Morgunblaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JULI 1989
Silkiprentsmótið:
Spennandi hestakeppni
Erling Sigurðsson kom með óþekktan hest, Þrótt frá Tunguhálsi, í
A-flokk gæðinga og gerði hann sér lítið fyrir og sigraði og hlaut
að launum ferð á Evrópumótið sem hann varð af í úrtökunni á dögun-
um.
5. Sveinbjöm Sveinbjömsson á Sokka frá Gröf,
7.89.
_________Hestar_____________
Valdimar Kristinsson
Það skiptast á skin og skúrir
hjá öllum sem þátt taka í keppnum
og hið sama má segja um þá sem
standa fyrir hestamótum. Þessu
fengu félagar í hestamannafélag-
inu Herði að kynnast nú um helg-
ina þegar þeir héldu svokallað
Silkiprentsmót sem var opið mót
þar sem keppnisgreinar voru gæð-
ingakeppni, tölt og skeið.
Hér var um að ræða allnýstárlegt
mótahald sem vakti mikla athygli
enda var góð skráning og hestakost-
ur góður. Mótið stóð yfir í tvo daga,
laugardag og sunnudag, og má segja
að allt hafi gengið á afturfótunum
fyrri daginn. Framkvæmd og skipu-
lagning öll í molum og veðrið í ofaná-
lag fremur óhagstætt. Vafalaust er
þetta dagur sem Harðarfélagar vilja
gleyma sem fyrst en gott getur þó
verið að muna eftir honum svona í
undirmeðvitundinni þegar félagið
gengst fyrir mótahaldi á nýjan leik.
Seinni dagurinn var aftur á móti
afbragðsgóð skemmtun fyrir bæði
áhorfendur sem keppendur og er
efamál hvort nokkurn tímann hafí
verið boðið upp á jafn spennandi
keppni. Mjög sterkir hestar voru
þarna samankomnir og vakti nokkra
athygli hversu sparir gæðingadómar-
amir voru á háu tölumar því oft var
ástæða til að umbuna betri hestunum
vel fyrir glæsileg tilþrif. Þetta mun
í fyrsta skipti sem boðið er upp á
opna gæðingakeppni og mætti gera
meira af slíku í framtíðinni.
Þá var í fyrsta skipti keppt um
skeiðmeistaratitil þar sem þrír efstu
keppendur í 250 metra skeiði keppa
um þennan titil. Fer keppnin þannig
fram að farnir eru þrír sprettir og
skipta knapar á hestum þannig að
hver knapi ríður öllum hestunum.
Er fyrirmyndin að þessu komin frá
Þýska skeiðmeistaramótinu og er
þetta mjög spennandi og um leið
vandmeðfarin keppnisgrein því mikið
er á hestana lagt. Þeir Erling Sig-
urðsson með Vana og Tómas Ragn-
arsson með Börk urðu að lúta í lægra
haldi fyrir Reyni Aðalsteinssyni sem
var með skeiðhestinn Randver. Þess
má geta að Reynir vann skeiðmeist-
arakeppnina í Þýskalandi á síðasta
ári.
Að síðustu má svo geta þess að í
lok mótsins kom fram yfírlýsing frá
Sveinbimi Sævari mótsstjóra og for-
stjóra Silkiprents þar sem keppendur
og mótsgestir voru beðnir afsökunar
á þeim seinkunum sem urðu á dag-
skrá fyrri dag mótsins og rekur mig
ekki minni til að slíkt hafí áður ver-
ið gert á mótum þar sem eitthvað
hefur farið úrskeiðis og ber að virða
það. En hestamannafélagið Hörður
og Silkiprent eiga einnig lof skilið
fyrir að hafa hrint þessari góðu hug-
mynd í framkvæmd og aldrei hafa
verið veitt eins vegleg verðlaun á
móti og nú. Fyrir þetta ber að þakka
og svo er bara að gera betur á næsta
Silkiprentsmóti.
Urslit mótsins urðu annars sem
hér segir:
A-flokkur gæðinga:
1. Þróttur frá Tunguhálsi, eigandi Hjálmar Guð-
jónsson, knapi Erling Sigurðsson, 8.35.
2. Snúður frá Brimnesi, eigandi og knapi Tómas
Ragnarsson, 8.30.
3. Muni frá Ketilsstöðum, eigandi Sveinbjöm Sæv-
ar Ragnarsson, knapi Trausti Þór Guðmunds-
son, 8.35.
4. Höldur frá Hlíð, eigandi og knapi Sigurbjöm
Bárðarson, 8.23.
5. Fönn frá Skeiðháholti, eigandi og knapi í for-
keppni Sigurbjöm Bárðarson, knapi í úrslitum
Þórður Þorgeirsson, 8.21.
B-flokkur gæðinga:
1. Snjall frá Gerðum, eigandi Unn Kroghen, knapi
Aðalsteinn Aðalsteinsson, 8.25.
2. Dimma frá Gunnarsholti, eigandi Sveinn Run-
ólfsson, knapi Rúna Einarsdóttir, 8.33.
3. Bessi frá Gröf, eigandi Magnea Jónsdóttir, knapi
Gunnar Amarsson, 8.20.
4. Freyja frá Kirkjubæ, eigandi Heiður Sveins-
dóttir, knapi Berglind Ragnarsdóttir, 8.16.
5. Flosi frá Hjaltastöðum, eigandi Þórólfur Péturs-
son, knapi Hafliði Halldórsson, 8.13.
Unglingaflokkur:
1. Edda Sólveig Gísladóttir, á Janúar frá Keldna-
koti, 8.29.
2. Hjömý Snorradóttir á Þymi frá Söðulsholti,
8.23.
3. Jóhannes Þór Ægisson á Sörla frá Hrólfsstöð-
um, 7.98.
4. Ásbjöm Jónsson á Faxa, 8.17.
5. Gísli Geir Gylfason á Prins, 8.10.
Bamaflokkur
1. Edda Rún Ragnarsdóttir á Örvari, 8.43.
2. Daníel Jónsson á Geisla, 8.10.
3. Sigríöur Theódóra Kristinsdóttir, á Stjama frá
Skarði, 8.17.
4. Gunnar Þorsteinsson á Funa frá Mosfellsbæ,
7.81.
Tölt
1. Aðalsteinn Aðalsteinsson á Spjalli frá Gerðum.
2. Sigurbjöm Bárðarson á Skelmi frá Krossanesi.
3. Þórður Þorgeirsson á Berki frá Vallanesi.
4. Trausti Þór Guðmundsson á Muna frá Ketils-
stöðum.
5. Rúna Einarsdóttir á Dimmu frá Gunnarsholti.
Tölt, unglingar:
1. Halldór Viktorsson á Herði frá Bjamastöðum.
2. Hjömý Snorradóttir á Þymi frá Söðulsholti.
3. Jóhannes Þór Ægisson á Sörla frá Hrólfsstöð-
um.
4. Theódóra Mathiescn á Ask frá Stóra-Hofi.
5. Edda Sólveig Gísladóttir á Janúar frá Keldna-
koti.
Tölt, börn:
1. Daníel Jónsson á Geisla, 72.27.
2. Edda Rún Ragnarsdóttir á Örvari, 63.47.
3. Viktor Viktorsson á Snúði, 63.20.
4. Sigríður Theódóra Kristinsdóttir á Stjama frá
Skarði, 60.80.
5. Sveinbjöm Sveinbjörasson á Sokka frá Gröf,
52.80.
150 metra skeið:
1. Símon frá Hofstaðaseli, eigandi og knapi Sigur-
bjöm Bárðarson, 14.97 sek.
2. FÍugar frá Ási, eigendur Steindór Steindórsson
og Erling Sigurðsson sem sat hestinn, 14.99
sek.
3. Píla, eigandi Bjarkar Snorrason frá Tóftum,
knapi Angantýr Þórðarson, 16 sek.
250 metra skeið:
1. Vani frá Stóru-Laugum, eigandi og knapi Eriing
Sigurðsson, 22.58 sek.
2. Börkur frá Kvíabekk, eigandi og knapi Tómas
Ragnarsson, 22.89 sek.
3. Glanni Ómar frá Keldudal, eigandi Hákon Jó-
hannesson, knapi Trausti Þór Guðmundsson,
23.99 sek.
Einvígi Jóns L. og Margeirs 3-3
Útkljáð í bráðabana eftir mánuð
_____________Skák
Bragi Kristjánsson
Einvígi stórmeistaranna _Mar-
geirs Péturssonar og Jóns L. Arna-
sonar um titilinn Skákmeistari ís-
lands 1988 hefur staðið yfír síðan
9. júlí sl. í húsnæði Ferðaskrifstof-
unnar Útsýnar í Mjódd í Reykjavík.
Meistaramir hafa verið svo upp-
teknir, að nú fyrst var unnt að
tefla einvígið, tíu mánuðum eftir
að þeir urðu jafnir í efsta sæti
mótsins! Einvígið átti að vera fjór-
ar skákir, en þá var jafnt, og tvær
viðbótarskákir urðu báðar jafn-
tefli. Einvígið verður útkljáð í
bráðabana, en hann getur ekki
hafist fyrr en eftir mánuð, því
meistaramir flugu utan í gær-
morgun til að tefla á Norðurlanda-
svæðamóti í Finnlandi, sem hefst
á morgun!
1 2 3 4 5 6 vinn.
Jón L. Ámason 1 'k 'k 0 'k 'k 3
Margeir Pétursson 01414 11414 3
Margeir hafði hvítt í fyrstu
skákinni, lék snemma illa af sér
og tapaði í 31 leik. Önnur skákin
var viðburðasnauð, jafntefli í 22
leikjum, en þá komu þrjár geysi-
langar og harðar baráttuskákir.
I þriðju skákinni náði Margeir
snemma mjög hagstæðri stöðu.
Hann missti tvisvar af leiðum,
sem hefðu gefið honum vinnings-
stöðu, og þegar skákin fór í bið
eftir 61 leik átti hann enn vinn-
ingsmöguleika. Þegar tekið var
til við skákina á ný, lék Margeir
illa af sér og mátti berjast fyrir
jafnteflinu, sem hann náði eftir
105 leiki. Margeir þurfti því að
vinna fj'órðu skákina til að jafna
metin. Jón L. áttaði sig ekki á
sakleysislegu byijunarafbrigði,
sem upp kom, og lenti í vandræð-
um.
4. skákin:
Hvítt: Jón L. Amason
Svart: Margeir Pétursson
Caro-Kann (breytt leikja-
röð)
1. e4 - g6, 2. d4 - Bg7, 3. Rc3
- c6!?, 4. f4
Eftir þennan leik kemur upp
lokuð staða, sern er hvíti til lítillar
ánægju, þótt of mikið sé að segja,
að hann fái strax verra tafl. Best
er að leika 4. Rf3 — d5, 5. h3
með þægilegri stöðu fyrir hvít.
4. - d5, 5. e5 - h5, 6. Be3 -
í skákinni Robert Fischer —
Tigran Petrosjan, Sovétríkin —
Heimsúrval, 3. umferð, Belgrad
1970, varð framhaldið 6. Rf3 —
Bg4, 7. h3 - Bxf3, 8. Dxf3 -
e6, 9. g3 - Db6, 10. Df2 - Re7,
11. Bd3 - Rd7, 12. Re2 - 0-0-0,
13. c3 - f6!, 14. b3 - Rf5, 15.
Hgl — c5 og svartur fékk betra
tafl, sem þó leiddi aðeins til jafnte-
flis.
6. - Rh6, 7. Rf3 - Bg4, 8. Be2
- Rf5
Jón L. fékk sömu vöm gegn
sér í skák við Larry Christiansen
á Reykjavíkurskákmótinu 1986.
Þá varð framhaldið 8. — Rd7, 9.
Dd2 - e6, 10. g3 - Bf8, 11. h3
- Bxf3, 12. Bxf3 - Rf5, 13. Bf2
- h4, 14. g4 - Rg3, 15. Hgl -
Db6 með flókinni stöðu, sem Jón
tapaði.
9. Bf2 - e6, 10. Dd2 - Rd7,
11. g3
Eftir 11. h3? - Bxf3, 12. Bxf3
- h4 lamar svartur kóngsarm
hvíts.
11. - B+8!, 12. h3 -
Skákfræðin stingur upp á 12.
a3!? til að koma í veg fyrir Bf8-b4.
12. - Bxf3, 13. Bxf3 - Bb4, 14.
a3 - Da5, 15. Hbl -
í skákinni Pasman — Ciocaltea,
Beer-Sheva 1982, stóð svartur
betur eftir 15. g4 — hxg4, 16.
hxg4 — Hxhl+, 17. Bxhl — Re7,
18. Bh4 - Rb6, 19. Hbl - Bxc3,
20. Dxc3 — Dxc3+, 21. bxc3 —
Hb8, 22. Bf3 - Rc4, 23. a4 -
a5 o.s.frv.
15. — Bxc3, 16. Dxc3 — Dxc3,
17. bxc3 - Rb6, 18. Ke2 -
Re7, 19. g4 - h4, 20. Hb4 -
Hb8, 21. Hhbl - Kd7, 22. Kel
- Kc7, 23. Be2 - Rc4, 24. a4
Ekki gengur 24. Bxc4 — dcx4,
25. Hxc4 — Rd5 og hrókurinn á
c4 kemst ekki aftur í spilið og
peðið á f4 er í dauðanum.
24. - b6, 25. Bd3 - a6, 26. Hal
- a5, 27. Hbbl - Kb7, 28. Ha2
- Ka6, 29. Hbal -
Jón getur lítið annað gert en
að bíða. Líklega hefði verið best
fyrir hann að hafa hrókana á bl
og fl, þegar f-línan opnast. í
framhaldi skákarinnar á Jón ekk-
ert svar við markvissri tafl-
mennsku Margeirs.
29. - Hbf8, 30. Ke2 - Ka7, 31.
Be3 - f6, 32. Hbl -fxe5, 33.
fxe5 — Rxe3
Annars leikur hvítur Be3-g5 í
næsta leik.
34. Kxe3 - g5!, 35. Haal -
Hf4, 36. Hfl - Hhf8, 37. Hxf4
- Hxf4, 38. Hbl - c5!, 39.
dxc5!?
Jón er í erfíðri stöðu og reynir
að opna taflið til að ná mótspili.
Sá galli er á þessari leið, að hvíti
biskupinn lokast inni og peðið á
e5 er dauðans matur. Eftir 39.
Bb5 - He4+, 40. Kd3 - Rg6
ásamt — Rf4+ lendir hvítur í tap-
aðri stöðu.
39. - bxc5, 40. Hb5 - c4!, 41.
Hxa5+ - Kb6, 42. Hb5+ -
Ka6, 43. Bé2
43. - Rc6, 44. Hc5 - Kb6, -45.
Hb5+ - Kc7, 46. Hbl
Eða 46. Hc5 - Kd7, 47. a5 -
Hf8 ásamt - Ha8 (48. Hb5 -
Hb8!) og svartur sækir peðið á
a5, áður en hann drepur peðið á
e5
46. - Hf8, 47. Hal - Ha8, 48.
Hfl - Rxe5, 49. Hal - Ha5,
50. Kd4 - Kd6, 51. Ke3 - Rc6,
52. Bfl - Ke5, 53. Kf3 - Rd8
Riddarinn er á leiðinni til b7
og c5 til að vinna peðið á a4.
54. Hel+ - KflB, 55. Hal -
Rb7, 56. Ke3 - Ke5, 57. Bg2 -
Rc5, 58. Hbl - Hxa4, 59. Hb5
- Rd7, 60. Hb7 - Kd6, 61. Hbl
- Ha3, 62. Kd2 - Re5, 63.
Hb6+ - Ke7, 64. Hb7+ - KfB,
65. Hb6 - Ha5
Hvítur hótaði 66. Bxd5.
66. Ke3 - Rg6, 67. Hbl - Ke5,
68. Hel
í þessari stöðu fór skákin í bið,
en Jón L. gafst upp, eftir að hafa
séð biðleikinn 68. — Rf4.
Svartur á líklega margar vinn-
ingsleiðir, en ein þeirra er 69. Bfl
- Ha2, 70. Kd2+ - Kd6, 71.
Hbl - e5, 72. Hb6+ - Kc7, 73.
Hbl - e4, 74. Hcl - Kd6, 75.
Kd2 - Ha3, 76. Hbl - e3+, 77.
Kxe3 —-Hxc3+, 78. Kd2 - Hf3
o.s.frv.
í fímmtu skákinni náði Margeir
góðri stöðu í byijun, en Jón tefldi
af útsjónarsemi og eftir 41 leik
kom upp eftirfarandi staða:
Hvítt: Margeir
Svart: Jón L.
Margeir er í miklum vandræð-
um vegna óvirkrar stöðu manna
sinna og svarta frípeðsins á b5.
42. Hb2 - b4, 43. Rcl - Ke6,
44. Ha2 - Hb6, 45. Rb3 - f4!,
46. gxf4 — gxf4, 47. exf4 —
Rxf4, 48. Ha8 - Kd5, 49. Hc8
Kemur í veg fyrir 49. — Kc4.
49. - Re6, 50. Kel - Hb7, 51.
h4! - Ha7, 52. Hb8 - Ha4?
Þessi eðlilegi leikur er ekki eins
sterkur og 52. — Kc4, 53. Rd2+
- Kd3, 54. Hxb4 - Rxd4! og
hvítur á enga vörn gegn fjölmörg-
um hótunum svarts.
53. Kd2 - Kc4
Húmoristar meðal áhorfenda
stungu upp á 53. — Rf4, 54. Hf8
— Ha2+, 55. Ke3 — Rg2 mát!
Hvítur leikur best 54. Hd8+ —
Kc4, 55. Rc5 og skapar sér þann-
ig mótspil.
54. Rc5! - Ha2+, 55. Ke3 -
Rxc5, 56. dxc5 — Kxc5, 57.
Hc8+ - Kd5, 58. Hd8+ - Kc5,
59. Hc8+ - Kd5, 60. Hd8+ -
Kc4
í þessari stöðu fór skákin í bið
og töldu flestir hana gjörtapaða
fyrir Margeir.
61. Hc8+ - Kb5!
Best, því annars fellur svarta
peðið á h6 strax eftir 61. — Kb3,
62. Hc6 o.s.frv.
62. Hb8+ - Ka4, 63. Ha8+ -
Kb3, 64. Hb8! - Ka3?
Eftir 64. - Ha4!, 65. Kxe4 -
Ka3, 66. Kd3 - Ha6, 67. Kc2 -
Hc6+, 68. Kbl — Hf6 er ótrú-
legt, að hvítur haldi jöfnu.
65. Hh8 - Hal, 66. Hxh6 -
Hel+, 67. Kf4 - b3, 68. Ha6+
- Kb4, 69. Hb6+ - Kc3, 70.
Hc6+ - Kd3, 71. Hb6 - Kc2,
72. Hc6+ - Kd3, 73. Hb6 -
Kc2, 74. Hc6+ - Kd2, 75. Hb6
- Kc2, 76. Hc6+ - Kbl, 77.
h5 - b2, 78. h6 - Hhl, 79.
Kxe4 - Ka2, 80. Ha6+ - Kb3,
81. Hb6+ - Kc3, 82. Hc6+ -
Kd2, 83. Hb6 - blD+, 84. Hxbl
- Hxbl, 85. Kf5 - Ke2, 86. h7
- Hhl, 87. Kg6 - Kxf2, 88.
Kg7 — Hxh7+, 89. Kxh7 jafn-
tefli.
Sjötta skákin varð jafntefli í
21 leik, enda keppendur þreyttir
eftir mikla baráttu og í rauninni
var ekki tími til að tefla skákina
vegna Norðurlandamótsins, sem
byijar á morgun. Úrslit í einvíginu
til þessa eru óvenjuleg fyrir þá
sök, að báðar vinningsskákimar
eru svarti í hag. Jón L. og Mar-
geir eru þekktir fyrir annað en
að tefla illa á hvítt, en skýringin
gæti legið í taflborðinu, sem notað
er! Meistararnir tefla á borðinu,
sem notað var í heimsmeistaraein-
vígi Fischers og Spasskys 1972,
en keppendur rituðu nöfn sín á
borðið að afloknu einvíginu fyrir
17 árum. Fischer skrifaði hvíts
megin, en Spassky svarts. Líklega
eru heilladísirnar nú að bæta
Spassky ófarirnar 1972!!
Skákáhugamenn verða nú að
bíða í mánuð eftir að úrslit fáist
í einvíginu, en þá hlýtur sá titil-
inn, sem fyrr vinnur skák.
.