Morgunblaðið - 17.05.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.05.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1989 Verkfall í flár- magnskreppu eftir Brynjólf Eyjólfsson Enn eru háskólamenntaðir ríkis- starfsmenn famir í verkfall, eða hvað? Þetta er nú vart réttmæt ásökun því að við í þessum hóp erum nú flest að fara í verkfall í fyrsta eða annað sinn á ævinni. Það eru nefnilega ekki nema tæp 3 ár síðan okkur varð það leyfilegt að fara í verkfall. En hvers vegna eru BHMR-félögin þá í verkfalli? Það er hveijum manni, sem um það hugsar, augljóst að þau laun sem falin eru í launatöxtum samninga launþegasamtakanna og atvinnu- rekenda em með öllu óhugsandi grunnur undir lífvænlegt líf laun- þega. Þetta á við um alla þá sem þurfa að lifa af dagvinnulaunum einum saman án nokkurra yfirborg- ana. Hvað gera menn svo sér til bjargar? Jú, þeir vinna yfirvinnu eða finna sér aukastarf. 0g þetta gildir ekki síst hjá ríkinu. Hveijar eru svo afleiðingar þessa? Þær em margar en þær verstu er ef til vill sá vítahringur sem þetta setur heildarlaunaþróun í landinu í. Afleiðingamar af auka- vinnunni er að- framleiðnin fellur sökum þess að vinnugeta flestra er það takmörkuð að þeir em einfald- lega ófærir um að sinna öllum sínum störfum með besta hætti og ekki síður að getan til að vera manneskja er takmörkuð af streitu og skorti á frítíma. Fleira hangir á spýtunni því að með núverandi kerfi í kjaramálum er launamunur að vaxa mjög hratt. Nú má svo spyija um hvort ástand „þjóðarbúsins" beri launa- hækkanir. Þessi spurning er í raun marklaus því að spyija ætti hvort ekki sé til leið til að nýta auð þjóðar- innar betur með jafnari dreifingu til allra. Það er nú svo að þessi furðulega þjóð sem við tilheymm er ein af ríkustu þjóðum heims og auk þess með einhveijar hæstu þjóðartekjur sem þekkjast. Kreppa síðustu ára virðist ekki fólgin í að verðmæti framleiðslu okkar hafi minnkað heldur í fjár- magnsmagakveisu sem byggir á því að nú er fjármagnið óhreyfanlegt og hefur full mannréttindi og ekki má senda nokkurn út til að njósna um það og því síður reyna að skatt- leggja það eða bara tryggja að yfir- völd viti hvar það er og hvað það er að gera. Einnig er það umhugsunarefni okkur, sem emm verðtryggð upp í topp í öllum okkar húsnæðiskaup- um, hvemig það má vera að þeir sem sluppu við það em nú að heimta að sparifé þeirra, sem byggir á því að þeir fengu sín hús á niður- greiddu verði, ávaxtist áhættulaust með hæstu mögulegu ávöxtun. Það er nefnilega þversögn í því að ætla að fá okur ávöxtun á sparifé sitt og krefjast þess að þeir sem eiga að borga, taki á sig byrðarnar af vandamálum fyrirtækjanna í þessu kerfi í leiðinni. Það er nokkuð lýs- andi fyrir ástandið almennt að þeg- ar bankarnir finna út að lausaíjár- staða þeirra er að verða óþarflega góð þá hækka þeir vexti. Þetta hefði í öðmm löndum sennilega valdið fjöldauppsögnum á banka- stjómm og auk þess sem ríkisvaldið hefði ekki farið neinar bónleiðir að bönkunum í því að neyða þá tii vaxtalækkunar heldur einfaldlega notað sína möguleika til beinnar íhlutunar. Nei, það em ekki þessir bölvaðir BHMR-félagar sem em að reyna að kollvarpa þessu þjóðfélagi heldur er það tvískinnungur allra stjórnmálaafla í þessu landi í launa og fjármagnsmálum sem veldur. Menn geta séð nokkur lagleg dæmi nú um stundir. Það virðist sem ráðhús Davíðs sé hin mesta vertíð fyrir sjálfstætt starfandi verkfræðinga sem hafa gott meir í laun en jafnvel ýtmstu kröfur BHMR gætu tryggt þeim best menntuðu með lengsta starfsaldur- inn. Einnig er ríkið nokkuð dijúgur kúnni hjá þessum sömu aðilum og ætti því að vera kunnugt um þeirra launakjör. Og nú em blessaðir alþingis- mennimir okkar að fara að spara Brynjólfur Eyjólfsson „Nei, það eru ekki þess- ir bölvaðir BHMR- félagar sem eru að reyna að kollvarpa þessu þjóðfélagi heldur er það tvískinnungur allra stjórnmálaafla í þessu landi í launa og fjármagnsmáluni sem veldur.“ upp á danskan máta. með því að hætta við að byggja yfir sig í krepp- unni og kaupa í staðinn Hótel Borg og ætla á þennan máta að gera þjóðina 2 milljörðum ríkari með því að eyða nokkur hundmð milljónum. Danskur máti sagði ég, Danir era búnir að gera sig forríka á að ákveða einum fjórum eða fimm sinnum að byggja brú á Stórabelti og eyða í undirbúning nokkmm milljörðum í hvert skipti og spara sér síðan framkvæmdirnar til að geta sýnt aðhald í ríkisrekstri. Það em sameiginlegir hagsmunir allra launamanna að gerð verði til- raun tii að skapa stöðugleika í launa- og verðlagsmálum til lengri tíma en nokkurra vikna eða mán- aða. Það var fyrir nokkmm árum sagt að þar sem að milli hækkana væri ekki verðbólga og hækkun væri augnabliksaðgerð þá væri í raun engin verðbólga. Þetta virðist stundum vera sú kenning sem stjórnmálamenn trúa á. En, án gamans, þá er það nú svo að flest- ir hinir yngri meðal þessarar þjóðar hafa miklar verðtryggðar skuld- bindingar á herðunum og þeir em sérlega viðkvæmir fyrir kaupmátt- arrýmun, því að ekki bara hækkar varan sem kaupa þarf til lífsins heldur eykst greiðslubyrðin af skuldbindingunum. Það er ljóst að ekki verður sparað við sig að greiða af lánunum og því er svigrúmið til að rétta sig af með tímabundnum spamaði lítið. Að lokum, formaður samninga- nefndar ríkisins er svo smár í snið- um að þegar hann hefur haft til þess nokkur ár að gera almennilega og leiðandi kjarasamninga þá þarf hann endilega að láta sér detta í hug að krefjast fundar á sama tíma og löngu boðaður baráttufundur BHMR er haldinn og segja síðan að ekki sé einu sinni hægt að fá BHMR á fund vegna þess að foryst- an sé sífellt að skemmta sér. Slík framkoma af aðalandliti ríkisvalds- ins er með þeim ósköpum að undrun sætir. Og hafði hann þá líka eitt- hvað fram að færa sem svona lá á að koma til skila? Nei, hann vildi bara segja að hann hefði ekkert að segja eða bjóða. Höfundur er kennari við Mennta- skólann á Akureyri. HeimUistækí sem bíða ekki! íwn b rmrn iiiunriiiM þurrkari elílavéF lrvstikisia \ \ \ wwwv \ \ Nú er ekki eftir neinu aö bíða, þú verslar í Rafbúö Sambandsins fyrir 100 þúsund og getur þá keypt öll heimilistækin í einu, valið sjálfur hvert tæki af ótal gerðum í pakkann, bætt sjónvarpi, videotæki eða hrærivél við og skipt greiðslum jafnt niður á 24 mánuði. Engin útborgun og fyrsta greiðsla eftir einn mánuð. Enginn íslenskur raftækjasali hefur boðið slík kjör - hvorki fyrr né síðar. Hafðu sam- band við Rafbúð Sambandsins strax - það er ekki eftir neinu að bíða. ^SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM. SÍMI 685550 VIÐ HLIÐINA Á MIKLAGARÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.