Morgunblaðið - 17.03.1989, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 17.03.1989, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1989 Reuter Vestur-þýska lögreglan birti þessa mynd í gær af útvarps- og segul- bandstæki, sem fannst þegar um tíu Palestinumenn voru handteknir í október árið 1988. í tækinu hefúr verið komið fyrir sprengiefiii með þræði, sem myndi valda sprengingu við aukin loftþrýsting. Vestur-þýska lögreglan sendi samgönguyfirvöldum i Bretlandi slika mynd. Lockerbie-slysið: Sendu viðvönin sem barst mánuði of seint Lundúnum. Reuter. BRESK samgönguyfírvöld sendu bandariska flugfélaginu Pan Am viðvörun um fyrirhugað sprengjutUræði hryðjuverkamanna tveim- ur dögum áður en Boeing 747-þota félagsins sprakk i loft upp yfir Skotlandi með þeim afleiðingum að 270 manns fórust. Flugfé- laginu barst viðvörunin hins vegar mánuði of seint. Talsmenn Pan Am í Lundúnum og New York skýrðu frá þessu í gær. Þeir sögðu að bréfleg viðvör- un, sem bresk samgönguyfirvöld hefðu sent 19. desember, er annir pósthúsa voru hvað mestar fyrir jólin, hefði ekki borist fyrr en 17. janúar. Flugfélaginu hefði verið ráðlagt að leita að sprengjum í útvarps- og segulbandstælq'um en þannig sprengja varð þess vald- andi að Boeing-þotan hrapaði skammt frá bænum Lockerbie 21. desember á leið til New York frá Lundúnum. í bréfinu var sprengjunni lýst nákvæmlega en yfirvöld héldu við- vöruninni leyndri þar til í gær er breska dagblaðið Daily Mirror skýrði frá henni og samgöngu- ráðuneytið breska staðfesti frétt- ina. John Prescot, talsmaður Verkamannaflokksins í sam- göngumálum, sakaði ríkisstjómina um yfirhylmingu og sagðist ætla að taka málið upp á þingi. TRIUMPH-ADŒR TA 2008 Ijósritunarvélin er létt, meðfærileg hljóðlát og einkar einföld í notkun. smá og kná TA 2008 vinnuþjarkur er lætur fara lítið fyrir sér. TA Ijósritunarvélar verð frá kr. 45.400.- Tillaga Ólafe R. Grímssonar um afyopnunarviðræður: Frumkvæði íslendinga vek- ur athygli í Sovétríkjunum - segir í frétt sovésku TASS-fréttastofiinnar TILLAGA Ólafs Ragnars Ráðstefna um öryggi á norðurslooum: Afvopnunarvið- ræður verði undir- búnar á Islandi - sagði Ólafiir Ragnar Grímsson ÓLAFUR Ragnar Grimsson Qármálaráðherra sagði á ráðstefnu í Ósló um síðastliðna helgi að vigvæðing á og i höfunum væri helsta ógnunin við öryggi Norðurlanda. Hvatti hann til þess að ríkisstjóm- ir Norðurlanda beittu sér i sameiningu fyrir formlegum samningavið- ræðum um leiðir til að draga úr flotaviðbúnaði á norðurslóðum og lagði til að ráðstefha um þetta yrði haldin á íslandi. Að sögn norska blaðsins Aften- mikilvægur liður í vamarstefnu posten lagði Ólafur Ragnar til að viðræður um afvopnun á norður- slóðum yrðu undirbúnar með sér- stakri ráðstefnu á íslandi. Kvaðst fjármálaráðherra, sem kom beint úr heimsókn sinni til Sovétríkjanna á ráðstefnuna, telja að Bandaríkin, Kanada, Sovétríkin og stærstu ríki Vestur-Evrópu ættu að taka þátt í viðræðunum, sem hann taldi eðli- legt framhald af viðræðum um fækkun kjamorkuvopna og niður- skurð hefðbundins vfgbúnaðar f Evrópu. Atlantshafsbandalagsins en hins vegar væri herafli Varsjárbanda- lagsins einkum miðaður við land- hemað. Sovéskur herforingi, Gelíj Bat- enfn, skýrði frá því að Sovétmenn hygðust taka 71 skip úr notkun fyrir lok næsta árs. Kvað hann þriðjung þessara skipa heyra undir Norðurflota Sovétmanna en höfuð- stöðvar hans eru á Kóla-skaga. Sagði hann ráð fyrir því gert að 45 skipum og 26 kafbátum yrði lagt. JohaiLjjgmj Holst kvaðst iSk Frétt Morgunblaðsins frá því á miðvikudag um tillögu Ólafs Ragnars Grímssonar jQármálaráðherra sem hann kynnti á ráð- stefiiu i Ósló. þess efhis að fram fari viðræður um afvopnun i norðurhöfum hefúr vakið athygli í Sovétríkj- unura að sögn sovésku frétta- stofúnnar TASS. Ólafúr Ragnar lét þessi ummæli falla á ráð- stefnu um öryggi á norðurslóð- um sem fram fór í Ósló um síðustu helgi. Fjármálaráðherra lagði ennfremur til að afvopnun- arviðræðumar yrðu undirbúnar með sérstakri ráðstefnu á ís- landi. TASS-fréttastofan birti síðastliðinn mánudag frétt um ummæli Ólafs Ragnars, sem rit- uð er af ónefndum fréttaritara í Moskvu, og fer hún hér á eftir: Frumkvæði ríkisstjómar íslands í þá veru að haldin verði alþjóðleg ráðsteftia um flotastyrk á Norður- Atlantshafi og um hugsanlega af- vopnun í norðurhöfum hefur vakið athygli í Sovétríkjunum. Þetta er talið til marks um aukinn áhuga Norður-Evrópubúa á auknu trausti og öryggi til að unnt reynist að treysta stöðugleika bæði á hemað- ar- og stjómmálasviðinu í þessum heimshluta. Ólafur Ragnar Grfmsson, flár- málaráðherra íslands, kynnti frum- kvæði þetta í Ósló á fundi fulltrúa ríkja Norður-Evrópu, Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna um örygg- isvandann í Norður-Evrópu. Hann vakti sérstaka athygii á því að slík ráðstefna gæti tekið til athugunar leiðir til að skera niður vígbúnað í norðurhöfum og að unnt yrði að skipuleggja dagskrá og fyrirkomu- lag slíkra samningaviðraéðna, sem tengdar yrðu öðrum vandamálum samfara afvopnun í Evrópu. Sovéskir stjómarerindrekar benda á mikilva^gi þessarar yflrlýs- ingar sem og á mikilvægi nýlegrar yflrlýsingar Hermannsson, forsæt- isráðherra íslands, þess efnis að engin lq'amorkuvopn verði staðsett á íslandi hvorki á stríðs- né fríð- artímum. Síðustu yfirlýsingar ís- lendinga á sviði utanríkismála eru í samræmi við ræðu Míkhaíls Gorb- atsjovs í Múrmansk í október 1987 er hann bauð norrænum ríkjum „að ræða löngu tímabærar spumingar á sviði öryggismála". „Ráðstefnan, sem ríkisstjóm ís- lands hefur lagt til að verði haldin, gæti orðið til þess að koma á bein- um viðræðum um takmarkanir flotaumsvifa og niðurskurð vígbún- aðar í norðurhöfum svo framar- lega, að sjálfsögðu, sem öll ríki er hlut eiga að máli taka þátt í henni, þar með talin Bandaríkin," sögðu starfsmenn sovéska utanríkisráðu- neytisins í samtali við stjómmála- fréttaritara (diplomatic corre- spondent, innskot Morgunblaðsins) TASS. „Sovétríkin eru tilbúin til að leggja sitt af mörkum í þessum tilgangi". Awglýsendm atiingiA Síðasta blað fyrir páska kemur út á skírdag 23. mars. Fyrsta blað eftir páska kemur út miðvikudaginn 29. mars. Morgunblaðinu fylgja þennan dag blöðin: Víðskiptl/Atwinna og Á dagskrá. Auglýsingar í skírdagsblaðið þurfa að hafa borist auglýsingadeild Morgunblaðsins fyrir kl. 16.00 þriðjudaginn 21. mars. Æskilegt væri ef pantanir bærust fyrir mánudag 20. mars. Einar J. Skúlason hf. Grensásvegi 10, simi 68-69-33

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.