Morgunblaðið - 21.03.1989, Page 56

Morgunblaðið - 21.03.1989, Page 56
56 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1989 C félR I' fréttum Þingkonuefhi vísaðafþingi Hsu Shao-Tan, 28 ára gömul sýningarstúlka, sem hefur lýst því yfír að hún ætli að bjóða sig fram í næstu þingkosningum í Tævan, er hér flutt úr þinghúsinu í Taipei eftir að hafa reynt að ryðj- ast inn í það á gegnsæjum brúðar- kjól. Hsu hefur margsinnis veitt •tjáningarþörf sinni útrás með því að bera líkama sinn með listrænum og tilþrifamiklum hætti. Sjálfsbjargarviðleitni wmummmmmm . - - ~ IITSALA á kuldaúlpum og skíðaanórökum. Helmings afsláttur. Don Cano-búðin, Glæsibæ, sími 82966. XJöföar til JLX fólks í öllum starfsgreinum! £ Morgunblaðið/ólafur Bemódusson. Foreldrar Guöbjargar tóku viö verðlaunagrip úr höndum Sigurlaug- ar Hermannsdóttur, formanns IJSAH. SKAGASTRÖND Guðbjörg Gylfadóttir íþróttamaður ársins ÞING Ungmennasam- ■ bands Austur-Húnvetn- inga var haldið á Skagaströnd 12. mars síðastliðinn. Þá voru tilkynnt úrslit í kjöri íþróttamanns ársins innan USAH. Guðbjörg Gylfadóttir, fijálsíþróttakona úr Fram á Skaga- strönd, var kjörin íþróttamaður árs- ins 1988. Guðbjörg er kúluvarpari og hefur átt fast sæti í landsliði íslands í fijálsum íþróttum að und- anfömu. Nýlega setti hún nýtt hér- aðsmet er hún kastaði kúlunni 15,02 metra innanhúss á móti í Bandaríkjunum þar sem hún dvelur nú við nám. Foreldrar Guðbjargar tóku við verðlaunagrip úr höndum Sigurlaugar Hermannsdóttir, for- manns USAH, fyrir hennar hönd þar sem Guðbjörg gat ekki verið viðstödd afhendinguna. - Ó.B. KARL BRETAPRINS Hætti hann við póló-leik vegna morðhótunar? Karl Bretaprins ætlaði að taka þátt í póló-leik í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á föstu- dag en af því varð ekki af öryggisá- stæðum. Fyrirhugað var að hann yrði fyrirliði breska póló-liðsins Windsor Park í leik gegn úrvalsliði póló-félagsins í Dúbai og höfðu fjöl- margir póló-áhugamenn keypt miða á leikinn, sem kostaði um 13.500 ísl. kr. Talið er að hætt hafi verið við þátttöku prinsins vegna deilu írana og Breta, sem hófst eftir útg- áfu bókarinnar „Söngvar Satans" eftir Salman Rushdie. íranar höfðu lýst því yfir að með ferð sinni til Sameinuðu arabísku furstadæ- manna og nokkurra annarra ara- baríkja væri prinsinn að lítilsvirða múhameðstrúna. Blaðamenn, sem hafa þann starfa að fylgjast með bresku konungsfjölskyldunni, sögð- ust aldrei hafa séð jafn miklar ör- yggisráðstafanir í tengslum við fjöl- skylduna og töldu margir þeirra að prinsinum hefði borist morðhótun. Óryggisverðir leituðu á öllum sem nálguðust prinsinn og fylgdarlið hans, auk þess sem þyrlur voru hvarvetna á sveimi. COSPER COSPER ©PIB \0Go& Ég skal muna eftir að sakna þín. Sjáðu, ég hef hnýtt hnút á vasaklútinn minn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.