Morgunblaðið - 17.05.1989, Page 46

Morgunblaðið - 17.05.1989, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1989 Electrolux útlitsgallaða kæli- og frystiskúpa með verulegum afslætti! Vörumarkaðurinn KRINGLUNNI SÍMI 685440 •"nr ' 5ÁRA ÁBYRGÐ ,129.000,- Þetta er ein af okkar ódýru HTH innréttingum. Hún er mjög vönduð, t.d. eru hurðirnar lakkaðar og lamirnar sérstaklega sterkar. Borðplöturnar eru innifaldar í verðinu. BJÓÐUM ÓDÝRAR VANDAÐAR INNRÉTTINGAR ti innréttingahúsið HÁTEIGSVEGI 3, REYKJAVÍK, SÍMI 27344. Alslemma 1989 Bridsmót í sum- ar um land allt ___________Brids______________ Arnór Ragnarsson Að frumkvæði Forskots sf. í samvinnu við Bridssamband Reykjavíkur, Bridsdeild Skag- firðinga og Ferðaskrifstofu Is- lands, auk fleiri aðila, hefur verið ákveðið að bjóða íslensku bridsáhugafólki upp á röð helg- armóta um landið í sumar, Al- slemmu ’89. Spilað verður um silfurstig í öllum mótunum. Keppnisgjald pr. spilara er kr. 4.000,- sem á að standa alfarið undir verð- launum og kostnaði. Keppend- ur njóta 35% afsláttar af innan- landsflugi með Flugleiðum. í framhaldi af þessum 8 mót- um, ef vel tekst til, er fyrirhugað að bjóða 10-12 efstu pörum úr Alslemmu 1989, þeim að kostnað- arlausu, þátttöku í sérstöku stór- móti í haust, þar sem 4-6 erlend pör munu taka þátt. Unnið er að því að fá Omar Sharif hingað til lands, auk þess sem reynt verður að fá pör sem unnið hafa heims- meistaratitla og Evrópumeistara- titla. Tímasetning þessa stórmóts hefur verið ákveðin í október 1989. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensku bridsáhugafólki er boðið upp á slíka mótaröð. Allir geta vænt árangurs í þessum mótum, eins og þau eru byggð upp. Fyrir- komulag verður með Mitchell- sniði, 28 spil í lotu, alls 84 spil í hvetju móti. Skor para verður því samræmd, þ.e. sama skor fæst í Reykjavík og á ísafirði. Spilarar mega taka þátt í öllum 8 mótunum en aðeins besti árangur í 4 mótum telur til heildarverðlauna. Spili menn við fleiri en einn félaga, verða viðkomandi spilarar að spila minnst 3 mót við sama félaga til að telja í lokaröðun para. Allir spilarar verða þó að hafa tekið þátt í 4 mótum a.m.k. til að telja í lokaröðun. Undirbúningur mótanna er í höndum Ólafs Lárussonar og Jak- obs Kristinssonar hjá Forskoti sf. Auk þeirra munu Hermann Lárus- son, Kristján Hauksson og Mar- grét Þórðardóttir starfa við mótin. Skráning í mótin er hafin hjá Forskoti sf. (Jakob), sími 91- 623326. Spilurum er bent á að hafa samband við Ferðaskrifstofu ís- lands eða viðkomandi Eddu-hótel, til að panta herbergi. Öll mótin munu hefjast kl. 13.00 á laugardögum. Boðið verð- ur upp á rútuferðir frá Reykjavík á flest mótin, ef áhugi verður fyr- ir hendi. Aðstoðað verður við myndun para ef þess er óskað. Skráðir bridsfélagar (sem hlot- ið hafa meistarastig í félögum innan Bridssambands íslands) eru á Ijórða þúsund. Hlutfallslega mesta brids-iðkun í heimi, eins og fram kom í skýrslu Evrópu- sambandsins á síðasta ári. Þess utan er ótrúlegur flöldi fólks sem meira eða minna grípa í spil, sér til dægrastyttingar og ánægju, í heimahúsum eða á vinnustað, til sjávar og sveita. Það er ekki síst þetta áhugafólk sem verið er að höfða til. Hér er á ferðinni ein- stakt tækifæri til að etja kappi við fremstu spilara landsins. Alls er um að ræða 8 opin stór- Hjartaknosarinn Omar Sharif. Kemur hann til íslands í haust í lokakeppni „Alslemmu 1989“? mót sem verða spiluð sem hér segir: 1. Gerðuberg í Reykjavík 20. — 21. maí. 2. Kirkjubæjarklaustur 10. — 11. júní. Hótel Edda. 3. Hrafnagil v/Akureyri 24. — 25. júní. Hótel Edda. 4. Reykholt í Borgarfirði 8. — 9. júlí. Hótel Edda. 5. ísaijörður 22. — 23. júlí. Hótel Edda. (Menntaskólinn). 6. Húnavallaskóli v/Blönduós 12. — 13. ágúst. Hótel Edda. 7. Hallormsstaður 26. — 27. ágúst. Hótel Edda. 8. Félagsheimilið í Kópavogi 16. — 17. september. Ferðaskrifstofa íslands býður eftirtalda „pakka“ (utan Rvík/Kóp.) Verð pr. mann kr. 3.900. Inni- falið: Gisting í 2ja manna her- bergi í 1 nótt, m/léttum hádegis- verði, síðdegiskaffi, kvöldverði og morgunverði. Verð pr. mann kr. 6.450. Inni- falið: Gisting í 2ja manna her- bergi í 2 nætur, með morgun- verði, hádegisverði, síðdegiskaffi, kvöldverði og kvöldkaffi. Fyrir fjölskyldufólk er sérstak- lega tekið fram eftirfarandi varð- andi mótin úti á landi: Börn undir 6 ára aldri, — frítt fæði og frí gisting í herbergi for- eldra. Börn 6 — 12 ára, — fæði og frí gisting í herbergi foreldra. Silungsveiði nærliggjandi á öll- um stöðum, svo og myndbands- tæki og leikaðstaða, auk sund- lauga á flestum stöðunum. Heildarverðlaun fyrir besta samanlagðan árangur í 4 mótum (af 8): 1. verðlaun: Kr. 200 þús. pr. mann (samtals kr. 400 þús.) 2. verðlaun: kr. 100 þús. pr. mann (samtals kr. 200 þús.) 3. verðlaun: Kr. 50 þús. pr. mann (samtals kr. 100 þús.) 4. verðlaun: kr. 25 þús. pr. mann (samtals kr. 50 þús.) Samtals kr. 750 þús., með þeim fyrirvara að um lágmarksþátttöku verði að ræða. í hveiju móti verða svo veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin, að jafnaði um 100 þús. kr. samtals. Að auki er boðið upp á sérstök aukaverðlaun fyrir hæstu skor í einni lotu í einhveiju mótanna og utanlandsferð fyrir 2. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.