Morgunblaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR Í8. JÚLÍ 1989 Að horfast í augii við veruleikann sVSt&z. ■ rS==;£S-r5 í=Æ5.S ■ sesss: .aLa-sKaí SaSfcír""- s “—-■»—* —««5tjaasas.j »g...tpa,aBs .jýjatetw. Lftur •*"<** iíi Æ J“« fi»m fyrir k>k Imm “*“* l**> I upph.fi uu, „Milljarðamistök í ríkisflármálum44 eftirFriðrik Sophusson Fyrir nákvæmlega ári eða hinn 14. júlí 1988 sendi Ólafur Ragnar Grimsson frá sér greinargerð vegna niðurstaðna í þjóðhagsspá. Greinargerðin birtist í Þjóðviljan- um undir fyrirsögninni „Milljarða mistök í ríkisfjármálum“. Greinargerðin var upphaf mik- illa árása á þáverandi fjármálaráð- herra, Jón Baldvin Hannibalsson. Þær árásir héldu áfram og þeim linnti ekki, jafnvel eftir að Al- þýðubandalagið settist í ríkis- stjórnina. Nú, ári seinna, er ekki úr vegi að rifja upp nokkur atriði þessarar greinargerðar í ljósi þess að Ólafur Ragnar stendur nú í sporum Jóns Baldvins. Þessi grein er Því einskonar afmælisgrein greinargerðarinnar. Greinargerð Ólafs Ragnars í upphafi greinargerðarinnar lýsti Ólafur Ragnar afleiðingum þáverandi stjórnarstefnu svohljóð- andi: „ Vaxandi verðbólga og verulegar vaxtahækkanir; hrikaleg mistök og milljarða gat í ríkisfjármálum; þriðja gengisfelling ársins er á leiðinni; viðskiptahalli eykst um 30% og erlendar skuldir fara yfir 100 milljarða; alda nýrra skattahækkana og enn frekari kjaraskerðing verða innan tíðar dagskrárefni ríkis- stjórnarinnar. “ Síðan sagði Ólafur: „Á undanförnum áratugum er ekki hægt að finna hliðstæðu slíkrar óstjórnar í efnahagsmálum. Þessi niðurstaða er enn dapurlegri fyrir þá sök að áfram ríkja óvenju- lega hagstæð skilyrði í efna- hagsíífi Islendinga ... Það eru því ekki óhagstæð ytri skilyrði sem skapa hinn niikla efnahagsvanda. Þau eru áfram íslendingum í hag. Vandinn er algjörlega heimatilbú- inn. “ Þá fjallaði Ólafur um afgreiðslu fjárlaga og sagði orðrétt: „Við afgreiðslu fjárlaga og hvað eftir annað í allan vetur tilkynnti fjár- málaráðherra fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar að hallalaus fjárlög væri kjamaatriðið í efnahags- stefnu ríkisstjórnarinnar. Þessi rök voru notuð til að réttlæta hinn illræmda matarskatt og stórfellda hækkun almennra skatta. Hlutfall skatta af landsframleiðslu óx í 25,3% og ný þjóðhagsspá sýnir að skattatekjur ríkissjóðs verði auk þess 4,4 milljörðum meiri en gert var ráð fýrir í fjárlögum. “ Og hann heldur áfram: „Það er því Ijóst að hrikaleg mistök hafa orðið í með- ferð og stjórn ríkisfjármála. GrundvöIIur fjárlaganna er hrun- inn og óbreytt stefna mun leiða til þess að í árslok verður stórt gat í fjármálum ríkisins. I stað þess að ríkissjóður væri tæki til að draga úr verðbólgunni hefur hann í höndunum núverandi fjár- málaráðherra orðið hreinn verð- bólguvaldur. “ Afleiðingar slj órnarstefhunnar Það er athyglisvert að rifja þessa ársgömlu greinargerð nú- verandi fjármálaráðherra upp. Hann tók við embætti tveimur mánuðum síðar og hefur gegnt því í tæpa 10 mánuði. Við skulum líta á nokkrar staðreyndir: 1. Verðbólga hefur vaxið á und- anförnum mánuðum. Nafn- vextir hafa því hækkað veru- lega, þótt raunvextir hafi lækkað lítils háttar í banka- kerfinu í kjölfar vaxtalækkun- ar utan þess. 2. Þrátt fyrir sífelldra yfirlýsing- ar um tekjuafgang á fjárlög- um stefnir í 5 milljarða halla. Það hefði einhver kallað Friðrik Sophusson „Á ársafinæli greinar- gerðar formanns Al- þýðubandalagsins er staðan sú, að óttinn við kosningar er það eina sem heldur ríkissijórn- inni saman. Stjórnin er sú óvinsælasta, sem hér hefur ríkt frá því að mælingar hófust. Al- þýðubandalagið er klof- ið. Alþýðuflokkurinn er að ná þeirri smæð, sem varð til þess að núver- andi formaður rak fyrr- verandi formann úr brúnni.“ „milljarðamistök í ríkisfjár- málum.“ 3. Skattar af fólki og fyrirtækj- um hafa verið hækkaðir um rúma 7 milljarða. 4. „Matarskatturinn illræmdi" sem Ólafur Ragnar Grímsson barðist hvað mest gegn er enn við lýði. Til viðbótar lagði Ólafur Ragnar Grímsson m.a. sérstakt skattþrep á eignir, en það bitnar einkum á ekkj- um og ekklum. 5. Ríkisstjórnin hefur á tíu mán- aða ferli sínum lækkað gengi íslensku krónunnar sex sinn- um og lofar áframhaldandi gengissigi. 6. Viðskiptahallinn verður a.m.k. 10 milljarðar, enda má búast við minni útflutningi sjávarafurða á síðari hluta ársins vegna minni afla og minni birgða. Erlendar skuldir verða um 140 milljarðar króna. 7. Stórauknir skattar hafa valdið verðbólgu sem rýrt hefur kaupmátt launa. Markmið ríkisstjórnarinnar er að rýra kaupmátt um 6-7% á þessu ári. 8. Hlutfall skatta og ríkisút- gjalda af landsframleiðslu stefnir í Islandssmet enda hafa sparnaðaráform fjár- málaráðherrans gjörsamlega runnið út í sandinn. Skattar verða 26,5% af landsfram- leiðslu skv. spá Þjóðhags- stofnunar og ríkisútgjöld a.m.k. 29%. 9. Ólafur Ragnar Grímsson hélt því fram, að kjarasamningar við ríkisstarfsmenn væru í samræmi við þau markmið sem ríkisstjómin setti sér í búskap íslenska ríkisins. Ann- að héfur komið á daginn, enda kennir hann m.a. auknum lau- naútgjöldum um fjárlagahall- ann. 10. Ólafur Ragnar Grímsson sagði í greinargerðinni að efnahagsvandi væri ekki ytri skilyrðum að kenna. Þau væru áfram Islendingum í hag. Þessi vísvitandi ósannindi voru að sjálfsögðu sett í grein- argerðina til að ófrægja Jón Baldvin. Allt frá því núverandi ríkisstjórn var mynduð hafa aðgerðir hennar verið rétt- lættar með slæmum ytri skil- yrðum á sl. ári. 11. Stefna ríkisstjórnarinnar hef- ur leitt til atvinnuleysis, þrátt fýrir millifærslur, erlendar lántökur og skuldbreytingar. Spáð er vaxandi atvinnuléysi í haust. 12. í greinargerðinni lagði Ólafur Ragnar Grímsson til að efnt yrði til kosninga á sl. hausti. Hann kom sjálfur í veg fyrir kosningar með því að ganga til liðs við þá, sem splundruðu ríkisstjórn Þorsteins Pálsson- ar. Að horfast í augxi við veruleikann A ársafmæli greinargerðar for- manns Alþýðubandalagsins er staðan sú, að óttinn við kosningar er það eina sem heldur ríkisstjórn- inni saman. Stjórnin er sú óvinsæl- asta, sem hér hefur ríkt frá því að mælingar hófust. Alþýðubanda- lagið er klofið. Alþýðuflokkurinn er að ná þeirri smæð, sem varð til þess að núverandi formaður rak fyrrverandi formann úr brúnni. Eina haldreipi ríkisstjómarinnar er Borgaraflokkurinn, sem á stuttri vegferð hefur týnt kjósend- um sínum. Það er þvi ekki úr vegi að enda þessa grein með árs- gömlum lokaorðum Ólafs Ragn- ars: „Það er því nauðsynlegt að ráð- herrarnir horfist í augu við veru- leikann. Ríkisstjórnin á að biðjast lausnar og síðan þarf að efna til kosninga svo að þjóðin geti veitt nýrri ríkisstjórn umboð til að hefja hið mikilvæga endurreisnarstarf. “ Svo er að sjá, hvort íjármálaráð- herrann þorir að horfast í augu við veruleikann. Eða gerir hann aðrar kröfur til sín en annarra? Ilöfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Fiskeldi eftir Sesselju Guðmundsdóttur í Morgunblaðið 4.7. ’89 skrifaði Lars Hamsen, dýralæknir físk- sjúkdóma, grein um ástand fisk- eldis á íslandi. Ljót var sú lýsing og ég spyr: Er ekki komið að því að við hættum að leggja að jöfnu ævintýri og blákaldan raunveru- leikann? Fyrir aðeins 3-4 árum leið varla sá dagur að ekki mætti sjá risafyr- irsagnir í dagblöðunum um framtíð fiskiræktar í landinu. Forráðamenn fiskeldisstöðvanna voru allir sem einn yfirmáta bjart- sýnir á ævintýrið og talað var um stærstu hafbeitarstöð 'í Evrópu, stærstu strandeldisstöð í heimi, skilyrði frábær, ótæmandi mögu- leika o.s.frv. Og hvað er svo að frétta af fisk- eldinu, óskabami þjóðarinnar, síðustu mánuði? Jú, greiðsluerfið- leikar og óhöpp hvert sem lítið er. Og það nýjasta: Við kunnum ekki einu sinni grundvallaratriðið í fiskirækt, þ.e. að ala upp seiði, sem hlýtur þó að vera forsenda þess að hægt sé að selja framleiðsluna. Eða hvað? Stöðvar á Reykj anesskaganum Reykjanesskaginn hefur verið talinn eitt besta fiskeldissvæði á landinu. í Þjóðviljanum 20.9. ’85 segir: „Suðurnes, framtíðarland fiskeldis. Allar aðstæður hinar ákjósanlegustu. Ótrúleg gróska. Hvert fyrirtækið sprettur upp á fætur öðru.“ Morgunblaðið 1.2. ’87: „Ný atvinnugrein blómstrar á Suðumesjum.“ Nú þegar, aðeins örfáum árum eftir þessi blaðaskrif, eru nokkrar fiskeldisstöðvar á Reykjanesskag- anum gjaldþrota og aðrar betjast í bökkum. Þvílík gróska! í DV 9.6. ’89 birtist þessi risa- fyrirsögn: „Flaggskipið komið í gálgann“ og í fréttinni var sagt frá því að Islandslax hf. stærstu fiskeldisstöð landsins, hafi verið veitt greiðslustöðvun í 3 mánuði. Það em AÐEINS 4 ár síðan fyrir- tækið hóf rekstur og það á stað ,þar sem „allar aðstæður eru hinar ákjósanlegustu.“ í fréttatilkynn- ingu frá Islandslaxi hf. sagði að vandræðin væru vegna umfram- kostnaðar við uppbyggingu stöðv- arinnar, gífurlegs fjármagns- kostnaðar og lokun seiðamarkaða erlendis. Hvaða reiknimeistarar skyldu hafa reiknað dæmið í upphafi og það fyrir aðeins 4-5 árum? Voru það óábyrgir draumóramenn eða bara bjartsýnir íslendingar? Er það nokkuð nýtt í landinu að kostnaður mannvirkja fari langt fram úr áætlun, — og það þó byggt sé á stuttum tíma? Máttu reikni- meistararnir ekki búast við háum fjármagnskostnaði? Treystu þeir virkilega á yfirstjórn landsins sem nú, á árinu 1989, hefur ekki enn mótað stefnu fiskeldisins? Og ís- landslaxmenn voru víst ekki þeir einu í landinu sem fengu ranga útkomu út úr seiðasöludæminu. Því miður virðist íslandslax hf. ekki vera eina misreiknaða dæmið á Reykjanesskaganum — og víðar: Pólarlax hf., Straumsvík, hóf starfsemi 1979-89, afhent þrota- bústjóra 1988. Sjóeldi hf. höfnum 1979, gjald- þrot 1988. Eldi hf. Húsatóftum 1977, samein- að Fiskeldi Grindavíkur 1988. Eftir standa (ennþá) í þessu gósenlandi“ fiskeldis: Vogalax hf. Vogum, hóf hafbeitartilraunir 1982, Silfurgen hf. Kalmann- stjöm, byijaði framkvæmdir 1986 og Fiskeldi Grindavíkur hf. 1984. Hér eru ekki taldar með þær stöðv- Sesselja Guðmundsdóttir ar sem enn em „blautar á bak við eyrun“ þ.e. Atlantslax hf. Reykja- nesi, Faxalax hf. Vogum og Lind- arlax hf. Vatnsleysu. Flumbrugangur Við íslendingar státum okkur einatt af því að vera dugleg og fram — takssöm þjóð. Við stæmm okkur af því að eiga ótakmarkaðar náttúmauðlindir, s.s. heitt og kalt vatn og ómengaðan sjó. Af hveiju í ósköpunum era þá öll þessi ljón í veginum? Við ERUM framtaks- söm (þó stundum úr hófi). Við Því miður fyrir íslensku þjóðina er óskabarnið að veslast upp og það áður en fyrstu skrefin eru stigin enda var reynt að ala það á kunn- áttuleysi, draumórum, okurlánum, óheyrileg- um orkukostnaði og síðast en ekki síst á rolugangi stjórnvalda í steftiumótum. EIGUM náttúmauðlindir, en því miður, það VANTAR skynsemina. íslendingar em með þeim ósköp- um fæddir að ijúka i framkvæmd- ir með slíkum æsingi og fyrir- hyggjuleysi að engu tali tekur. Að lokum fer allt á hausinn og almenningur borgar dým verði mistök og reiknikúnstir bjartsýnis- mannanna. Því miður fyrir íslensku þjóðina er óskabarnið að veslast upp og það áður en fyrstu skrefin em stigin enda var reynt að ala það á kunnáttuleysi, draumóram, ok- urlánum, óheyrilegum orkuko?tn- aði og síðast en ekki síst á rólu- gangi stjórnvalda í stefnumótum. Höfundur vinnur við Bskeldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.