Morgunblaðið - 17.03.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.03.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17..MARZ 1989 Stöðnun og tilviljunar- kennd hag’stjórn hefur einkennt síðustu 8 ár Vandamál gærdagsins hafa verið helztu viðfangsefiiin sagði Víglundur Þorsteinsson á ársþingi iðnrekenda í gær Hér fer á eftir í heild ræða Víglundar Þorsteinssonar formanns Félags ísl. iðnrekenda á ársþingi iðn- rekenda í gær: Efnahags- og atvinnumálaum- ræðan hefur verið í brennidepli hér á landi, þegar enn einu sinni krepp- ir að í þjóðarbúskapnum vegna afla- samdráttar og verðfalls á sjávar- afurðum. Afleiðingar þessa samdráttar hafa nú sem fyrr verið gengislækkun og verðbólga, og kaupmáttur launa hefur minnkað mikið frá því há- marki sem hann náði í árslok 1987, og hann á enn eftir að dragast sam- an frá því sem hann var í ársbytjun. Eins og oft áður við sams konar aðstæður er nú deilt um það hvort nóg hafi verið að gert eða ekki. Hvort gengið sé raunhæft eða of hátt skráð, hvort kaupmátturinn sé of mikill eða lítill miðað við getu þjóðarbúsins, hvort efnahagsvand- inn sé heimatilbúinn eða tilkominn vegna ytri aðstæðna. Allt á þetta fullan rétt á sér í umræðunni, en er þó þeim takmörkunum háð að vera of bundið augnablikinu. Um- ræðan snýst eingöngu um það að deila um það hvort hitasóttin hjá sjúklingnum sé lítil eða mikil og hvort eða hvaða ráðstafana sé þörf til að slá á hitann. Sjálfur hef ég verið ötull þátttakandi í þessari umræðu og ég mun víkja að henni síðar í ræðu minni. En við verðum að varast það að festast eingöngu í augnabliksum- ræðunni sem getur leitt til þess að við sjáum ekki skóginn fyrir einstök- um tijám. Ekkert er hættulegra efnahags- og atvinnumálaumræðu þjóðfélags- ins en það að við festumst um of í augnabliksvandamálum og gleymum því að skoða þróunina í víðara sam- hengi yfír lengri tíma og reynum að meta þannig hvemig okkur miðar að þvi sameiginlega markmiði að örva varanlegan hagvöxt hér á landi og bæta lífskjörin á raunhæfan hátt. Ég tel nauðsynlegt að reyna að meta það hvernig okkur hefur miðað á undanfömum átta árum í því að byggja upp hér á landi bætt lífskjör sem eiga sér varanlegri stoðir en náttúrulegar sveiflur í sjávarfangi eða tilviljanakenndar verðhækkanir á sjávarafurðum á erlendum mörk- uðum eða bætt viðskiptakjör á öðr- um sviðum. Jafnframt er fróðlegt í þessu sam- bandi að skoða þróunina nú á níunda áratugnum í samanburði við tvo undangengna áratugi, þ.e. tímabilið 1960-1970 og 1970-1980: En lítum fyrst á síðustu átta árin og jafnframt skulum við reyna að geta okkur til um þróun á yfirstand- andi ári. Hagvöxtur frá 1980 Árin 1981-1984 voru í raun ár stöðnunar og lítils hagvaxtar hér á landi, þegar þau eru virt í sam- hengi. Að meðaltali vom þjóðartekj- ur nær óbreyttar þessi fjögur ár, þó með nokkmm sveiflum. Á árinu 1984 vom þjóðartekjur okkar aðeins 5% hærri en árið 1980. 1985-1987 varð hins vegar mikill vöxtur þjóðartekna þegar margum- rætt góðæristímabil gekk yfir. Þann- ig vora þjóðartekjur árið 1987 31% meiri en árið 1981. 1988 hófst síðan samdráttarskeið sem stendur enn. Á síðasta ári dróg- ust þjóðartekjur okkar saman um 2% og líklegt er að þær dragist sam- an á þessu ári um 3-4% og ekki líkur á vexti á næsta ári. Samdrátturinn gæti haldið áfram. í lok áratugarins verða þjóðartekjur því aðeins rúm- lega 20% meiri en í upphafi áratug- arins. Það er öllum í fersku minni að meginástæður hagvaxtarskeiðsins 1985-1987 vom aukinn sjávarafli og stórhækkað afurðaverð á erlend- um mörkuðum ásamt hagstæðum viðskiptakjömm þjóðarbúsins að öðm leyti lækkandi olíuverði og lægri vöxtum á alþjóðamörkuðum. Eða með öðmm orðum, nánast öll þjóðartekjuaukningin síðustu árin var vegna náttúmlegra sveiflna í sjávarafla og bættra viðskiptakjara þjóðarbúsins í formi hærra afurða- verðs sjávarafla og ytri skilyrða sem ekki vom á okkar valdi. Þróun þjóðartekna 1960-1980 Til samanburðar skulum við líta lengra til baka og skoða þróun þjóð- artekna árin 1960-1970 og 1970- 1980. Fyrri áratuginn jukust þjóðartekj- ur okkar um 70% og þann síðari um 81% eða með öðmm orðum á tutt- ugu ára tímabili þrefölduðust þjóðar- tekjur okkar. Þegar við í þessu samhengi met- um hin miklu umskipti á þessum áratug samanborið við hina tvo fyrri er tiltölulega einfalt og auðvelt að greina ástæður þessara breytinga. Áratuginn 1960-1970 uppskáram við mikinn vöxt þjóðartekna vegna gerbyltingar í efnahagsstjórnun í landinu þegar viðreisnarstjómin kastaði burt gamla hafta- og gengis- fölsunarkerfinu, jafnframt því sem hún mótaði og hrinti í framkvæmd orkuiðnaðarstefnu sem styrkti frek- ar þann efnahagsvöxt sem éinkenndi þessi ár. Mestu munar þó um ger- breytta efnahagsstefnu með upp- töku raunhæfrar gengisskráningar krónunnar en sú stefnubreyting hleypti í gang miklum vexti í sjávar- útvegi og leiddi til mikillar upp- byggingar og aflaaukningar þar. Þá var á þessu tímabili jafnframt mikill vöxtur í framleiðslu almenns iðnað- ar. Á þessum ámm var jafnframt mótuð stefna þjóðarinnar í alþjóða- viðskiptum og tekin ákvörðun um fríverslun og inngöngu okkar í EFTA og hafinn undirbúningur að gerð fríverslunarsamnings við Efna- hagsbandalag Evrópu eins og það nefndist þá. Áratugurinn 1971-1980 ein- kenndist af stórauknum fiskveiðum vegna tveggja útfærslna landhelg- innar, jafnframt því sem við upp- skámm afrakstur af fríverslunar- samningum og einnig var framhald á orkuiðnaðamppbyggingu. Einkenni þessa vaxtarskeiðs frá 1961-1980 em þau að hinn mikli vöxtur þjóðartekna á rót sína að rekja til markvissrar langtíma- stefnumótunar á þremur meginsvið- um. í fyrsta lagi gjörbreytt efna- hagsstjórn frá 1960. í öðm lagi ákvörðun um fríverslun og orkuiðn- aðamppbyggingu og í þriðja lagi var ákvörðun ríkisstjómar Ólafs Jóhann- essonar um útfærslu landhelginnar í 50 mílur og ákvörðun ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar um útfærsluna i 200 mílur. Í lok síðari áratugarins var svo komið að fiskveiðistofnarnir hér við Stórkostleg hljómflutningstæki á ótrúlegu veröi vegna hagstæöra innkaupa. Tegundin er TEC. Krafturinn er 60W.Útvarp, tónjafnari, tvöfalt segulband og geislaspilari. Svo kemur hiö ótrúlega: Verðið er 32.780,- stgr. (Einnig er hægt aö kaupatækin meö greiöslukjörum). yyx /VHKUG4RDUR MARKAÐUR VIÐSUND land vom fullnýttir af okkur sjálfum og ekki varanlegan hagvöxt að sækja með auknum fiskveiðum. Jafnframt er líklegt að við höfum þá að mestu lokið við að uppskera þau sérstöku hagvaxtaráhrif sem fylgdu breyttri efnahagsstjórn upp úr 1960, friverslunarstefnunni og orkuiðnaðarstefnunni, sérstaklega þar sem ekkert nýtt bættist þar við eftir 1976. I þessum samanburði á síðustu þremur áratugum er það niðurstaða mín að síðust átta árin séu í raun ár stöðnunar og tilviljunarkenndrar efnahagsstjórnunar þar sem við- fangsefnin hafa fyrst og fremst ver- ið vandamál gærdagsins án þess að nokkur markviss langtímastefnu- mótun hafi átt sér stað. Viðfangsefn- in hafa fyrst og fremst verið sérstak- ar vandamálaaðgerðir en við höfum gleymt því að móta nýja atvinnuupp- byggingarstefnu sem skilar okkur varanlegum hagvexti í framtíðinni. Það þarf grundvallar- breytingar í efnahag'smálum Og verði ekki gmndvallarbreyting hér á og það fljótt er ekki að vænta að hér rísi nýtt hagvaxtarskeið á komandi ámm. Þvert á móti skulum við gera ráð fyrir því að núverandi samdráttur þjóðartekna haldi enn áfram með tilheyrandi atvinnuleysi. I besta falli getum við leyft okkur að vona að Drottinn verði okkur hlið- hollur af og til í framtíðinni og gefi okkur svolitla aukningu sjávarfangs og/eða hækkandi afurðaverð á evr- ópskum, amerískum og japönskum mörkuðum. Það er ljóst að án gmndvallar- breytingar í atvinnumálum er ekki neins vaxtar að vænta sem máli skiptir á komandi ámm. Okkur er því brýnt að hefjast handa um nýja raunhæfa atvinnuuppbyggingu sem getur skilað okkur fram á veginn. Ég sagði hér fyrr í ræðu minni að mér sýndist sem umræðu- og viðfangsefnin í íslenskum stjóm- málum væm fyrst og fremst vanda- mál gærdagsins í stað stefnumótun- ar og aðgerða sem ætlað er að móta þjóðfélagið í framtíðinni. Umræðan um ofQárfestinguna Til stuðnings þessari staðhæfingu em mýmörg dæmi úr stjórnmálaum- ræðu síðust ára sem of langt mál er að fjalla um hér í dag. Ég ætla þó að taka hér dæmi um eitt þess- ara atriða sem í sífellu hefur dunið á atvinnuvegunum undanfarin miss- eri og verið notað af stjómmála- mönnum sínkt og heilagt sem ástæð- an fyrir slæmri stöðu íslensks at- vinnulífs, en það er fjárfestingamm- ræðan, „oflQárfesting, fjárfesting- arfyllerí", sem hefur hljómað hér landshorna á milli á undanfömum ámm, atvinnulífíð hefur fjárfest allt- of mikið, stjómendur kunna ekki fótum sínum forráð, þess vegna er ástandið eins og það er“. En hver er raunvemleikinn? Hvað segja hagtölumar okkur um þessi mál? Við skulum aðeins líta á tölur um Qárfestingu og spamað þjóðarbúsins þá þrjá áratugi sem ég fjallaði um hér áðan. Árin 1961-1970 vom árlegar fyár- festingar þjóðarbúsins að meðaltali 26,5% og árlegur spamaður 25,4% af vergri landsframleiðslu. Árin 1971-1980 vom fjárfesting- ar að meðaltali 27,6% og árlegur sparnaður á sama tíma 24,3%. En hvemig líta þessar tölur þá út núna á yfirstandandi áratug? Hvemig birtist offjárfestingin marg- umrædda í hagtölum? A yfirstandandi áratug hefur fjár- festingin dregist vemlega saman í hlutfalli við landsframleiðslu og er að meðaltali 20,3% að meðtalinni áætlun fyrir 1989. Með sama hætti hefur árlegur spamaður þjóðarbús- insminnkaðogeraðmeðaltali 16,7% á yfirstandandi áratug. Þegar tölurnar em síðan metnar ár fyrir ár kemur í ljós að meðaltöl- in fegra verulega þessa mynd því að allar götur frá 1981 hefur hlutur fjárfestingar og spamaður minnkað jafnt og þétt þannig að 1988 var fjárfesting komin niður í 17,7% af landsframleiðslu og spamaður var aðeins 14%. Áætlanir benda til þess að fjárfesting muni enn dragast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.