um Hof og Panþeon tók ég að rýna í gögn frá Róm er varða sjónlínuna til Tusculum. Varð mér þá starsýnt á kort Vítrúvmsar, arki- tektsins fræga á tímum Ágústusar. Vítrúvíus skráir nöfn vinda þeirra er blása úr hinum ýmsu áttum í Róm. Nafn þess vinds er ríkir yfir markleiðinni til Tusculum, norð- vestan-vindsins, er rennur milli sól- staðna á vetri og sumri, er Caurus. Tveir strengir Caurusar nefnast Corus og Circias, og er það Circias sem liggur á línunni. Má ætla að orðið Circias vísi til Hrings árs. Þegar við nú vitum, að sá sem renn- ur eftir þessari sjónlínu í Rangár- hverfí nefnist Kári — og að Caurus er hliðstæða hans í goðvef, sem að öðm leyti kemur heim við íslenzkar hliðstæður, hljóta ýmsir að staldra við. Svo lík eru þau nöfn sem við nú þegar þekkjum úr þessum vef hinum íslenzku heitum, að furðu gegnir. Hadou Pylai nefnast Heðins grindur í Trójusögninni, öxina Rimmugýgi nefndu menn Remigia á latínu, Njál nefndu þeir Neleus og Flosa Pelias. 0g nú flýgur Kári með skæru vængjabliki yfír Róm sem vindurinn Caurus. Þetta vekur vonir um að við eigum eftir að finna talsvert af efnivið frum-Njálu í skráðum heimildum. Hitt er svo alveg ljóst, að frum- sögnin af Njáli og Flosa er ekki „bókmenntalán" úr erlendum ritum. Yfírgnæfandi líkur benda til þess, að goðsögnin af brennu jóla hafi verið lifandi þáttur hins íslenzka landnáms og stofnunar goðaveldis- ins. Það sést á tengslum sagnarinn- ar við landið og endurtekning sagn- minna í öllum fjórðungum — í órofa sambandi við ömefni. Jólin Fyrir kristna menn er það e.t.v. merkilegasta umhugsunarefnið, að Ágústus keisari skuli nú skorðaður við jól samkvæmt gögnum, er þykja óyggjandi. Þetta gjörbreytir sýn okkar yfír jólaguðspjall Nýja Testa- mentisins og gagnstæðu keisara og Krists í vitund fornmanna. Það er m.ö.o. engin tilviljun, að Kristur fæðist á dögum Ágústusar. Þegar bamið fæðist í Betlehem á Róma- veldi sér jólabam sem innblásið er vindinum Kára og kennt við Tusc- ulum. Margt í Biblíunni fær gjör- ólíkan svip, þegar hugað er að þessu, til dæmis orðin „Gjaldið keis- aranum það sem keisarans er og Guði það sem Guðs er“. Kristnir menn leggja áherzlu á, að Ágústus sé ekki jólabarnið heldur Jesús, að kristin jól séu í heiminn kominn í stað hinna heiðnu. Þetta hlýtur að hafa haft gífurleg áhrif á keisarana og rómverska embættismenn: bom- ar vom brigður á það, að keisarinn væri hin ósigrandi sól Rómveija. Úpp rennur ný sól í jötu, sem krefst þess, að tímatal sé við þá fæðing miðað, enda sé Ljós Heimsins fætt öllum mönnum. Segja íslenzk fomrit svo hina ólíklegustu sögu. VEGUR TIL VELGENGNI Með vaxandi samkeppni á öllum sviðum við- skipta er nauðsynlegt að skoða vel þær baráttu- aðferðir sem bjóðast. Nám í viðskiptatækni er ætlað þeim sem vilja hafa vakandi auga með öllum möguleikum sem gefast í nútíma rekstri fyrirtækja og vilja auka snerpu sína í harðnandi samkeppninni. Viðskiptatækni er 128 klst. námskeið. Hnitmiðað nám, sem byggt er á helstu viðskiptagreinum, markaðs- og fjármálastjórnun -sniðið að þörfum yfirmanna fyrirtækja, sölumanna og markaðsstjóra, og þeirra er starfa að eigin rekstri. Nokkur atriöi námskeiösins: • Grundvallaratriði í rekstrarhagfræði • Framlegðar og arðsemisútreikningar • Verðlagning vöru og þjónustu • Fjárhags- og rekstraráætlanir • íslenski fjámiagnsmarkaðurinn • Markaðsfærsla og sölustarfsemi • Auglýsingar • Bókhald sem stjórntæki • Gestafyrirlestur Innritun og allar nánari upplýsingar eai veittar í símum 68 75 90 & 68 67 90. Hringið og við sendum upplýsinga- bækling um hæl. C3 K j i iTÖLVUFRÆÐSLAN Stjómunar- og viðskiptadeild Borgartúni 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.