Morgunblaðið - 17.05.1989, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 17.05.1989, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1989 Electrolux útlitsgallaða kæli- og frystiskúpa með verulegum afslætti! Vörumarkaðurinn KRINGLUNNI SÍMI 685440 •"nr ' 5ÁRA ÁBYRGÐ ,129.000,- Þetta er ein af okkar ódýru HTH innréttingum. Hún er mjög vönduð, t.d. eru hurðirnar lakkaðar og lamirnar sérstaklega sterkar. Borðplöturnar eru innifaldar í verðinu. BJÓÐUM ÓDÝRAR VANDAÐAR INNRÉTTINGAR ti innréttingahúsið HÁTEIGSVEGI 3, REYKJAVÍK, SÍMI 27344. Alslemma 1989 Bridsmót í sum- ar um land allt ___________Brids______________ Arnór Ragnarsson Að frumkvæði Forskots sf. í samvinnu við Bridssamband Reykjavíkur, Bridsdeild Skag- firðinga og Ferðaskrifstofu Is- lands, auk fleiri aðila, hefur verið ákveðið að bjóða íslensku bridsáhugafólki upp á röð helg- armóta um landið í sumar, Al- slemmu ’89. Spilað verður um silfurstig í öllum mótunum. Keppnisgjald pr. spilara er kr. 4.000,- sem á að standa alfarið undir verð- launum og kostnaði. Keppend- ur njóta 35% afsláttar af innan- landsflugi með Flugleiðum. í framhaldi af þessum 8 mót- um, ef vel tekst til, er fyrirhugað að bjóða 10-12 efstu pörum úr Alslemmu 1989, þeim að kostnað- arlausu, þátttöku í sérstöku stór- móti í haust, þar sem 4-6 erlend pör munu taka þátt. Unnið er að því að fá Omar Sharif hingað til lands, auk þess sem reynt verður að fá pör sem unnið hafa heims- meistaratitla og Evrópumeistara- titla. Tímasetning þessa stórmóts hefur verið ákveðin í október 1989. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensku bridsáhugafólki er boðið upp á slíka mótaröð. Allir geta vænt árangurs í þessum mótum, eins og þau eru byggð upp. Fyrir- komulag verður með Mitchell- sniði, 28 spil í lotu, alls 84 spil í hvetju móti. Skor para verður því samræmd, þ.e. sama skor fæst í Reykjavík og á ísafirði. Spilarar mega taka þátt í öllum 8 mótunum en aðeins besti árangur í 4 mótum telur til heildarverðlauna. Spili menn við fleiri en einn félaga, verða viðkomandi spilarar að spila minnst 3 mót við sama félaga til að telja í lokaröðun para. Allir spilarar verða þó að hafa tekið þátt í 4 mótum a.m.k. til að telja í lokaröðun. Undirbúningur mótanna er í höndum Ólafs Lárussonar og Jak- obs Kristinssonar hjá Forskoti sf. Auk þeirra munu Hermann Lárus- son, Kristján Hauksson og Mar- grét Þórðardóttir starfa við mótin. Skráning í mótin er hafin hjá Forskoti sf. (Jakob), sími 91- 623326. Spilurum er bent á að hafa samband við Ferðaskrifstofu ís- lands eða viðkomandi Eddu-hótel, til að panta herbergi. Öll mótin munu hefjast kl. 13.00 á laugardögum. Boðið verð- ur upp á rútuferðir frá Reykjavík á flest mótin, ef áhugi verður fyr- ir hendi. Aðstoðað verður við myndun para ef þess er óskað. Skráðir bridsfélagar (sem hlot- ið hafa meistarastig í félögum innan Bridssambands íslands) eru á Ijórða þúsund. Hlutfallslega mesta brids-iðkun í heimi, eins og fram kom í skýrslu Evrópu- sambandsins á síðasta ári. Þess utan er ótrúlegur flöldi fólks sem meira eða minna grípa í spil, sér til dægrastyttingar og ánægju, í heimahúsum eða á vinnustað, til sjávar og sveita. Það er ekki síst þetta áhugafólk sem verið er að höfða til. Hér er á ferðinni ein- stakt tækifæri til að etja kappi við fremstu spilara landsins. Alls er um að ræða 8 opin stór- Hjartaknosarinn Omar Sharif. Kemur hann til íslands í haust í lokakeppni „Alslemmu 1989“? mót sem verða spiluð sem hér segir: 1. Gerðuberg í Reykjavík 20. — 21. maí. 2. Kirkjubæjarklaustur 10. — 11. júní. Hótel Edda. 3. Hrafnagil v/Akureyri 24. — 25. júní. Hótel Edda. 4. Reykholt í Borgarfirði 8. — 9. júlí. Hótel Edda. 5. ísaijörður 22. — 23. júlí. Hótel Edda. (Menntaskólinn). 6. Húnavallaskóli v/Blönduós 12. — 13. ágúst. Hótel Edda. 7. Hallormsstaður 26. — 27. ágúst. Hótel Edda. 8. Félagsheimilið í Kópavogi 16. — 17. september. Ferðaskrifstofa íslands býður eftirtalda „pakka“ (utan Rvík/Kóp.) Verð pr. mann kr. 3.900. Inni- falið: Gisting í 2ja manna her- bergi í 1 nótt, m/léttum hádegis- verði, síðdegiskaffi, kvöldverði og morgunverði. Verð pr. mann kr. 6.450. Inni- falið: Gisting í 2ja manna her- bergi í 2 nætur, með morgun- verði, hádegisverði, síðdegiskaffi, kvöldverði og kvöldkaffi. Fyrir fjölskyldufólk er sérstak- lega tekið fram eftirfarandi varð- andi mótin úti á landi: Börn undir 6 ára aldri, — frítt fæði og frí gisting í herbergi for- eldra. Börn 6 — 12 ára, — fæði og frí gisting í herbergi foreldra. Silungsveiði nærliggjandi á öll- um stöðum, svo og myndbands- tæki og leikaðstaða, auk sund- lauga á flestum stöðunum. Heildarverðlaun fyrir besta samanlagðan árangur í 4 mótum (af 8): 1. verðlaun: Kr. 200 þús. pr. mann (samtals kr. 400 þús.) 2. verðlaun: kr. 100 þús. pr. mann (samtals kr. 200 þús.) 3. verðlaun: Kr. 50 þús. pr. mann (samtals kr. 100 þús.) 4. verðlaun: kr. 25 þús. pr. mann (samtals kr. 50 þús.) Samtals kr. 750 þús., með þeim fyrirvara að um lágmarksþátttöku verði að ræða. í hveiju móti verða svo veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin, að jafnaði um 100 þús. kr. samtals. Að auki er boðið upp á sérstök aukaverðlaun fyrir hæstu skor í einni lotu í einhveiju mótanna og utanlandsferð fyrir 2. (Fréttatilkynning)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.