Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JUNI 1989
19
Gatnagerð á Akranesi sumarið 1988.
Steinsteypt slitlög
eftir Guðmund
Guðmundsson
Enn eru götur höfuðborgarinnar
að koma mikið skemmdar og slitnar
undan vetri. Umræðan um þetta
efni hefur verið á hveiju ári í mörg
ár. Margt hefur verið gert til úr-
bóta, en ástandið sýnist fara versn-
andi ár frá ári. Athyglisvert er það
að umræðan um úrbætur snýst ein-
göngu um malbik og endurbætur á
því. Það er eins og alveg hafi
gleymst að til eru fleiri kostir í
gatnagerð. En þeir eru vissulega
fyrir hendi. Þegar um er að ræða
gatnaslitlög, þar sem mikil áraun
er af umferð og negldum hjólbörð-
um, þá er steinsteypan talin heppi-
legasta lausnin sem slitlagsefni.
Flestir landsmenn þekkja þá
steyptu vegi sem til eru í landinu.
Þeir eru Reykjanesbrautin, sem
byggð var 1963 og 1965, og Vestur-
landsvegur frá Ártúnsbrekku til
Kollafjarðar, sem byggður var
1972. Þessi mannvirki eru í góðu
ásigkomulagi og litlu hefur verið
til þeirra kostað að byggingu lok-
inni. Sömu sögu er að segja af
steyptum slitlögum í bæjarfélögum.
Þekktasta dæmið er Akranes, þar
sem farið var að steypa götur árið
1960. Til viðhalds þessara gatna
hefur á þessu tímabili engu verið
til kostað.
Á því 20-25 ára tímabili sem lið-
ið er síðan Reykjanesbrautin og
Vesturlandsvegurinn voru gerð
hafa engin stærri verkefni í stein-
steyptri gatnagerð verið fram-
kvæmd. Á þessum tíma hefur bæði
steypugæðum og tækni í vegagerð
fleygt fram. Erlendis er nú rætt
um steypustyrk sem er tvöfaldur
sá er notaður var við steypugerð
fyrir 20 árum og er slitstyrkurgóðr-
ar vegasteypu í dag talinn tvöfaldur
til þrefaldur á við malbik. En við
ræðum hér um erlenda reynslu,
hérlend reynsla fæst eingöngu með
tilraunum innanlands.
Fyrir fimm árum hóf Sements-
verksmiðja ríkisins aðgerðir til þess
að örva notkun á steinsteypu í
gatnaslitlög. Var athyglinni aðal-
lega beint að sveitar- og bæjarfé-
lögum. Þau voru upplýst um mögu-
leika í steinsteyptri gatnagerð og
lánafyrirgreiðsla var í boði frá Sem-
entsverksmiðjunni.
Þegar Sérsteypan sf., sem er
rannsókna- og þróunarfyrirtæki í
eigu Sementsverksmiðjunnar og
íslenska járnblendifélagsins, hóf
starfsemi 1985 var það eitt af fyrstu
verkefnunum að athuga möguleika
á steinsteyptum gatnaslitlögum
hérlendis. Aðalvandamálið við hefð-
bundin steypt slitlög er að upphafs-
kostnaður er meiri en við önnur
slitlög, steinsteypan vinnur aftur á
móri á betri endingu. Athuganir
Sérsteypunnar leiddu fljótt í ljós að
tækjabúnaður til niðurlagningar á
gatnasteypu var ekki til í landinu.
Nauðsynlegt var talið að gera allar
tilraunir til slitlagagerðar með eins
fullkomnum tækjabúnaði og völ
væri á. Innfluttur tækjabúnaður
kostaði tugi milljóna og var talinn
of dýr til tilraunastarfsemi.
Sérsteypan sneri sér því að rann-
sóknum og þróun á nýrri slitlaga-
tækni úr steinsteypu, sem farið er
að nota erlendis, sérstaklega undir
mjög þunga og erfiða umferð, svo
sem á hafnarsvæðum, flugvéla-
stæðum o.þ.u.l. Þessi nýja tækni
hefur hlotið nafnið þjöppuð þurr-
steypa á íslensku. Skýringin á nafn-
inu er sú að notuð er mjög þurr
steinsteypa, svo þurr að ekki er
hægt að koma henni í vegastæðin
nema með þungum titurvölturum.
Stóri kosturinn við þessa nýju tækni
er sá að hægt er að nota malbiksvél-
ar og malbikstækni við niðurlagn-
inguna, en tæki og vanir verktakar
eru fyrir í landinu. Aðrir kostir við
þjöppuðu þurrsteypuna eru að hún
er sterkari en venjuleg steypa og
býður því upp á möguleika til þess
að þynna slitlögin. Þá má taka slit-
lög úr þjappaðri þurrsteypu i notkun
nær strax eftir niðurlagningu.
Vandamál var aftur á móti það,
að þjöppuð þurrsteypa hefur verið
lítið notuð í venjulega gatnasteypu
erlendis. Verkefnið sem Sérsteypan
setti sér var að aðlaga þessa tækni
að íslenskum aðstæðum og gatna-
gerð. Fyrstu tilraunir hófust árið
1985 og hefur verið haldið sleitu-
laust áfram síðan. Stærsta verk-
efnið var niðurlögn á um 14.000
m2 af þjappaðri þurrsteypu á götur
og fyrirtækjaplön á Akranesi árið
1988 og er þá heildartilraunaflötur
á götum og plönum farinn að nálg-
ast 20.000 m2frá byijun.
Mikinn lærdóm hefur mátt draga
af þessum tilraunum og eru þeir
sem að þeim standa sannfærðir um
að hér sé um mjög vænlegan kost
að ræða í gatnagerð.
Á Norðurlöndum hefur hug-
myndin að notkun þjappaðrar þurr-
steypu í gatna- og vegagerð einnig
hlotið góðan hljómgrunn. Sérstak-
lega hafa farið fram miklar tilraun-
ir í Noregi og Svíþjóð, en Norðmenn
hafa mörg lík vandamál og við höf-
um, svo sem notkun nagladekkja.
Nú er hafin samvinna milli allra
sementsverksmiðja á Norðurlönd-
um við að rannsaka, þróa og greiða
fyrir notkun þessarar nýju tækni í
gatnagerð. Vinnuhópur fulltrúa
verksmiðjanna kemur saman tvisv-
. ar á ári, næst á Islandi 1. og 2.
júní nk.
Reynslan af tilraunum með
þjappaða þurrsteypu hvetur til
bjartsýni og er nú komið að því að
reyna þessi nýju slitlög við erfiðari
aðstæður en hingað til. Sements-
verksmiðjan hefur því snúið sér til
Reykjavíkurborgar með beiðni um
samstarf til þess að reyna þessa
slitlagstækni á umferðargötum í
Reykjavík. Vonandi verður þessi nýi
kostur í gatnagerð til þes að auðga
a um úrbætur á ástandi gatna á
höfuðborgarsvæðinu í framtíðinni.
Höfundur er framkvæmdastjóri
tæknimála hjá Sementsverksmiðju
ríkisins.
~WT á það borgar sig að borga miðann strax. Frá 10. til 16.
júní drögum við daglega út glæsilegan Peugeot
I 205, og það í sjónvarpsútsendingu. Útsendingin
\J verður alla dagana fjórum mínútum fyrir fréttir í
Ríkissjónvarpinu. Þann 18. kemur svo húsið, báturinn,
jeppinn, mótorhjólið, hestarnir, sæsleðarnir . . . og það sem
meira er allur ágóðinn rennur beint til okkar aftur, barnanna
okkar og komandi kynslóða.
GReMESLANO
LANDSHAPPDRÆTTI • ÁTAKS f LANDGRÆÐSLU
\