Morgunblaðið - 17.05.1989, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 17.05.1989, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1989 39 Framkvæmdir íslenzkra aðalverktaka í Helguvík hafa verið geysilega miklar undanfarin ár. sama hátt og við gerum, þótt það geti auðvitað lærzt eins og hvað annað. En enginn verður óbarinn biskup. Það er einfaldlega vegna þess að aðrir verktakar hérlendis eru vanir því að vinna eftir allt öðrum vinnureglum en Bandaríkja- menn nota. Það er hins vegar ekki rétt að ég vilji endilega viðhalda því sem þú nefnir einokun okkar á framkvæmdum fyrir varnarliðið. Ef hægt væri að tryggja hér skipu- lag sem tryggði Bandarílq'amönn- um það sem þeir viija, því það verð- um við að gera, þá kæmi vissulega til greina að athuga slíkan valkost. En hann sé ég ekki í hendi mér nú. Það er alveg ljóst, að annaðhvort verðum við að tryggja þeim þá þjón- ustu sem þeir fara fram á, eða að heimila það að þeir komi með sinn eiginn verktaka hingað, eins og þeir gerðu í upphafi, og þá yrði ekki um mikla gjaldeyrisöflun að ræða fyrir íslenzkt efnahagslíf, vegna framkvæmda fyrir varnarlið- ið. Hér mætti gjaman upplýsa, að á síðastliðnu ári skiluðum við bönk- unum 54 milljónum dollara nettó, og gætu spakir menn íhugað hve marga skuttogara þyrfti til að ná sama árangri nettó. Raunar finnst mér hægt að líkja starfsemi okkar, sem þú nefnir ein- okun, við það að flytja út afurðir íslands undir einu merki, í stað þess að vera að bjóða hver annan niður og tapa fjármunum á þann hátt, en það er einmitt það sem var gert, áður en samtök fiskseljenda vom stofnuð. Fyrirtæki okkar aflar gjaldeyris og flytur út íslenzka verkmenningu og þekkingu. Okkar fyrirtæki er því alveg jafn virðulegt og hvert annað, þótt ýmsir reyni iðulega að setja neikvæðan her- mangsstimpil á okkur. Starfsfólk Aðalverktaka og fjölskyldur þeirra eru orðin leið á þessum eilífu niðr- andi orðum, sem sumir nota þegar rætt er um fyrirtækið og starfsemi þess. Það má líka gjarnan koma fram að Bandaríkjamenn eru mjög ánægðir með þá þjónustu sem við veitum þeim og hafa greint frá því í ræðu og riti að hvergi í heiminum fái þeir betur unnin verk, né fljót- virkari þjónustu. Þeir hafa jafn- framt sagt að þeim þætti þjónusta okkar í sjálfu sér ekki óhóflega dýr, heldur að það væri dýrt að framkvæma á Islandi, sem liggur jú í augum uppi að er rétt.“ Þrír milljarðar í bankakerfínu — Þið eigið um þrjá milljarða í bankakerfínu í formi innlána og verðbréfa. Er það að þínu mati rétt- nefni að nefna ykkur „Spilverk sjóð- anna“? Nú hlær Thor dátt, en segir svo: „Ég er ekki einn af þeim sem eru sífellt að telja í buddunni — mér leiðast heldur peningar, þó að þeir séu nauðsynlegir til síns brúks. Þegar við höfum valið okkur það að halda Qármununum innan fé- lagsins, í stað þess að greiða þá út til eigendanna, þá liggur náttúr- lega í augum uppi að félaginu safn- ast fé. Ef við hefðum valið hinn kostinn, að greiða miklu meiri fjár- muni til eigendanna, þá yxi engum í augum hvað við værum vel stæð- ir. Það hafa ýmsir áhrifamenn inn- an íslenzkra aðalverktaka sagt við mig að ef mín eigin sérvizka hefði ekki ráðið, þá væri þetta vandamál ekki fyrir hendi. Ég segi aftur á móti, að ef mín sérvizka hefði ekki ráðið, þá værum við mjög sennilega ekki til í dag. Bruðl með útgreiðslur til eigenda hefði ekki verið þolað. Aðalmálið er að þessa fjármuni höfum við ekki greitt út og því ekki brúkað þá sjálfír til eigin nota, heldur látið þá liggja í bönkunum, til þess að aðrir gætu nýtt þá, hvort sem það hefur svo orðið til þess að þeir högnuðust eða fóru á hausinn. Þessi nafngift, „Spilverk sjóðanna", á því vart við um okkur, því hana tengi ég fremur spjátrungunum sem vilja með sýndarmennsku ber- ast mikið á. Við erum ekki þannig að við séum að dansa í kringum gullkáifinn. Aðalatriðið hjá okkur er að taka við verkefnum, vinna þau vel og samvizkusamlega og afhenda þau viðsemjendum okkar nákvæmlega á umsömdum degi eða fyrr. Auðvitað viljum við að meira komi í kassann, en við þurfum að láta úr honum, en að öðru leyti hugsum við ekki um hann.“ Aðalverktakar 2,7 milljarða virði — Segjum sem svo að íslenzkir aðalverktakar væru til sölu eins og þeir leggja sig. Hvert væri mats- verð á fyrirtækinu með öllum eign- um, fasteignum, sem vinnuvélum, tækjum og bankainnstæðum? „Innra virði fyrirtækisins var um síðastliðin áramót 2.716 milljónir króna. Ef félagið væri leyst upp, allar skuldir greiddar, þá væri þetta það sem eftir stæði.“ — Þessi húseign ykkar hér að Höfðabakka, betur þekkt sem „Watergate", þykir enn eitt táknið í augum almennings um vald ykkar og auð. Hvað gerði það að verkum að þið reistuð ykkur þetta minnis- merki? „Menn eru nú alveg hættir að kalla þetta „Watergate", enda samlíkingin óljós. Við höfum tvisvar sinnum lent í kröppum dansi og það gerðist í annað skiptið þegar mikil lægð var í varnarliðsframkvæmd- um. Við gerðum þá tilboð í að byggja Reykjanesbrautina á kostn- aðarverði til þess að fá verkefni í öllu verkefnaleysinu og við fengum verkið. Raunar öðluðumst við svo mikla sérfræðiþekkingu í gegnum þetta verkefni okkar að við vorum jafnvel að hugleiða að snúa okkur alfarið að vegaframkvæmdum á íslandi og hætta vamarliðsfram- kvæmdum. Til þess að svo gæti orðið, þurftum við auðvitað að hafa einhveija aðstöðu, þar sem félagið átti enga slíka, heldur var með alla starfsemi sína í húsakynnum Bandarílq'amanna á Keflavíkurflug- velli. Þetta varð nú kveikjan að byggingarframkvæmdum okkar hér á Höfðabakka. Ifyrst reistum við hér vélageymslur og verkstæðis- hús, en áform okkar um vegafram- kvæmdir runnu á hinn bóginn út í sandinn eftir að aðrir verktakar mótmæltu áformum okkar á þeim forsendum að þetta væri í rauninni i þeirra verkahring. Við urðum við þessum tilmælum þeirra og sömd- um upp á það að við létum þá af- skiptalausa og þeir okkur. Nú eru þessir sömu aðilar, sem sömdu á þennan hátt við okkur á sínum tíma, að reyna að komast í stólinn okk- ar. Hver veit nema við gætum þá aðstoðað þá á innanlandsmarkaðn- um. Þetta var nú upphafíð að þessari fögru byggingu okkar, því það sem þú nefnir „Watergate" byggðum við svo eftir að við höfðum reist véla- og verkstæðishúsnæðið, því við sáum fram á það að við urðum að eignast okkar eigin aðstöðu, því við vorum orðnir stórt fyrirtæki með mikil umsvif og geysilega þekkingu innanborðs, sem nauðsynlegt væri að halda saman ef verkefni á vegum vamarliðsins þryti, einhverra hluta vegna." Pólitískur kommissar? — Nú hefur það óneitanlega vak- ið athygli og hneykslan margra _að fráfarandi stjómarformaður ís- lenzkra aðalverktaka, Vilhjálmur Árnason, hefur á liðnu ári fengið samtals 8,7 milljónir í greiðslur, bæði launagreiðslur, eftirlauna- greiðslur og fyrir veitta lögfræði- þjónustu. Hvað með kjör annarra toppa fyrirtækisins og hvað með kjör almennra starfsmanna? „Hvað varðar launakjör almennt í félaginu, þá höfum við ávallt kapp- kostað að fylgja því sem almennt gerðist á markaðnum. Við höfum ekki viljað, þó að við hefðum ráð á því, borga starfsmönnum okkar meira en gerist á hinum almenna markaði í sambærilegum störfum, því það yrði fljótt illa séð og við sakaðir um að sprengja upp mark- aðinn fyrir framleiðslufyrirtækjum þjóðarinnar. Hins vegar held ég að við séum góðir við okkar starfsfólk og það er vegna þess að það er gott við okkur. Megnið af starfslið- inu lítur á starf sitt hjá félaginu sem lífsstarf og nú starfa hjá okkur yfír 100 manns sem hafa verið hér lengur en 20 ár. Sumir eru komnir yfír áttrætt. Hvað varðar fyrri hluta spuming- ar þinnar, þá hefur stjórnarformað- ur gert ítarlega grein fyrir sínum málum, og hef ég.engu við það að bæta, enda er það ekki í mínum verkahring að fjalla um þau. Lau,n til annarra stjómarmanna vom 'á árinu 450 þúsund krónur." — Nú standa fyrir dymm breyt- ingar á stjórnun fyrirtækisins. Hvernig leggst það í þig að ríkið eignist tvo fulltrúa í stjóminni, í stað eins hingað til? Og er það nauð- sjmlegt að þínu mati að auka við yfírbyggingu félagsins og fá hér inn þriðja forstjórann, yfírforstjóra eða pólitískan kommissar tilnefndan af utanríkisráðherra? „Það er eðlilegt að ríkið fái tvo fulltrúa í stjórn félagsins, ef eignar- aðild þess breytist úr 25% í 40%. Hvað varðar þriðja forstjórann, sem rætt hefur verið um af utanríkisráð- herra, þá held ég að það sé ekki tímabært fyrir mig að tjá mig að svo stöddu um þann möguleika, enda þótt ég líti almennt svo á, að þótt vel geti á stundum tekist til um mannval, þá séu pólitískar skip- anir í ábyrgðarstöður, hvort sem er í bankakerfinu, í viðamiklum sjóð- um, eða í stórframkvæmdafyrir- tækjum hvorki heppilegar né líkleg- ar til að auka mönnum yfirsýn við ákvarðanatöku í áríðandi málum, nema síður sé. Ég minnist sérstaklega orða Pét- urs heitins Benediktssonar þegar hann hafði nýverið tekið við stöðu bankastjóra Landsbankans. Hann sagði að það væru tvær stöður í þjóðfélaginu, sem ekki krefðust neinna „kvalifikasjóna“; banka- stjórastaða og ráðherraembætti. Það mætti kannski bæta við einu stöðuheiti, eða svo!“ Viðtal: Agnes Bragadóttir Fiskverö á uppboðsmörkuðum 16. maí. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 57,00 39,00 51,57 46,613 2.403.759 Þorskur(ósL) 30,00 30,00 30,00 0,788 23.625 Þorskur(smár) 26,00 26,00 26,00 0,355 9.230 Ýsa 80,00 35,00 58,01 6,552 325.076 Ýsa(ósl.) 56,00 25,00 32,58 2,024 65.917 Karfi 26,00 17,00 25,69 1,083 27.808 Ufsi 28,00 28,00 28,00 1,255 35.132 Steinbítur 20,00 19,00 19,95 0,536 10.694 Langa 25,00 24,00 24,11 1,728 41.660 Lúða 315,00 105,00 191,22 1,019 194.801 Grálúða 40,00 37,00 37,90 180,792 6.852.1 10 Koli 49,00 22,00 23,25 2,585 60.100 Keila(ósL) 12,00 12,00 12,00 1,616 19.395 Samtals 40,75 247,467 10.081.331 Selt var úr Víði HF, Stakkavík ÁR og bátum. í dag verður selt óákveðið magn úr bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 52,00 30,00 43,70 8,773 383.375 Þorskur(smár) 35,00 25,00 34,36 37,189 1.277.844 Ýsa 54,00 31,00 45,19 6,840 309.109 Ýsa(ósL) 60,00 32,00 58,94 0,834 49.153 Karfi 15,00 15,00 15,00 0,277 4.155 Ufsi 23,00 8,00 21,92 37,796 828.588 Steinbítur 24,00 6,00 17,60 0,402 7.074 Langa 15,00 15,00 15,00 0,088 1.320 Blálanga 15,00 15,00 15,00 0,282 4.230 Lúða 230,00 210,00 215,31 0,049 10.550 Grálúða 38,50 37,00 38,03 27,108 1.031.008 Keila 7,00 7,00 7,00 0,067 469 Rauðmagi 69,00 69,00 69,00 0,063 4.347 Samtals 32,67 119,827 3.914.760 Selt var m.a. úr Jóni Vídalín ÁR og Freyju RE. I dag verða m.a. seld 6 tonn af ýsu úr Freyju RE og 3 tonn af löngu úr Krossvík AK. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 52,50 20,00 41,51 25,967 1.078.019 Ýsa 66,00 25,00 53,12 63,734 3.385.614 Karfi 39,50 24,50 27,63 18,738 517.770 Ufsi 22,50 10,00 19,69 2,946 57.993 Steinbítur 10,00 5,00 6,80 0,828 5.630 Langa 27,00 18,00 19,14 0,645 12.344 Blálanga 20,00 20,00 20,00 1,887 37.740 Lúða 325,00 145,00 237,19 0,462 109.696 Grálúða 38,00 35,50 36,27 30,195 1.095.162 Skarkoli 25,00 11,00 22,08 1,572 34.707 Keila 12,00 10,00 11,99 3,315 39.750 Skata 80,00 76,00 78,64 0,736 57.880 Skötuselur 295,00 82,00 101,50 0,100 10.150 Samtals 42,62 151,214 6.445.427 Selt var aðallega úr Happasæli KE og Kára GK. í dag verður meöal annars seldur þorskur, ýsa og keila úr Eldeyjar-Boða GK. t Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Nokkuð víst má teUast að IsaUarðarkirkju verði breytt eða hún fíar lægð til að byggja megi stærra hús á lóðinni sem tengjast mun bygg ingunum við Sólgötu til vinstri á myndinni. Isafjörður: Undirbúningi að bygg- ingn nýrrar kirkju hafiiað _ Ísafírði. ÖLLUM undirbúningi að bygg- ingu nýrrar kirkju var hafiiað á aðalsafnaðarfundi sem haldinn var í kapellu ísafjarðarsafnaðar í Menntaskólanum á ísafirði. Nokkuð á annað hundrað manns var á aðalsafnaðarfundinum þar sem meðal annars var samþykkt að láta gera nýja byggingarforsögn fyrir kirkju í stað þeirrar sem gerð var í fyrra. Áhugi fólks virðist nú helst beinast að því að stækka gömlu kirkj- una eða reisa nýja á sama stað og þá í tengslum við húsalóðir við Sólgötu en þar er nú safnaðarheimili sóknar- innar. Mörg sjónarmið þarf þó að samræma því komið hefur fram að félag hefur verið stofnað á ísafirði til að varðveita gömlu kirkjuna í upphaflegri mynd, brottfluttir ísfirð- ingar hafa lofað fjárframlögum og kirkjugripum til gömlu kirkjunnar. Þá kallar stækkun á aðgerðir við grafir umhverfis kirlquna. Mikil bjartsýni ríkti á fundinum meðal þess fólks sém hafnaði aðgerð- um fyrrverandi sóknarnefndar um' að niðurstaða fáist f málefni safnað- arins á næstu mánuðum. Á fundinum var jafnframt sam- þykkt að krefja bæjarsjóð um útlagð- an kostnað við undirbúningsfram- kvæmdir við kirkjubyggingu framan við nýja sjúkrahúsið þar sem bæjar- sjóður stóð ekki við áður gefín loforð um úthlutun lóðarinnar. Sá kostnað- ur er um 4 milljónir. - Úlfar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.