Morgunblaðið - 17.03.1989, Blaðsíða 12
12
sei SHAM ,TI flUOAClUTgÖ'í (IKIAJÍIHUOHOM
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1989
Hringuríiin er í stöðugri sókn
Rætt við Ragnheiði Viggósdóttur formann Kvenfélagsins Hringsins
Hringskonur eru vinnufusar. Þarna er unnið að munum fyrir Páskabasarinn. Ragnheiður Vigg-
ósdóttir formaður félagsins er yst til vinstri á myndinni.
Kvenfélagið Hringurinn er
85 ára um þessar mundir. Fé-
lagið var stofhað árið 1904 af
45 konum og var frú Kristin
Vídalín Jakobsson formaður
þess fyrstu Qóra áratugina. Að
sögn Ragnheiðar Viggósdóttur,
núverandi formanns, var þessi
fyrsti forveri hennar \s starfi
mikil atorkukona og undir
hennar stjórn varð Kvenfélagið
Hringurinn að því öfluga
líknarfélagi sem það er enn í
dag, þó starfssvið þess hafi
breyst í réttu hlutfalli við að-
stæður í þjóðfélaginu.
Fyrsta verkefni félagsins var
að aðstoða bágstaddar sængur-
konur með mjólkurgjöfum og
bamafatnaði. En fljótlega beind-
ust augu félagskvenna að fóm-
arlömbum berklaveikinnar, sem
var mjög skæð hér á landi á fyrstu
áratugum þessarar aldar. Áttu
margir um sárt að binda af henn-
ar völdum. Að sögn Ragnheiðar
greiddi Hringurinn iðulega legu-
kostnað fyrir berklasjúklinga og
styrkti þá með peningagjöfum
eftir að hælisvist lauk. Þegar
berklavamalögin komu til fram-
kvæmda árið 1921 tók ríkið að
sér að greiða legukostnað sjúkl-
inga. Eftir sem áður áttu margir
berklasjúklingar, sem útskrifuð-
ust af spítölum lítt eða ekki vinnu-
færir, í fá hús að venda. Hrings-
konur brutust í að koma upp
hressingarhæli í Kópavogi fyrir
þetta fólk. Þær byggðu hús sem
rúmaði 25 sjúklinga og ráku bú-
skap á jörðinni Kópavogi um ára-
bil, til þess að standa straum af
kostnaði við rekstur hælisins.
Þetta starf gekk vonum framar,
búskapurinn bar sig og afrakstur
hans, ásamt annarri fjáröflun fé-
lagskvenna, nægði til að hjálpa
fjölmörgum til heilsu á ný. Kópa-
vogshælið var, að sögn Ragn-
heiðar, fyrsta hressingarhæli
landsins.
„Nú hefur SÍBS fyrir löngu
tekið þessi mál að sér,“ hélt Ragn-
heiður áfram frásögn sinni. „Það
félag hefur lyft Grettistaki, svo
sem kunnugt er. Þegar stjóm
SÍBS hélt sinn fimmhundraðasta
fund fyrir nokkru minntust stjóm-
armenn brautryðjendastarfs
Hringsins og færðu félaginu af-
mælisgjöf að upphæð 500.000
krónur. Þessi rausnarlega gjöf og
sú mikla viðurkenning sem henni
fylgdi kom út tárunum á Hrings-
konum á afmælisfundi þeirra. Að
fá slíka viðurkenningu á þýðingu
starfs síns fyrir heilbrigðismál
þjóðarinnar, frá jafn virtu félagi
og SÍBS er, það er ekkert smá-
mál fyrir eitt lítið kvenfélag,"
sagði Ragnheiður ennfremur.
Næsta verkefni og baráttumál
Hringsins, eftir að berklavama-
málin komust í höfn, var að reisa
bamaspítala. Að því hefur, að
sögn Ragnheiðar, verið unnið
síðan og margir sætir sigrar unn-
ist í þeirri baráttu. En mörg verk-
efni eru þó framundan. Ber þar
hæst áætlun um nýjan bamaspít-
ala í hentugra húsnæði en nú er
og með öllum fullkomnustu tækj-
um sem völ er á.
„Þetta er kannski ekki raunhæf
áætlun meðan ástand heilbrigðis-
mála er þannig að talað er um
að loka mörgum sjúkradeildum,"
sagði Ragnheiður. „En framtí-
ðardraumur er það samt og þegar
er byijað að vinna að því máli.
Hringurinn er í stöðugri sókn.
Alltaf er verið að leita nýrra leiða
til fjáröflunar. Eitt af því nýjasta
er Páskabasar, sem við höldum í
Kringlunni í dag og á morgun.
Þar seljum við ýmiskonar páska-
skraut sem félagskonur hafa út-
búið að undanfömu. Meðal annars
seljum við lifandi greinar með
smáskrauti á.“ Þess ber að geta
að minningarkort Hringsins em
seld í allflestum apótekum, hjá
formanni félagsins og hjá hjúkr-
unarforstjóra Landspítalans,
Vigdísi Magnúsdóttur. Allt fé sem
safnast rennur til bamaspítalans.
„Þó Hringskonur séu ákaflega
vinnufúsar og bjartsýnar næði það
skammt ef ekki kæmi til velvilji
og örlæti almennings," sagði
Ragnheiður að lokum. „Margt
smátt gerir eitt stórt, með samein-
uðu átaki getum við lagt mikið
af mörkum til þess að tryggja
heilsu bama okkar. Eitt stærsta
mál hvers heimilis er heilsa og
velferð þeirra bama sem vaxa upp
í skjóli þess."
GSG
BÚÐARKASSAR í ÚRVALI
Standast allir fullkomlega kröfur nýju reglu-
gerðarinnar (Nr. 407-1988) um búðarkassa.
örugg og góð þjónusta.
Verð frá kr. 32.110,- st0r
Komdu við hjá okkur eða hringdu og fáðu frekari
upplýsingar.
Einar J. Skúlason hf.
Grensásvegi 10, sími 68-69-33
Þegar illa viðrar
Fiskur með sveppum.
Heimilishorn
Bergljót Ingólfsdóttir
Það fer ekki hjá því á fyrstu
mánuðum ársins, að það koma
dagar þegar ekki er völ á nýveidd-
um fiski (þ.e. ýsunni okkar góðu)
í verslunum. Þeir sem eru því
vanir að geta matreitt nýjan fisk
af hjartans list nær allt árið,
kaupa ekki alltaf með glöðu geði
þann frysta. En það er hægt að
gera ljómandi máltíð úr frystum
fiski, víða hafa neytendur ekki völ
á öðru svo okkur ætti ekki að
vera vorkunn að hafa slíkan mat
á borðum stöku sinnum.
Hjá fisksölum eru oft á boðstól-
um lausfryst flök, þegar nýtt er
ekki fáanlegt, og í stærri mat-
vöruverslunum eru venjulega til
litlir pakkar með frystum fiski,
u.þ.b. 400 g að þyngd. Það getur
komið sér vel að eiga slíkan mat
í frysti heima til að grípa til þeg-
ar þannig stendur á og tími hefur
ekki unnist til að fara í verslun
að vinnudegi loknum. Uppskrift-
imar hér á eftir eru miðaðar við
frystan físk þó að sjálfsögðu sé
hægt að hafa hann nýjan.
Fiskur með möndlum
600 g frystur fiskur,
1 tsk. salt,
safi úr einni sítrónu,
1 dl vatn.
Ofan á er sett blanda úr:
100 g hýðislausum möndlum,
1 dl brauðmolum,
1 msk. smjörs eða smjörlíkis,
V4 tsk. pipar,
Ú2 tsk. salt,
1 tsk. timian.
Möndlumar brytjaðar gróft,
smjöri, brauðmolum og kryddi
blandað saman við.
Fiskur með möndlum.
Fiskurinn látinn þiðna áður en
hann er settur í ofnfast fat, salti
stráð yfír ásamt blöndu úr
sítrónusafa og vatni. Möndlu-
blandan sett yfír fískinn og bakað
er í rétt meðalheitum ofni í 25-45
mín. eftir þykkt stykkjanna. Borið
fram með grænmetissalati og
soðnum kartöflum og ætlað fyrir
3-4.
Fiskur með sveppum
600 g ftystur fískur,
IV2 tsk. salt,
safi úr hálfri sítrónu.
Ofan á er sett blanda úr:
200 g nýjum sveppum,
1 meðalstórum lauk,
1 msk. smjörs eða smjörlíkis,
steinselju eða graslauk.
Sveppimir hreinsaðir og skom-
ir í sneiðar, laukurinn brytjaður
smátt og hvoru tveggja brugðið í
smjör á pönnu, steinselju síðan
blandað saman við.
Fiskurinn látinn þiðna til hálfs,
eða alveg, lagður í ofnfast fat,
salti stráð yfir og safínn kreistur
úr sítrónunni yfír fiskinn. Sveppa-
blandan sett yfir og fískurinn inn
í ofn, bakaður við 225°C í u.þ.b.
25 mín. Borið fram með soðnum
kartöflum og grænmetissalati og
ætlað fyrir 3-4.