Morgunblaðið - 17.03.1989, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1989
47
Sýningin sló nýtt miðasölumet og
á hveijum degi er seld upp vika.
Nú er uppselt fram að áramótum."
Magnús Ragnarsson sagði það
óráðið hvaða verkefni hann tæki
við þegar hann heldur til Banda-
ríkjanna eftir páskahátíðina.
VARAHLUTIR!
TÆKNIFRAMFARIR
Streitu-eyðandi
gleraugu
Streitu-eyðandi gleraugu" eru
nýjasta æðið á frönsku rívíe-
runni en þrátt fyrir að þar syðra
þurfi menn ekki að lifa við enda-
laust skammdegi, hamslaus illviðri,
sívaxandi verðbólgu og linnulausa
óstjórn kvarta franskir lífsnautna-
menn og erlendir starfsbræður
þeirra mjög yfir því óhóflega álagi
sem fylgir algjöru iðjuleysi og þrot-
lausri sóldýrkun. Gleraugun eru
þeirrar náttúru að þau skipta litum,
sem mun hafa hreint dæmalaust
róandi áhrif á sálartertrið en þeim
fylgja einnig heymartól í hveijum
hljómar streitu-eyðandi tónlist.
Ekki verður betur séð en að þetta
fjölmúlavíl komi að tilætluðum not-
um ef marka má myndina af þess-
um yfirveguðu og rólyndislegu
frönsku ungmennum.
sínum störf á hótelum á meðan
þeir eru í námi. Lovísa vann eitt
sumar í Sviss og annað i Dan-
mörku. „Mig var farið að langa
heim og þess vegna hef ég ekki
sóst eftir störfum erlendis. En einn
íslenskur skólafélagi minn, Ámi
Sigurbergsson, er búinn að festa
sér vinnu á skemmtiferðaskipi
þegar hann lýkur námi.“
Lovísa tók undir að hótelnám
er tískufag. Tveir íslendingar, Jó-
hannes Jóhannesson og Þórður
Kristleifsson, útskrifuðust úr IH-
TTI um leið og hún og átta íslend-
ingar eru enn við nám í skólanum.
Landamir halda vel hópinn og
stóðu til dæmis fyrir veglegu ís-
landskvöldi í skólanum skömmu
eftir áramót. „Hótelnámið er enn
ekki neins metið á íslandi," sagði
Lovísa.„Reynsla en ekki próf í
hótelstjórn ræður í hvaða launa-
flokki maður lendir. Mörgumí„hót-
elbransanum" þykir námið óþarfi
og sagt er að maður læri fagið
best af reynslunni. En það á eftir
að koma í ljós hvers virði það er
þegar nokkuð stór hópur af
menntuðu fólki er kominn heim.
Þá verður hægt að gera saman-
burð. Það er mikið undir okkur,
sem höfum farið út í þetta nám
og erum nú á leið heim, komið
hvemig menntunin verður metin
í framtíðinni. Mér þykir ekki ólík-
legt að þá verði sá valinn í hótel-
starf sem hefur lokið prófi í hótel-
rekstrarfræði frekar en hinn sem
hefur lagt stund á eitthvað annað.“
Nýtt frá
IILSANDER
Eini handáburöur-
inn á markaðnum
með
"LIPOSOME”
Útsölustaðir:
• CLARA Laugavegi og Kringlunni
• BYLGJAN Laugavegi og Kópa-
vogi
• HYGEA Laugavegi og Reykja-
víkurapóteki
• SARA Bankastræti 8
• MIRRA Hafnarstræti 17
• GJAFA- OG SNYRTIVÖRU-
BÚÐIN Suðurveri
• NANA Völvufelli og Hólagarði
• SNYRTIHÖLLIN Garðabæ
• ANNETTA Keflavík
• VÖRUSALAN Akureyri
• NINJA Vestmannaeyjum
• SELFOSS-APÓTEK
Vönduð heildarútgáfa AB á Ijóðum Tómasar Guð-
mundssonar — óskaskálds Reykjavíkur. Glœsilega
innbundið með kápuskreytingu eftir listamanninn
Torfa Jónsson.
Kristján Karlsson skrifar afar glöggan og skarpsýnan
formála sem gefur okkur ómetanlega innsýn í hugar-
heim skáldsins.
Kvœði Tómasar skipa veglegan sess í hugum íslend-
inga og œttu að vera sjálfsögð á hverju heimili.
Fermingargjöf sem njóta má um aldur og cevi.