Morgunblaðið - 17.03.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.03.1989, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C 64. tbl. 77. árg. FOSTUDAGUR 17. MARZ 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sendiherra EB í Noregi: EFTA hefiir tekið skref í framíhraátt NORSKIR FJÖLMIÐLAR telja að þótt mikið skorti á að skilgreint sé í lokaályktun fundar forsætisráðherra EFTA-rílganna, sem lauk í Ósló á miðvikudag, hvernig styrkja beri samstarfið innan EFTA og við Evrópubandalagið (EB) sé þar um mjög ákveðna viljayfirlýsingu að ræða. í Dagbladet segir að samtökin séu ekki orðin yfirrikjastofiiun — Svisslendingar hafi komið í veg fyrir það — en samkomulag hafi náðst um sameiginlegar stofiianir til að ræða við EB. „Mér finnst að ekki hafi verið hægt að búast við skýrari eða um- fangsmeiri tillögum. Það er við hæfi að segja að EFTA hafi varpað knett- inum aftur til EB eftir frumkvæði Jacques Delors, forseta fram- kvæmdastjómar EB, í janúar," sagði sendiherra EB í Ósló, Aneurin Rhys Hughes. Dagbladet segir að erfitt geti orð- ið efla samstarfíð við EB án þess að aðildarríki EFTA fómi sjálfstæði sínu að einhveiju leyti og sætti sig við úrskurði EB-dómstólsins. Einnig segir blaðið að EB hafi fyrir löngu Gríska stjórnin segirafsér GRÍSKA rikisstjómin sagði af sér í gær til að auðvelda ráð- herraskipti i þeirri von að ný stjórn sósialista öðlist traust landsmanna á ný eftir hvert hneykslismálið á feetur öðru. Ráðherramir, sem voru 54, sögðu af sér að ósk Andreas Papandreous forsætisráð- herra og talið var í gær að hann myndi fækka ráðherra- embættunum verulega. Reuter slegið því föstu að EFTA-ríkjunum verði ekki leyft að velja þau samræm- ingarmál í samskiptunum við EB sem þeim líki við og hafna öðmm sem þeim finnist óþægileg. Dagbladet segir að ákvæðið um fríverslun með fisk, sem sé afar mik- ilvægt fyrir Islendinga, virðist við fyrstu sýn utangátta en það hafi . verið mikilvægt. Málið hafi verið eins og óleystur hnútur ámm saman í EFTA. Samtökin geti nú bent á að þau séu fær um að leysa flókin mál þar sem mikilvægir hagsmunir rekist illilega á. Gro Harlem Bmndtland forsætis- ráðherra segir í Aftenposten: „Mikil- vægasti boðskapur okkar frá Ósló er sá að við emm reiðubúin að styrkja samstarfið milli EFTA og EB.“ Sjá frétt um viðbrögð Svisslend- inga við EFTA-fundinum á bls. 25. Reuter Ónafiigreindur afganskur embættismaður sýnir fréttamönnum vopn afganskra skæruliða fyrir utan byggingu innanríkisráðuneytisins í Kabúl. Embættismenn segja að vopnin, sem eru af kinversktun og japönskum uppruna, hafi tilheyrt skæruliðahreyfingu Abduls Rasuls Sayeffs, forsætisráðherra hinnar nýju bráðabirgðastjómar muja- hideen-skæmliða. Hermálanefod Öld- ungadeildarinnar: Dick Cheney samþykktur Washinjfton. Reuter. HERMALANEFND Öldungadeild- ar Bandarikjaþings samþykkti í gær með öllu greiddum atkvæðum að mæla með Dick Cheney i emb- ætti vamarmálaráðherra Banda- ríkjanna. Málið verður nú lagt fyrir Öldungadeild Bandaríkja- þings og er búist við samþykki hennar í dag, föstudag. Dick Cheney á sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og er talinn til íhaldssamari repúblíkana. Sam Nunn, þingmaður Demókrataflokks- ins og formaður hermálanefndarinn- ar, kvaðst telja að Cheney væri mjög hæfur maður og sagðist vona að með þessu mætti takast að endurreisa trú almennings á æðstu stjóm varnar- mála í Bandaríkjunum. Dick Cheney kom fyrir hermála- nefndina á þriðjudag. Hann kvaðst vera sammála því mati að aðildarríki Atlantshafsbandalagsins í Vestur- Evrópu og Japanir yrðu að leggja meira af mörkum til eigin vama og kvaðst eindreginn stuðningsmaður geimvamaráætlunarinnar. Sjá ennfremur „Lyktir Tower- málsins. . . á bls. 26. Afganistan: Stjórn skæruliða veitt aðild að Samtökum íslamskra ríkja Moskva, Riyadh, Peshewar. Reuter. SOVÉSKI sendiherrann í Kabúl og aðstoðarutanríkisráðherra Sovétríkjanna, Júlí Vorontsov, varaði við þvi á blaðamannafundi í sovéska sendiráðinu að stríðið í Afganistan væri að breytast i styijöld milli Afgana og Pakist- ana. Jafhframt mæltist Vor- ontsov til þess að Javier Perez de Cuellar, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, boðaði til fundar striðandi fylkinga til að binda enda á átökin. Utanríkisráðherr- ar í Samtökum íslamskra þjóða, ICO, viðurkenndi í gær á loka- degi fiindar síns bráðabirgða- sljórn afganskra skæruliða og samþykktu aðild hennar að sam- tökunum. Skæruliðar lýsa þess- um áfanga sem mikilvægum sál- fræðilegum sigri og telja einsýnt að flótti bresti á úr röðum sljórn- arhersins. „Við sjáum fyrir okkur stigmögn- un stríðsins í Afganistan og óvænta þróun mála vegna íhlutunar pakist- ansks herliðs. Því er ekki að leyna- að svo virðist sem stríð milli Afgana og Pakistana sé í uppsiglingu,“ sagði Vorontsov. Gulbuddin Hekmatyar, utanríkis- ráðherra í bráðabirgðastjóm afg- anskra skæruliða, tók formlega Erlendar skuldir Færeyinga rúmlega milljón kr. á mann Kaupmannahöfii. Frá N.J. Bruun, fréttarítara Morgunblaðaina. FÆREYINGAR NEYÐAST til að herða sultarólina og gripa til strangra aðhaldsaðgerða í efnahagsmálum. Landsstjórnin hefur nú tekið saman erlendu skuldirnar og er útkoman miklu verri en óttast var. Um siðustu áramót voru skuldirnar 48,5 milljarðar ísl. kr. eða rúmlega milljón krónur á hvert mannsbarn. Uppgjörið hefur komið eins og in hefur nú lagt fram, voru notað- reiðarslag yfir landsmenn, ekki síst vegna þess að á liðnu hausti voru skuldimar áætlaðar verulega minni; rúmir 33 milljarðar ísl. kr. Era þessar ólíku niðurstöður rakt- ar til þess að fjármagnsstreymi milli Færeyja og Danmerkur er frjálst og í Færeyjum er enginn þjóðbanki eða seðlabanki, sem fylgist með fjármagnsflutningum. Við uppgjörið, sem landsstjóm- ar dálítið óvenjulegar aðferðir. Eigendur allra fyrirtækja í Fær- eyjum vora spurðir um útistand- andi erlend lán og auk þess var farið eftir upplýsingum frá fær- eyskum fjármálastofnunum, dönskum lánastofnunum í Fær- eyjum, gjaldeyriseftirlitinu og dönskum lífeyrissjóðum. Stærstu skuldunautamir era í sjávarútvegi. Landssjóðurinn sjálfur skuldar ekki mikið en hann stendur hins vegar í ábyrgð fyrir langmestum hluta lánanna. Til að létta sjávarútveginum byrðamar vill landsstjómin lækka vexti um 2% og með lögum ef ekki vill betur en algengustu vextir á lán- um til atvinnuveganna era nú um 14%. Útgjaldahlið fjárlaganna ffá í haust verður skorin niður um 730 milljónir ísl. kr. Þá standa samningaviðræður um kaup og kjör fyrir dyram í Færeyjum en Jogvan Sundstein lögmaður segir að ekkert svigrúm sé til launahækkana. Væri eðlileg- ast að lækka launin en þó ásætt- Reuter Jógvan Sundstein, lögmaður Færeyja. anlegt að framlengja núgildandi samninga óbreytta. Talið er að landsstjómin muni grípa til launa- og verðstöðvunar áður en samn- ingaviðræður hefjast fyrir alvöra. sæti í Samtökum íslamskra þjóða, ICO, sem 46 þjóðir eiga aðild að. „Þetta veitir okkur fulla aðild að ráðinu og við eram því ekki lengur áheymarfulltrúar," sagði Abdul Qadeer Karyab, sem sæti á í stjóm- máladeild Hezb-Islami-skæraliða- flokknum. Karj'ab spáði því að Kabúlstjómin myndi falla innan nokkurra vikna. „Við höfum unnið sálfræðilegan sigur í stríðinu og stórfelldur flótti mun bresta á úr röðum stjómarhersins," sagði Nawab Salim, talsmaður utanríkis- ráðuneytis bráðabirgðastjómarinn- ar. Utanríkisráðherrar ICO for- dæmdu bók Salmans Rushdies, Söngva Satans, en vildu hins vegar ekki taka undir með írönum að rit- höfundurinn væri réttdræpur. Sovéska fréttastofan Tass greindi frá því að skæraliðar hefðu gert harðar árásir á tvær borgir í Afganistan og skæraliðar kváðust hafa náð að bijótast í gegnum víglínu stjómarhersins við flugvöll- inn í Jalalabad. Tass sagði ennfrem- ur að skæruliðar væru að undirbúa nýja sókn að Jalalabad. Skæruliðar kváðust hafa rofið vamarlínu stjómarhersins við flug- völlinn í Jalalabad og náð á sitt vald tveimur skriðdrekum og bryn- vörðum bílum. Afganska fréttastof- an Bakhtar sagði á miðvikudag að skæraliðar hefðu skotið yfir 7.000 sprengjum og eldflaugum á borgina og að þeir hefðu sprengt upp vopna- búr sem tilheyrði stjórnarhemum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.