Morgunblaðið - 17.03.1989, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1989
53
I
;
Þessir hringdu . .
íslenska harmónikku-
tónlist í útvarpið
Jóhann hringdi:
Þið sem stjómið harmónikku-
þættinum ættuð að skammast
ykkar hvað þið emð ókurteisir við
íslensku harmónikkuleikarana.
Menn eins og Bragi Hlíðberg,
Örvar Kristjánsson, Anton og
fleiri, hvers eiga þeir að gjalda?
Hneyksluð á Guðrúnu
Helgadóttur
Kona hringdi:
Ég er að rifna af vonsku út af
hvalaþættinum í Sjónvarpinu á
þriðjudagskvöld. Mig langar að
fá svar við þeirri spumingu hvem-
ig forseti sameinaðs Alþingis geti
leyft sér að koma fram í sjón-
varpi sem talsmaður þeirra sam-
taka sem leynt og ljóst vinna gegn
hagsmunum íslendinga og hafa
þegar valdið atvinnuleysi matgra.
Þetta er alveg fyrir neðan allar
hellur að forseti sameinaðs Al-
þingis skuli geta leyft sér þetta.
Nokkur orð um ketti
Annar borgarbúi hringdi:
Af hveiju verða flækingskettir
til? Vegna þess að heimiliskatta-
eigendur leyfa þessum svokölluðu
heimilisköttum að ganga lausum
alla daga út um allt og ekki era
allir kettir svo heppnir að vera
geltir eins og kötturinn hennar
Guðrúnar S. Jónsdóttur. Þar sem
ég bý í grónu hverfí er það engin
tilviljun að hér sést varla fugl.
Eftir hvatningu frá Sólskríkju-
sjóði reyndum við margsinnis að
gefa smáfuglunum hér í garðinum
hjá okkur í vetur, en hvað, fugl-
amir sátu á húsþökunum og
horfðu á komið á meðan kettimir
spókuðu sig í garðinum, og tek
ég fram að ég á ekki kött. En
einhvemveginn virðist garðurinn
hjá okkur vera mjög góður sam-
komustaður nágranna katta okk-
ar sem allir fá að flakka inn og
út um opna glugga hjá þessum
dýravinum sem era í vinnunni alla
daga allan daginn. Ég kom á
heimili um daginn þar sem heimil-
isköttur er elskaður af eiganda
sínum og fær nóg að éta, en fugls-
hræ á bak við stói var það fyrsta
sem gestkomandi rak augun í.
Drápseðlið í þessum dýram er það
sama hvort sem þeir fá nóg að
éta eða ekki. Mér fínnst að það
eigi að gilda sömu reglur um ketti
og hunda, og hafíð þið það.
Gáttuð á framkomu
Guðrúnar
Sigrún Karlsdóttir hringdi:
Alveg var ég gáttuð á fram-
komu Guðrúnar Helgadóttur í
Sjónvarpinu þriðjudagskvöldið.
Þar kom hennar innri maður í ljós.
Maður sem ég hef aldrei séð áð-
ur. Ég hugsaði með mér að það
væri eins gott að hún væri ekki
með steina í vasanum, þá hefði
hún lfklega grýtt einum í Magnús
fyrir vonda mynd, einum í Hjör-
leif af því hann mætti ekki á
Iandsfund Alþýðubandalagsins og
gat því ekki skipt um persónuleg-
ar skoðanir og síðasta steininum
í Jakob af því hann vill tæplega
trúa á að vinir Guðrúnar í Green-
peace séu verðir vináttu hennar
eða annarra manna _sem eiga
lífsafkomu sína hér. Ég klappa
fyrir Magnúsi Guðmundssyni fyrir
að hafa hugsjón, drift og dug til
að gera slíka mynd. Betra væri
að hugsjónin entist sumum
pólitíkusunum lengur og betur.
Auglýsingar ríkissjóðs
Sigurður Jónsson hringdi:
Mér er spum. Era til ótæmandi
peningar fyrir auglýsingum um
spariskírteini ríkissjóðs? Manni
blöskrar alveg allar þessar sjón-
varpsauglýsingar og heilsíðuaug-
lýsingar.
Góðmynd
2676-0852 hringdi:
Hann á þakkir skildar sá sem
gerði myndina Lífsbjörg í Norður-
höfum. Það er gott að sjónarmið
þessara landa komi fram. Aftur á
móti var umræðuþátturinn á eftir
alveg ómögulegur. Og sérstaklega
þau Guðrún Helgadóttir og Þor-
leifur Einarsson. Það hefði þurft
að fá einhveija í þáttinn sem vit
hafa á málunum.
Kötturinn er horfinn
Smávaxin læða hvarf frá heim-
ili sínu við Túngötu 20, Álftanesi,
aðfaranótt sunnudags. Hún er
hvít, drapplituð, brún, grá og
svört á lit og eymamerkt R-8106.
Ef einhver hefur séð til hennar
eða veit hvað orðið hefur um hana,
þá vinsamlegast hringið í síma
651831 síðdegis og á kvöldin.
Flöskumóttaka?
Guðrún Bjarnadóttir
hringdi:
Mig langar til að vita hvort
ekki sé einhvers staðar flöskumót-
taka þar sem tekið er á móti flösk-
um undan saft, áfengi og fleira.
Siðaðfólkí
umræðuþættina
Hlustandi hringdi:
Væri til of mikils mælst að fóik
sem kemur fram í fjölmiðlum í
umræðuþáttum eins og á þriðju-
dagskvöldið um myndina
Lífsbjörg í Norðurhöfum grípi
ekki fram í hvert fyrir öðra. Þetta
telst menntað fólk og á að vera
vel siðað, en er það svo? Hefði
stjómandi þáttarins ekki átt að
skammta hveijum sinn tíma og
banna öll framíköll?
Köflótt ullarkápa tapaðist
Síð, köflótt ullarkápa, blágræn
og Qólublá, fannst ekki á Hótel
íslandi eftir að fatahengismiði
tapaðist. Ef einhver kannast við
að hafa fundið miðann og tekið
kápuna, þá vinsamlegast hringið
í síma 53916.
Góðir þættir á Stjörnunni
Steinunn Ólafsdóttir hringdi:
Mig langar til að koma á fram-
færi þakklæti til þeirra á Stjöm-
unni fyrir frábæran þátt um Þór-
berg Þórðarson, í umsjá írisar
Erlingsdóttur og skemmtilegum
flutningi Emils Gunnars Guð-
mundssonar, sl. sunnudag. Einnig
var skemmtilegur þátturinn I
hjarta borgarinnar með Hjalta
Þórarinssyni lækni. Það væri
gaman ef hægt væri að endur-
fljdja þessa þætti.
Valsstelpur vantar
stuðning
Ragnheiður hringdi:
Það era 10-12 ára stelpur sem
æfa reglulega handbolta hjá Val
og era mjög áhugasamar. Þeim
hefur verið lofað þjálfara, en hann
mætir aldrei. Mér fínnst þetta illa
farið með áhugasamar stelpur,
sem alltaf mæta að ekkert skuli
vera stutt við bakið á þeim.
¥Viðtalstími borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins i Reykjavík ‘f
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
verða til viðtals f Valhöll, Háaleitisbraut 1,
á laugardögum f vetur frá kl. 10-12.
Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurn-
um og ábendingum.
Allir borgarbúar eru velkomnir.
Laugardaginn 18. mars verða til viðtals Jóna Gróa Sigurðardóttir, formaðuratvinnumálanefnd-
ar, í stjórn bygginganefndaraldraðra og SVR, Guðmundur Hallvarðsson, formaður hafnar-
stjórnar, og Guðrún Zoéga, í stjórn veitustofnana, skólamála- og fræðsluráði.
w w w w w w w W! w-' w y w u
f f I f I I f f % S' 5 5 #
Stjörnukort
með ítarlegum,
skriflegum texta
Persónukort:
Lýsir persónuleika þínum, m.a. grunntóni, tilfinningum, hugs-
un, ást og vináttu, starfsorku og framkomu.
Fromtíöarkort:
Lýsir hverjum mánuði næstu 12 mán., bendir á jákvæða mögu-
leika og varasama þætti.
Samskiptakort:
Samanburðarkort tveggja einstaklinga, maka, barna, náinna
vina. Þekkir þú þarfir fólksins, sem þú umgengst mest?
^ýUomtö4*'
Stórkostlegt Orval af bókum
Dæmi um nokkra titla í stjörnuspekibókum:
Hver er ég?
Yfirgripsmesta bók, sem til er um stjörnuspeki á islensku. Farið í gegnum öll
stjörnumerkin, „húsin" og sögu stjörnuspekinnnar.
Moon Signs
Bók um tunglmerkin, útskýringar á þeim og hvaða áhrif þau hafa á persónuleika
okkar.
Trnnsits: The Time of your Life
Bók um framvindu plánetanna og áhrif þeirra á líf okkar í heild á öllum tfmum.
Twelve Houses
Ein besta bók, sem skrifuð hefur veirð um „húsin“ í stjörnukortunum. Nauðsynleg
öllum áhugamönnum.
Houses and Personnlity Development
Bók um „húsin" og áhrif þeirra á þróun persónuleika okkar.
Romnncing the Stnrs
Parna skrifar Penny Thornton um stjörnurnar og áhrif þeirra á rómantíkina í lífi okkar.
Snturn: A Hew look ot on old Devil
Bók um þessa erfiöu plánetu Satúrnus, sem sett hefur hömlur á okkur.
Dæmi um nokkra titla í
heilsufræði- og náttúrulækningabókunv.
Candida Albicans
Ert þú einn af þeim þúsundum, sem er alltaf „veikur" án þess að geta fundið
hver ástæðan er? Candida Albicans getur verið ástæðan fyrir krónískum sjúk-
dómseinkennum fólks á öllum aldri af báðum kynjum. Þessi bók getur leyst vanda-
mál þín.
Food Combining for Heolth
Við erum það sem við borðum og í þessari bók er bent á leiðir í mataræði, sem
stuðla að bættri heilsu.
Crystol Heoling
í þessari bók er kennt hvernig hægt er að nota steina til lækninga.
Your Hunds con Henl
í þessari bók er kennt, hvering aliir geta lært að verða leiðarar fyrir lækningaorku,
til að lækna sjálfa sig og aöra.
Hew Self-Help/Hendoches - Migrone
Lærðu að hjálpa sjálfum þér til að losna við höfuðverk og mígreni.
Hew Self-Help/High Blood Pressure
Lærðu að vinna að lækkuöum blóðþrýsmgi, án hefðbundinna lyfja.
Hew Self-Help/Futigue
S'fellt þreytt(ur)? Lærðu nýjar leiðir til að nýta orku þína betur.
Hew Self-Help/Varicose Veins
Leiðir til að vinna á æðáhnútávandamálinu, án uppskurðar.
★ Höfum einnig ýmsar aðrar áhugaverðar bækur á ensku
og fslensku.
★ Sendum í póstkröfu hvert á land sem er, bæði kort og
bækur.
★ Verðum með fullkominn bókalista um næstu mánaðamót
- Hringdu og við sendum þér hann.
★ Veitum allar upplýsingar um námskeið Gunnlaug Guð-
mundssonar í stjörnuspeki.
★ Líttu við á Laugaveginum og úrvalið af bókum mun koma
þér á óvart.
STJ0RNUSFEKI
►STÖ£nN
LAUGAVE6I 66 SIMI 10377 1