Morgunblaðið - 18.07.1989, Síða 7

Morgunblaðið - 18.07.1989, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1989 Kirkjubæjarklaustur: * A annað þúsund manns nutu veðurblíðunnar Kirkjubæjarklaustri. Á ANNAÐ þúsund manns gistu á Kirkjubæjarklaustri um síðustu helgi. Ferðalangarnir gistu á hóteli, á ferðaþjónustubæjum og í tjöld- um. Það sem olli þessum íjölda var mikil veðurblíða sem hér hefiir verið síðustu daga. Þrátt fyrir mikla örtröð gekk allt vel fyrir sig. Greiniiegt var að flest- ir lágu bara í sólinni þó svo að ýmiss konar dægrastytting standi til boða, svo sem minigolf, snóker, veiði- og gönguferðir um sögufræg- ar slóðir. Þá hefur nýlega verið tek- inn í notkun 9 holu golfvöllur í nágrenni Klausturs. Sundlaugin var mikið notuð og mátti segja að hún liti út eins og einn allsheijar heitur pottur. Einnig er búist við miklum fjölda um næstu helgi og hefur t.d. 170 manna hópur pantað á tjaldstæð- inu. í félagsheimilinu Kirkjuhvoli verður stórdansleikur þar sem koma fram fjórar eða fimm hljómsveitir. Þar er um að ræða hljómsveitir sem hafa leikið í héraðinu síðustu 20-30 ár, m.a. má þar nefna Tónabræður, sem voru mjög vinsælir á 7. ára- tugnum. - HSH Kjóadalur: Brotíst inn í hesthús BROTIST var inn í hesthús í Kjóadal um helgina. Hurð- inni á húsinu var sparkað upp og þaðan stolið tveimur hnökkum og sex beislum. Þijú önnur innbrot voru til- kynnt um helgina. Brotist var inn í íbúðarhús í Garðabæ og þaðan stolið tæplega 200.000 krónum. Einnig var brotist inn í íbúðahús við Hverfisgötu og í matvöruverslun í Breiðholti. Af Hverfisgötunni var stolið myndbandstæki og upptökuvél en úr versluninni 20.000 krón- um og töluverðu magni vindl- inga. íslandsmótið í skák: Bráðabana var frestað JÓN L. Árnason og Margeir Pét- ursson voru jafnir eftir sex skák- ir, í einvígi þeirra um Islands- meistaratitilinn í skák. Sam- kvæmt reglugerð tekur þá við bráðabani, sem vegna anna skák- mannanna næstu vikur, hefiir verið frestað. Einvígið var upphaflega fjórar skákir, en þar sem skákmennimir vom þá jafnir, bættust tvær skákir við. Þær enduðu báðar með jafn- tefli og hefði bráðabani átt að hefj- ast í dag. í gærmorgun fóru bæði Jón og Margeir, ásamt Helga Ólafs- syni, til Esbo í Finnlandi til keppni á Norðurlandamóti, sem jafnframt er svæðamót fyrir næstu heims- meistarakeppni. Því móti lýkur um mánaðamótin. Strax eftir mánaðamót keppir Tafl- félag Reykjavíkur við Bayern Munchen í Evrópukeppni skákfé- laga og þar tefla Jón og Margeir báðir. Að sögn Ólafs Ásgrímssonar hjá Skáksambandi íslands hefst bráða- baninn að þessum keppnum loknum en dagsetning er ekki endanlega ákveðin. Teflt verður í húsi Útsýnar í Mjódd. Sjá nánar í skákþætti bls. 22. Morgunblaðið/RAX Humarvertíð gengur þokkalega: Um 1.120 tonn veiddust af humri í maí og júní HUMARVERTIÐ hefúr nú stað- ið um nokkurt skeið, og hefúr veiðin gengið bærilega, að sögn tíðindamanna Morgunblaðsins. 1.126 tonn af heilum humri hafa komið á land það sem af er, en á sama tíma í fyrra höfðu veiðst 1.046 tonn. Þó skal á það bent, að vertíðin í fyrra þótti með versta móti. Humarinn hefiir að miklu leyti borist á land í tveim- ur verstöðvum, í Þorlákshöfii 434 tonn, og í Höfii í Hornafirði 263 tonn. Slæmu tíðarfari er einna helst um að kenna að afl- inn er ekki meiri það sem af er, V estur-Húnavatnssýsla: Lagningu bundins slitlags lokið LOKIÐ ER lagningu bundins slitlags á hringveginn, þjóðveg 1, i gegnum Vestur-Húnavatnssýslu. Jafnframt er verið að Ijúka lagningu bundins slitlags á allar stofiibrautir í Vestur-Húnavatnssýslu og mun því verki ljúka nk. þriðjudag. Þar með eru vegir, þjóðvegur og stofn- brautir, í Vestur-Húnavatnssýslu fyrstir til að klæðast algjörlega bundnu slitlagi, að sögn Jónasar Snæbjörnssonar, uindæmisstjóra Vegagerðar ríkisins í Norðurlandi vestra. Samfellt slitlag er komið á þjóð- liggur frá Svartadal og upp á veginn frá Brú í Hrútafirði og inn Vatnsskarð. Sú framkvæmd er ekki af Húnaveri í Langadal, um 105 km leið. í Austur-Húnavatnssýslu er aðeins eftir að leggja bundið slit- lag í Bólstaðarhlíðarbrekkuna, sem á áætlun fyrr en eftir fjögur til fimm ár. Vegagerðarmenn vinna nú að lagningu bundins slitlags á stofn- brautinni frá þjóðvegi 1 til Hvammstanga og lýkur því verki á þriðjudag. í sumar er fyrirhugað að leggja bundið slitlag um Hegranesið að Sauðárkróksbraut og um 5 km leið á Siglufjarðarveg frá bænum Vatnsleysu að Kýrholti. Áætlaður kostnaður við lagningu bundins slit- lags í umdæminu í sumar nemur um 50 millj. kr., að sögn Jónasar, en umdæmið nær yfir Húnavatns- og Skagafjarðarsýslur. en veiðarnar útheimta sæmilegt veðurfar. Að sögn Hjörleifs Brynjólfsson- ar, framleiðslustjóra hjá Bakka- fiski á Eyrarbakka, hefur fyrir- tækið fleiri báta á veiðunum í ár en í fyrra. Kvóti fyrirtækisins er 92 tonn af slitnum humri, en þyngd slitins humars nemur um 37% af þyngd heils humars. Bakkafiskur hefur þegar vejtt tæplega 70 tonn af kvóta sínum, en veiðileyfi humarbátanna renna út um miðjan ágúst. Hjörleifur sagði, að tíðarfar hafi verið afar risjótt það sem af er vertíð, og aflinn minni en vonast var til. „Mér heyrist hljóðið vera ansi dauft í mönnum. Hins vegar hefur oft ræst úr humarveiðum upp úr miðjum júlí,“ sagði hann. Viðar Elíasson hjá Vinnslustöð- inni í Vestmannaeyjum sagði, að humarveiðar hefðu ekki gengið nógu vel hjá þeim bátum sem leggja upp hjá fyrirtækinu og væru þeir rétt hálfnaðir með þann kvóta sem þeir hafa til umráða. Hins vegar hefði vinnsla á humrin- um gengið vel, en Vinnslustöðin frystir humarinn bæði heilan og slitinn. Fimmtán bátar stunda humarveiðar frá Vestmannaeyj- um. Viðar sagðist vona, að veiði- leyfi humarbátanna yrðu fram- lengd þegar vertíðinni lýkur ef þeir hafa þá ekki lokið við kvóta sinn. Hann var þó ekki bjartsýnn á að það yrði til mikilla bóta, þar sem ágúst hefði aldrei reynst mik- ill humarmánuður. Tryggingar Olís metnar á 251 milljón TRYGGINGAR þær sem OIís hef- ur lagt fram til að afstýra kyrr- setningarbeiðni Landsbankans á hendur félaginu hafa nú verið að fúllu metnar af virðingar- mönnum fógeta, og er matsupp: hæðin rúm 251 milljón króna. í gær staðfesti Hæstiréttur tvo úrskurði borgarfógeta í málinu, sem Olís kærði í liðinni viku. Annar úrskurðanna sem Hæsti- réttur staðfesti var á þann veg að Olís skyldi benda á lausafé til kyrr- setningar áður en bent yrði á fast- eignir. Málinu verður fram haldið hjá fógeta í dag, en þá mun Olís halda áfram að benda á eignir til kyrrsetningar. Kyrrsetningarkrafa Landsbankans hljóðaði við upphaf málsmeðferðarinnar upp á 438 milljónir. Vextir og annar kostnaður hefur síðan bæst við kröfuna, en tryggingaupphæðin, 251 milljón, dregist frá henni. Steinakrýl Fyrir þá sem vilja mála sjaldan en gera það vel Þú vandar til vcrksins, þcgar þú málar húsið með Steinakrýll frá Málningu hf. Stein- akrýl veitir steininum ágæta vatns- vörn og möguleika á að að „anda“ betur en hefðbundin plastmálning. Viðloðun Steinakrýls er gulltrygg og því getur þú einnig notað það scm grunn undir Kópal-Stcintex. Þú getur málað með þessari úrvalsmálningu við lágt hitastig, jat'nvel í frosti. Hún þolir vætu cftir um eina klst., hylur fullkomlega í tveimur umferðum, veðr- unarþol er frábært og litaval gott. Næst þegar þú sérð fallcga málað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin er Imálning'lf -það segir sig sjálft -

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.