Morgunblaðið - 17.05.1989, Síða 28

Morgunblaðið - 17.05.1989, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1989 Sr. Þórir kveður Dómkirkjusöfimðinn Sr. Þórir Stephensen kvaddi Dómkirkjusöfnuð- inn í hátíðarmessu á hvítasunnudag fyrir troð- fullri kirkju. Hann snýr nú til starfa staðar- haldara í Viðey eftir 35 ára prestsskap, þar af hartnær 18 ára starf við Dómkirkjuna. Hér kveð- ur sr. Þórir sóknarbömin við kirkjudyr að messu lokinni ásamt konu sinni, frú Dagbjörtu Gunn- laugsdóttur Stephensen, sem stendur við hlið hans. Sóknarnefhd Dómkirkjunnar hélt þeim hjónum kveðjusamsæti í Þingholti og söng Dóm- kórinn fyrir utan veitingahúsið áður en máls- verður hófst. * Forsetinn til Ital- íu og Bandaríkjanna Vöruskiptajöfiiuður hag- stæður um 623 m.kr. í janúar VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR í janúar síðastliðnum var hagstæður um 623 milljónir en á sama tima í fyrra var hann óhagstæður um 575 miHjónir. Samkvæmt yfirliti Hagstofú Islands vom fluttar út vörar fyrir 4.372 milljónir en inn fyrir 3.748 milljónir á fob-verði reiknað á fiistu gengi. Nokkrar tafir hafa orðið á gerð verslunarskýrslna frá áramótum en stefiit er að því að vinna þær upp innan skamms. til annars. Séu þeir frátaldir reynd- ist annar innflutningur, sem er um 87% af heildinni, hafa orðið um 5% meiri en í janúar í fyrra, reiknað á föstu gengi. FORSETI íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, heldur áleiðis til ít- alíu í dag 17. maí. Þar mun for- seti halda erindi á alþjóðaþingi um framtíðarsýn við háskólann í Bologna, en þing þetta er loka- þáttur í hátíðahöldunum í tilefhi af 900 ára afinæli háskólans. Frá Ítalíu heldur forseti til Bandaríkjanna. Þar veitir forseti viðtöku heiðursdoktorsnafnbót og flytur aðalræðu við skólaslit og útskrift kandidata við hinn virta háskóla Luther College í Decorah í Iowa, en þar hafa margir íslend- ingar stundað nám og eru tengsl skólans við ísland rakin allt aftur til ársins 1874. íslenskir kennarar hafa undanfarin 25 ár sótt endur- menntunarnámskeið Luther Col- lege ásamt starfsbræðrum sínum frá hinum Norðurlöndunum. Að lokinni heimsókninni í Lut- her College fer forseti til Harris- burg í Pennsylvaníu og heimsækir þar Iceland Seafood Corporation, sem er dótturfyrirtæki Sambands íslenskra samvinnufélaga. Þar verður verksmiðja fyrirtækisins skoðuð og framleiðsluvörur kynnt- ar. Harrisburg er höfuðborg fylk- isins og mun forseti fara í kurteisi- heimsókn til fylkisstjórans þar. A þriðjudagsmorgni 23. maí mun forseti heimsækja George Bush, Bandaríkjaforseta, í Hvíta húsinu í Washington D.C. Þá verður farið til Lexington í Kentucky, en þar hefur Long John Silver veitingahúsakeðjan aðal- stöðvar sínar. Fyrirtækið er einn af stærstu kaupendum á íslensk- um sjávarafurðum í Bandaríkjun- um og hefur lengi selt íslenskan fisk á veitingahúsum sínum, sem nú eru 1.490 talsins. Forseti heim- sækir eitt af veitingahúsunum í Lexington og hittir forsvarsmenn fyrirtækisins að máli. Síðasti viðkomustaður í ferðinni er Louisville í Kentucky. í stuttri heimsókn til borgarstjóra Louis- ville tilkynnir forseti opinberlega um stofnun vísindasjóðs með bandarísku gjafafé og samstarf Háskóla Islands og University of Louisville. Krýsuvíkur- samtökin fá 200 þúsund kr. að gjöf KONUR í Lionessuklúbbi Keflavíkur færðu Krýsuvíkur- samtökunum nýlega að gjöf 200 þúsund krónur til styrktar upp- byggingu vist- og meðferðar- heimilis i Krýsuvík. í frétt frá Krýsuvíkursamtökun- um segir að mikil áhersla sé nú lögð á að opna fyrsta áfanga skólahúss í Krýsuvík fyrir þá sem þurfa á langtímadvöl og endurupp- eldi að halda vegna langvarandi fíkniefnaneyslu. „Mikil vandkvæði eru nú að fá vistrými fyrir langt- gengna fíkniefnaneytendur á þeim stofnunum sem nú eru fyrir hendi, en þar hafa myndast biðlistar," segir í.fréttinni. I tilkynningu frá Hagstofunni kemur fram að verðmæti vöruút- flutnings var 65% meira í janúar í ár samanborið við sama tíma í fyrra á föstu gengi. Verðmæti sjávaraf- urða var 2.879 m.kr. eða 66% af verðmæti heildarútflutningsins og 75% meiri að verðmæti en í janúar 1988. Útflutningur á ali var nær 22% meiri að verðmæti en í janúar 1988 og útflutningur kísiljáms var nær flórfalt meiri en á sama tíma í fyrra. Útflutningsverðmæti ann- arrar vöru var 60% meiri í janúar á þessu ári en á sama tíma í fyrra, reiknað á föstu gengi. Ekki er þó hægt að draga miklar ályktanir af þessum samanburði þar sem vera- legu máli getur skipt hvora megin við mánaðamót einstakar afskipan- ir lenda í skýrslum Hagstofunnar. Verðmæti vörainnflutningsins í janúarmánuði var 15% meira en á sama tíma árið áður, en þá var innflutningur óvenjulítill vegna tafa í tollafgreiðslu. Innflutningur til stóriðju varð um tvöfalt meiri en í fyrra og jafnframt var olíuinn- flutningur óvenjumikill. í tilkynn- ingunni segir að þessir liðir svo og innflutningur skipa og flugvéla séu jafnan breytilegir frá einu tímabili Sumarbúðir kirkjunnar Heiðarskóla Við viljum minna á sumarbúðir Æskulýðssambands kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmi (ÆSKR), í Heiðarskóla, Borgarfirði. Sérstök athygli er vakin á 1. flokki fyrir börn 6-8 ára. 1. fl. 5. júní - 16. júní (6-8 ára) 2. fl. 19. júní - 30. júní (9-12 ára) 3. fl. 3. júlí — 14. júlí (9-12 ára) 4. fl. 17. júlí - 28. júlí (9-12 ára) Hver flokkur er 12 dagar. í hverjum hópi eru 40 böm af báðum kynjum. Verð með ferðum er kr. 16.200. Innritun fer fram í Bústaðakirkju mán.-fim. kl. 15-17. Sími 37810. Aldarafmæli Gunnars Gunnarssonar ríthöfiindar: Hátíðardagskrá í Reykjavík og á níu stöðum á Austurlandi Lista- og fræðimannaíbúð opnuð að Skriðuklaustri HUNDRAÐ ár em liðin frá fæðingu Gunnars Gunnarsson- ar, skálds, næstkomandi fimmtudag, 18. maí. Af því til- efiii efhir menntamálaráðuney- tið til hátíðardagskrár í Þjóð- leikhúsinu. Einnig mun menntamálaráðuneytið í sam- vinnu við sveitarsfjómir í Aust- urlandskjördæmi gangast fyrir menningarhátíð á Austurlandi í sumar. Hátíðardagskráin hefst í Þjóð- leikhúsinu kl. 17.30 og stendur í tæpa tvo tíma. Ávörp flytja Svav- ar Gestsson, menntamálaráð- herra, og Steinunn Sigurðardóttir, varafonnaður Rithöfundasam- bands íslands. Sveinn Skorri Hö- skuldsson, prófessor, flytur erindi um skáldskap Gunnars. Þorsteinn Gunnarsson, Jakob Þór Einars- son, Sigurður Karlsson og Gísli Rúnar Jónsson flytja leiklestur úr verki skáldsins „Svartfugli" í leik- stjórn Bríetar Héðinsdóttur. Am- ar Jónsson les kafla úr „Fjallkirkj- unni“ og flytur ljóð eftir Guðmund Böðvarsson um skáldið. Gísli Hall- dórsson flytur ljóð eftir Hannes Pétursson, sem ort var um skáld- ið og Gunnar Kvaran leikur ein- leik á selló. Kynnir hátíðardag- skrárinnar verður Kristbjörg Kjeld. Dagskráin er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Fjölmörg dagskráratriði helguð minningu skáldsins verða á M- hátíð, sem stendur samfleytt í þijá mánuði á níu stöðum á Aust- urlandi. Menningarhátíðin hefst nk. föstudag, 19. maí og stendur til 20. ágúst, en þá verður sérstök dagskrá að Skriðuklaustri þar sem meðal annars verður opnuð lista- og fræðimannaíbúð. Þá verður jafnframt tilkynnt hvaða listamaður fær afnot af íbúðinni fyrstur. Afmælisnefnd, sem menntamálaráðuneytið skipaði, mun sjá um þessa hátíðardagskrá og sú nefnd hefur ennfremur séð um endurbætur á húsinu. í hluta þess hefur verið rekið tilraunabú á vegum Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. Gefinn verður út bæklingur um Skriðuklaustur, umhverfi þess og skáldið sjálft. Almenna bókafélag- ið gefur bæklinginn út, en í hann skrifa Helgi Hallgrímsson og Sveinn Skorri Höskuldsson. Þá mun Almenna bókafélagið, sem er útgefandi verka Gunnars Gunnarssonar, ljúka nýrri útgáfu heildarritverka skáldsins á þess- um tímamótum með bókunum „Strönd lífsins", „Fóstbræður", „Jörð“, „Hvítikristur" og „Grá- mann“. AB stendur einnig fyrir stuttri athöfn í Viðey á afmælis- deginum. Vaka-Helgafell mun gefa út bókina „Sonnettusveig" með myndskreytingum eftir Gunnar Gunnarsson, son skálds- ins, af tilefninu. Tekist hefur að safna saman fyrstu útgáfum af verkum Gunnars og eiga hjónin Þórður Helgason bókmennta- fræðingur og Jóhanna Hauks- dóttir flugfreyja heiðurinn af því. Þau dvöldu um skeið í Kaup- mannahöfn og leituðu verkin uppi á fornbóksölum þar í borg. Ein- tökunum verður komið fyrir á Skriðuklaustri. Rithöfundurinn, Gunnar Gunn- arsson, fæddist á Valþjófsstað í Fljótsdal. Átján ára gamall sigldi hann til Danmerkur og fluttist ekki aftur heim fyrr en árið 1939 eftir liðlega þriggja áratuga bú- setu ytra. Eftir heimkomuna byggði Gunnar hús að Skriðuk- laustri sem hann og kona hans, Franziska Gunnarsson, afhentu Ríkisstjórn íslands að gjöf árið 1948. Á ferli sínum samdi Gunnar yfir tuttugu skáldsögur, þijár ljóðabækur, þijú leikrit, urmul smásagna, heimspekirit og fjölda ritgerða og pistla um hin ýmsu málefni. Skáldið lést árið 1974.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.