Morgunblaðið - 17.03.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1989
33
Þorsteinn Pálsson um meðferð verðbréfafrumvarpsins:
Tafir eða sleifarlag
Frumvarpið grálega leikið í efri deild, sagði Páll Pétursson
Stuttar þingfréttir
E£ri deild Alþingis felldi samhljóða út úr stjórnarfrumvarpi um
verðbréfaviðskipti 30. grein frumvarpsins, sem kvað á um rétt Seðla-
banka til að ákvarða um bindifé og hlutast til um vexti verðbréfafyrir-
tækja og verðbréfasjóða. Frumvarpið gekk því aftur til neðri deildar.
Þar sagði Páll Pétursson (F/NV) að efri deild hefði Ieikið frumvarpið
grálega og skemmt það.
Páll Pétursson (F(Nv) sagði að
efri deild hefði fellt út úr frum-
varpinu megingrein þess. Hann ósk-
aði eftir því að frumvarpið gengi
aftur til ijárhags- og viðskiptanefnd-
ar neðri deildar, sem hann stýrir.
Krafðist Páll þess að hliðstæð
ákvæði og felld vóru úr frumvarpinu
yrðu sett inn í frumvarp til breytinga
á Seðlabankalögum, sem er til með-
ferðar í efri deiid, áður en fjárhags-
og viðskiptanefnd neðri deildar af-
greiðir verðbréfafrumvarpið öðru
sinni.
Þorsteinn Pálsson (S/Sl) minnti á
að stjórnarfrumvarp um verðbréfa-
viðskipti hafi verið fyrsta mál þings-
ins. Það hefði velkzt fyrir stjómarlið-
um síðan. Annað tveggja komi til:
tafir, sem rekja mætti til sundur-
lyndis í stjómarflokkunum, eða sleif-
arlag í vinnubrögðum. Brýnt er að
setja verðbréfastarfsemi laga-
ramma, sagði Þorsteinn, m.a. til að
tryggja öryggi viðskiptavina þeirra
og til að festa starfsgreinina I sessi.
Jón Sigurðsson, viðskiptaráð-
herra, sagði brýnt að afgreiða mál-
ið, en eðlilegt væri þó, að neðri deild
fengi að skoða málið á ný, vegna
breytinga í efri deild. Ráðherra sagði
að eðlilegra væri að kveða á um þau
atriði, sem verið hefðu í hinni brott-
felldu grein, í Seðlabankalögum.
Fleiri þingmenn tóku til máls þó
ekki verði frekar rakið.
Kristinn Pétursson:
íslenski gjaldmiðillinn njóti
alþjóðlegrar viðurkenningar
KRISTINN
Pétursson
(S/Al) hefur
lagt fram til-
lögu til þings-
ályktunar um
íslenskan
gjaldmiðil.
Leggur hann
til að Alþingi
skori á við-
skiptaráðherra að skipa nefnd til
þess að kanna með hvaða hætti
helst kæmi til greina að treysta
islenskan gjaldmiðil þannig að
hann nyti alþjóðlegrar viðurkenn-
ingar. Neftidin skuli kanna þijá
möguleika í þessu sambandi: í
fyrsta lagi að Seðlabanki íslands
verði gerður að sjálfstæðri stofh-
un óháðri framkvæmdavaldinu. í
öðru lagi að framboð og eftir-
spurn verðj látin ráða verði gjald-
miðilsins. í þriðja lagi að gjald-
miðillinn verði tengdur stærra
myntkerfi. Á nefndin að leita álits
hjá erlendum seðlabönkum um
þetta málefni.
í greinargerð með þingsálykt-
unartillögunni segir að mikill óstöð-
ugleiki hafi einkennt íslenska efna-
hagsstjóm. Markmiðið með tillögu-
flutningnum sé að sérstök nefnd
reyni að fínna leiðir til að auka stöð-
ugleika og jafnvægi í efnahagslifinu
til að unnt verði að bæta starfsað-
stöðu íslensks atvinnulífs og auka
þar með verðmætasköpun til bættra
lífskjara hér á landi. „Ljóst má vera
að Islendingar hafa glatað miklum
auðæfum og að kaupmáttur hér á
landi er verulega lakari en þyrfti að
vera vegna mikils óstöðugleika,
verðbólgu og erlendrar skuldasöfn-
unar. Það er því afar brýnt að leitað
verði nýrra leiða til þess að auka
stöðugleika og jafnvægi í efna-
hagslífinu."
Spákaupmennska af ýmsum toga
sé óhjákvæmilegur fylgifiskur nú-
verandi fyrirkomulags í peningamál-
um þar sem hún endurspegli vantrú
á núverandi gjaldmiðli. „Spákaup-
mennsku og vantrú á gjaidmiðli
þjóðarinnar verður ekki eytt nema
íslenski gjaldmiðillinn njóti alþjóð-
legrar viðurkenningar. Enda er ekk-
ert sem bendir til annars en þetta
eigi að vera framkvæmanlegt þar
sem íslenska þjóðin á gjöfular auð-
lindir og mun gjöfulli en margar
aðrar þjóðir af svipaðri stærð sem
hafa þó hagstjóm og peningamál sín
í viðunandi ástandi."
Guðmundur Ágústsson:
Óeðlilegt að OLIS hafi
ekki aðgang að ríkisbanka
UMRÆÐA var utan dagskrár í sameinuðu þingi í gær um OLÍS og
Alþýðubankann. Guðmundur Ágústsson (B/Rvk) hóf umræðuna og
beindi spurningum til viðskiptaráðherra um olíuviðskipti íslands og
Sovétríkjanna. Taldi hann það óeðlilegt að stórt fyrirtæki á borð við
hefði ekki aðgang að ríkisbankakerfinu og minnsti bankinn þyrfti að
rétta fyrirtækinu hjálparhönd.
Guðmundur Ágústsson rifjaði upp
að Sovétmenn hefðu gert athuga-
semd við bankaábyrgð Alþýðubank-
ans á olíufarmi á vegum OLÍS og
þess í stað óskað eftir ábyrgð frá
Útvegsbankanum. Guðmundur sagði
þessi viðskipti öll vekja upp spum-
ingar um olíuviðskipti íslands og
Sovétríkjanna. Spurði hann við-
skiptaráðherra m.a. hvort það væri
I samningi við Sovétríkin að einung-
is ákveðnir bankar gætu sett banka-
ábyrgðir og hvort ástæða væri til
að efast um getu Alþýðubankans til
að standa við skuldbindingar sínar.
Sagðist hann vgca undrandi á því
að einungis minnsti bankinn skyldi
rétta OLIS hjálparhönd. Það væri
óeðlilegt að svona stórt fyrirtæki
hefði ekki aðgang að ríkisbönkun-
um. Reksturinn væri góður og eig-
infjárstaðan traust. Varpaði hann
fram þeirri spumingu hvort að
menn, hópar eða klíkur hefðu það
mikil áhrif að þau gætu beitt banka-
kerfið þiýstingi. Taldi hann sjálfur
svo vera.
Jón Sigurðsson, viðskiptaráð-
herra, sagði að sér hefði verið til-
kjmnt um þessa umræðu með ör-
stuttum fyrirvara og væri það ekki
til þess fallið að koma á vitrænum
umræðum.
Hann sagði ljóst að tríínaðarbrest-
ur hefði orðið milli OLÍS og Lands-
bankans og Alþýðubankinn því sett
tryggingu fyrir olíufarmi fyrirtækis-
ins. Það hefði verið tilkynnt sovéska
bankanum en hann hefði gert at-
hugasemd um að Alþýðubankinn
væri ekki „correspondent bank“, þ.e.
tilkynntur sem viðskiptabanki.
Sendiráð íslands í Moskvu hefði
grennslast fyrir um þessi mál og
komist að þeirri niðurstöðu að deilan
snerist fremur um form en efni.
Gögn hefðu verið send til Moskvu
og ætti ekkert að vera því til fyrir-
stöðu að Alþýðubankinn sæi um
þessi mál. Viðskipti bankans og
OLÍS væm hins vegar ekki varanleg
heldur bráðabirgðafyrirgreiðsla.
Hann sagði Alþýðubankann hafa
gengið tryggilega frá þessum við-
skiptum og kröfum um viðskiptaör-
yggi væri fullnægt.
Verðlagsráð sjávarútvegsins:
Fyrirspumatími var i sam-
einuðu þingi í gærmorgun.
Meðal þeirra mála sem þar
komu til umræðu voru sala á
hlutabréfum rikisins i Útvegs-
bankanum og undirbúningnr
fyrir virðisaukaskattinn.
Sala Útvegsbankans
Guðmundur Ágústsson
(B/Rvk) spurði viðskiptaráðherra
hvort hlutabréf ríkisins í Útvegs-
banka íslands væru til sölu. Jón
Sigurðsson, viðskiptaráðherra,
sagði að skipuð hefði verið þriggja
manna nefnd til að kanna sölu á
hlutabréfum ríkisins í Útvegs-
banka íslands. Nafnverð þeirra
bréfa væri 764 m.kr. en auk þess
ætti Fiskveiðisjóður 200 m.kr.
hlut Hefði neftidin þrennt til við-
miðunar. í fyrsta lagi að gott
verð fengist fyrir bréfin en nafti-
verð þeirra taldi ráðherrann of
lágt. I öðru lagi skyldi með söl-
unni stuðla að sameiningu inn-
lánsstofnana í þriðja lagi ætti að
dreifa eignaraðild að bankanum.
Viðskiptaráðherra sagði að þær
innlánsstofnanir sem vildu eignast
bankann á þessum kjörum ættu
að hafa að því frumkvæði og sagði
forsvarsmenn hlutafélagabank-
anna hafa lýst áhuga á kaupum
á meirihluta bréfa ríkisins. Hluta-
bréfin væru til sölu með því skil-
yrði að það stuðlaði að sameiningu
banka.
Ef svo færi að forsvarsmenn
hlutafélagabankanna reyndust
ekki hafa áhuga þegar upp væri
staðið, sagðist Jón ætla að athuga
sameiningu Útvegsbankans við
ríkisbankana.
Samræmt mat
Alexander Stefánsson (F/Vl)
spurði fjármálaráðherra um sam-
ræmt kerfi fyrir fasteignamat og
brunabótamat en nefnd sem skip-
uð var 9. ágúst 1983 og skilaði
áliti 1985 lagði til að slíkt sam-
ræmt kerfi yrði tekið upp. Ólafur
Ragnar Grímsson sagðist vera
þeirrar skoðunar að það væri til
bóta að koma á einni stofnun sem
hefði með mat að gera. Hann
hefði ákveðið að leggja fram til-
lögu f ríkisstjóminni um stoftiun
nýrrar nefndar til að semja um
þetta lagafrumvarp.
Textasími
Þórhildur Þorieifsdóttir
(Kvl/Rvk) spurði samgönguráð-
herra hvort ætlunin væri að koma
á fót neyðarsíma, svokölluðum
textasfma, fyrir heymarskerta við
langlínumiðstöðina. Steingrímur
J. Sigfússon sagði að slíkur sími
yrði fljótlega tekinn í notkun fyrir
neyðartilvik, til reynslu í eitt ár.
Yrði hann einungis í notkun að
næturlagi. Að reynslutímanum
liðnum yrði málið í heild endur-
skoðað.
Undirbúningur
virðisaukans
Halldór Blöndal (S/Ne) spurði
fjármálaráðherra hvað liði undir-
búningi þess að virðisaukaskattur
yrði tekinn upp 1. janúar 1990
og hvemig þeim undirbúningi
væri háttað.
Ólafur Ragnar Grímsson sagði
að gildistöku laganna hefði verið
frestað til áramóta þar sem undir-
búningur reyndist flóknari en
áætlað hafði verið. Gildistakan
myndi m.a. hafa í för með sér
fjölgun starfsfólks í skattkerfinu
og þyrfti að reiða fram flármagn
til þess. Ætlunin væri að stofna
samstarfsnefnd sem fulltrúar
allra þingfiokka ættu sæti f til að
fylgjast með undirbúningnum.
Um frumvarpið sjálft sagði
fjármálaráðherra að rætt hefði
verið um hvort hafa ætti fleiri en
eitt skattþrep. Sú umræða héldi
áfram. Á ýmsum öðrum álitamál-
um þyrfti einnig að taka. Vænti
hann þess að á næstu mánuðum
gæti vinnan í samstarfsnefndinni
og þingflokkunum farið í gang
svo hægt yrði að gera þær breyt-
ingar sem nauðsynlegar væru.
Halldór Blöndal sagðist telja
að tvö þrep ættu að vera f virðis-
aukaskattskerfinu. Eitt fyrir mat-
væli og annað hærra fyrir aðrar
vörur. Þá væri æskilegt að athuga
hvort ekki væri hægt að tengja
aðstöðugjöld virðisaukanum.
Niðurfelling gjalda
af flotgöllum
Alexander Stefánsson (F/Vl)
spurði fj ármál aráðherra hvort
hann gæti notað heimild til að
fella niður söluskatt og vörugjald
af öiyggisbúnaði fiskskipa til að
fella niður gjöld af flotgöllum fyr-
ir sjómenn.
Ölafur Ragnar Grímsson sagði
að uppsafnaður söluskattur út-
gerðarinnar væri endurgreiddur
og næði það einnig til söluskatts
sem útgerðin hefði borgað ' af
flotgöllum. Þessi gjöld væru því
þegar endurgreidd í heildarendur-
greiðslunni.
Ráðherra hefði einnig heimild
til að fella niður söluskatt af þeim
búnaði sem væri viðurkenndur af
Siglingamálastofnun. Hún hefði
hins vegar ekki viðurkennt flot-
galla sérstaklega. Væri hann til-
búinn til að athuga niðurfellingu
söluskatts ef hún gerði það.
Rækjuverðið var hækkað um
8% en verð á hörpudiski óbreytt
Á FUNDI Verðlagsráðs sjávarútvegsins í gær, fimmtudag, var ákveð-
ið að hækka lágmarksverð á óskelfiettri rækju uni nálægt 8%. Hins
vegar er lágmarksverð á hörpudiski óbreytt, að sögu Lárusar Jónsson-
ar, framkvæmdastjóra Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda. Lár-
us sagði i samtali við Morgunblaðið að markaðshorfúr væru óvissar
varðandi bæði rækju og hörpudisk. Verð á rækju hefði lækkað á er-
lendum mörkuðum um 2 til 3% í erlendri mynt frá þvi i haust og verð
á hörpudiski hefði heldur lækkað i vetur.
Lárus Jónsson sagði að mikill sam-
dráttur hefði orðið í rækjuveiðum
vegna nýrra kvótareglna. Eini ljósi
punkturinn væri sá að um slðastliðin
áramót hefði verið 430 milljóna
króna inneign í rælqudeild Verðjöfn-
unarsjóðs. A fundi sjóðsins í gær,
fimmtudag, hefði verið ákveðið að
greiða 12% verðbætur á ftysta og
skelfletta rækju. Verðbætur á rækju
hefðu verið á bilinu 2 til 4% á árinu
1988 og um áramótin hefðu þær
verið hækkaðar í 9%.
Lárus sagði að I hörpudiskdeild
Veríljöfnunarsjóðs hefðu verið 88
milljónir króna til ráðstöfunar 1.
mars slðastliðinn og þar af væru 50
milljónir króna teknar að láni. Líklegt
væri að 12% verðbætur yrðu greidd-
ar af þessu fé fyrir árið 1988 og
fram á árið 1989.
„Hráefnisverð á hörpudiski var
hækkað um 7% í haust, þar sem
menn bjuggust við hækkun á erlend-
um mörkuðum," sagði Lárus. „Lítið
hefur hins vegar verið selt af hörpu-
diski I Bandaríkjunum að undanfömu
og verðið hefur heldur lækkað frá
því í haust. Þó hefur verið smá hreyf-
ing I sölu á hörpudiski I Frakklandi
og Austur-Asíu,“ sagði Lárus.
Eftirfarandi lágmarksverð gildir
frá 15. febrúar til 31. maí 1989 fyr-
ir óskelfletta rækju: 73 krónur fyrir
230 stykki eða færri í kg, 66 kiónur
fyrir 231 til 290 stykki í kg, 61,50
krónur fyrir 291 til 350 stykki í kg
og 27 kiónur fyrir 351 stykki eða
fleiri I kg.
Eftirfarandi lágmarksverð gildir
frá 15. febrúar til 31. júlí 1989 fyrir
hörpudisk: 17,30 krónur fyrir hörpu-
disk 7 sm á hæð og yfir og 13 krón-
ur fyrir hörpudisk 6 til 7 sm á hæð.