Morgunblaðið - 17.05.1989, Side 18

Morgunblaðið - 17.05.1989, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1989 Vandi í fiskeldi eftir Egil Jónsson Það er mikið um að vera þegar frumvarp til laga um tryggingar- sjóð fiskeldislána var til umfjöllunar á Alþingi rétt áður en jólaleyfi þing- manna hófst. Ekki náðist sam- komulag um að afgreiða málið þá, enda er það meingallað eins og ríkisstjórnin hafði kuðlað því frá sér. Þegar þing kom svo saman í fáa daga eftir áramótin var frum- varpið svo lögfest. Eins og þingtíðindi staðfesta var sá, er þessar línur ritar, með efa- semdir um gagnsemi þessara laga enda nálega öruggt að tryggingar- sjóðurinn mundi einungis gagnast hluta fyrirtækja í þessari grein. En þeir. voru miklu fleiri sem töldu að rekstrarvandi fiskeldisfyrirtækja væri nú leystur enda hnigu orð ríkisstjórnarinnar mjög í þá átt. Til þess að leiða fram staðreynd- ir málsins lögðum við Halldór Blöndal fram á Alþingi svofellda fyrirspurn: 1. Hversu mörg fiskeldisfyrirtæki eru starfandi í landinu? 2. Njóta þau öll viðskipta í bönkum að því er varðar afurða- og rekstrarlán? 3. Ef svo er ekki, hvernig hyggst ríkisstjórnin leysa rekstrarvanda þeirra fiskeldisfyrirtækja sem ekki njóta slíkra viðskipta?“ Um tölu fiskeldisfyrirtækja svar- aði landbúnaðarráðherra því til að þau væru 117 en þar sem sum fyrir- tækjanna ættu fleiri en eina stöð væri tala þeirra 125. Við annarri spumingunni fékkst ákaflega mikilvægt svar, því að þar upplýsti ráðherrann að fyrirtæki í fiskeldi sem njóta afurða eða rekstr- arlána séu að tölu til 32. Þarna er þá komin fram árangur laganna um tryggingarsjóð fiskeldislána og stóru orðanna frá því í vetur því að nú er staðfest að einungis fjórð- ungur eða þriðjungur fyrirtækja í fiskeldi nýtur eðlilegra lánavið- skipta. Við þriðju spurningunni fæst einnig skýrt svar. Orðrétt sagði ráðherrann: „Ekki hefur komið til þess að ríkisstjórnin hlutist til um það að einstök fyrirtæki á þessu sviði fái bankaviðskipti og ekki er kunnugt um að eftir því hafi verið sérstak- lega leitað. Það var von manna, og er enn, að með tilkomu tryggingar- sjóðs fiskeldislána mundu bankar að athuguðu máli sjá sér fremur fært að taka ný fyrirtæki í við- skipti þar sem ljóst er að tilkoma sjóðsins afmarkar betur en áður var þann hluta af fjármögnun á þessu sviði sem bönkum er ætlað að bera.“ Hér fer ekkert á milli mála. Ríkis- stjórnin hefur ekki hlutast til um að vandi þessara fyrirtækja að því er varðar rekstrarlán verði leystur og enn halda menn í vonina um áhrifamátt tryggingarsjóðsins. Oft hefur verið á það minnst hve mikilvægt það væri fyrir afkomu íslendinga að auka framleiðslu og að til þess að svo mætti verða þyrftu framleiðslugreinum að fjölga. Fiskeldi hefur gjaman verið IBM á íslandi og Sameind hf. kynna: IBM 4684 verslunartölvuna • IBM 4684 verslunarkerfið sem þjónar jafnt minnstu verslunum sem þeim stærstu, stórmörkuðum sem sérvöruverslunum. • IBM 4684 er án efa fjölhæfasta verslunartölvan á markaðnum. • IBM 4684 les og skráir kredit/debetkort beint sem sparar mikinn tíma og kostnað. • Oruggar tengingar við stærri gerðir tölva. • IBM strikamerkjalesarar lesa allar gerðir strikamerkja. Allt eftir óskuni notandans, á verði sem kemur á óvartl Með IBM 4684 fæst heildarlausn í verslunarrekstri, á einfaldan, öruggan og ódýran hátt. Sérstök kynning verður á IBM verslunartölvunum fyrir matvöruverslanir og sérverslanir í húsakynnum Sameindar hf., að Brautarholti 8, dagana 22., 23. og 24. maí nk. Vpplýmngur í síma 25833 ISM — eitt merfci fyrir heðdarianso Qsameind Egill Jónsson „Ríkisstjórnin hefur ekki hlutast til um að vandi þessara fyrir- tækja að því er varðar rekstrarlán verði leyst- ur og enn halda menn í vonina um áhrifamátt tryggingarsjóðsins.“ nefnt í þessu sambandi sem ákjós- anlegur kostur. í umræðum um tryggingarsjóðinn, sem áður er vitnað til, var það talinn ábyrgðar- hluti ef afgreiðsla málsins drægist frá upphafi til loka janúarmánaðar. Svona lá þá mikið á og skýringarn- ar voru m.a. þær að nauðsynlegt væri að eyða því vonleysi sem svo mjög væri farið að grafa um sig meðal fiskeldismanna. Hvað segja menn nú þegar þrír mánuðir eru liðnir til viðbótar án þess að nokkr- ar einustu úrbætur hafi fengist í lánaviðskiptum hinnar nýju fram- leiðslugreinar okkar, fiskeldisins, eins og landbúnaðarráðherra stað- festir í svari sínu á Alþingi og áður er vitnað til. En nú fela menn sig ekki lengur að baki tryggingarsjóðs fískeldislána, né heldur stjómar- sáttmála og endurskoðun á afurða- og rekstrarlánum, eins og yfírlýs- ingar hafa gengið um. Á þess hátt- ar fyrirslætti lifir laxinn ekki. Þess vegna verður að fást fram með skýrum hætti viðbrögð ríkisstjórn- arinnar í þessu mikilvæga máli, hvort hún ætlar að láta lífið fjara út í þessari nýju búgrein eða hvort hún hyggst veita henni þá liðveislu sem nauðsynleg er og þá sérstak- lega með því að útvega henni rekstrar- og afurðalán. Höfiindur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Austurlandi. Almenn fjár- söfnun fyrir Listasafn i Kópavogs ALMENN fjársöfnun fyrir Lista- safii Kópavogs er hafin undir stjórn Kristjáns Guðmundssonar bæjarstjóra og í samráði við Lista- og menningarráð. í söfn- unarstjórn eru Árni Guðjónsson, Birna Stefánsdóttir, Styrmir Gunnarsson og Tómas Zoega. Söfnuninni hafa þegar borist áheit kr. 25.000 frá Ragnari Stef- ánssyni og fylgir því teiknuð mynd eftir hann. Næsta haust verður boðinn út áfangi í byggingu Lista- safns Kópavogs, þar sem þakið verður gleijað og húsið fullfrágeng- ið að utan. Erfingjar Gerðar Helgadóttur gáfu sem kunnugt er á sínum tíma verk hennar til safnsinsj og einnig hafa erfingjar Barböru Ámason og Magnúsar Á. Árnasonar gefið verk þeirra. Þá hefur Grímur M. Stein- dórsson nýverið gefið safninu tvö verk eftir sig. (Ur fréttatilkynningu)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.