Morgunblaðið - 18.07.1989, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUD,AGUR 18, JÚLÍ 1989
31
Mikil röskun á milli-
landaílugi um liðna helgi
ALLT millilandaflug Flugleiða
fór úr skorðum vegna þoku á
Keflavíkurflugvelli á föstudag og
laugardag og komst ekki í samt
lag fyrr en í gær. Hugsanlegt er
að sælan standi stutt því að flug-
freyjur boðuðu tveggja sólar-
hringa verkfall frá og með mið-
nætti í nótt sem leið, hefðu samn-
ingar ekki tekist. Flugleiðamenn
ætla þó að reyna að halda áætlun
og leigja vélar með áhöfhum.
Unnið var að undirbúningi þess
í gærkvöld. Ef af verkfalli flug-
freyja verður er þetta í þriðja
sinn á sumrinu sem félagið þarf
að leigja vélar til að flylja far-
þega sína milli landa.
Þessa tvo daga áttu um 2.000
manns bókað far með Flugleiðum.
Kostnaður vegna raskana á flugi
hefur enn ekki verið tekinn saman
að sögn Einars Sigurðssonar upp-
lýsingafulltrúa Flugleiða. Félagið
greiddi fyrir hótelgistingar 400
strandaglópa og rútuferðir 600 far-
þega til Reykjavíkur frá Akureyri.
Einar segir að erfiðlega hafi gengið
að fá leiguvélar í stað þeirra véla
sem komust hvergi vegna þokunn-
ar. Hins vegar fylgi mikill kostnað-
ur yfirvinnu starfsfólks og flutningi
farþega með útlendum flugfélög-
um.
Ekki bætti úr skák um helgina
að aðalbrautin á Keflavíkurfiugvelli
hefur verið lokuð vegna malbikun-
ar. Nokkrir úi-vinda starfsmenn
Morgunblaðið/Jón G. Gunnarsson
Eldur slökktur um borð í Þinganesi á laugardag.
Morgunblaðið/Einar Jónsson
Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir veikan mann að Finnbogastaða-
skóla í Árneshreppi á Ströndum.
Sjúkraflug í
Árnesi, Trékyllisvík.
ÞYRLA Landhelgisgæslunnar
var kvödd í sjúkraflug að Finn-
bogastaðaskóla hér í Árnes-
hreppi laust fyrir hádegi 9. júlí.
Hafði maður um sextugt, sem
hér hafði tjaldað um nóttina, fengið
Arneshrepp
hjartaáfall. Honum tókst að komast
úr tjaldi sínu og í Finnbogastaða-
skóla sem er skammt frá.
Maðurinn var fluttur í sjúkrahús
sýðra. Líðan hans er eftir atvikum.
- Einar
Fiskverð á uppboðsmörkuðum 17. júií. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn verð verð verð (lestir) Heildar- verð (kr.)
Þorskur 66,50 52,00 59,18 12,676 750.247
Þorskur(smár) 35,00 35,00 35,00 0,900 31.500
Ýsa 82,00 46,00 74,95 4,240 317.820
Karfi 29,00 20,00 26,75 79,900 2.136.956
Ufsi 37,00 20,00 35,47 2,809 99.655
Ufsi(smár) 27,00 27,00 27,00 3,150 85.050
Steinbítur 47,00 41,00 46,73 11,017 514.805
Langa 39,00 35,00 38,24 2,392 91.488
Lúða 180,00 100,00 145,00 0,581 84.285
Koli 35,00 35,00 35,00 1,240 43.400
Skata 40,00 40,00 40,00 0,036 1.440
Skötubörð 126,00 126,00 126,00 0,032 4.032
Skötus.sk. 240,00 240,00 240,00 0,011 2.640
Skötuselur Samtals 140,00 100,00 125,00 1,481 36,09 120,465 185.125 4.348.403
Selt var úr Otri HF og bátum. I dag verður selt úr Otri HF, Stálvík Sl og bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 62,00 55,00 59,02 84.216 4.970.436
Þorskur(smár) 15,00 15,00 15,00 0,331 4.965
Ýsa 82,00 45,00 60,91 31,064 1.892.233
Karfi 29,00 29,00 29,00 6,285 182.266
Ufsi 39,00 20,00 37,54 18,927 710.619
Steinbítur 55,00 26,00 43,42 1,171 50.841
Langa 43,00 39,00 40,04 0,806 32.274
Lúða(stór) 210,00 30,00 122,38 0,151 18.480
Lúða(milli) 210,00 210,00 210,00 0,014 2.540
Lúða(smá) 240,00 240,00 240,00 0,011 2.640
Blandað 22,00 22,00 22,00 0,046 1.012
Sólkoli 56,00 56,00 56,00 0,064 3.584
Skarkoli 53,00 25,00 47,01 0,491 23.083
Keila 12,00 12,00 12,00 0,256 3.072
Skata 67,00 67,00 67,00 0,799 53.533
Skötuselur Samtals 305,00 305,00 305,00 55,10 0,068 144,701 20.740 7.972.719
Selt var úr Halkion VE, Heimaskaga o.fl Smáey VE o.fl. aðallega þorskur og ýsa. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. í dag verður selt úr
Þorskur 60,50 55,50 57,59 10,657 613.818
Lýsa 10,00 10,00 10,00 0,095 950
Ýsa 67,00 20,00 54,13 5,032 272.444
Karfi 30,50 28,50 29,05 4,174 121.262
Ufsi 35,00 20,00 30,03 5,260 157.936
Steinbitur 53,50 11,00 47,01 6,590 309.791
Langa 40,50 30,00 37,45 2,395 89.698
Lúða 180,00 135,00 174,00 0,326 56.835
Solkoli 56,00 56,00 56,00 1,885 105.560
Skarkoli 40,00 35,00 39,10 3,168 123.855
Öfugkj. 20,00 20,00 20,00 2,356 47.120
Skata 56,00 56,00 56,00 0,012 672
Skötuselur 355,00 355,00 355,00 0,195 69.225
Langlúra 10,00 10,00 10,00 2,869 28.690
Blálanga Samtals 16,00 16,00 16,00 44,37 0,007 45,049 112 1.998.805
Höfn:
Eldur í Þinganesi SF
Flugleiða fóru heim að sofa á
sunnudag að lokinni tveggja sólar-
hringa vinnutöm, en vinnuálag var
gífurlegt hjá félaginu um helgina.
Farþegar hafa margir hveijir verið
lúnir líka eftir margra stunda bið
og þvæling milli staða.
Á föstudaginn var vél frá New
York, sem ekki gat lent í Keflavík,
flogið til Glasgow og þaðan til Lux-
emborgar. Vél sem fljúga átti til
Glasgow frá Reykjavík varð að
beina til Oslóar og Stokkhólms til
að taka upp farþega, en henni var
síðan lent í Keflavík. Einnig tókst
að lenda vél með sólarlandafar-
þegum á Keflavíkurflugvelli seint
um föstudagskvöld.
Farþegar sem biðu í Glasgow
voru sóttir með vél á leið frá New
York en henni lent á Grænlandi.
Farþegar sem leggja áttu af stað
til Kaupmannahafnar árdegis á
föstudag biðu í átta klukkustundir
og síðdegisvél þangað tafðist um
tíu tíma.
Vélar flugu til Lundúna og Osló
á nokkurn veginn réttum tíma en
Parísarvél fór í loftið tíu klukku-
stundum síðar en áætlað var. Sú
vél lenti á Akureyri á heimleiðinni,
sömuleiðis vél frá Stokkhólmi.
Þoku hafði ekki létt á laugardeg-
inum. Tíu tíma seinkun varð á vél-
um frá Stokkhólmi og Osló, vél frá
Lundúnum var lent á Reykjavíkur-
flugvelli og farþegar frá Orlando
lentu í Prestvík. Þeir sem vildu til
New York höfðu mátt bíða í sólar-
hring og farþegar til Salzborgar á
sunnudeginum þurftu að bíða í tíu
tíma. Þa fór flug til Glasgow allt
úr skorðum, vél sem þangað átti
að fara á laugardag var flogið til
Prestvíkur og Kaupmannahafnar.
Myndavíxl
Þau mistök urðu í síðasta Sunnu-
dagsblaði að tvær teikningar Péturs
Halldórssonar í blaðinu víxluðust
þannig að teikning hans af banda-
ríska rithöfundinum Jane Smiley
birtist í dálkinum „Hugsað upphátt“
sem Kristín Einarsdóttir Kvenna-
listakona skrifaði. Teikningin sem
átti að fylgja grein Kristínar birtist
með viðtali við Jane Smiley.
Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum.
Höfii.
ELDUR kom upp í vélarrúmi
mb. Þiuganess SF 25 um kl. 17.30
sl. laugardag þar sem báturinn
lá í höfii. Slökkvilið Hafiiar kom
strax á vettvang og tók um tvær
klukkustundir að ráða niðurlög-
um eldsins.
Svo virðist sem eldurinn hafi
magnast mjög hratt því um 10
mínútum áður en tilkynnt var um
hann hafði Gunnar Ásgeirsson,
skipstjóri og einn eigenda, verið á
ferð um bryggjuna og einskis orðið
var. Skemmdir urðu miklar og með-
Ellefu metra háum og sex tonna
þungum krossi hefur verið komið
fyrir við Úlfljótsvatn, þar sem
miðstöð íslensku skátahreyfingar-
innar er. Krossinn var hannaður
og smíðaður í Póllandi og var
fluttur til Islands í tilefiii páfa-
heimsóknarinnar í byrjun júní sl.
Gunnar Eyjólfsson, skátahöfðingi,
hafði veg og vanda að því að kross-
inn var fluttur að Úlfljótsvatni, reist-
ur þar og tileinkaður íslenskri æsku.
Það voru starfsmenn ístaks sem
fluttu krossinn í lögreglufylgd frá
Landakotstúni í Reykjavík að ÚI-
fljótsvátni sl. föstudagskvöld. Hann
var síðan reistur daginn eftir. Upp-
al annars eru öll tæki í brúnni ónýt
af reyk og vatni.
Þinganesið er 74 tonna trébátur
í eigu Þinganess hf. Eigendur eiga
150 tonna bát í smíðum í Portú-
gal, en sá verður vart kominn hing-
að fyrr en í febrúar eða mars á
næsta ári en þá átti að úrelda
Þinganesið.
Þinganesið átti óveitt af kvóta
sínum 1.000 tonn af síld, 200 tonn
af bolfiski og 3,5 tonn af humri.
- JGG
haflega stóð til að grafa fyrir
steyptri undirstöðu. Það reyndist þó
ekki unnt svo að sprengja þurfti
fyrir krossinum. Verkið mun hafa
gengið ótrúlega vel þrátt fyrir
þyngslin, að sögn Tómasar Tómas-
sonar verkfræðings hjá ístaki. Hann
sagði að þegar búið hefði verið að
reisa krossinn, skorða hann og stilla
af, hefði verið steypt að honum og
í það fóru 25 tonn af steypu. Kross-
inn ætti því að vera kyrfilega fastur
fyrir enda mun Gunnar skátahöfð-
ingi ætla krossinum að standa á
sínum stað í að minnsta kosti þús-
und ár.
Morgunblaðið/Tómas Tómasson
Unnið að uppsetningu krossins við Úlfljótsvatn sl. laugardag.
Krossinn er ellefu metra hár og sex tonn að þyngd.
Páfakrossinn settur upp
íslenskur hugvitsmaður:
Aðferð til að uppræta olíiunengun
ÍSLENSKUR hugvitsmaður, Magnús B. Finnbogason, hefur
uppgötvað efiii sem nýtist til hreinsunar olíu úr sjó. I rannsókn-
um sem gerðar hafa verið á efiiinu hefur komið í ljós að það
hreinsar auðveldlega olíuflekk af vatni eða sjó með afar góðum
árangri. Að sögn Magnúsar, sem fengið hefur einkaleylí á efh-
inu, er það auðvelt í framleiðslu. Eiginleika efnisins uppgöt-
vaði hann fyrir tilviljun.
„Ég var að bera saman hegð-
un þessarar efnablöndu í vatni
og sjó samanborið við olíu og
lýsi, en missti óvart hluta hennar
ofan í olíublandaðan sjó. Innan
hálfrar klukkustundar hafði ef-
nið gengið í efnasamband við
olíuna, og hana mátti skafa ofan
af sjónum," sagði Magnús í sam-
tali við Morgunblaðið. Hann
sagði að í þeim tilraunum sem
hérlend rannsóknarstofa hefur
gert með efnið hafi það reynst
hreinsa yfir 99% hlutfall af ýms-
um olíutegundum úr vatni og
sjó. „Vatnið reynist drykkjar-
hæft að lokinni hreinsun, og olí-
una má skilja frá efninu í skil-
vindu, og þannig nota hana á
nýjan leik.“ Efnið, sem er í duft-
formi, er notað á þann hátt að
því er dreift yfir olíuflekkinn,
látið liggja þar í innan við hálfa
klukkustund, og að því loknu er
efnasambandið hreinsað af yfir-
borðinu.
Magnús sagði að sölumögu-
leikar á efnablöndunni hefðu litið
verið skoðaðir, en þó væri verið
að kanna áhuga hjá banda-
rískum og kanadískum aðilum.