Morgunblaðið - 15.06.1989, Síða 21

Morgunblaðið - 15.06.1989, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1989 ——h—i-------i—U,—;—i ’ i ,; r, > ,,,v, Skjótvirkur stíflueyðir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Helstu Shell- ■ og Esso -stöðvar og helstu byggingavöruverslanir. Dreifing: Hringás hf. S. 77878, 985-29797. TiMnii stillu eyúir TONLIST ARHU S FYRIR ÍSLENDINGA ALLA! eftir Jón Þórarinsson Stundum verður vart þeirrar skoðunar, að fyrirhuguð bygging tónlista.rhúss í Reykjavík sé and- stæð hagsmunum almennings í landinu. I fyrsta lagi sé húsið ætlað höfuðborgarbúum einum og næstu nágrönnum þeirra, í öðru lagi sé byggingin þarfleysa, því að nóg sé af húsum í Reykjavík og nágrenni sem nota megi til tónlistarflutn- ings. Hér er því miður um tvöfaldan misskilning að ræða. Með breyttum þjóðlífsháttum og bættum samgöngum eykst stöðugt fjöldi þeirra sem sækir listviðburði í Reykjavík,^ þótt um langan veg sé að fara. A síðasta ári voru 5—6 þús. manns sem notuðu sér „pakka- ferðir“ Flugleiða í þessu skyni. Þetta fólk er nær allt Vestfirðing- ar, Norðlendingar og Austfirðing- ar, og það lætur nærri að hér sé um að ræða sjötta hvern íbúa þess- ara landshluta á aldrinum 19—66 ára. Aðrir sem styttra eiga að sækja — og það gera að sjálfsögðu líka margir úr þessum landshlutum — aka til Reykjavíkur, hvert sem erindi þeirra er. Þótt ekki liggi fyr- ir um þetta óyggjandi tölur má færa sterkar líkur að því að ekki færri en 20 þús. manns, eða a.m.k. ijórði hver Islendingur á fyrrnefndu aldursskeiði, búsettur utan Reykjavíkursvæðisins, sæki þang- að árlega einhveija menningarvið- burði. Þetta hlutfall fer síhækkandi. Síðasta árið sem Listasafn íslands starfaði ótruflað í Þjóðminjasafns- húsinu var aðsókn að því um 30 þús. manns. Fyrsta árið í nýja hús- inu var hún um 90 þúsund. Enginn vafi er á því að nýtt Borgarleikhús sem tekur til starfa í haust hefur hliðstæð áhrif á leikhússókn. Og þegar tónlistarhúsið rís verð- ur raunin enn hin sama. Þar mun fara fram margháttuð starfsemi sem laðar að sér áheyrendur úr öllum þjóðfélagshópum og byggð- arlögum. En fyrst og fremst verður það heimili Sinfóníuhljómsveitar Islands. Hún á um þessar mundir 40 starfsár að baki og hefur skilað stórmerku starfi, en hefur alla tíð verið á hrakhólum. Nú síðast og lengst hefur hún átt athvarf í bíó- húsi sem svarar á engan hátt nútímakröfum, hvorki um tóngæði né aðbúnað að listamönnum og áheyrendum. Ymsar helstu menningarstofn- anir þjóðarinnar hljóta að öðru óbreyttu að hafa höfuðstöðvar í fóníuhljómsveitarinnar og nú síðast Listasafns íslands eru í byggðum landsins. Slíkar heimsóknir koma ekki i stað þess lista- og menning- arstarfs sem unnið er í byggðarlög- unum sjálfum. En þær geta glætt það og eflt. Og þeir sem þar stjórna málum mega ekki gleyma því, að til þess að stofnanirnar geti rækt þessar skyldur út á við, svo sem vera ber, verður að búa þeim ákjós- anleg starfsskilyrði heima fyrir. Það er allra hagur, þegar alls er gætt. Þess vegna er mikill misskilning- ur að tónlistarhús sé byggt fyrir Reykvíkinga eina þótt það rísi í Reykjavík, það er fyrir Islendinga alla — og fyrir tónlistina í landinu. Höfundur er tónskáld. Jón Þórarinsson Reykjavík, þótt ótvíræð skylda þeirra sé að þjóna landinu öllu. Sá sem þessar línur skrifar hefur oft orðið þess var, hve mikils metnar heimsóknir Þjóðleikhússins, Sin- j Electrolux Seljum útlitsgallaða kæli- og frystiskápa með verulegum afslætti! Vörumarkaílurinn KRINGLUNNI SÍMI 685440 í,,’-i :ííp.-ft5;; '•? ■ - : ■ mmrnmmrí ■t.:. ■■■■■■ m&m '

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.