Morgunblaðið - 18.07.1989, Side 5

Morgunblaðið - 18.07.1989, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1989 5 Opið skákmót í Frakklandi: Sr. Pálmi settur inn í embætti Síðastliðinn sunnudag var séra Pálmi Matthíasson settur inn í embætti sókn- arprests í Bústaðasókn við fjölmenna guðsþjónustu í Bústaðakirkju. Hann tekur við embættinu af hr. Olafí Skúlasyni, sem kjörinn hef- ur verið biskup. Sr. Pálmi var áður prestur í Glerár- sókn á Akureyri. Það var séra Guðmundur Þor- steinsson, dómprófastur, sem setti séra Pálma inn í embættið. Karl Þorsteins með 5 vinninga KARL Þorsteins er með fimm vinninga eftir sjö umferðir á alþjóðlegu opnu skákmóti, sem Slökkvilið Reykjavíkur: Ráðningu afleysinga- manns nú stendur yfir í borginni Clermont-Ferrand í Frakklandi. Keppendur eru alls um 120 tals- ins og er Karl Þorsteins eini kepp- andinn frá íslandi. Samtals verða tefldar sjö umferðir og verða 8. og 9. umferðir tefldar í dag og á morgun. Karl mun vera í um það bil tíunda sæti ásamt fleiri kepp- endum. Jafnir í efsta sætinu eftir sjö umferðir eru sovéski stórmeist- arinn Dorfman og júgóslavneski stórmeistarinn Kozul. Morgunblaðið/Ámi Sæberg GAR SIG riEKLAHF Laugavegi 170 172 Simi 695500 15i«í3iiíisaáuLÍáÍ I SHSHHðÍ r/ r-l / { r ) j & Bíllinn, sem sæmdur var GULLNA STÝRINU í ár VERÐ FRÁ KR. 798.000 . Innifalinn í verðinu er m.a. eftirtalinn búnaður: Vökvastýri/veltistýri — Rafdrifnar rúðuvindur — Rafstýrðir útispeglar — Dagljósabúnaður — Samlæsing á hurðum mótmælt SLÖKKVILIÐSMENN í Reykjavík hafa sent borgarráði bréf, þar sem mótmælt er ráðningu manns til sumarafleysinga á Slökkvistöðina á þeirri forsendu að hann uppfylli ekki þau skilyrði, sem sett hafa verið um menntun slökkviliðs- manna. Er þetta í þriðja sinn sem ráðningunni er mótmælt bréflega. Samkvæmt nýjum reglum um ráðningu slökkviliðsmanna, sem borgarráð samþykkti 18. maí síðastliðinn er meðal annars kveð- ið á um að þeir skuli hafa lokið námi í einhverri iðngrein er nýtist þeim í starfi. „Við lítum á þetta sem hluta af kjarabaráttunni," sagði Jón Friðrik Jóhannsson, trúnaðarmaður slökkvi- liðsmanna. „Með þessum nýju regl- um er verið að reyna að hefja starf- ið upp þannig að hver sem er verði ekki ráðinn. Það hefur verið vinnu- regla hjá yfirmönnum hér á stöðinni að ráða ekki aðra en iðnaðarmenn til starfa og eru nú um 70% starfs- manna iðnaðarmenn. Við teljum að úr því að farið er fram á iðnnám þá munum við geta farið fram á betri kjör í framtíðinni." Jón sagði að ljóst væri að borgar- ráð gæti ráðið hvern sem er til hvaða starfa sem er, þrátt fyrir fyrri sam- þykktir. Það væri óskiljanlegt hvers vegna borgarráð hefði lagt í þá vinnu að setja vinnureglur fyrir slökkviliðið og samþykkja ef ekki ætti að fara eftir þeim, sérstaklega með tilliti til þess að hæfir menn hefðu sótt um starfið en verið vísað frá. „Vonandi verður hægt að komast að einhvers konar samkomulagi eftir fund borg- arráðs á þriðjudag," sagði Jón. „Þetta eru mistök sem við vonumst til að verði leiðrétt." Gjaldþrot kosta 4-6 þús- und krónur ÞEIR sem Ieita eftir gjaldþrota- úrskurði hjá borgarfógeta þurfa að leggja út nokkra fjárhæð vegna þess. Ef um fyrirtæki er að ræða kostar gjaldþrotið 6.000 krónur en 4.000 krónur ef um einstakling er að ræða. Ingveldur Einarsdóttir fulltrúi hjá borgarfógeta segir að þarna sé um kostnað að ræða sem embættið þarf að leggja út fyrir vegna gjaldþrotaúr- skurðarins. Þar koma inn liðir eins og innköllun í Lögbirtingarblaðinu, auglýsing um skiptafund, vottalaun og fleira. „Það er nauðsynlegt fyrir embæt- tið að innheimta þennan kostnað þar sem það hefur enga sjóði sjálft til að mæta honum,“ segir Ingveldur. Aðspurð um hvort hún viti til þess, þótt ekki sé um háar upphæðir að ræða, hvort einhver aðili hafi ekki haft efni á því að verða gjaldþrota, segir Ingveldur svo ekki vera.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.