Morgunblaðið - 15.06.1989, Page 28

Morgunblaðið - 15.06.1989, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR, 15, JUNI 1989 Svíþjóð: Ekkja Olofs Palme mætti ekki til vitnaleiðslunnar Stokkhólmi. Frá Claes von Hofsten, fréttaritara Morgunblaðsins. LISBET Palme, ekkja Olofs Palme, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóð- ar, kom ekki til vitnaleiðslu í Stokkhólmi í gær eins og henni hafði verið gert að gera en þar fara nú fram réttarhöld yfir Christer Petters- son, sem sakaður er um að hafa myrt eiginmann hennar. Vitnaleiðsl- unni hefur verið frestað um óákveðinn tíma en Lisbet Palme á yfir höfði sér fjársekt sökum þessa. Lisbet Palme hafði áður krafist þess að hinn ákærði, Christer Pett- ersson, yrði ekki viðstaddur vitna- leiðsluna og að vitnisburður hennar yrði ekki hljóðritaður eða sendur út á öldum ljósvakans. Rétturinn varð við þessari ósk hennar en hafnaði hins vegar þeirri kröfu að áheyrend- um og blaðamönnum yrði gert að víkja úr salnum á meðan yfirheyrslan færi fram. Aðaldómarinn í málinu, Carl- Evrópuþingið: Fimm aðildarþjóðir ganga að kjörborðinu London. Reuter. Brussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. KOSIÐ verður til Evrópuþingsins í dag í fimm af tólf aðildarríkjum Evrópubandalagsins, (EB), í Bret- landi, Spáni, Danmörku, Irlandi og Hollandi í dag en í öðrum aðild- arríkjum á sunnudag. þar, eins og annarstaðar, munu inn- anlandsmál vega þungt í kosningun- um. Talið er að þær verði eins konar prófsteinn á viðtökur almennings við tillögum íhaldsflokks Pauis Schluters forsætisráðherra í skattamálum. Anton Spak, ákvað því að fresta vitnaleiðslunni um óákveðinn tíma en frú Palme reyndist ófáanleg til að skýra frá því hvort hún væri reiðu- búin til að koma fyrir réttinn síðar. Hann kvað Lisbet Palme hafa tjáð réttinum að hún gæti ef til vill ekki sagt allan sannleikann í málinu sök- um hræðslu ef hinn ákærði yrði við- staddur. Kvaðst dómarinn telja að engin ástæða væri til að bera brigð- ur á þessa skoðun hennar. Annar dómari í málinu lýsti sig hins vegar andvígan því að vitnaleiðslan færi fram fyrir luktum dyrum og benti á að frú Palme gæti tæpast borið kennsl á hinn ákærða væri hann ekki viðstaddur. Lisbet Palme er lykilvitni ákæru- valdsins í málinu en tvö önnur mikil- væg vitni hafa breytt framburði sínum hinum ákærða í vil. Við sak- bendingu lýsti Lisbet Palme yfir því að Christer Petterson væri morðing- inn en hún kveðst hafa séð illvirkjann kvöldið sem ódæðið var framið 28. febrúar 1986. Reuter Búlgörsk telpa af tyrkneskum uppruna nýkomin yfir landamærin til Tyrklands gægist út meðal farangursins, en afi hennar situr ör- magna hjá og felur andlitið í hendi sér. Stjórnvöld í Búlgaríu reka þúsundir manna frá landinu Kapikule, Tyrklandi. Reuter. Á meðal almennings er talinn vera meiri áhugi á kosningunum en áður. Þetta á sérstaklega við um Bretland en þar hefur rétt þriðjungur kjósenda séð ástæðu til að kjósa í undanförn- um kosningum til Evrópuþingsins. Ástæða aukinnar umræðu er sú að Verkamannaflokkurinn hefur lagt af andstöðu sína við aðild að banda- laginu og kynnir sig sem flokk evróp- skrar samvinnu og einingar. í Danmörku hefur innri markaður EB sem kemst á 1992 vakið áhuga kjósenda. Talið er að Alþýðuhreyf- ingin gegn aðild Danmerkur að EB, sem hlaut 21% fylgi og fjögur af sextán sætum Danmerkur í kosning- unum 1984, tapi mikiu fylgi. En ÞÚSUNDIR flóttamanna af tyrkneskum ættum streyma nú yfir landamærin til Tyrklands frá Búlgaríu. Þeir saka yfirvöld í Búlgaríu um að hafa beitt sig ofbeldi í kjölfar mótmæla vegna aðgerða stjórnvalda sem fela í sér að Tyrkir í landinu þurfa að skipta um nafii, mega ekki tala tyrknesku og þurfa að leggja niður ýmsar siðvenjur sínar. í Búlgaríu búa nú um ein og hálf milljón manna af tyrkneskum ættum. Þeir hófu baráttu fyrir auknum mannréttindum í byijun maí og síðan þá hafa a.m.k. átján þúsund þeirra verið reknir yfir landamærin til Tyrklands. Tyrkirnir fóru í mótmælagöng- ur og hu,ngurverkföll til þess að mótmæla því að Búlgarar reyna að þvinga fram að tyrkneski minnihlutinn samlagist þjóðinni, með því að skipa þeim að breyta nöfnum sínum, Ieggja niður ákveðna siði og banna þeim að tala tyrknesku. Þeirsökuðu stjórn- völd um að skjóta á mótmælendur og berja þá. Að sögn ungs manns af tyrkneskum ættum var skotið með vélbyssum á fólk í mótmæla- göngu 27. maí s.l. og létu 25 manns lífið. Flóttamenn sökuðu einnig búlgarska lækna um að vilja ekki sinna særðum Tyrkjum. Um tvöþúsund manns koma á degi hveijum til Kapikule landa- mærastöðvarinnar með aleiguna í farteskinu. Tyrkir segjast vera reiðubúnir að taka við öllum tyrk- nesk ættuðum flóttamönnunum frá Búlgaríu en kvarta undan að brottflutningur þeirra sé svo óskipulagður að svo gæti farið að þeir lokuðu landamærum sínum til að knýja á um betra skipulag. Búlgörsk yfirvöld láta fólkið fá vegabréf til fimm ára með þriggja mánaða áritun sem gildir til Tyrk- lands eða Evrópu og Asíu. Búlg- arska lögreglan gaf mörgum flóttamönnum ekki nema nokk- urra klukkustunda frest til þess að taka til eigur sínar í eina eða tvær ferðatöskur. „Við urðum að skilja eftir peninga og aðrar eigur okkar,“ sagði maður frá þorpinu Shumno, sem tróð eins miklu og hann gat inn í Volgu-bifreið sína. „Þúsund manns stóðu í biðröð fyr- ir utan bankann á mánudaginn en fæstir gátu tekið peninga út,“ bætti hann við. Flóttafólkinu var samt gert að borga _upp skuldir sínar og vatns- og rafmagnsreikn- inga fyrir næstu fjóra mánuði. Þrátt fyrir að margar íjölskyld- ur hafi sundrast, þá eru flestir útlagarnir ánægðir með að komast til Tyrklands og vilja hefja þar nýtt líf. „Ég reyndi að flýja í mörg ár vegna sífelldrar áreitni,“ sagði Hússein Múmenoglu sem er ný- kominn til Tyrklands. „Eitt sinn komst ég til Júgóslavíu en var handtekinn og sendur til baka. Ég þoldi ekki lífið í Búlgaríu og er ánægður með að vera kominn til Tyrklands.“ Þingkosningarnar í Grikklandi á sunnudag: Lostafull kosningabarátta á rúmstokki frammámanna MARGIR Grikkir hafa það á tilfínningunni að þeir fylgist með kosningabaráttunni fyrir þingkosningarnar á sunnudag með því að að horfa inn um skráargat á svefiiherbergi. Fyrrum yfirmaður öryggisþjónustu Andreas Papandreous, forsætisráðherra úr Sósia- listaflokknum, hefiir ritað bók þar sem lesendur geta skoðað nektarmyndir af unnustu ráðherrans, Dimitru Liani, og þar næst smjattað á lostafullum getgátum um fyrri sigra hans í ástamálum. Fylgismenn Papandreuos hafa brugðist hart við og segja Konst- antin Mitsotakis, leiðtoga stjórnarandstöðuflokks Nýdemókrata og ráðsettan fjölskyldumann, eiga ástmey í Saloniki. Útskrift af símaviðræðum þeirra gefur þó fátt annað til kynna en sameigin- legan áhuga á lofkælingarbúnaði. Sjaldan er hugað að framtí- ðarsýn í kosningabaráttunni en á hinn bóginn er ýmsum meinlokum og óskum kjósenda um skammt- ímalausnir rækilega sinnt. Skoð- anakannanir gefa til kynna að stjómarandstaða íhaldsmanna undir forystu Mitsotakis hljóti nauman meirihluta. Grikkir verða því að líkindum að búa sig undir tímabil veikra samsteypusljóma sem gæti haft nýjar kosningar í för með sér eftir skamma hríð. Kjósendur hafa um átta mán- aða skeið einblínt á pólitískan mykjuhaug sem nú virðist skyndi- lega hafa sokkið í jörð niður, mörgum til undrunar. Málið sem kennt var við Krítarbankann virt- ist hafa alla burði til að verða mesta hneyksli í grískri stjórn- málasögu. Mitsotakis og Nýdemó- kratar hans sættust samt á að að þingi yrði slitið snemma; þar með var rannsókn þingsins á málinu stöðvuð fyrr en ella og getur þetta orðið til þess að sum- ir af sakborningunum sleppi við refsingu. í stórborgunum er sennilegt að fólk vænti þess að komist verði að tilþrifamikilli nið- urstöðu í bankamálinu. En í sveit- unum er almenningur jafn áhug- alítill um hneykslið og velþekkt daður Papandreous forsætisráð- herra á almannafæri og sósíalistar munu varla tapa miklu fylgi þar. Það hafa verið uppi spilltir og kvensamir ráðamenn á undan Papandreou, telja sveitamenn; margir stjómmálamenn vildu gjaman feta í fótspor hans. Síðastliðin átta ár hefur sósíal- istastjórn Papandreous breytt pólitísku andrúmslofti í landinu. Margir Grikkir urðu áður að búa við ýmiss konar áþján, ofsóknir og jafnvel tugthúsvist af hálfu hægristjóma. Þeir hafa nú fengið uppreisn æru og sjálfsálit þeirra hefur styrkst auk þess sem frelsi hefur dafnað og tækifærum til að auðgast fjölgað, ekki síst fyrir tilverknað aðildarinnar að Évr- ópubandalaginu. Þeir eru ekki reiðubúnir að hætta þessum ár- angri og hvatningarorð Mitsotakis um þjóðarsátt hafa ekki hrifið þá. Kosningaspjald með mynd af Papandreou. Forsætisráðherrann sjötugi er Qarri því að vera dauður úr öllum æðum og nýtur enn mikillar hylli grískra kjósenda þrátt margvísleg hneykslismál sem hann og sósíalistaflokkur hans hafa verið bendlaðir við. Ríkissjónvarpið er aðalfréttamið- illinn og gætir þess að kjósendur heyri sem allra minnst af áróðri stjórnarandstæðinga. Nokkrir frammámenn sósía- lista hafa flúið mútuþægni og lýð- skrum stjómarflokksins og gengið í lið með nýjum samtökum tveggja Iítilla kommúnistaflokka, Banda- lagi um vinstristefnu og fram- farir. Það segist vera eini valkost- ur þeirra sem vilji upplýsa og binda enda á bankahneykslið. Forystumennirnir segja báða stóm flokkana vilja hylma yfir með afbrotamönnunum — sósía- listar til að forðast makleg mála- gjöld og Nýdemókratar til þess að þeir geti hagað sér að vild þegar þeir komist sjálfir að kjöt- kötlunum. Vandi bandalagsins er sá að vinstriflokkarnir tveir halda áfram að kýta innbyrðis og vilja ekki heita fyrirfram stuðningi við mögulega minnihlutastjórn Pap- andreous eða samsteypustjórn vinstriaflanna undir forystu hans. Grískir kjósendur eru yfirleitt hviklyndir og umsjónarmenn skoðanakannana telja að einn af hveijum fimm sé enn óákveðinn. Margir munu gera upp hug sinn eða skipta um skoðun á suhnu- dagsmorgun er þeir fara á kjör- stað og hvima augunum á auglýs- ingamiða blaðsölukassanna með fyrirsögnum dagsins. Æsifrétta- blöðin gætu hafa ákveðið að geyma sér magnaðasta óþverrann fram á sjálfan kjördaginn, eftir ákaft skítkast undanfarnar vikur. (Heimild: The Economist)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.