Morgunblaðið - 17.05.1989, Side 56

Morgunblaðið - 17.05.1989, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1989 Jón Þ. Amason: LíMki og lífshættir CXXVI Spurningin er: Hvaða heilvita manneskja getur búizt við endalausum „kjarabótum“ í heimi, sem nú þegar rambar á heljarþröm vegna náttúruníðingsskapar? Allar götur síðan fyrir milljón- um ára og fram á lfðandi stund, hefír allt, sem lífsanda dregur í jarðnesku náttúruríki, ekki sízt í mannheimum, tekið stórfelldum, þrotlausum breytingum. Oftast hægfara, en stundum byltingar- kenndum. Eins og nú er komið lffsháttum mannkyns og áhrifum þeirra á afdrif lífríkisins, skiptir öllum sköpum að viðurkenna og horfast í augu við þessi sannindi — og leitast við að mæta þeim af viturlegri dirfsku í ljósi feng- innar reynslu. Engum ætti að geta dulizt miklu lengur, að óvarlegt er að vænta árangurs, ef hálfverk og dagdraumar verða áfram látnir marka ákvarðanir og viðbrögð. AUtof marga í hópum skrafandi og skrifandi stétta skortir þekk- ingu á því, sem að vísu er innan seilingar, en hefír þrátt fyrir það ekki náð að skjóta rótum í vizku- skán meðalskólaðra bílaborgara. Ófyrirgefanleg þrjózka Líkt er því ástatt fyrir bústnum flokkum óvitlausra nútímamanna og þorra kristnifræðinga á 16. öld, sem voru heiðarlega sann- færðir um, að þeir réðu yfir þeirri þekkingu á gangi himintungla, sem standa myndi óhagganleg um eilífð. Nú, eins og þá, umtumast allir andlegir leiðtogar myglaðra for- dóma, þegar brotið er upp á, að þörf krefjist gagngerðrar hugar- farsbreytingar. Þeir fá ekki varizt þeim illa grun, að jafnvel smá- vægilegt umburðarlyndi hljóti að draga óþægan dilk á eftir sér. Því má gjaman skeyta hér við, að hinir löngu liðnu kirkjumenn þurftu ekki að þola nema tiltölu- lega meinlausar ákúmr fyrir tryggð sína við bókstaf fáeinna Biblíutexta, ef þeir létu leiðast til að taka gilt, að okkar aldna Jörð snérist um okkar ennþá eldri Sól, en ekki öfugt. Lausleg niðurstaða af þessum hugleiðingum, sæmilega rökrétt samt, fínnst mér geta verið á þá leið, að raunsönn dómgreind, pólitfsk atorka og — síðast en ekki sfzt — siðferðisleg réttlætis- vitund yrðu að verða þau megin- markmið nú og ævinlega, sem líf og störf beri að byggjast á. Af sjálfu leiðir þess vegna, að „upp- lýsingaþjóðfélagið", reyrt í fjötra efnahagshyggju, „framfaraöld- in“, ölvuð af blindri vélatrú, og „velferðarríkið", reist á óska- draumum hinna vanmáttugri, láta ekki bjóða „meðvituðum" þegnum sínum andspymulaust neina fom- eskju af slíkum toga spunna. Nánasta framtíð hlýtur að skera úr um, hvort heimur glund- roða og fordóma fær staðizt áhlaup mðningssveita hinnar lffsnauðsynlegu gagnbyltingar, sem tekið er að djarfa fyrir, þó að enn sé hún varla meira en hugsun. En hugsun er frumafl — og hugsun er til alls fyrst. Og nú þegar fínnast merki þess, að væg- ur titringur fer um margt for- dómavirkið, sem skolast hafa saman fyrir ágang síflæðis hinna undarlegustu „hugmyndafræða". Sökum þess að enginn er eða getur verið óskeikull, verður ávallt að hafa hugfast, að jafnvel hinum skarpskyggnustu athugendum kann að skjátlazt, sér í lagi, ef þá skyldi henda að slaka á í bar- áttu gegn vanþekkingu og tóm- læti. Við því virðist í fljótu bragði fátt annað að gera í yfírbótaskyni en að hugga sært hjarta með þeirri vísan, að enginn getur með réttu ásakað heimspeking eða vísindamann þó að aukin þekking og ný reynsla afsanni kenningu hans. Ófyrirgefánlegt verður hins vegar framferði þeirrar manneskju, sem ekki vill vita, það sem hún getur auðveldiega fengið að vita. En það er nákvæmlega ákær- an, sem skylt er að bera fram gegn sofandi samtíð af ekki vægð- arlausara harðfylgi en gert var forðum, í lok Miðalda. Þekkingarótti Einhver mesti, og tvimælalaust víðkunnasti líffræðingur samtím- ans, atferlisvísindamaðurínn og Nóbelsverðlaunahafinn (1973), Konrad Lorenz (1903-1989), komst einhvetju sinni þannig að orði, að „ verstu aSglöp, sem hægt er að gera sig sekan um gagn- vart vfsindalegri rannsókn, eru íólgin íþví aðláta málsatriði, sem mál snertir, liggja á milli hluta. “ Yfír slíkt háttalag bjó hann til hið napra jafnt sem markvissa nýyrði „Wissensverzicht" (þekkingaraf- neitun eða þekkingarhöfnun). Og þekkingarafneitun, þekkingar- höfnun, eða öllu helzt þekkingar- ótti, hefír einatt verið eitt hand- hægasta vamarvopn ailra, sem vita með sjálfum sér, að þeir hafa rangt fyrir sér og skortir hrein- skiini tii að játa villu sína. „Madame de Montespan var við hersýningu", reit Liselotte von der Pfalz við hirð Lúðvíks XIV. (1638-1715), konungs Frakk- lands (1643- 1715), um hina nýju hjásvæfu mágs síns. „Þegar hún nálgaðist þýzku hermennina, hófu þeir að hrópa: Konungshóra, kon- ungshóra. Um kvöldið spurði kon- ungurinn, hvemig henni hefði líkað hersýningin. Hún svaraði: Mjög vel. Mér fínnst bara, að Þjóðveijamir séu afar bamalegir, þeir nefna alla hluti réttum nöfn- um.“ Núna, um 300 áram síðar, er alls óvíst, hvort iagskona Sólkon- ungsins ætti auðvelt með að þekkja Þjóðveijana sína aftur. Vel getur verið að þeir séu enn afar bamalegir. En af blöðum þeirra og tímaritum, svo og fjölda bóka, má öllum, sem til þekkja, óþægi- lega ljóst vera, að réttum nöfnum nefna þeir naumast nokkum skapaðan hlut — frekar en aðrir. Morð í París Ef út af kynni að bregða, á hlutaðeigandi á hættu að fá bágt fyrir. Þetta fékk dr. Philipp Jenn- inger (f. 1932), forseti Sambands- þingsins í Bonn að reyna á sjálfum sér í tilefni af ræðu, sem staða hans bauð að hann héldi hinn 9. nóvember sl. til minningar um vinstriverk, er framin vora gegn ýmsum Gyðingum f nokkram borgum Þýzkalands nóttina 9./10. nóvember 1938 í hefndarskyni fyrir morðið á sendiráðsrita við þýzka sendiráðið í París, Emst vom Rath að nafni. Morðinginn var Herschel Grynszpan, 17 ára gamall pólskur Gyðingur og flæk- ingur, sem tæpum 3 mánuðum áður, hinn 15. ágúst, hafði verið gerður iandrækur úr Frakklandi, en síðan freistað gæfunnar í und- irheimum Parísar þrátt fyrir það. Ætlun hans hafði verið að myrða þýzka sendiherrann, Welczeck greifa. Hann hafði því farið mannavillt. Gizkað hefir verið á, að því er virðist með nokkram rétti, að morðinginn Grynszpan hafí ekki aðeins farið mannavillt, heldur líka sendiráðavillt. Hann hafí ætl- að sér að myrða pólska sendiher- rann. Það mun þó hafa verið hrein ágizkun, en þó samt ekki alveg út f bláinn. Hún er aðallega sprottin af þeirri staðreynd, að hinn 5. október 1938 birti pólska ríkis- stjómin lög, sem þingið í Varsjá hafði samþykkt. Lög þessi heimil- uðu henni að svipta alla pólska ríkisborgara, sem búsettir vora erlendis, ríkisborgararétti án þess að skýringa þyrfti við, og var þeim einkum beint gegn pólskum Gyðingum og Þjóðveijum. Astæða lagasetningarinnar var sú, að pólsk stjómvöld höfðu komizt á snoðir um, að Hitler hefði í hyggja að vísa þeim rösk- lega 50.000 pólsku Gyðingum, sem höfðust við í Þýzkalandi, úr landi til lögmætra heimkynna. Þar sem pólska ríkisstjómin hafði hins vegar á snör handtök og svipti þessa Gyðinga alla ríkisborgara- rétti, reyndist þessi leið ekki fær. Pólska landamæralögreglan vam- aði með vopnavaldi öllum Gyðing- um, sem freistuðu að leita fyrri heimkynna, að komast yfír pólsk/þýzku landamærin. Þá, sem yfír þau komust, elti hún uppi og sendi í fangabúðir í Posen. Þýzk stjómvöld áttu þá ekki annarra kosta völ en að taka við þeim aftur og veita skjól sem „ríkisfangslausum Gyðingum." Um sama leyti gerðu Pólveijar landræka þá fáu Gyðinga, sem höfðust við í Póllandi með þýzkan ríkisborgararétt. Á meðal pólsku Gyðinganna, sem vísa átti frá Þýzkalandi til Póllands, var skraddarinn Sendel Grynszpan ásamt eiginkonu og dætram. Hinn 3. nóvember fékk Herschel Grynszpan bréf frá einni systur sinni, þar sem hún rakti raunir fjölskyldunnar. Að morgni hins 7. nóvember, kl. 9:40, hleypir síðan bróðirinn 4 skotum af skammbyssu, sem hann hafði keypt af skransala fyrir 250 franka, á Emst vom Rath, og mælti: „Ég er Gyðingur og kom- inn til að hefna Gyðingaþjóðarínn- ar.“ Emst vom Rath lézt af sárum sínum kl. 17:30 hinn 9. nóvember. í kjölfarið fylgdu kommúnísk óhæfuverk, sem Heydrich gerði ítarlega grein fyrir í skýrslu sinni hinn 11. nóvember; og lagasetn- ingar, sem margir pólskir Gyðing- ar hefðu mátt þakka fyrir, ef ver- ið hefðu í gildi í Póllandi undanfar- in ár, eins og Gyðingurinn og rit- höfundurinn Emanuel Ringelblum (1900-1944), er almennt var tal- inn á meðal merkustu sagnfræð- inga í Póllandi fyrir stríð, lýsir í bók sinni um þessi efni og gefín var út á þýzku undir heitinu „Ghetto Warschau" í Stuttgart árið 1967. „Af því að ég er Gyðingur" Reyndar var morðið á Emst vom Rath ekki fyrsta glæpaverkið af sömu rótum rannið. Hinn 4. febrúar 1936, um kl. 19:00, kvaddi David Frankfurter, 25 ára gamall Gyðingur, dyra að heimili Wilhelm Gustloffs, leiðtoga flokksdeildar þýzkra Ejóðemis- sósíalista í Sviss með aðsetri í Devon. Eiginkona Gustloffs kom til dyra og bauð Frankfurter að hinkra við í biðstofunni unz Gustl- off hefði lokið símtali. Er Gustloff hafði lokið símtali sínu og spurt komumann erinda, þreif Frank- furter skammbyssu upp úr vasa sínum vafningalaust og hleypti af 5 skotum í höfuð Gustloffs, sem hneig samstundis niður örendur. Við yfírheyrslu daginn eftir, játaði Frankfurter verknaðinn á sig, og gaf skýringu: „Ég skaut hann af því að ég er Gyðingur." Sömu örlög hlutu Josef Riedler í Argentínu; og á Spáni vora íjóð- veijamir Gaetje, Dao, Hofmeister, Hahner og Treiz myrtir með skelfílegum hætti. Alltaf gáfu þeir morðingjanna, sem náðust, sömu skýringu; glæpimir vora framdir á þýzku þjóðinni í nafni þjóðar þeirra. Álveg eins og Grynszpan í París og Frankfurter í Devon. Að engu í þessa átt ýjaði dr. Jenninger í hinni afdrifaríku ræðu sinni; enda ekki sérlega lýðræðis- legt að gerast nærgöngull við or- sakir. Þingforsetinn, nr. 2 í virð- ingarstiga lýðveldisins, fór hörð- um orðum um harðýðgi Hitlers gagnvart Gyðingum almennt og hefnaheiftina fyrir 50 áram sér- staklega. Hann flaskaði hins veg- ar á að fullyrða, að árangur Hitl- érs á sviði utanríkis-, félags- og efnahagsmála hefði orðið Gyðing- um dýrkeyptur. „Enn er ekki tímabært í Þýzkalandi að ganga beint að sögulegum staðreynd- um,“ mælti dr. Jenninger í blaða- viðtali eftir að hafa sagt af sér. Það var og. Óhæfuverkin, sem framan vora á Gyðingum í Þýzkalandi nóttina 9./10. nóvember 1938, voru yfír- völdum til vansæmdar, og líktust engu fremur en að kommúnistum hefði verið sleppt lausum; enda flykktust þeir í SA í stóram skör- um strax eftir valdatöku Hitlers. Með öllum sínum útbúnaði: kylf- um, rýtingum og hnúajámum. Þrátt fyrir allt, hafa vinstri- verkin þó ekki verið fólskulegri í augum Gyðinga í Palestínu en það, að tæpum 10 áram síðar, eða jafnslq'ótt og færi gafst, tóku þeir sjálfír að beita þeim í margfalt ægilegri mæli gegn vamarlausu, saklausu fólki í þess eigin landi; landi, er Gyðingar höfðu rænt það. Og hafa haldið iðju sinni áfram í rösk 40 ár. Þar hafa ekki verið að verki' tiltölulega fáir menn eina dimma nótt, heldur fjölmennur her og löregla, búin nýjustu vopnum, án þess að „mannúðarfólk" léti að- farimar raska ró sinni. Palestínumenn eiga engar skoðanasmiðjur á Vesturlöndum. KONRAD LORENZ „Okkur stjórna steinaldarmenn" Hálfur sannleík- ur oftast heil lygi Varnir Nóttin 9.—10. Vinsæl vellukjamma nóvember 1938 morð \

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.