Morgunblaðið - 17.05.1989, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 17.05.1989, Qupperneq 70
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAI 1989 Hugrún Linda Guðmundsdóttir kjörin fegnrðardrottning íslands 1989: Linda Pétursdóttir krýnir arftaka sinn og nöfhu, Hugrúnu Lindu Guðmundsdóttur, fegurðardrottningu íslands 1989. Theódóra Sæmundsdóttir, sem varð í fjórða sæti, með foreldrum sínum, Sæmundi Pálssyni og Ásgerði Ásgeirsdóttur. Morgunblaðið/Bjami Elfa Hrund Guttormsdóttir sem varð í fimmta sæti, með systrum sínum Soffiu, Hörpu og Ölmu. krýndi nöfnu sína. Erla Haralds- dóttir kom með nafn Hildar Dungal sem varð í 2. sæti, og Linda Péturs- dóttir krýndi hana. Loks gekk Ólafur Laufdal, for- maður dómnefndarinnar upp á svið- ið með bókina sem innihélt nafn sigurvegarans, Hugrúnar Lindu Guðmundsdóttur. Margir höfðu raunar veðjað á hana sem líklegan sigurvegara, en hún hafði áður ver- ið kosin Ungfrú Reykjavík. Linda Pétursdóttir krýndi Hugrúnu Lindu, sem síðan hélt á vit sjónvarpsvið- tala og ljósmyndara. Þegar Morgunblaðið spurði Chris Naidoo hveija hann teldi möguleika Hugrúnar Lindu vera f alþjóðlegum keppnum, sagði hann að að Hugrún gæti náð langt í Miss Universe keppninni. Sú keppni er haldin ár- lega í Bandaríkjunum, en hingað til hefur íslenskum stúlkum gengið best í Miss World keppninni sem haldin er í Bretlandi, og þá keppni hafa bæði Hólmfríður Karlsdóttir ( og Linda Pétursdóttir unnið. Það hefur ekki verið hefð fyrir því að sú stúlka, sem vinnur fegurð- ^ arsamkeppni íslands, keppi í Miss World keppninni. Þannig varð Hólmfríður Karldsdóttir í 2. sæti í íslensku keppninni, árið sem hún vann Miss World. Ekki hefur enn verið ákveðið hvaða stúlkur taka þátt í þessum keppnum. _ Gæti náð langt í Miss U niverse-keppninni - segir Chris Naidoo, framkvæmdastjóri fegurðarsamkeppi Irlands Hugrún Linda Guðmundsdóttir með foreldrum sinum, Kolbrúnu Baldursdóttur og Guðmundi Friðrik Ottóssyni, og systkinum sinum Guðrúnu Árnýju og Vilmundi Geir. Hildur Dungal, sem varð í öðru sæti, með foreldrum sínurn, Áslaugu K. Pálsdóttur og Haraldi Dungal. Guðrún Eyjólfsdóttir, sem varð í þriðja sæti, með foreldrum sínum, Ásu Valdimarsdóttur og Eyjólfi Harðarsyni. „ÞAÐ er fyrir ofan minn skilning hvar þið finnið allar þessar fal- legu stúlkur. Ég veit ekki hvaða galdur þið notið,“ sagði Chris Naidoo, framkvæmdastjóri feg- urðarsamkeppni írlands og gestadómari á Fegurðarsam- keppni Islands 1989, sem haldin var á Hótel íslandi að kvöldi annars í hvítasunnu. Fegurðar- drottning írlands 1989 var raun- ar heiðursgestur á Fegurðarsam- keppninni, og voru margir á því, að hún hefði Iítið haft að segja i íslensku keppendurna. Fegurð- ardrottning Islands var kjörin Hugrún Linda Guðmundsdóttir, 19 ára stúlka úr Reykjavík. I öðru sæti varð Hildur Dungal 18 ára gömul, einnig úr Reykjavík, og hún var einnig kjörin besta ljósmyndafyrirsætan. í þriðja sæti varð Guðrún Eyjólfsdóttir, tvítugur Akurnesingur. Kepp- endumir völdu síðan Theódóru Sæmundsdóttur vinsælustu stúlkuna. Chris Naidoo sagðist telja að Hugrún Linda ætti góða möguleika á að ná langt í Miss Universe fegurðarsamkeppninni, sem haldin er árlega í Banda- ríkjunum. Heimsfegurðardrottningin Linda Pétursdóttir krýndi nöfnú sína skömmu eftir miðnættið, en gest- imir fóru að safnast saman á Hótel ’ íslandi upp úr klukkan hálf sjö. Stúlkunar 10, sem kepptu um titil- inn Fegurðardrottning íslands 1989, gengu pelsklæddar í salinn klukkan átta og var vel fagnað. Dagskrá Fegurðarsamkeppni ís- lands er orðin í nokkuð föstum skorðum og hún hefst ávallt með því að dansarar dansa dans eftir Ástrósu Gunnarsdóttur við tón- verkið Tilbrigði við fegurð, sem Gunnar Þórðarson samdi fýrir keppnina 1983. Að þessu sinni voru dansaramir frá Dansstúdíói Sóleyj- ar. Baldvin Jónsson auglýsingastjóri Morgunblaðsins flutti ávarp, og lýsti m.a. ánægju sinni með að kvenfólk væri að yfirtaka fram- kvæmd keppninnar. Seinna um kvöldið vom kallaðar upp á svið og heiðraðar sérstaklega þær Gróa Ásmundsdóttir framkvæmdastjóri keppninnar, Katrín Hafsteins sem sijórnaði líkamsþjálfun, Bima Magnúsdóttir sem þjálfaði sviðs- framkomu og Maríanna Friðjóns- dóttir sem stjómaði útsendingu Stöðvar 2 frá keppninni. Stúlkunar 10 komu næst fram í sundbolum við mikinn fögnuð áhorfenda, og sýndu árangur næst- um tveggja mánaða stanslausrar þjálfunar og æfinga. Valdimar Fly- gering leikari, sem var kynnir ásamt Sigrúnu Waage leikara, sagði að á þessum mánuðum hefðu stúlkumar sennilega gengið meira á háum hælum en meðalkona gerði á ári. Eftir að gestimir höfðu glatt augu sín fengu bragðlaukamir næsta skammt því þá var borinn fram aðalréttur kvöldsins. Ólafur Reynisson yfirmatreiðslumaður á Hótel íslandi hefur séð um mat- reiðsluna á krýningarkvöldum Feg- urðarsamkeppni íslands undanfarin ár, og hefur maturinn verið rómað- ur. I þetta skipti var boðið upp á heilsteiktar nautalundir í sumar- skrúða, og þótt það sé varla heiglum hent að matreiða nautalundir fyrir 600 manns í einu, brást Ólafí ekki bogalistin. Um það vitnuðu upp- hrópanir eins og: „Hvemig fer hann að þessu!“ frá borðunum. Meðan beðið var eftir eftirréttin- um stillti Karlakór Reykjavíkur sér upp á sviðinu og söng ættjarðarlög, m.a. Fósturlandsins freyja sem allir karlmenn í salnum vom skikkaðir til að syngja með. Eftirrétturinn var svo borinn fram með sérstökum hætti. Upp úr gólfi salarins kom líkan af Vatnajökli á stómm kassa í fánalitunum. Vatnajökull opnaðist og reyndist innihalda ís, sem mat- reiðslumenn skömmtuðu á diska. Fegurðardísrinar komu næst fram á síðkjólum, og var hver þeirra spurð einnar spumingar af kynnun- um Á meðan sátu á sviðinu tíu litl- ar stúlkur, fegurðardrottningar framtíðarinnar. Dómnefnd keppninnar dró sig í hlé, til að ákveða sig endanlega, en á sviðinu sýndu stúlkur hár- greiðslu sem Sólveig Leifsdóttur átti heiðurinn af. Þá söng Karlakór Reykjavíkur aftur, og loks sýndu íslandsmeistaramir í samkvæmis- dönsum listir sínar, en þeir komu frá Dansskóla Sigurðar Hákonar- sonar. Á miðnætti rann stóra stundin loks upp. Keppendumir stilltu sér upp, og heiðursgestir kvöldsins, Linda Pétursdóttir fegurðardrottn- ing íslands 1988 og Barbara Curran fegurðardrottning írlands, vom kallaðar á sviðið. Dómnefndarmenn komu síðan hver af öðmm með bækur sem inni- héldu nöfn verðlaunahafanna. Ingi Bjöm Albertsson afhenti bókina með nafni vinsælustu stúlkunnar, Theódóm Sæmundsdóttur, Sóley Jóhannsdóttir kom með nafn bestu ljósmyndafyrirsætunnar, Hildar Dungal, Anna Margrét Jónsdóttir kom með nafn stúlkunnar Elfu Hmndar Guttormsdóttur sem varð í 5. sæti, Friðþjófur Helgason af- henti bókina með nafni Theódóm Sæmundsdóttur sem varð í 4. sæti. Sigtryggur Sigtryggsson afhenti bókina með nafni Guðrúnar Eyjólfs- dóttur sem varð í 3. sæti. Guðrún Margrét Hannesdóttir, sem varð í 3. sæti í keppninni á síðasta ári,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.