Morgunblaðið - 17.03.1989, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 17.03.1989, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1989 55 Mm FOLK ■ GEYSILEG fagnaðarlæti brutust út í borgunumlstanbúl og Ankara í Tyrklandi, þegar Ijóst var að Galatasaray hafði slegið Mónakó út úr Evrópukeppni meistaraliða í Köln. „Þetta er mesti dagur í sögu tyrknesku knattspym- unnar," sagði féttamaður sjónvarps í Tyrklandi og við hlið hans voru gul og rauð blóm, eða blóm í félags- litum Galatasaray, sem er fyrsta tyrkneska til að leika í undanúrslit- um EM. í Istanbúl fóru leigubíl- stjórar upp á þökin á bifreiðum sínum og dönskuðu, kampavíns- tappar þutu um allar götur og flug- eldum var skotið á loft. Þokulúðrar skipa sem vom á siglingu fyrir utan Istanbúl ómuðu. ■ BRASILÍA vann sigur, 1:0, yfir Ekvador í vináttulandsleik. Þetta var fyrstu leikur Brasilíu- manna undir stjóm þjálfarans Se- bastian Lazaroni. Washington skoraði sigurmarkið. 55 þús. áhorf- endur sáu leikinn, sem fór fram í Cuiaba. Tveir leikmenn fengu að sjá rauða spjaldið í leiknum, eftir slagsmál. Bebeto, Brasilíu og Te- norio, Ekvador. ■ ÞJÓÐVERJARNIR hjá Inter Mílanó, Lothar Mattháus og Andreas Brehme, þurfa ekki að fá skrifað hjá kaupmanninum á hominu, nái Inter að sigra í ítölsku deildinni í knattspymu. Þeir félagar fá þá um 13,5 milljónir í bónus. Fyrir hvert unnið stig fá þeir um 90.000 kr. og nái liðið meistaratitl- inum er sú tala margfölduð með þremur. Búast má við að Inter nái a.m.k. 50 stigum. Nái Inter hins- vegar ekki í eitt af þremur efstu sætunum þurfa þeir félagar að skila öllum bónusgreiðslum sínum aftur til Inter. ■ ALEX Ferguson, fram- kvæmdastjóri Manchester United, hefur mikinn áhuga á sænska landsliðsmanninum Glenn Hysen sem leikur með Fiorentina á Ítalíu. Ferguson sá hann fyrst leika er Gautaborg sigraði Aberdeen í Evrópukeppninni 1986 en þá var Ferguson framkvæmdastjóri skoska liðsins. Hysen segist vilja leiká með Manchester United en segir launin ekki nógu há. „Þegar ég hef komið mér vel fyrir er aldrei að vita nema ég láti gamlan draum rætast og leiki með Manchester United.“ ■ JOAO Havalange, forseti FIFA, hefur gefíð í skyn að Frökk- um verði úthlutað heimsmeistara- keppninni 1998. „Landið er tilvalið fyrir heimsmeistarakeppnina. Það eina sem vantar eru nógu stórir vellir," sagði Havalange. Borgar- stjóri Parísar, Jacques Chirac, hefur lofað stuðningi við byggingu vallar sem tæki um 80.000 áhorf- endur ef Frakkar fá keppnina. ■ NORWICH greiddi QPR 350.000 pund { gær fyrir Dean Coney og gerði þriggja ára samn- ing við miðheijann. „Eg veit að ég verð að berjast fyrir sæti í liðinu, en það hentar mér vel,“ sagði Co- ney. I IAN Rush hefur misst af mörgum leikjum Liverpool í vetur vegna meiðsla og veikinda. í gær fór hann í rannsókn vegna hné- meiðsla og óttast forráðamenn liðs- ins að uppskurður sé óumflýjanleg- ur og fari svo leikur Rush ekki meira á þessu keppnistímabili. ■ KVENNALIÐ Kúbu í blaki kom heldur betur á óvart í gær og vann heims- og ólympíumeistara Sovétríkjanna 3-2 í vináttuieik, sem fram fór í Havana. Áður höfðu sovésku stúlkumar unnið þær kúb- versku 3-1 í alþjóðlegu móti, sem fram fór á sama stað. ■ NEWCASTLE keypti í gær danska landsliðsmanninn Björn Kristensen frá Arhus fyrir 250.000 pund. KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ Enska landsliðið leikurá Laugardalsvellinum 19. maí: Bobby Robson vildi ólmur landsleik í Reykjavflc BOBBY Robson, landsliðsþjálf- ari Englands, kemur til íslands með hóp tuttugu og fimm knattspyrnumanna 18. maftil að leika landsleik gegn íslend- ingum á Laugardalsvellinum föstudaginn 19. mai. Knatt- spyrnusamband íslands fekk staðfestingu í gœr að enska landsliðið kæmi til íslands frá Sviss. Koma Englendinganna er hval- reki á fjörur íslenskra knatt- spymumanna," sagði Páll Júlíus- son, skrifstofustjóri KSÍ, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Páll sagði að Ellert B. Schram, formað- ur KSÍ, hafí sent Englendingum bréf fyrir þó nokkru síðan og óskað eftir landsleik. „Þegar Bobby Rob- son, landsliðsþjálfari Englands, sá bréfíð vildi hann ólmur koma með lið sitt til Reykjavíkur til að leika' landsleik gegn íslendingum. Rob- son stjórnaði enska landsliðinu 1982 á Laugardalsvellinum," sagði PálL Englendingar koma hingað frá Sviss með tuttugu og fímm manna leikmannahóp - nær allt leikmenn sem eiga fjölmarga landsleiki að baki og nýja unga leikmenn, sem hafa verið að banka á landsliðsdyr Englands. Ferð liðsins hingað er liður í þriggja landa keppnisferð. Englend leikur fyrst í Sviss 16. maí, síðan í Reykjavík 19. maí og héðan heldur liðið til Spánar og leikur gegn Spánveijum 25. maí. Oflugt lið gegn Englandi Eg sé ekkert til fyrirstöðu að ég geti leikið gegn Englendingum á Laugardals- vellinum," sagði Sigurður Jónsson, landsliðsmaðiir hjá Sheffíeld Wednesday, sem mun koma heim í landsleikinn gegn Engiandi ásamt flestum bestu knatt- spymumönnum íslands, sem leika í útiöndum. Guðni Bergsson hjá Tottenham er einnig klár í leikinn þeir Amór Guðjo- hnsen, Anderiecht, Gunnar Gíslason, Hecken, Sigurður Grétarsson, Luzem. Þá er nokkuð Ijóst að Atli Eðvaldsson, TURU Dusseldorf, geti komið í leikinn. Gyifí Þórðarson, formaður landsliðsnefndar, mun ræða við Ólaf Þórðarson, Moss og Guðmund Torfason, Rapid Vín, fljótlega og kanna hvort að þeir séu klárir í slaginn. Ovíst er hvort að Asgeir Sigurvinsson, Stuttgart, geti leikið. Stuttgart er að ieika gegn Hamburger SV 20. maí. Guðnl Bergsson sést hér í keppni við einn af ungu leikmönnun- um í enska landsliðinu. Brian Marwood, Arsenal. KNATTSPYRNA / EVRÓPUKEPPNI FÉLAGSLIÐA Ásgeir og félagar í undanúrslít Stuttgart sigraði Real Sociedad í vítakeppni ÁSGEIR Sigurvinsson og félag- ar í Stuttgart eru komnir í und- anúrslit Evrópukeppni félags- liða ásamt Bayern Múnchen, Napóli og Dynamo Dresden. Stuttgart vann fyrri leikinn 1:0 og að venjulegum leiktíma loknum f gærkvöldi var staðan 1:0 fyrir Real Sociedad. Því var framlengt, en mörkin urðu ekki fleiri og varð þá vítakeppni að fara fram, sem Stuttgart vann 4:2. spymum Stuttgart. Ásgeir lék allan leikinn, stóð sig vel og var tilbúinn að taka fimmtu vítaspymuna, en þess þurfti ekki með. í dag verður dregið um hvaða lið leika saman í undanúrslitum. „Það væri klassi að sjá Stuttgart og Napólí í úrslitum, en fyrst ítölsku liðin Napólí og Juventus lentu sam- an í átta liða úrslitum er ég viss um að þýsku liðin Stuttgart og Bayern Munchen dragast saman,“ sagði Atli Eðvaldsson, landsliðs- fyrirliði, sem fylgdist spenntur með leiknum í sjónvarpi í gærkvöldi. Eike Immel varði tvær vítaspymu. Jesus Zamora skoraði fyrir heimamenn á 17. mínútu og eft- ir markið sóttu Spánveijamir stíft til loka hálfleiksins án árangurs. í seinni hálfíeik var jafnræði með lið- unum, en á 84. mínútu fékk Maurizio Gaudino gullið tækifæri til að jafna, var fyrir opnu marki en skaut beint á markvörðinn. Miguel Fuentes fékk tvö góð marktækifæri í framlengingunni, en lánið lék ekki við hann og víta- keppni var óumflýjanleg. Immel varði tvö vrti Eike Immel, markvörður Stutt- gart, gerði sér Iítið fyrir og varði þriðju og fjórðu vítaspymu Spán- veijanna — frá Carlos Martinez og Agustin Gajate — og þar með var Stuttgart komið í undanúrslit. Karl Allgöwer, Gaudino, Fritz Walter og Guido Buchwald skoraðu úr víta- Ásgeir Slgurvlnsson og félagar hans hjá Stuttgart fógnuðu sætum sigri í San Sebastian I gærkvöldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.