Morgunblaðið - 18.07.1989, Side 16
16______________MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1989_
Hugleiðingar um fram-
tíð íslenskrar tungu
eftir eftir Þórunni
Guðmundsdóttur
Svo virðist sem færustu menn
þjóðarinnar hafi nú vaxandi áhyggj-
ur af framtíð íslenskrar tungu,
vegna erlendra áhrifa og sinnuleys-
is þeirra, sem hæst ber á opinberum
vettvangi. Allskonar ný viðhorf og
tækni krefjast fjölda af nýjum orð-
um. Hefur mikið og markvisst starf
verið unnið af málvísum mönnum
við myndun nýyrða og ber að þakka
það. Islenskan er mjög hæf til ný-
yrðagerðar, og að sama skapi fara
henni illa útlend orð nema þau séu
löguð til svo þau samræmist
íslenskri orðmyndun og taki beyg-
ingum samkvæmt henni. Þannig
höfum við tekið upp fjölda orða og
aðhæft málinu. Er ástæða til að
óttast um framtíð tungunnar? Eg
verð að svara því játandi. Sem rök
fyrir því tek ég í grein þessari
dæmi af því orðalagi sem tíðkast í
fjölmiðlum. Það málfar hefur mikil
áhrif á þá, sem á það hlýða og
horfa. Allt það, sem ég tel upp hér
á eftir, hefí ég margheýrt í útvarpi
og séð í blöðum.
íslenskan ræður yfir fjölbreyttum
orðaforða og fjölbreyttri gerð setn-
inga í daglegu máli, því finnst mér
ömurlegt, þegar menn staglast
sífellt á sama orðalaginu í ræðu og
riti. Ég vil nefna nokkur dæmi um
þessa fábreytni í orðavali. Hingað
til hafa menn haft álit eða skoðun
á hlutum. Einhver sagði: „Að mínu
mati.“ Síðan staglast allir á þessu
mati, en hin orðin heyrast ekki.
Menn styðja við bakið hver á
öðrum, eru í stakk búnir til þessa
eða hins og börnin vaxa sífellt úr
grasi. Þetta stirðnaða líkingamál
er notað svo taumlaust, að svo virð-
ist, sem menn kunni ekki að tala
öðruvísi. Hvemig væri að láta „bak-
ið“ eiga sig um stund og hjálpa,
aðstoða og leggja lið í staðinn.
Einnig teldi ég æskilegt að menn
hengdu „stakkinn" á snaga og
gerðust færir um eða bara gætu
eitthvað. Mér þætti líka vænt um
að blessuð börnin væru stundum
tekin úr grasinu og fengju að alast
upp, vaxa upp eða komast á legg
á heimilum sínum.
Hætt er að nota algeng orð og
önnur komin í staðinn. Menn voru
áður ánægðir eða óánægðir. Nú
eru allir annaðhvort hressir eða
óhressir. Nýlega birtist orðið
„stórgott“ í blöðum og útvarpi.
Skilst mér að það merki sama og
gamla orðið „ágætt“, sem heyrist
ekki lengur. Drengir, stúlkur og
börn eru í útrýmingarhættu, því
oftast er tajað um stráka, stelpur
og krakka. Áður var talað um skip-
verja og skipshafnir. Nýlega
heyrði ég talað um „áhafnarmeð-
limi“. Þykir mér þár ekki breytt til
batnaðar. Dæmi um breytta merk-
ingu orða er „allavega", sem áður
þýddi „margskonar". Blóm voru
allavega lit.
„Að líta við“ merkti sama og „að
líta um öxl“. Einhver tók upp á því
„að líta við“ í merkingunni „að
koma við“ eða „líta inn“, og nú
staglast menn á þessu bæði í út-
varpi og annars staðar. Allskonar
málbrenglanir eru tíðar. Mér brá
þegar ég las auglýsingu skólastjóra
þess efnis að hann kveddi nemend-
ur til „skólasetningu" ákveðinn dag.
Menn og ekki síst skólastjórar ættu
að vita, að eignarfall slíkra kven-
kynsorða endar á ,,-ar“. Þessi mál-
villa er algeng. Veitt er fé til „bygg-
ingu húsa“ og „lagningu vega“.
Mikill ruglingur er á notkun for-
nafnanna „sinn og hvor“ eða
„hver“. Menn búa í „sitthvoru"
húsi, rita um „sitthvort" efni. Ann-
ars er rétt notkun þessara fornafna
næsta einföld, ef menn gera sér
ljóst, að hver og hvor á ævinlega
við þann sem um er rætt, en sinn
um það sem honum er tileinkað.
Menn búa hver í sínu húsi, vinna
hver sitt verk og halda hver
sínum hlut. Orðið „sitthvor" er al-
ger málleysa.
Oft heyrist: „Þeir töluðu við
hvorn annan“, „þeir sátu hjá hverj-
um öðrum“, og því um líkt. Ég er
hrædd um að menn séu þarna með
„each other“ á heilanum. Á íslensku
tala menn hvor við annan og silja
hvor hjá öðrum. Hvað snertir önn-
ur fornöfn, þá hefur „fyrir“ útrýmt
öðrum. Menn segja „áhugi fyrir" í
stað áhugi á og „ástæðan fýrir“ í
stað ástæða til. Talað er um „leik-
föng fyrir börn“ í stað leikfong
handa börnum. Einu sinni sá ég
dollu á Lækjartorgi sem á var letr-
að „ílát fyrir rusl“. Auðvitað átti
dollan að vera undir rusl.
Oft er rætt um mannabreyting-
ar, þegar menn skipta um stöðu.
Mér kemur þá í hug sagan Meta-
morphosis eftir Kafka, þar sem
maður breyttist á einni nóttu í ljóta
pöddu. Sem betur fer, gerist ekkert
slíkt, þó menn skipti um störf. Þeir
eru væntanlega sömu menn eftir
sem áður enda heita þetta á íslensku
mannaskipti.
Margir, jafnvel ráðherrar, veita
miljónum í allar áttir. Munur er á
að veita einhveiju og að veita eitt-
hvað. Mér fínnst að menn eigi að
veita mat, vín og fé í þolfalii og
heiti þetta veitingar, en veita vatni
og rafmagni í þágufalli og heiti það
áveitur og rafveitur.
Mér þykir leitt að menn virðast
alveg hættir að setja fornöfn eftir
nafnorðum, sem er þó eitt af ein-
kennum íslenskunnar. Mér þætti
æskilegt að sagt væri stundum:
Skoðun mín er sú, tilgangur minn
er sá. Þegar rætt er um hluti, sem
gerast í nálægum tíma, segja nú
allir „í dag“. Til skamms tíma hefur
það eingöngu þýtt það sem í orðinu
iiggur.
Nýlega var rætt við rithöfund í
sjónvarpi. Hann talaði um áhuga á
„okkar sögu“ og stuðning við „okk-
ar leikhús", í stað þess að nota
gamla orðalagið sögu okkar og
leikhús okkar. Hann sagði „í dag“
þrisvar með stuttu miliibili. Mér
hefði þótt betur fara á að segja nú
á tímum, nú á dögum, um þessar
mundir eða bara nú í eitthvert
skiptið til tilbreytingar.
Sögnin að versla hefur hingað
til ekki tekið með sér þolanda. Ein-
hver fór að „versla vörur“. Nú
„versla“ menn kaffi, kjöt og hvað-
eina, jafnvel útvarpsmenn, í stað
þess að kaupa það. Er alveg ótrú-
legt, hvað menn eru fljótir að éta
eftir þær vitleysur, sem einhverjum
detta í hug.
Menn opna iðulega hurðir og
fara jafnvel gegnum þær, ef svo
vill verkast. Hurð er samt bara flöt-
ur, sem hvorki er hægt að opna né
loka, en dyr eru opnaðar og þeim
lokað. Algengt er í auglýsingum
að búðir „opni“ án þess sé getið
um hvað. En opna er áhrifssögn
og hlýtur að taka með sér þolanda.
Því ætti að segja: Búðin verður
opnuð.
„Sem slíkur“ og „staðsettur" er
þýtt úr ensku. „As such“ og „situ-
ated“. Hvorttveggja er alveg óþarft
í íslensku. Ég hefi aldrei heyrt setn-
ingu þar sem „sem slíkur" er ekki
alveg ofaukið. Og eitthvað er á stað
eða verður þar og þarf ekki að stað-
setjast. Mikið kann ég illa við þess-
ar „hrinur“, sem alltaf er talað um
í sambandi við íþróttir. Væri ekki
skemmtilegra að tala um lotur.
Stundum hefi ég heyrt menn
segja; „hundraðir" í útvarpi. Sein-
ast Bjarna Felixson í gær. Ætti þá
eintalan að vera einn „hundruður“
samkvæmt því. Vænti ég að sú
Þórunn Guðmundsdóttir
„Stundum er rætt um
aukna málfræði-
kennslu. Ég álít að hlífa
ætti börnum við mál-
fræðistagli. Þeim leiðist
það flestum. Tíminn
væri betur notaður til
talæfinga, þar sem þeim
væri kennt, hvernig
best væri komist að
orði.“
orðmynd komi brátt á skjáinn.
Stundum er talað um „að hóta“ án
þess sagt sé hveiju. Þetta er rangt.
Menn verða að hóta einhveijum ein-
hveiju. Hins vegar geta menn ógn-
að án frekari skýringar.
Enski rithöfundurinn Somerset
Maugham sagði einu sinni, að hann
öfundaði Spánveija af viðtenging-
arhættinum, en hann er að mestu
týndur úr enskunni. Mér virðist sem
íslendingar séu að glata honum
líka. Tel ég það mikil málspjöll því
hann gerir málið þjálla og gagnyrt-
ara. Menn segja „ég mundi koma“,
„ég mundi fara“ í stað ég kæmi,
ég færi.
Algengt er að sleppt sé þágufalls-
endingum og sagt „í hóp“, „í bát“
í stað í hópi, á báti. Menn eru al-
veg hættir að gera mún á atkvæða-
greiðslu og kosningum. Til skamms
tíma var ekki „kosið um“ neitt.
Menn kusu þingmenn en greiddu
atkvæði um sameiningu hreppa.
í útvarpinu er nú alltaf verið að
„kjósa um“ þetta og hitt.
Sögnin að „forða“ er mjög mis-
notuð jafnvel af ráðherrum. „Hann
forðaði Skúla fári undan þungu“
segir í kvæðinu. Nú „forða“ menn
jafnvel vandræðum, er þó lítt skilj-
anlegt að neinn skuli vilja koma
þeim á öruggan stað. Á íslensku
heitir þetta að varna, komast hjá
eða koma í veg fyrir.
Hið fagra orð sólskin heyrist
ekki lengur. Menn fara í sólina og
sitja í sólinni. Tunglið þykir ekki
eins vænlegt til ísetu.
Oft heyrist talað um „ungabörn“.
Eru það foreldrarnir sem kallast
„ungar“? Áður nefndust nýfædd
börn, ungbörn.
Þessi eilífi „valkostur", sem alltaf
er staglast á, hét áður bara kostur.
Menn áttu ýmissa kosta völ og
held ég það dugi enn. Gömlu
dönskusletturnar lifa enn góðu lífi
í félagsskap við þær ensku. Menn
„veigra sér við“ í stað þess að
hlífast við eða komast hjá. Ýmis-
legt gerðist fyrir ári „síðan“ þó
kappnóg sé að segja fyrir ári.
Menn segja „akkurat" í öðru hveiju
orði þótt einmitt gerði sama gagn.
„Vitt og breitt" er nú geysivinsælt
orðalag. Á íslensku heitir þetta
víðsvegar. Hlutirnir ganga alltaf
„fyrir sig“, þótt alveg nægi að segja
að þeir gangi eða gangi vel eða
illa. Menn „gefa eftir“ í sífellu en
eru alveg hættir að láta sig eða
láta undan.
Fréttamenn stagast nú sífellt
á grindhvalnum færeyska. Vita
þeir ekki að sú skepna heitir
marsvín á íslensku. Já, þá dettur
mér í hug að ég heyrði talað um
„steypireið“ í útvarp. Mælandi hef-
ur víst talið orðið myndað eins og
bifreið eða eimreið. Gerð setningu
hefur breyst í máli margra og að
mínu viti síst til batnaðar. Ég vil
taka sem dæmi þá ágætu setningu
sem oft heyrist, þegar sagt er frá
miklum slysförum í útvarpinu: „Ótt-
ast er að tala látinna muni hækka“.
í fyrsta lagi færi betur á að segja
„hækki“ heldur en „muni hækka“
og er eitt dæmi af mörgum um
vannotkun á viðtengingarhætti.
Þessi setning er líka dæmi um
óþarfa notkun nafnorða, sem mun
stafa af enskum áhrifum. Ég segði
(ekki „mundi segja“); Ottast er að
fleiri hafi látist. Ég heyrði sagt í
útvarpi: „Líklegt er að fjöldi þeirra
muni aukast...". Ég segði:
Líklega fjölgar þeim_____Oft er
talað um „aukningu". Mér þætti
betra að segja fjölgun.
Þessi frétt heyrðist í útvarpi:
„Hópur fór til Parísar í morgun.
Mikill hluti hópsins_ samanstendur
af karlmönnum." í staðinn fyrir
seinni setninguna færi betur á að
bæta við þá fyrri: „ ... aðallega
karlmenn".
Forseti sameinaðs þings lét svo
Skreiðin sem hvarf
eftir Grím
Karlsson
Meðan sala á skreið til Nígeríu
gekk vel, var hafður milliliður milli
seðlabanka og viðskiptabanka ís-
lands og Nígeríu. Þessi milliliður
var í flestum tilfellum einhver evr-
ópskur banki sem Nígeriumenn
opnuðu ábyrgðir í fyrir öruggum
greiðslum til íslands þegar sölu-
tregðu fór að gæta árið 1983.
Vegna peninga- og gjaldeyrisleysis
Nígeríumanna fóru þeir fram á 6
mánaða greiðslufrest, og í sumum
tilfellum, að sérstakri ábyrgð í evr-
ópskum banka væri sleppt í sparn-
aðarskyni, en viðskiptin færu fram
beint milli viðskiptabanka og Seðla-
banka Islands og Nigeríu.
Þetta var samþykkt af viðskipta-
og Seðlabanka Islands og framleið-
endur fengu tilskilin útflutnings-
leyfi.
Þar sem áðurnefndur 6 mánaða
greiðslufrestur, sem þótti langur á
sínum tíma er nú orðinn að 6 árum,
verður ekki annað sagt en þetta
skreiðarmál sé orðið hið versta.
íslenskir framleiðendur létu frá
sér mjög góða vöru og stóðu í einu
og öllu við sitt.
Sagt er að kaupendur og neyt-
endur í Nígeríu hafi greitt fyrir
skreiðina í þarleridum gjaldeyri á
tilsettum tíma. Sé það satt þá hafa
neytendur í Nígeríu einnig staðið
við sitt á vissan hátt. Þá stendur
það eftir varðandi ógreiddu skreið-
ina sem flutt var út 1983-1985
4986, að Seðlabankan Nígeríu og
íslands sitja uppi með skömmina
og svik við íslenska framleiðendur.
Nígeríumenn fá í dag lceypta skreið
og hausa að vild, eins og ekkert
hafi gerst. Það gefur ástæðu til að
ætla, að Seðlabanki íslands hafi
ætlað að leysa þetta mál sem sitt,
en ef lausnin er fólgin í því að gera
ekki neitt, er það engin lausn. Að
vísu skipuðu stjórnvöld nefnd til að
gera tillögu um lausn þessa vanda.
Nefndin skilaði áliti, en því hafnaði
Seðlabanki íslánds öllu nema þögn-
inni um þetta skreiðarmál og við
það situr.
Á þeim tíma sem þessar vanskila-
skuldir urðu til var Seðlabanki ís-
lands að eyða gífurlegum fjár-
hæðum í að byggja yfir sjálfan sig.
Nú er því lokið, og því meir en tíma-
bært fyrir þessa stofnun að snúa
sér að því vandamáli sem Seðla-
banki íslands átti þátt í að skapa
skreiðarframleiðendum.
Stjórnvöld reyna að smeygja sér
undan ábyrgð, með þeirri undan-
tekningu þó, að á sínum tíma keypti
ríkisbanki skuldabréf af skreiðar-
deild SÍS, svo þeir framleiðendur
sem seldu í gegnum SÍS fengu
skreiðína sína í meira mæli borgaða
en aðrir. En á sama tíma var Skreið-
arsamlaginu og öðrum útflytjend-
um hafnað um sömu fyrirgreiðslu.
Þetta mál er allt saman íslensk-
um stjórnvöldum til stórskammar
og það hlýtur að vera réttmæt krafa
framleiðenda sem lentu í þessu, að
þeir fái skreiðina að fullu bætta.
Grímur Karlsson
„Þetta mál er allt sam-
an íslenskum stjórn-
völdum til stórskamm-
ar og það hlýtur að vera
réttmæt krafa framleið-
enda sem lentu í þessu,
að þeir fái skreiðina að
fiillu bætta.“
Það er meira en nóg að sitja uppi
með óbeinar afleiðingar þessa máls,
það hljóta allir sanngjarnir menn
að sjá.
Það eru margir sem furða sig á
því hversu ræfilslegur sjávarútveg-
urinn getur verið út á við í augum
margra. Þessi atvinnuvegur er allt-
af á hausnum og sífellt vælandi,
borgar fólkinu sem vinnur verkin
lúsarkaup og segir því upp fyrir-
varalítið þegar það hentar.
Þetta er myndin af útgerð og
fiskvinnslu sem stjórnvöld hampa
framan í þjóðina. Það kannast orð-
ið allir við þessa pólitísku ómynd,
þessa útjöskuðu blekkingu. Það er
skýrt skilmerkilega frá afleiðingun-
um en ástæðunum fyrir öllu saman
er sleppt. .
Þetta skreiðarmál er eitt lítið
sýnishorn af því hvernig hlutirnir
gerast í raun og veru, og sýna
hvernig stjórnvöld og stjórnmála-
menn eru víðsfjarri því að stjórna,
og óafvitandi traðka undirstöðuat-
vinnuvegi þjóðarinnar niður.
Þeir eru sjálfir ástæðan fyrir af-
leiðingunum. Þeir eru sjálfir efna-
hagsvandi þjóðarinnar.
Höfúndur er skipstjóri í Njarðvík.