Morgunblaðið - 17.03.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.03.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1989 31 Framkvæmdir við Blönduvirkjun: Samið við Fossvirki og Hagvirki 200 manns vinna við Blönduvirkj- un í sumar LANDSVIRKJUN hefur samið við fyrirtækin Fossvirki sf og Hagvirki hf vegna framkvæmda við Blönduvirkjun sem hefjast eiga i næsta mánuði. Um er að ræða gerð Gilsárstíflu annars vegar og Blöndu- og Kolkustíflu hins vegar. Tilboð í verkin voru opnuð í lok janúar og hafa verið til endurskoðunar hjá ráðunaut- um Landsvirkjunar frá þeim tíma. Aðurnefnd fyrirtæki áttu lægstu tilboðin í verkin og reynd- ust þau einnig vera lægst eftir endurmat tilboðanna. Alls bárust átta tilboð í verkin ýmist annað eða bæði. Að loknum samanburði ákvað stjóm Lands- virkjunar að hefj'a samningaviðræð- ur við Fossvirki vegna byggingar Gilsárstíflu og Hagvirki vegna byggingar Blöndu- og Kolkustíflu. Viðræðunum lauk með samkomu- lagi sem undirritað var í gær. Aætlun Landsvirkjunar vegna Gilsárstíflu hljóðaði upp á rúmar 1.100 milljónir, en 952 milljónir vegna byggingar Blöndu- og Kolk- ustíflu. Halldór Jónatansson for- stjóri Landsvirkjunar sagði tilboðin í verkin verulega lægri en kostnað- aráætlun gerði ráð fyrir. Lagfæra þurfti tilboðstölur vegna ýmissa frá- vika og fyrirvara sem í tilboðum voru. Því verki er lokið og sá Verk- Frá undirritun verksamninga um framkvæmdir við Blönduvirkun. Við borðið sitja frá vinstri Jóhann Bergþórsson forstjóri Hagvirkis, Jóhann Már Maríusson aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, Halldór Jónat- ansson Forstjóri Landsvirkjunar og Páll Siguijónsson forstjóri Fossvirkis. fræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf um að yflrfara tilboðin í samvinnu við Byggingadeild Landsvirkjunar. Samið var við Fossvirki um fram- kvæmdir við Gilsárstíflu og er samningsupphæðin 957 milljónir króna. Þá var einnig samið við Hagvirki um Blöndustíflu og Kolk- ustíflu og er samningsfjárhæðin 885 milljónir króna. Norska fyrirtækið Veidekke átti næstlægsta tilboðið í gerð Gilsárst- íflu og Fossvirki næstlægsta tilboð- ið í Blöndu- og Kolkustíflu. Fiskverö á uppbodsmörkuóum 16. mars. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Haesta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 48,00 42,00 44,94 21,829 980.984 Þorskur(óst) 45,00 30,00 42,20 13,291 560.845 Ýsa 73,00 35,00 59,01 6,307 372.146 Ýsafósl.) 41,00 41,00 41,00 0,225 9.225 Karfi 31,00 18,00 31,81 4,110 126.630 Ufsi 21,00 15,00 20,60 8,485 174.833 Lúða 270,00 195,00 302,60 0,345 104.400 Steinbitur 26,00 15,00 17,00 0,630 10.710 Koli 36,00 36,00 36,00 0,040 1.440 Skötuselur 180,00 180,00 180,00 0,060 10.800 Lax 310,00 301,00 305,91 0,161 49.251 Hrogn 160,00 160,00 160,00 0,300 48.000 Samtals 43,75 56,190 2.458.579 Selt var aðallega úr Náttfara HF, Frey ÁR, Guðrúnu Björgu ÞH og frá Stakkholti hf. I dag verður m.a. selt úr Stakkavik ÁR. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 50,00 27,00 39,79 84,469 3.361.218 Þorsk(ósl.l.bL) 37,00 37,00 37,00 0,418 15.466 Þorsk(ósl.ln) 39,00 37,00 37,77 4,601 173.796 Ýsa 51,00 32,00 42,17 6,522 275.009 Ýsa(ósL) 24,00 24,00 24,00 0,063 1.512 Karfi 30,00 18,00 21,69 9,390 203.678 Ufsi 20,00 15,00 17,94 1,777 31.875 Steinbítur 15,00 12,00 14,60 9,966 145.478 Skarkoli 58,00 28,00 52,64 0,235 12.370 Rauðmagi 55,00 50,00 50,39 1,325 66.764 Hrogn 155,00 155,00 155,00 0,043 6.665 Samtals 36,31 118,966 4.319.446 Selt var aðallega úr Þorláki ÁR, Þresti BA og frá Heimaskaga. I dag veröur selt úr bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. - Þorsk(2-4n) 30,00 30,00 30,00 3,000 90.000 Þorskur(ósL) 50,50 33,00 44,36 38,193 1.694.192 Ýsa 85,00 20,00 63,22 15,502 980.105 Karfi 32,00 14,00 29,79 4,129 122.995 Ufsi 20,00 8,00 16,63 2,180 36.263 Steinbítur 20,00 15,00 15,08 1,353 20.413 Langa 29,50 29,50 29,50 0,600 17.700 Lúða 350,00 210,00 289,00 0,119 34.461 Skarkoli 42,00 30,00 35,86 0,350 12.564 Keila 8,00 8,00 8,00 2,080 16.640 Hrogn 135,00 135,00 135,00 0,032 4.310 Samtals 44,81 67,787 3.037.763 Selt var aðallega úr Eldeyjar-Boða GK, Sæljóni RE, Sighvati GK, Guðbjörgu RE, Mána HF, Hegra KE og Jennýju KE. 1 dag verða meðal annars seld 120 tonn, aðallega af karfa og ufsa, úr Aðalvík KE og 20 kör, aöallega af þorski, úr Má GK. SKIPASÖLUR í Bretlandi. 13. til 17 mars. Þorskur 64,30 361,570 23.250.419 Ýsa 90,82 24,940 2.265.117 Ufsi 46,16 2,630 121.391 Karfi 41,46 3,860 160.048 Koli 110,14 1,110 122.260 Grálúða 113,06 1,300 146.981 Blandað 50,71 15,273 774.494 Samtals 65,36 410,683 26.840.710 Selt var úr Höfðavík AK og Ólafi Jónssyni GK í Hull á fimmtudag. GÁMASÖLUR í Bretlandi 13. til 17. mars. Þorskur 71,47 525,650 37.568.736 Ýsa 85,99 347,925 29.916.716 Ufsi 39,27 21,300 836.492 Karfi 43,74 21,950 960.001 Koli 97,16 111,000 10,785 Blandaö 64,29 111,178 7.148.098 Samtals 76,58 1.139,4 87.257.333 Fyrirhugað er að framkvæmdir við stíflumar nefjist í apríl og að verkinu verði að mestu lokið undir lok ársins 1990, en taka á Blöndu- virkjun í notkun haustið 1991. Gert er ráð fyrir að um 200 manns verði við vinnu á virkjunarsvæðinu nú í sumar og næsta sumar verði þar nær 400 manns við vinnu. Hreinn meirihluti Vöku í Stúdentaráði: Akvarðanataka mun ganga hraðar fyrir sig - segir Siguijón Þ. Arnason í FYRSTA sinn á þessum áratug hefúr nú ein stúdentahreyfing hreinan meirihluta í Stúdentaráði Háskóla íslands, en Vaka, féiags lýðræðissinnaðra stúdenta, hefúr nú 16 fúlltrúa af 30 eftir kosning- ar á miðvikudag. Það hefúr meðal annars í för með sér að stjómar- myndunarviðræður milli fylkinga era ekki nauðsynlegar, en í fyrra tóku samstarfsviðræður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, og Röskvu, samtaka félagshyggjufólks, heilan mánuð áður en sam- komulag náðist um skiptingu embætta á milli hreyfinganna, sem þá höfðu 15 fúlltrúa hvor i ráðinu. „Það segir sig sjálft að þegar hljómgrunn. Við munum nú halda hreinn meirihluti einnar fylkingar er við stjóm, er betur stjómað. Slíkur meirihluti starfar betur saman en einhvers konar sam- steypustjóm; ákvarðanataka geng- ur hraðar fyrir sig og ágreinings- mál innan stjómarinnar eru leyst innan hennar á skjótari hátt en annars," sagði Siguijón Þ. Áma- son, efsti maður á lista Vöku til Háskólaráðs, sem einnig á sæti í Stúdentaráði. Siguijón sagði að sigur Vöku sýndi að stúdentar treystu félaginu vel til að fara með stjómartaumana í hagsmunabaráttu fyrir þeirra hönd. „Okkar stefna á greinilega áfram góðu starfí Vökustjómar- innar, sem sat í vetur, og leggja áherzlu á að koma baráttumáium okkar í framkvæmd. Brýn verkefni eru til að mynda endurskoðun framfærslugrunns námslána og framkvæmdir í dagvistarmálum stúdenta. Við munum líka halda áfram á þeirri braut að styðja við deildar- og skorarfélög nemenda og gera það sem við getum til að hjálpa þeim að halda uppi öflugu starfí,“ sagði Siguijón. Vökumenn munu nú hefjast handa að velja fólk í nýja stjóm SHÍ. Skilafundur fráfarar.di stjóm- ar verður væntanlega 1. apríl. Orðið pólitík hefttr neikvæðan stimpil - segir Ólöf Ýr Atladóttir „ÞAÐ gefúr auga leið að þetta eru mikil vonbrigði," sagði Ólöf Yr Atladóttir, efsti maður á lista Röskvu, samtaka félagshyggju- fólks í Háskólanum er hún var innt eftir viðbrögðum Röskvu við úrslitum kosninganna til Stúdentaráðs í fyrradag. í kosningunum missti Röskva töluvert fylgi, fékk 39,9% greiddra atkvæða miðað við 44,4% í fyrra. „Við erum ekki komin svo langt að vera farin að leita skýringa á þessum ósigri, en við munum að sjálfsögðu setjast niður og athuga rækilega okkar gang,“ sagði Ólöf Ýr. „Eg held að stúdentapólitíkin endurspegli alltaf pólitíkina úti í þjóðfélaginu og margir málsmet- andi menn eru mér sammála um það. Skýringin gæti verið að ein- hveiju leyti sá neikvæði stimpill, sem orðið pólitík hefur fengið á sig. Það er bjargföst skoðun okkar að það sé ekki hægt að útiloka þetta orð, pólitík, úr hagsmunabar- áttu stúdenta, þótt ekki sé um flokkspólitík að ræða. Þetta orð, sem í rauninni þýðir bara stjóm- mál, virðist vera orðið svona nei- kvætt." _ ólöf Ýr sagði að Röskva hygðist veita öfluga stjómarandstöðu næsta vetur. „Við verðum að sjálf- sögðu vel með á nótunum í Stúd- entaráði og veitum stjóminni að- hald. Við ætlum að halda áfram að vinna að þeim málum, sem við teljum að séu góð. Við bregðumst ekki því trausti sem þeir, sem kusu okkur, sýndu okkur.“ Eitt verka Grétars Reynisson- ar. Grétar Reynisson sýnir í Nýhöfti GRÉTAR Reynisson opnar myndlistarsýningu í Nýhöfii, Hafnarstræti 18, á morgun, laugardaginn 18. mars klukkan 14.00. Á sýningunni verða stór olíu- málverk og teikningar. Verkin eru unnin á þessu og síðastliðnu ári. Grétar fæddist árið 1957. Hann stundaði nám við Mjmdlista- og handiðaskóla íslands á árunum 1974-1978 og veturinn þar á eft- ir dvaldi hann í Amsterdam. Þetta er sjötta einkasýning Grétars, en hann hefur einnig tekið þátt í mörgum samsýning- um hér heima og erlendis. Grétar er einnig þekktur fyrir gerð leikmynda, síðast „Stór og smár“ og „Bílaverkstæði Badda“ í Þjóðleikhúsinu og á síðasta ári „Hamlet“ hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga frá klukkan 10—18 og um helgar frá klukkan 14—18. Henni lýkur 5. apríl. Blásýra í vínberjum Hollustuvernd ríkisins hafa borist hjálagðar upplýsingar frá bandarisku matvælastofii- uninni (FDA, Food and Drug Administration) þar sem fram kemur að blásýra (cyanide) hafi fúndist í vfnbeijum. Blásýra fannst í tveimur rauð- um vfnbeijum sem flutt voru til Bandarílqanna frá Chile, en vínber frá Chile eru nú víða til sölu og einnig hér á landi. Magn blásýru sem fannst í beijunum var langt undir þvi sem þarf til að valda skaðlegum áhrif- um. Einnig skal upplýst að hýði beijanna var með greinilegum skemmdum, mistlitað og auk þess var á þeim_ hringlaga efnaútfell- ing. Námskeið fyrir trompetleikara Tónlistarskólinn á Akranesi og Tónastöðin gangast fyrir námskeiði fyrir trompetleikara á Akranesi dagana 19. til 21. mars nk. Leiðbeinandi er breski trompetleikarinn Lyn- don Chapman sem hefúr nú nokkur siðastliðinn ár ferðast um heiminn og haldið nám- skeið. Chapman sem er þrítugur að aldri, hefur m.a. leikið með Lon- don Philharmonic orchestra, BBC og Royal Opera House hljómsveit- unum. A námskeiðinu á Akranesi verður farið í helstu þætti tromp- etleiks, auk þess sem að leikin verða ýmis smærri samspilsverk fyrir tropet. Nýlistasafnið: Svala Sigur- leifsdóttir með sýningu í EFRI sal Nýlistasafiisins sýnir Svala Sigurleifsdóttir ljós- myndir teknar í safninu síðustu fímm árin. Ljósmyndimar eru svart-hvítar en litaðar með olíulitum. Sýningin stendur dagana 18. marz til 2. apríl. Kökubasar JC ÁRBÆR verður með köku- basar í Blómavali, Sigtúni, á morgun, laugardaginn 18. mars, klukkan 11. (Fréttatilkyiunng)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.