Morgunblaðið - 17.03.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.03.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1989 Fj ármálastj órn _ og framkvæmdir eftir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborg- ar fyrir árið 1989 hefur verið af- greidd. Það sem vafalaust vekur at- hygli, er sú ákvörðun meirihlutans að hækka enga skatta. M.a. er út- svarsálaginu haldið óbreyttu, 6,7%. Þeirri meginreglu var fylgt, að gera sér fyrst grein fyrir tekjunum og ákveða síðan útgjöid borgarinnar í samræmi við það. Fjármálastjórn sveitarfélaga og ríkis skiptir afar miklu máli. Góð fjármálastjórn skap- ar öryggi og festu og er jafnframt forsenda aukinna framkvæmda á hinum ýmsu sviðum. Slæm fjármála- stjórn ýtir undir óráðsíu og upp- lausn, sem gerir það að verkum, að Qármunir nýtast illa og framkvæmd- ir dragast saman. Slæm fjármála- stjóm veldur jafnframt öryggisleysi hjá almenningi og oft og tíðum miklu tjóni. Afleiðingin er einungis ein, þ.e. hærri og hærri skattaálögur á al- menning. Traust fjármálastjórn Meirihluti Sjálfstæðismanna í Reykjavík hefur lagt ríka áherslu á fjármálastjóm, sem byggir á þeirri einföldu reglu, að eyða ekki umfram efni. Þessi einfalda regla er ótrúlega árangursrík. Samhliða þessu, hefur meirihluti Sjálfstæðismanna í Reykjavík stuðlað að því með ýmsum aðgerðum, að skapa einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum aukið svigrúm til margvíslegra fram- kvæmda. Ör uppbygging atvinnufyr- irtækja hefur átt sér stað, atvinnu- tækifærum hefur fjölgað og íbúum fjölgaði í Reykjavík um 11.000 frá 1. des. 1981 til 1. des. 1988. Reykjavík hefur þannig eflst og styrkst á undanfömum árum og hef- ur m.a. þess vegna getað varið au- knu fjármagni til ýmissa fram- kvæmda á sviði menningar- og fé- lagsmála. Öflug atvinnuuppbygging Ákvarðanir og framkvæmdir í skipulagsmálum eru mikilvæg for- senda öflugrar uppbyggingar íbúðar- og atvinnuhúsnæðis. Seinagangur í skipulagsmálum gerði það að verkum áður fyrr, að fyrirtæki og íbúða- byggjendur fluttu í stórum stíl flutt borginni. Frá 1983 hefur ekki verið skortur á lóðum undir íbúðarhúsnæði og mikið framboð hefurverið á lóðum undir atvinnuhúsnæði. Áður ríkti lóð- askortur og á tímabilinu 1. des. 1974 til 1. des. 1981 fækkaði íbúum Reykjavíkur um 179. Á tímum vinstri stjómar í Reykjavík 1978-1982 var úthlutað 3 nýjum atvinnulóðum en Eldavél EK 2034 4 hellur þar af ein með sjálf- virkri hitastýringu. Bakarofn með yfir- og undirhita, grilli og hita- blæstri. Mál 60X60X85- 90 cm. Rétt verð kr. 53.900,- Páskatilboð ®® ®®®@ . Gufugleypir E 605 3 hraðar, 375 m3/klst. Hreinsanleg fitusía. Þarf ekki að blása út. Kolasía fáanleg. Rétt verð kr. 8.500,- Páska- tllboð 6.500, Kæliskápur KS 150 129 lítra kælir, 14 lítra frystir, 3 hillur, 2 grænmet- isskúffur. Rétt verð kr. 23.900,- Páskatilboð Kæliskápur KS 225 202 lítra kælir og 18 lítra fryst- ir. 5 hillur, 2 grænmetisskúffur. Rétt verð kr. 29.900,- Páskatilboð 25.900,- 20.900,- Greiðslukjör: kr. 5.000,- út, Látið ekki þeSSÍ QÓðU ~ar á 8 mánu0um- kaup framhjá ykkur fara. Visa viidarkjör: Euro samningar: Engin útborgun Einar Farestveit & Co.hf. BORGARTÚN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - NÆG BÍLASTÆÐI „Reykvíkingar ættu að velta því fyrir sér hvers þeir mega vænta, ef ríkisstjórnarmunstrið, þ.e. Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur og Framsókn að viðbætt- um Kvennalista, nær' meirihluta í borgar- stjórn.“ frá 1983-1989 hefur rúmlega 120 nýjum atvinnulóðum verið úthlutað í Reykjavík. Þess sjást víða merki að í Reykjavík hefur á undanfömum árum verið komið á fót traustum og vel reknum fyrirtækjum. Reykjavík- urborg hefur ennfremur með veru- legum fjárframlögum tekið þátt í uppbyggingu tveggja stofnana á sviði hátækniiðnaðar í samvinnu við Háskóla íslands, þ.e. líftæknihúss á Keldnaholti og Tæknigarðs við Dun- haga. Reykjavíkurborg beitti sér fyrir því, að fiskeldi við Reykjavík yrði komið á fót og hefur nú þegar úthlut- að fimm aðilum svæði undir eldis- kvíar innan hafnarsvæðis Reykjavík- ur. Á ýmsum öðrum sviðum hafa borgaryfirvöld stutt fyrirtæki til frekari uppbyggingar. Mörg stórverkefni Reykjavíkurborg hefur ráðist í mörg stórverkefni á undanfömum 6-7 árum. Þetta hefur borgin verið fær um m.a. vegna traustrar fjár- málastjómar, hagræðingar í rekstri og öflugs atvinnulífs í borginni. Má í þessu sambandi nefna endurbygg- ingu Viðeyjarstofu og Viðeyjar- kirkju, byggingu ráðhúss, byggingu Borgarleikhúss, sem tekið verður í notkun á þessu ári og útsýnishúss á Öskjuhlíð, sem Hitaveita Reykjavík- ur byggir. Auk þess mætti nefna ýmis mikilvæg umferðarmannvirki, eins og Gullinbrú, brú yfír Kringlu- mýrarbraut og Bústaðavegsbrú yfir Miklubraut, sem nú er í byggingu. Ennfremur stórframkvæmdir í tengslum við hreinsun strandlengj- unnar. Minnihlutinn stefinulaus Fulltrúar minnihlutans í borgar- stjóm tala oftast þannig, að helst mætti ætla að borgaryfirvöld hafí ekkert fyrir stafni annað en að byggja ráðhús og útsýnishús á Öskjuhlíð. Þeir forðast að ræða um þær mörgu félagslegu framkvæmdir sem borgin stendur fyrir, s.s. bygg- ingu stofnana í þágu aldraðra, skóla- mannvirkja, dagvistarstofnana o.fl. Þeir þegja þunnu hljóði um þá stað- reynd, að á undanfömum árum hefur borgin stóraukið fjárveitingar til umhverfísmála, íþrótta og útivistar. Þeir minnast aldrei á þær stórfram- kvæmdir sem eiga sér stað í Sunda- höfn og Kleppsvík sem m.a. stuðla að traustara atvinnulífi í borginni í náinni framtíð. Þannig mætti lengi áfram telja. í raun hafa fulltrúar minnihlutans í borgarstjóm enga stefnu í borgarmálum, engin skýr markmið. Það eina sem þeir leggja til, er að hætta við byggingu ráð- húss og útsýnishúss. Rétt er að það komi fram, að flestir fulltrúar minni- Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hlutans voru sammála því að byggja útsýnishúsið. Þeir töldu hins vegar að það ætti að fresta framkvæmdum um óákveðinn tíma. Fulltrúar vinstri flokkanna í borg- arstjóm hafa lengi reynt að koma því inn hjá almenningi, að þeir séu einhverjir sérstakir málsvarar svo- kallaðra mjúkra mála. Það er því fróðlegt að skoða eftirfarandi saman- burð. 1. Stofnanir í þágu aldraðra: Á árunum 1979 og 1980 eru fram- kvæmdir Byggingarsjóðs meðtaldar. Ár: Framkvæmdir Framlag ársins framreiknað að hluta til bygginga- borgarsjóðs vt.6138 þús. kr. þús. kr. 1979 8.043 164.286 1980 8.662 114.216 1981 18.363 157.750 1982 19.376 108.241 1983 19.318 62.862 1984 42.759 109.848 1985 111.776 223.043 1986 114.501 178.151 1987 100.509 132.724 1988 187.929 209.019 Grein Þorvaldar Gylfa- sonar er byggð á sandi eftirArnór Ragnarsson Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði við Háskóla Islands ritaði grein í Morgunblaðið sl. miðvikudag um kartöfluverð og kartöfluinn- flutning. Þó að ég hafí engra per- sónulegra hagsmuna að gæta í þessu máli nema sem kartöfluneyt- andi þá kannast ég lítillega við þessi mál. Grein prófessors Þorvaldar byggist öll upp á setningu sem er svona orðrétt: „Kaupmenn hafa sagzt mundu geta boðið kartöflur fyrir 35 krónur hvert kíió, ef inn- fiutningur erlendra kartaflna væri gefin frjáls“ Ég tel að þetta sé allfjarri.sann- leikanum, og ef menn leggja saman tvo og tvo er augljóst að þessi tala er komin frá forstjóra Hagkaups. Það kann vel að vera að Hagkaup geti boðið kartöflur á 35 krónur sem þeir flytja inn sjálfir. Ég spyr því á móti. Á hvergi að vera hægt að fá kartöflur annars staðar en í Hagkaupum? Það er ýmislegt í títtnefndri grein sem er tortryggilegt. Áf hverju er aðeins nefnt verð á kartöflum út úr búð en ekki minnst á það hve' mikið bóndinn fær? Bændur fá milli 30 og 50 krónur fyrir kílóið — það fer eftir tegund úrvinnslu og gæð- um vörunnar. Heildarverðið út úr búð er 115 krónur og milliliðimir og ríkið hirða mismuninn. Það er alveg ljóst að dreifingarkostnaður og afskift vörunnar er einhvers staðar milli 20 og 45 krónur á kíló- ið og hvemig er þá hægt að selja kartöflukílóið á 35 krónur út úr búð? Prófessorinn segir kartöflubænd- ur vera í kring um 100 og segir upplýsingamar vera frá Hagstofu íslands. Ef þessi tala er rétt, sem ég dreg í efa þá, er ósanngjamt að birta hana í því samhengi sem það er gert. Það er algengt að bændur séu með kartöflurækt sem hliðarbúgrein og þegar hefír þrengt að í hefðbundnum búgreinum hatfa Arnór Ragnarsson Það er alveg ljóst að dreifíng-arkostnaður og afskift vörunnar er ein- hvers staðar milli 20 og 45 krónur á kílóið og hvernig er þá hægi að selja kartöflukílóið á 35 krónur út úr búð? þeir lítillega bætt við sig í kartöflu- ræktinni. Hins vegar em nokkrir tugir bænda í Þykkvabænum sem stunda eingöngu kartöflurækt og eru með birgðageymslur upp á hundmð milljóna kr. Grein Þorvaldar Gylfasonar er byggð á sandi. Hún er til þess eins og slá ryki í augu neytenda. Islend- ingar hafa ekki efni á því þessa dagana að vera með neina blekking- arpólitík eins og Greenpeace-sam- tökin stunda gegn okkur. Við þurf- um að standa saman og leysa mál- ið með heiðarlegum málflutningi. Þá vil ég vekja athygli Þorvaldar Gylfasonar á því að þegar þekktir menn sem ekki em í stjómmálum skrifa í dagblöð er eftir því tekið og má segja að það séu óskrifuð lög lesandans að það sem þar er sett fram sé trúverðugt. Ég vil máli mínu til stuðnings benda á þá miklu umræðu sem grein Þorvaldar fékk í útvarpi og sjónvarpi sl. miðvikdag. Kartöfluverð á íslandi er allt of hátt. Á því má taka með ýmsum aðferðum. Það sem Þorvaldur Gylfason bryddar hins vegar upp á er að láta harðduglega bændur fá styrk til að hætta kartöflurækt. Það er ekki rétta aðferðin. Höfundur er blaðamaður á Morg- unblaðinu. n Irfpamarkmiðið m*ð útgiAuUrf- | indMkri/rtof. tóúdenU. Fyrir henni I Kartöflur: Hvað kostar innflutningsbannið? eítirÞorvald Gylfnson l>*ð v»r f morgunútvirpinu tyrir mörgum árum, að Ul»m»ður k»rt- íiflubænda vu inntur eftir þvf, hverju þ»ð uetti, að tkemmdú ktrtðflur v«ru »eld»r fullu verði I verxlunum og hven vegna I 6aköp- unum þ»r v*ru ekki ÍJ»ri»gð«r úr bú&mum eð» þi »ð minntU aði erindrtkinn með þjðcti: „Ekki myndu þær batna við það" heaai aaga kemur I hugann nú, þegar kartðflumálin eru enn á ný á allra vðrum. Hvert kílö aI kartðfl- um koítar nú um 115 krúnur f búðum. Kaupmenn hafa aagzt mundu geU boðið kartöflur fyrir 85 krónur hvert kfló, ef innflutning- ur ericndra kartaflna vmri gefinn fljál*. Miamunurinh er 80 krónur á hvert kflð. Heildameyzla kartaflna nemur nú um 160 kflóum á hveija tjóffurra manna fjölikyldu 1 landinu á ári að meðaltali. Hver QöUkylda greiðir þeai vegna um 18.000 krón- um meira fyrir kartöflur á hveiju ári en hún þyrfti að greiða, ef inn- flutningur vieri fijála. Heimilin f landinu greiða þvf um 800 milljón- um króna meira fyrir kartöflur á hvetju ári en þau þyrftu. Það munar um minna fé. TU tam- anburðar koatar rekxtur allra grunnakóla f Reykjavfk 987 milljón- ir krðna á þeaau ári aamkvemt fílr- lögum. Það veri með öðrum orðum hrgt að tvöfaida fjárveitingu rikia- ína til grunnakólanna eða þvf aem nnl með þvf einu að afnema kart- öfluinnflutningabannið. Rekatur allra menntaakðla f landinu koatar 584 milljónir króna á þeasu ári. Afnám innflutningabannaina myndi akila þeirri upphcð á 9 mánuðum. Pjárvritingar rtkiains til menningar- mála nema 1.086 miljjónum króna alla f ár aamkvrmt Qáriögum, en þá er meðal annara átt við ÓU fram lög rikisina til aafna, leikhúaa, hljömavrita, kvikmyndagetðar, náttúruvrmdar, vfaindaranniökna, og aeakulýöa- og fþróttamála. Þeaa- ari Qárhrð myndi afnám innflutn- ingabannaina akila á 16 mánuðum og þannig ifram. í>að vaeri aem aagt h*gt að auka fjárveitingar ÞorvaJdur (íylfaaon rfkiaina næatum 75* til frambúðar með þvf einu að afnema kartðfluinnflutn- ingabannið! Og það vrn Ifka luegt að akila þeatum 800 milþönum til almenningi milliliðalauat, til dæmia
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.