Morgunblaðið - 17.05.1989, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1989
35
MM
n
50 þúsund lesendur hins virta vestur-þýska
bílablaðs „AUTOBILD" sem kemur út vikulega
í 700 þúsund eintökum, tóku nýverið þátt í
óvenjulegum reynsluakstri áeigin bílum.
Tilgangurinn með þessu var að fá raunhæfan
samanburð á hvaða bílar væru vandaðastir og
biluðu og ryðguðu minnst. Ennfremurvoru eig-
endurnir spurðir hvort þeir væru ánægðir með
bílana og hvort þeir myndu kaupa sömu gerð
aftur. MAZDA 626 sigraði með miklum yfir-
burðum, var eini bíllinn, sem náði hæstu
einkunn og hlaut því titilinn „BESTIBÍLLINN Á
MARKAÐNUMM" I öðru og þriðja sæti urðu
MERCEDES BENS190 og BMW 300 gerðirnar.
Þjóðverjar eru afar kröfuharðir bílakaupendur
og er því vart hægt að fá betfi staðfestingu á
gæðum eins bíls en þetta! Gerir þú ekki líka
kröfur? Þú getur nú valið um 4 mismunandi
gerðir af MAZDA, 626: 4 dyra Sedan, 5 dyra
Hatchback, 2 dyra Coupe og 5 dyra Station í LX,
GLX og GTi útgáfum. Einn þeirra hentar þér
örugglega!
MAZDA — Sterkari en gerist og gengur!
Trúarleiðtogi bíð-
ur bana í Beirút
Bílsprengja sprakk í íbúðar-
hverfi í Vestur-Beirút í gær og
varð 16 manns að bana, þar á
meðal Hassan Khaled, trúarleið-
toga sunní-múslíma í borginni.
Khaled var þekktur fyrir hóf-
sama stefiiu sína og hafði reynt
að sætta hinar striðandi fylking-
ar í Líbanon. Leiðtogar kristinna
og múslíma fordæmdu sprengju-
tilræðið. Sprengjan var mjög
öflug, byggingar skemmdust og
eldur kom upp í nokkrum bif-
reiðum. Á myndinni sést björg-
unarmaður hlaupa að einni bif-
reiðanna, sem skemmdust í til-
ræðinu.
Slys við Japansstrendur árið 1965:
Geislavirk efini láku í
hafið en engin mengun
Washington. Reuter.
Bandaríska varnarmálaráðuneytíð skýrði frá því á mánudag að
geislavirk efiii hefðu lekið úr vetnissprengju sem féll í hafið úr banda-
rísku flugvélamóðurskipi við Japansstrendur árið 1965, en slysið
hefði þó ekki valdið mengun.
Embættismenn ráðuneytisins Charles Osterberg, fyrrum haf-
sögðu að gat hefði komið á sprengj- fræðingur orkumálaráðuneytisins,
una vegna þrýstings áður en hún sagði að þrívetni kæmist ekki í
hefði fallið á botninn, sem er í um fæðukeðjuna frá sjávardýrum þar
5.300 metra dýpi. Ráðuneytið upp- sem efnið eyddist fljótt. Helmingun-
lýsti ekki hvaða efni voru í sprengj- artími þrívetnis væri 12,33 ár og
unni, en sérfræðingar sögðu að í hefðu því um þrír fjórðu hlutar efn-
slíkum sprengjum væru venjulega isins í kjamahleðslunni þegar eyði-
þrívetni og plútóníum, sem em lagst.
geislavirk efni. Jim Kudla, talsmað-
ur ráðuneytisins, sagði að rann-
sóknir sérfræðinga bandaríska
orkumálaráðuneytisins, sem gerðar
voru strax eftir slysið og í síðustu
viku, hefðu leitt í ljós að slysið hefði
ekki skapað - mengunarhættu,
hvorki til skemmri né lengri tíma
litið. Geislavirku efnin hefðu leyst
upp á tiltölulega skömmum tíma
og sest á botninn. Sérfræðingamir
endurtóku rannsóknir sínar í
síðustu viku eftir að Grænfriðungar
og bandarísk rannsóknarstofnun
höfðu birt nýjar upplýsingar um
slysið.
Sovétríkin:
Styrjaldar-
ástand í
irniferðínni
Moskvu. Reuter.
TÆPLEGA 250.000 manns
hafa farist í umferðarslysum
í Sovétríkjunum á undanf-
örnum fimm árum, að sögn
sovéska dagblaðsins Sot-
síalístítsjeskaja. Índúsríja.
Blaðið líkir upplýsingum
þessum við tölur yfir fallna á
styrjaldartímum.
í fréttinni segir að þetta
hrikalega ástand megi rekja til
kunnáttuleysis ökumanna sem
oftar en ekki fái litla þjálfun
og lélega áður en haldið sé út
í umferðina. Á síðasta ári hafi
62 prósent þeirra sem þreyttu
ökupróf í Moskvu fallið. Margir
hafi fallið sökum þess að þeir
hafi ekki kunnað að setja bif-
reiðina í bakkgír, aðrir hafí
ekki getað snúið ökutækinu við
og enn aðrir hafi gjörsamlega
tapað áttum er þeir mættu öku-
mönnum, sem komu úr gagn-
stæðri átt. Fréttinni fylgir að
20 ökukennarar, sem koma úr
röðum lögreglumanna, hafi
verið teknir fyrir ölvun við akst-
ur á síðasta ári.
Höfundur fréttarinnar legg-
ur til að settar verði skýrari
reglur um aldursmörk. „Þegar
menn hafa náð tvítugsaldri er
full seint að taka að æfa ballet
eða listhlaup á skautum. Á
sama hátt er hæpið að hleypa
fólki á sjötugsaldri út í um-
ferðina."