Morgunblaðið - 17.05.1989, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 17.05.1989, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ MÍÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1989 61 Minning: Snorri Asgeirs- son rafverktaki Fæddur 15. júlí 1926 Dáinn 4. maí 1989 Það er með sárum trega að við kveðjum góðan föður. Hann var okkur ekki aðeins góður faðir, held- ur einnig okkar besti og traustasti vinur. Þær voru ófáar stundirnar sem við bræðumir áttum með honum þegar hann var að sýsla á verkstæð- inu sínu og þótt við höfum sjálfsagt oft flækst fyrir honum lét hann okkur aldrei finna það. Þvert á moti lét hann okkur finnast við vera þátttakendur í því sem hann var að gera og kom fram við okkur sem félaga og jafningja. Með hon- um fannst okkur við vera fullgildir menn þótt við værum aðeins nokk- urra ára kríli. Árið 1965 eignaðist pabbi jeppa sem fylgdi okkur í fjölda ára og veitti okkur meiri gleði en nokkur annar hlutur. Margar vafasamar fjallaferðir fórum við og alltaf var það á pabba sem mest mæddi. í þessum ferðum komu fram allir hans bestu eiginleikar og þar áttum við_ okkar bestu stundir. í þessum ferðum kom best fram hve náin foreldrar okkar voru. Allt sem þau gerðu, gerðu þau saman og bar aldrei skugga á samband þeirra. Erfítt er að hugsa sér annað þeirra án hins því í raun voru þau eitt. Á þessari skilnaðarstund er okk- ur efst í huga þakklæti fyrir sam- fylgdina öll þessi ár. Björgvin Gylfi og Ásgeir Valur Tengdafaðir minn, Snorri Ás- geirsson, rafverktaki, lést að heim- ili sínu aðfaranótt 4. maí sl. Fréttin kom sem reiðarslag því síðustu fréttir af heilsu Snorra voru þær að honum hefði ekki liðið jafnvel í langan tíma. Uppstigningardagur, hlýjasti og sólríkasti dagur vorsins í Kaupmannahöfn, virkaði grár og nagur eftir slíka harmafregn. Eg hitti Snorra fyrst í janúar 1982 þegar mér, ástæðunni fyrir þvi að eldri sonurinn sem var heima í jólafríi hafði ekki sinnt fjölskyld- unni sem skyldi, var boðið í þorra- mat á Þinghólsbraut 37. Ég sem borða ekki súran mat og hafði aldr- ei þorað að bragða hákarl reyndi að standa mig vel og gleypti hvem hákarlsbitann á fætur öðrum svo ég yrði nú ekki dæmd úr leik strax í fyrstu umferð. Snorri var mjög hár og myndar- legur maður sem veitt var eftirtekt hvar sem hann fór fyrir ljúfa og glæsilega framkomu. Hann var ör- látur maður og tilbúinn að deila því sem hann átti með samferðafólkinu. Snorri kvæntist árið 1951 Krist- jönu Heiðberg Guðmundsdóttur. Það duldist engum sem til þekktu að þar vom hamingjusöm og sam- rýnd hjón og vom þau enn eftir 38 ára hjónaband eins og nýtrúlofað par. í gegnum hugann þjóta minning- ar um samvemstundir sl. 7 ár og langar mig að nefna ferð sem við „litla fjölskyldan" fómm ásamt Kristjönu og Snorra sl. sumar á ættarmót norður í Ófeigsfjörð það- an sem Snorri var ættaður. Ég sé Snorra ljóslifandi fyrir mér þar sem hann situr á fjömsteini í Norður- fírði og horfir yfir æskuslóðirnar. Hann vissi að þetta var síðasta ferð hans á Strandimar, hann var að kveðja æskustöðvamar. Litlu dætur mínar og sonardætur hans þær Karen Lilja og Eva Björk minna svo áþreifanlega á að lífið heldur áfram, þær sýna enga mis- kunn. Kristjana mín, ég vil senda þér mínar innilegustu samúðarkveðjur. Eftir lifír minningin um góðan mann. Guðfinna Alda Skagfjörð Það er erfitt að sjá á bak sam- ferðamanna sinna, einkum þeirra, sem vmaður hefur haft mikil og náin samskipti við í gegnum árin. Mér varð hverft við er éjg frétti skyndilegt fráfall Snorra Asgeirs- sonar, við Snorri höfðum þá fyrr um daginn verið að ganga frá ýmissi pappírsvinnu. Við bmgðum á létt tal og minntumst á mörg atvik, spaugileg flest, er spönnuðu okkar samvinnu í nær þijátíu ár. Þetta er skrítið eftir á, það er eins og allt sé ákveðið, að við skyldum akkúrat þá hittast og eiga svo minn- isstæða stund saman. Þótt við Snorri ættum samleið í öll þessi ár, þá töluðum við lítið um ættir okkar og skyldmenni, svo því öllu sleppi ég her. Kynni okkar Snorra hófust í sept- ember 1961, er ég hóf störf hjá verksmiðjunni Vífilfell hf., sem ann- ar af tveim vélstjómm hjá fyrirtæk- inu, þá hafði Snorri sem rafverk- taki fyrirtækisins lagt raflagnir og allt sem að rafmagni laut, en þá Fæddur 14. september 1906 Dáinn 9. apríl 1989 Fallinn er einn úr hópi þeirra er eiga síðustu ár sín í Fellabænum. Fyrir fáum ámm hvarf Jón Þórar- insson til feðra sinna. Nú er það Hrafnkell Elíasson, Keli, frá Hall- geirsstöðum í Jökulsárhlíð, eins og hann gjarnan var nefndur af kunn- ugum. Yfir báðum þessum mönnum var léttur svipur, þeir býsna oft á gangi hér í þessu litla samfélagi og mátti lesa úr háttum þeirra og tali ótvíræðan blæ kjarks, mann- dóms og þrautseigju og lífsgleði langrar og gifturíkrar ævi. Vafa- laust vom þeir ekki líkir. Jóns var áður minnst. Hrafnkel þekkti ég lítið þar til leiðir lágu saman hér um svo sem 8 ára skeið. Þegar ég datt skyndilega inn í þingmennskuna fór ég smám sam- an að kynnast fólkinu á Austur- landi. Hrafnkell var mikill og ein- dreginn framsóknarmaður, og það ber að viðurkenna að persónuleg kynni urðu þar minni, en við þá, sem taldir vora okkar menn. Aust- urlandskjördæmi er stórt og póli- tískar venjur að heimsækja stuðn- ingsmenn og til þess býsna rík al- menn krafa. En kunnugir vita að var tekin í notkun ný vélasamstæða í nýjum sal, sem mörkuðu þáttaskil hjá fyrirtækinu varðandi fram- leiðslu á coca cola. Framleiðslan jókst hröðum skref- um og varð að vinna á þrískiptum vöktum i lokin, ekki var ónýtt að eiga Snorra að, hann þjónustaði fyrirtækið á. öllum tímum sólar- hringsins, alla daga jafnt. Þótt hann væri rifinn upp um miðjar nætur, þá mætti hann til leiks léttur í lund með bros á vör, skellti á mann spaugsyrði og hló um leið. Fyrirtækið jók framleiðslu sína heimili Hallgeirsstaðahjóna Lám Stefánsdóttur og Hrafnkels, var einstaklega athyglisvert. 16 böm, sem öll komust upp af sama for- eldri er ekki saga, sem víða hefír gerst á svipuðum tíma. Ég var smám saman að öðlast skilning á gildi þessa dæmis af Hallgeirs- staðahjónum, og ég man að í einu af Morgunblaðsbréfum mínum frá því ég var við Lagarfossvirkjun gerði ég þetta að umtalsefni. Síðustu árin hér í Fellabæ kynnt- umst við talsvert. Hann var oft á ferli, röskur á gangi þótt haltur væri, síhress og ræðinn, hvatur í orði sem hreifingum og fullur áhuga frá hvirfli til ylja. Oft kom ræðan niður við ástand þjóðmála, og varð samtalið ekki deiluefni. Hrafnkell var grenjaskytta lengi ævinnar, al- gengt samheiti slíkra viðfangsefna. Það var áhugavert að heyra hann lýsa minningum frá þeirri ævi. Hann átti tæpast orð að lýsa þeirri dýrð í öræfa- eða fjallakyrrð, sem lágnættið bjó yfír og fögnuði lífsins upp úr klukkan tvö að nóttu, þegar náttúran tók öll að hljóma í kvaki og fuglasöng. Eins og segir í Dísu- kvæði Davíðs: Og jörðin verður harpa með hundrað þúsund strengj- og ný verksmiðjubygging með nýrri vélasamstæðu var reist í Árbæjar- hverfí í lok ársins 1973. Þá var Snorri að sjálfsögðu kallaður til og hans menn. Ýmsir byijunarörðug- leikar gerðu vart við sig og var ekki ónýtt að eiga Snorra að og kom þá best í ljós hve góður fag- maður Snorri var. Þannig liðu árin, nóg að takast á við. Fyrirtækið jók umsvif sín enn og bætti við húsa og vélakostinn í takt við aukna og fjölbreyttari framleiðslu að kröfum tímans og var Snorri þar til staðar sem og áður. Allt hefur sinn enda og svo er um lífshlaup okkar. Það er undar- legt að vita til þess að eiga ekki eftir að sjá Snorra á svæðinu með tæki sín og tól, laga og bæta, en svona er lífið. í einkalífínu var Snorri lánsmað- ur, það sagði hann mér sjálfur, hann hafði við hlið sér trygga og dugmikla konu, Kristjönu Heiðberg Guðmundsdóttur, sem stóð með honum í blíðu og stríðu í hart nær fjömtíu ár. Drengimir þeirra, Björgvin Gylfí og Ásgeir Valur, hafa stofnað sín heimili og sonarbömin em orðin tvö. Um leið og ég kveð Snorra Ás- geirsson og þakka honum löng og góð kynni, bið ég góðan Guð að styrkja eftirlifandi konu hans, drengina þeirra og fjölskyldur og aðra ástvini. Smári S. Wium. um, sem heilladísir vorsins í sólskin- inu slá. Næmi til að taka við fögn- uði náttúmnnar, er eðlisgjöf al- mættisins. Kjarkur og máttur til að milda erfiða lífsbaráttu. Hrafnkell rétti víða hjálparhönd þessi síðustu ár. Starfslöngun og starfsgleði hans virtist lítt viðráðan- leg. Það varð ekki langur tími síðast, sem hann varð að draga sig í hlé. Ein sýn mætir ekki framar auganu hérna í Fellabænum. Keli á hvatlegu rölti á götunni. Kirlq'an á Egilsstöðum var nær fullsetin við útför hans. Alúðar- kveðja til Lám Stefánsdóttur ekkju hans og alls hins stóra hóps afkom- enda og skylduliðs. Jónas Pétursson Við fínnum öll mikið til, en minn huga sefar mynd af litlum léttum líkama í sterkum hlýjum örmum afa Baldurs. Elsku Nanna og fíölskylda. Ég og fólkið mitt biðjum Guð að blessa ykkur og hugga. Blessuð sé minning góðrar stúlku. Hrefiia Málningar- límbönd ÁRVÍK ÁRMÚU 1 -REYKJAVÍK-SlMl 687222 -TELEFAX 687295 AFGASRÚLLUR fyrir bílaverkstæði Olíufélagið hf 681100 Honda 89 Accord Sedan 2,0 EX Verð f rá 1232 þúsund, miðaö við staðgreiðslu á gengi 1. maí 1989 GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIRALLA. ÍHONDA VATNAGÖRÐUM 24, RV(K„ SÍMI 689900 Anua Rún Jóhannes- dóttir - Minning Fædd23. janúarl976 Dáin 7. maí 1989 Grikkir töluðu um að fegurð sálar væri í réttu hlutfalli við hreysti og ræktun líkamans. Þetta getur vissu- lega átt við. En fegursta sál sem ég hef þekkt bjó í litlum og veikum líkama. Þetta er sálin hennar Önnu Rúnar, þrettán ára vinkonu minnar, sem kvaddi lífið sunnudaginn 7. maí. Allt frá fæðingu þurfti hún að þola mikil veikindi. En dugnaður hennar og bjartsýni vom slík, að við sem kvörtum yfir smámunum og körpum um veraldleg gæði, ættum að taka okkur líf hennar og baráttu til fyrirmyndar. Anna Rún var ástrík stúlka sem unni öllum og öllu. En ást hennar var líka endurgoldin af umhyggju- samri og fórnfúsri móður; fjölskyldu og vinum. Annað heimili Onnu Rúnar var Landspítalinn. Þar fékk hún góða umönnun. Hún sagði svo oft: „Hér em allir mér svo góðir". Þeir sem eldri em vita hve átt- hagaböndin em sterk. Þó Anna Rún væri ung fékk hún að kynnast því að vera langtímum saman fjarri sínum átthögum. Því meiri var gleð- in þegar hún hafði tækifæri til að komast heim í sína kæm Dalasýslu. Heim í Buðardal og til afa og ömmu í Hjarðarholti. Eg er þakkiát fyrir að hafa kynnst þessari yndislegu stúlku og fjöl- skyldu hennar. Þau hafa gefíð mér mikið og kennt mér svo margt. Þeirra líf og b arátta hefur helgast af trú, von og kærleika. Sá sem heimsækir fársjúkt bam með litla gjöf eða til að stijúka þjáð- an vanga óg fær að launum sindr- andi bros. Þau laun em ríkuleg. Þessa auðlegð geymi ég í hjarta mínu. Minningu um yndislegt barn, Önnu Rún. Minning: Hrafhkell Elíasson frá Hrafhkelsstöðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.