Morgunblaðið - 18.07.1989, Page 24

Morgunblaðið - 18.07.1989, Page 24
Utl/ 24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JULI 1989 Froðan við Rimini: Allt að 40% afpantanir Bologna. Frá Ástu M. Ásmundsdóttur, Iréttaritara Morgunblaðsins. Bæjarstjóm ítalska baðstrand- arbæjarins Rimini hefiir ákveðið að koma upp tveggja kílómetra flotgirðingu fyrir utan borgina til þess að koma í veg fyrir að þörungakvoða berist á strendur. ítalska heilbrigðisráðuneytið hef- ur sagt að froðan sé tæpast skaðleg en hefur engu að síður varað börn og gamalmenni, ófrískar konur og fólk með skrámur við því að fara í sjóinn. Mengun og rotnandi þörung- ar eru taldir mynda froðuna. Mikill bakteríugróður er í henni. Ferðamannastraumur til Rimini hefur minkað um allt að 40% vegna froðunnar, sem fyrst varð vart fyr- ir um 12 dögum. Hafa ferðir þang- að verið afpantanir í stórum stíl síðustu daga. Séð er fram á stórtap gistihúsa- og veitingahússeigenda meðfram 200 kílómetra langri strandlengju vegna froðumyndun- arinnar. Sjómenn segja að Adría- hafið sé dautt af fiski og hafa farið fram á stofnun sjóðs sem aðstoði þá. Ríkisstjórnin hefur látið gera áætlun um hreinsun Adríahafsins. Barentshaf: 0 BJarnarey Ban Grönduðu farþegaþotu yfír Persaflóa: Bjóða bætur fyrir áhöfíi og farþega Washington. Reuter. Bandaríkjastjórn hefúr boðist til að borga skaðabætur fyrir far- þega og áhöfii írönsku farþegaþotunnar sem bandaríska herskipið Vincennes grandaði yfir Persaflóa 3. júlí í fyrra. Með flugvélinni, sem var af gerðinni Airbus A300, voru 290 manns og biðu allir bana. Eldsvoðinn í Alfa-kafbátnum Alfa-kafbátar eru til þess ætlaðir aö aera árásir á skip og aöra kafbáta. Þeim varfyrst hleypt at stokkunum á sjöunda áratugnum. Aöeins sjö voru smiöaöir oa þar hefur einn verfe settur i brotaiám. Talið aö hinir nafi m.a. verið smfðaðir til tilrauna við nönnun Mike-kafbáta. Lengd:79 m Stærö: 3.700 tonn Ahöfn: 40-60 Vólarafl: Tveir kjarnakljúfar og gufuhverflar, auk diesel-vélar til vara Hómarkshraöi: Meira en 42 hnútar I kafi Vopnabúnaöur: 20 SS-N-15 tundurskeyti, sem verið geta með kjarnaoddi eða 40 djúpsprengjur, sem einnig geta verið með kjarnahleðslu. Morgunbi»6i8 / AM — Hdmildii; Jane's Fightíng Shps og USDOD Talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins sagði að boðnar hefðu verið skaðabætur að upphæð 100-250 þúsund dollarar, jafnvirði 6-15 milljóna ísl. króna, fyrir hvert þeirra sem fórst. Um borð í þotunni voru 250 íranir, 10 Indveijar, einn ítali, sex Pakistanir, sex Júgóslavar og 17 frá Sameinuðu furstadæmun- um. Búist er við að boðinu verði tekið en tilraunir bandarískra yfir- valda til að komast í samband við ættingja látinna írana hafa engan árangur borið og ítrekuðum fyrir- spurnum til yfirvalda í Teheran vegna málsins hefur ekki verið svar- að. Jaruzelski býður sig fram til forseta Varsjá. Reuter. WOJCIECH Jaruzelski, leiðtogi pólska kommúnistaflokksins, varði setningu herlaga árið 1981 í ræðu í pólska þinginu í gær og sagði að þrýstingur fi-á Sovét- mönnum hefði ekki ráðið aðgerð- um pólskra stjómvalda á þeim Sovésk stjómvöld marg- saga um kafbátsóhappið Ósló. Rcuter. NORÐMENN eru fullir efasemda um skýringar sovéskra stjóm- valda á óhappi Alfa-kafbáts þeirra á alþjóðasiglingaleið í Barentshafi á sunnudag um 120 km austur af eynni Vardn í Finn- mörku. Sovétmenn hafa enda orðið margsaga um atburði, en Sovétríkin: Fimmtíu kynskipt- ingaráári Moskvu. Reuter. SOVÉSKIR skurðlæknar gera að meðaltali um 50 kynskipt- ingaraðgerðir á ári, en flestir þeirra sem gengist hafa undir siíkar aðgerðir í Sovétríkjun- um vom konur er vildu verða karlmenn. Embættismaður í sovéska heilbrigðisráðuneytinu, A. Karpov, sagði að kynskiptinga- raðgerðir hefðu fyrst verið gerð- ar á sjöunda áratugnum í Sov- étríkjunum og að helmingur þeirra sem skipt hefðu um kyn væru frá dreifbýlinu. „Flestir þeirra voru konur,“ sagði Karpov og bætti við að á Vesturlöndum væru slíkar aðgerðir aðallega gerðar á körlum sem vildu verða konur. „í ljós hefur komið að nokkrir þeirra, sem gengist hafa undir þessar aðgerðir hafa fund- ið maka, eignast fjölskyldu, alið böm og lifað nokkuð hamingju- sömu lífi,“ sagði Karpov. „Hér á ég við svokallaða kyn- skiptinga - þá sem geta engan veginn sætt sig við líffræðilegt kyn sitt og finnst þeir vera af gagnstæðu kyni,“ sagði Karpov. Hann sagði að náttúrunni yrðu á þessi „átakanlegu mistök“ í einu af hveijum hundrað þúsund tilvikum og að í Sovétríkjunum færu kynskiptingar aðeins fram eftir viðamikla ráðgjöf. norski herinn telur þá enn ekki hafa gert hreint fyrir sínum dyr- um. Þá þykir ekki bæta úr skák að Sovétmenn hafi enn eina ferð- ina látið vera að tilkynna ná- grönnum sínum um óhapp af þessu tagi, svo skammt frá ströndum Noregs. Þetta er í þriðja sinn á flórum mánuðum, sem sovéskur kjarnorkukafbátur verður fyrir óhappi undan Nor- egsströndum. Á sunnudagseftirmiðdag upp- götvuðu skipveijar á norska skip- inu Maijata að reyk lagði upp af kafbátnum, sem þá var nýkominn úr kafi. Opinberlega er Maijata sagt rannsóknarskip, en að sögn norskra fjölmiðla, er hlutverk þess einungis það, að fylgjast með so- véskri - skipaumferð á svæðinu, enda hafa hemaðarsérfrðingar nefnt Kóla-skaga mesta víghreiður mannkynssögunnar. Eftir að Thorvald Stoltenberg, utanríkisráðherra Noregs, var til- kynnt um þetta kallaði hann sov- éska sendiherrann í Ósló á sinn fund og krafðist skýringa, en sendi- herrann kvaðst engar upplýsingar hafa á reiðum höndum. Seinna um kvöldið sagði sovéska utanríkisráðuneytið, að ekkert slys hefði komið fyrir á þessu svæði. Norska útvarpið hafði samband við stjórnstöð sjóbjörgunarsveita í Moskvu, en að sögn talsmanns hennar, Alexanders Dílítsíns höf- uðsmanns, hafði ekkert óhapp komið fyrir. „Það var búinn til nokkur reykur á svæðinu í æfíngarskyni... það er misskilningur að slys hafí orð- ið,“ sagði höfuðsmaðurinn og bætti við að kafbáturinn væri á leið til hafnar undir eigin vélarafli. Varnarmálaráðherra Sovétríkj- anna, Dmítríj Jazov, kom fram á fréttamannafímdi í gær og skýrði hann frá því að grunur hefði leikið á að smábilun komið fyrir í öðrum af tveimur kjamakljúfum bátsins og því hefði slökkt á þeim, leitað upp á yfirborðið og haldið til hafn- ar með varavél bátsins. Hann sagði hins vegar engan eld hafa komið upp í kafbátnum. Reyk- urinn hefði aðeins komið þegar verið var að ræsa diesel-vélina, sem er til vara. „Það var ekkert óhapp. Norðmennirnir héldu venjulegan diesel-fráblástur vera merki um eldsvoða.“ Talið er að kjarnakljúfarnir í Alfa-kafbátum séu kældir með fljótandi málmi. Sú kæliaðferð er talin of óstöðug og hættuleg á Vesturlöndum og er vatn notað til kælingar í vestrænum kjamakljúf- um. Gennadíj Gerasímov, talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins, var sammála Jazov og sagði enga ástæðu hafa verið til þess að láta norsk stjórnvöld vita, enda þótt hann skildi áhyggjur þeirra af málinu. tíma. Jaruzelski hefúr lýst sig reulubúinn að verða forseti lands- ins vegna eindreginna óska ráða- manna í kommúnistaflokknum, yfirmanna hersins og stuðnings erlendis fr'á. Leiðtogi Samstöðu á þingi, Bron- islaw Geremek, bað Jaruzelski að skýra frá hvaða ástæður lágu að baki setningu herlaga í landinu sem bönnuðu starfsemi verkalýðssamtak- anna. Jaruzelski svaraði því til að það væri fyrir neðan virðingu pólskra stjórnvalda að halda því fram að ein- hver utanaðkomandi öfl hefðu ráðið þessari ákvörðun. Hann sagðist ekki iðrast setningu herlaganna en sér þætti miður að þær aðstæður hefðu skapast sem gert hefðu þessa ákvörðun nauðsynlega. Jaruzelski sagðist ekki vilja reyna að gefa fegraða mynd af sjálfum sér til þess að vinna stuðning þingmanna Samstöðu í komandi forsetakosning- um. Þrátt fyrir að hann reyndi ekki að afsaka það að herlög voru sett árið 1981 þá telja heimildamenn inn- an Samstöðu að verkalýðssamtökin hafi lagt blessun sína yfir kosningu hans með því að samþykkja að for- seti landsins verði kosinn með nafna- kalli. Það fyrirkomulag er talið tryggja Jaruzelski nauman meiri- hluta á þingi. Herbert von Karajan látinn: Herbert von Karajan. Reuter Virtur en umdeildur hljómsveitarstjóri Salzburg. Reuter. HERBERT von Karajan, fyrrum stjórnandi Fílharmóníusveitar Berlín- ar, varð bráðkvaddur á heimili sínu á sunnudaginn, 81 árs að aldri. Síðustu vikur vann hann að undirbúningi tónlistarhátíðarinnar í Salz- burg sem hefst síðar í þessum mánuði. Karajan var mikils virtur stjóm- sveit Vínarborgar við flutning á ópe- andi, viljasterkur og ráðríkur. Hann leitaði eftir fullkomnun og vildi hafa algjöra stjóm á þeim verkefnum sem hann tók sér fyrir hendur. Af þeim sökum spruttu oft deilur milli hans og tónlistarmanna og stjórnenda óperuhúsa en alltaf var samt nóg af tónlistarfólki sem sóttist eftir að starfa með honum. Karajan var aðalstjómandi Fílharmóníusveitar Berlínar í 34 ár en sagði því starfi lausu af heilsu- farsástæðum í apríl sl. Verkefnaskrá hans var víðfeðm en hann var oft gagnrýndur fyrir að flytja ekki meira af nútímaverkum. Næsta verkefni Karajans var að stjórna Fílharmóníu- runni Grímuball eftir Verdi við opnun tónlistarhátíðarinnar í Salzburg 27. júlí. Karajan átti við alvarleg veik- indi að stríða síðustu árin en var óvenju hress í síðustu viku og daginn fyrir andlát sitt mætti hann á æf- ingu. Aðstandendur tónlistarhátíðar- innar reyna nú að finna staðgengii fyrir Karajan en löngu er orðið upp- selt á allar þær sex sýningar sem voru fyrirhugaðar á óperunni. Und- anfarið hefur Karajan sætt gagnrýni fyrir einræðislega stjómarhætti og íhaldsemi í tónlistarvali fyrir Salz- burgarhátíðina sem nýtur styrkja frá austurrískum stjómvöldum. Að beiðni menningarmálaráðherrans, Hilde Hawlicek, var gerð áætlun um hvernig breyta mætti tónlistarstefnu og yfirstjórn hátíðarinnar. Karajan lýsti sig mótfallinn öllum breytingum og hótaði að hætta afskiptum af tón- listarhátíðinni en hann hafði þegar sagt sig úr stjórn hennar á síðasta ári vegna veikinda. En áætlunin var samþykkt af stjórn hátíðarinnar og hafin var leit að nýjum forstjóra í stað Alberts Mosers sem stutt hefur Karajan dyggilega. Starfaði með nasistum Karajan flutti til Aachen í Þýska- landi árið 1934 og gerðist félagi í Nasistaflokknum, að eigin sögn til þess að fá að starfa sem tónlistar- stjóri, en aðrir segja hann hafa geng- ið sjálfviljugan í flokkinn árið 1933. Á fimmtugsafmæli sínu 1939 skipaði Hitler hann tónlistarstjóra Þriðja ríkisins. Hann var undanþeginn her- skyldu og stjórnaði hljómsveitum öll stríðsárin. Bandamenn bönnuðu honum að fást við hljómsveitarstjórn opinber- lega í tvö ár eftir stríðið. Það varð til þess að Karajan sneri sér að því að hljóðrita klassísk verk inn á hljóm- plötur. Alls hafa komið út um 900 hljómplötur með verkum undir hans stjóm og talið er að þær hafi selst í hundruðum milljóna eintaka. Karaj- an var mikill áhugamaður um tækni. Hann flaug sinni eigin vél, átti marga dýra bíla og 75 ára gamall fékk hann réttindi til þyrluflugs. Hann vann að þróun geisladisksins sem kom á markað árið 1981 og lét hljóð- rita mörg verk undir sinni stjórn inn á geisladisk. Einnig sá hann til þess að margar óperuuppfærslur yrðu varðveittar á myndbandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.