Morgunblaðið - 17.03.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.03.1989, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1989 Okkur liefiu’ ekki ver- ið sagt upp störfum — segja skipverjar á Súlnafelli ÁHÖFN Súlnafells ÞH-361 frá Þórshöfn hefur ekki verið sagt upp störfum, þó að Útgerðarfélag Norður-Þingeyinga liafi selt skipið til Kaupfélags Eyfirðinga. Skipveijar eru að vonuin afar óhressir. „Okkur þykir mjög illa að þessu staðið á allan hátt, engu okkar hefur verið sagt upp ennþá,“ sagði Bergljót Snorradóttir, kokkur á Súlnafelli. Bergljót sagði að vissulega hefðu skipveijar vitað að til stóð að selja skipið, en hins vegar hefðu menn ekki vitað með vissu hvenær af sölunni yrði. „Það er ekki búið að segja okkur formlega uþp, okkur þykir þetta allt saman mjög furðu- legt,“ sagði Bergljót. Hún sagði að dökkt útlit væri með atvinnu og sér vitanlega væri enginn af skips- höfninni búinn að fá vinnu. „Maður er óneitanlega svartsýnn á framtíð- ina. Ég er lærður þjónn, en það er ekki að neinu að hverfa á þeim vettvangi," sagði Bergljót sem bú- sett er á Dalvík. Hún sagði sölu skipsins lítið ánægjuefni fyrir áhöfnina og bjóst við að hún myndi koma saman til skrafs og ráðagerða ef uppsagnabréfin færu ekki að berast. Halldór Alfreðsson, netamaður um borð í Súlnafelli, tók í sama streng og Bergljót og sagði fram- komu útgerðarinnar við áhöfnina gagnrýniverða. „Mér líst mjög illa á þetta, maður veit ekkert hvað verður hægt að fá að gera,“ sagði Halldór, en hann er frá Þórs- höfn.„Við verðum að fá nýtt skip, það er ekki spuming." Halldór sagði að áhöfnin yrði ekki endurráðin hjá nýjum eigendum og því væru alíir skipveijar nú að leita sér að ann- arri vinnu. Norðurlandsumdæmi eystra: Trausti Þor- steinsson næsti fræðslusljóri SVAVAR Gestsson menntamála- ráðherra ákvað í gær að setja Trausta Þorsteinsson skólastjóra Grunnskóla Dalvíkur í embætti fræðslusljóra Norðurlandsum- dæmis eystra. Fræðsluráð mælti einróma með Trausta f embættið á fundi sínum sl. þriðjudag. Trausti tekur til starfa á fræðslu- skrifstofunni 1. júní næstkomandi. Hann fæddist 27.12. 1949 og lauk kennaraprófí frá Kennaraskóla ís- lands árið 1970. Trausti hóf kennslu Háskólinn á Akureyri - Menntaskólinn á Akureyri - Vísindafélag Norólendinga Fyrirlestrar um stjarnvísi í Eddum Björn Jónsson, læknir frá Swan River í Manitoba, Kanada, heldur tvo fyrirlestra í húsi Menntaskól- ans á Akureyri, Möðruvöllum (M.2) um stjarnvísi í Eddum. Fyrri fyrirlesturinn verður laugardaginn 18. mars og sá síðari sunnudaginn 19. mars. Báðir fyrirlestrarnir hefjast kl. 14.00. ALLIR VELKOMNIR Trausti Þorsteinsson. um haustið það ár, fyrst í Bama- skóla Akureyrar og síðan í Húsa- bakkaskóla í Svarfaðardal og í Gmnnskóla Dalvíkur, en hann varð skólastjóri við skólann árið 1977. Trausti var starfsmaður fræðslu- skrifstofunnar á árunum 1984-85. Trausti er kvæntur Önnu Báru Hjaltadóttur og eiga þau fjögur böm á aldrinum 7-17 ára. Gamli Lundur: Steingrímur sýnir STEINGRÍMUR St. Sigurðsson opnar í dag, föstudag, sýningu í Gamla Lundi við Eiðsvöll. Þetta er 66. málverkasýning Stein- gríms og sú fimmta á Akureyri, en fyrst sýndi Steingrímur Akureyringum málverk sín árið 1967. Sýninguna tileinkar Steingrímur vini sínum og fóstra, Vernharði Þorsteinssyni, en hann fæddist í Gamla Lundi. Við opnun sýningarinnar kl. 18.00 í kvöld les Helga Bachmann leikkona nokkur ljóð. „Ég er sá lukkunnar pamfíll að Ingimar Eydal bauð mér að leika nokkur lög á píanó einhvem sýningardag- anna,“ sagði Steingrímur. Sýning hans verður opin til þriðjudagsins 21. mars og verður opið frá kl. 4.00 til 23.30 alla sýningardag- ana. Á sýningunni em 43 myndir, ýmist unnar með olíu, vatnslitum, pastel eða akrýl. „Það er mikið um sjávarmyndir, ég hef fengið mikinn innblástur frá hafínu og ströndum landsins," sagði málar- inn í samtali við Morgunblaðið. Hann sagðist ætla að dvelja um stund á Akureyri og snúa sér að „alvöruverki" eins og hann orðaði það, hann væri nú búinn að taka bæinn í sátt, eftir að hafa yfírgef- ið hann bitur fyrir þijátíu ámm síðan. Léttsveitin heldur tón- leika Léttsveit Tónmenntaskóla Reykjavíkur leikur á Akureyri og Húsavík um helgina. Hljómsveitin er skipuð 18 nemendum á aldrinum 14-17 ára og er Snæbjöm Jónsson stjómandi hennar. Á Akureyri heldur Léttsveitin sameiginlega tónleika með Stórsveit Tónlistar- skólans á Akureyri laugardaginn 18. mars kl. 17.00 í Möðmvalla- kjallara. Stjómandi Stórsveitar Tónlistarskólans á Akureyri er Robert C. Thomas. Sunnudaginn 19. mars heldur Léttsveit Tón- menntaskólans til Húsavíkur og leikur þar ásamt Léttsveit Húsavík- ur á tónleikum kl. 15.00. Stjóm- andi Léttsveitar Húsavíkur er Keith R. Miles. Fermingarmessur Tvær fermingarguðsþjónustur verða í Glerárkirkju á pálmasunnu- dag. Sú fyrri hefst kl. 10.30 og hin seinni kl. 13.30. Prestur er séra Pálmi Matthíasson. Dysin á Dalvík Leikfélag Dalvíkur sýnir „Dys- ina, úr aldaannál" eftir Böðvar Guðmundsson í kvöld, föstudags- kvöld, og einnig á laugardagskvöld. Leikstjóri er Þráinn Karlsson, en hann hefur einnig séð um ieikmynd og hönnun búninga. Tíu hlutverk em I leikritinu, sem er af söguleg- um toga og greinir frá atburðum sem áttu sér stað í Múlaþingi 1784-1786. •i * ASKIÐUM [ SKEMMTIEG MER... í Hlíðarfjalli er gott færi og nægur snjór co CD co 73 _CÖ I "Ö3 O KIDAiTAOlfí MUNIÐ FLUGLEIÐATRIMMIÐ 27. MARS Leikfélag Akureyrar sýnir Opiðalladaga \\ er faœdcCcc* vtó *l/ónyl*tícc Fjöldi af góðum vélfryst skautasvell dagana 23., 25. og 27. mars l 'i veitinga- og skemmtistöðum innrx
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.